Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Qupperneq 14
14
DV. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1982
Spurningin
Hvað ætlar þú
að gera vegna
krabbameinsátaksins?
Reynir Geirsson næturvöröur: Það er
óráöiö en eitthvað smávegis veröur
þaö. Eg styö þessa fjársöfnun. Mig
minnir aö þaö sé búiö aö senda gíró-
seðla heim.
Sigríður Þóroddsdóttir, húsmóðir með
meiru: Eg gef alltaf í safnanir og mér
finnst að þaö megi ganga meira í hús
en gert er. I þessa söfnun finnst mér aö
varla megi gefa minna en 100 krónur.
Björgvin Steinsson sjómaður: Eg er
alveg til í að styrkja þetta en líklega
verö ég bara úti á sjó. Mér finnst þetta
gott átak.
Marinó Jakobsson, fyrrv. bóndi: Ætli
veröi ekki lítið sem ég geri. Þaö getur
nú samt vel komið til mála að gefa í
fjársöfnunina.
Ingibjörg Friðbertsdóttir sjúkraliði:
Að sjálfsögöu gef ég í söfnun. Vonandi
aö takist aö safna miklu af peningum.
Söfnunarherferöin er bráðnauösynleg.
Fríður Gunnarsdóttir húsmóðir:
Drottinn minn dýri, ég hef ekkert
spekúleraö í því. Jú, ég gef örugglega
ef bankað veröur upp á.
Á Litla-Hrauni (t.h.i og Kviabryggju (t.v.). „öll athyglin beinist að þvíað búa sem best að afbrotamönnunum"
— segir Pótur Pótursson.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„Með lögum skal land byggja”
— það geríst ekki með st jórnleysi og væmni
Pétur Pétursson skrifar:
Tími er til þess kominn aö lands-
menn allir kref jist endurskoöunar laga
og reglna, er varöa viöurlög við hvers
konar ofbeldi; líkamsárásum, nauög-
unum og drápi. Þessi mál hafa veriö
tekin allt of vægum tökum. Almenning-
ur getur ekki sætt sig viö þetta lengur.
Viö eigum kröfu á einhverju grundvall-
aröryggi.
Lögreglan hirðir sömu mennina aft-
ur og aftur fyrir hvers kyns ofbeldi —
en dómsvaldiö bregst. Viðurlögin viö
„Að hans (Sigmars) áliti er það góð
þjónusta að standa yfir gestunum, á
meðan þeir eru aö ákveða matinn, í
kannski 5—20 mínútur og setja síðan út
á það, sem þeir panta, ef eitthvað ann-
að er „betra”, að áliti þjónsins” — seg-
ir Kristinn Guðmundsson.
líkamsárásum og kynferðisafbrotum
eru ekki í neinu hlutfalli viö afbrotin og
þær hræöilegu afleiðingar er þau geta
haftíförmeösér.
Hvemig stendur á þessu sinnuleysi?
Er beöiö eftir aö almenningur grípi til
eigin ráöa gagnvart „atvinnu” óþokk-
um?
Hversu margir skyldu þeir vera í
dag sem aldrei bera þess bætur á lík-
ama og/eða sál að hafa lent í höndum
níöinga? Hvaö gerir þjóöfélagiö fyrir
fórnarlömbin og aöstandendur þeirra?
Ekki eru stofnuð félög því fólki til
stuönings. Nei, allir eru önnum kafnir
viö aö gæta réttar og hagsmuna þeirra
sem af sér hafa brotiö. öll athygli
beinist aö því aö búa sem best að
afbrotamönnunum.
Hafa ber í huga aö meö kærleika er
hægt að koma mörgu góöu til leiðar —
en ekki öllu. Þvaður um „mildi” á ekki
alltaf rétt á sér. Hvaöa hrotti sem er á
ekki kröfu á að á honum sé tekið meö
silkihönskum. Frasar á borð viö:
„Osköp hlýtur manninum aö líða illa
fyrst hann leiöist til voðaverka,” eru of
einfeldningslegir. Erum viö „þá ekki
komin út á þá braut aö sýna öllu
„skilning”, jafnvel stríösglæpum?
Minnumst oröanna: „Með lögum
skal land byggja”. Þaö gerist ekki meö
stjórnleysi og væmni. Tökum höndum
saman, beitum dómsvaldiö þrýstingi.
Aö öðrum kosti mun bráöum fara litiö
fyrir siömenntun þessarar þjóðar. Viö
stefnum í átt að villimennsku þar sem
allt er í raun meira eöa minna leyfi-
legt.
Vegna ummæla Sigmars B. Haukssonar:
„Og skrifaðu næst Campari með stóru c-i”
— það er sérheiti á víni en ekki samheiti á fordrykkjum
Kristinn Guðmundsson skrifar:
Á „Sælkera”-síöu DV þann 23.10. sl.
útlistar Sigmar B. Hauksson hvemig
þjónn skal haga sér gagnvart hinum
almenn veitingahúsagesti. Islenskir
þjónar virðast vera eitthvertvandamál
íhansaugum.
Hvaö er t.d. aö því aö þjónn bjóði for-
drykk áður en fólk pantar matinn? Aö
hans (Sigmars) áliti er það góð þjón-
usta að standa yfir gestunum á meöan
þeir eru aö ákveða matinn, í kannski
5—20 mínútur og setja síöan út á það,
sem þeir panta ef eitthvað annaö er
„betra” aö áliti þjónsins. (Ath. Sig-
mar, þú hefur þinn eigin smekk.
Þjónninn á ekki aö segja þér hvaö þér
finnst gott og hvaö ekki gott.)
Þaö er sjálfsagt aö spyrjast fyrir en
gesturinn á aö hafa frumkvæðiö. Hann
á ekki aö þurfa að eiga þaö á hættu aö
lenda í hrókasamræðum viö þjón sem
hann hefur jafnvel engan áhuga á aö
tala við. Ef eitthvað sérstakt er að
matnum benda þjónar yfirleitt á þaö.
Þjónar afhenda gestum matseöla og
færa þeim fordrykk en henda því ekki í
þá eins og Sigmar heldur fram.
Og Sigmar, skrifaöu næst Campari
meö stóru c-i, þaö er sérheiti á víni en
ekki samheiti á fordrykkjum. Hinir al-
mennu veitingahúsagestir eru flestir
vel að sér í vínum, gagnstætt þínu áliti.
En þú viröist vera sjálfskipaöur
„profesjonal” í vínum, þess vegna ætt-
ir þú að upplýsa „hina vanþekkjandi”
eingöngu um vín er fást í ÁTVR nema
þú óttist aö upp komist um hugsanlega
vanþekkingu þína á vínum meö því
móti.
Auk þess á hinum almenna borgara
líkast til aldrei eftir að standa til boöa
flest af þessum vínum er þú fjallar um
og fást ekki hér. Og þú segir orörétt:
. . .„það er með ólíkindum aö fólk sem
búiö er aö ganga í gegnum fagskóla
skuli vera svona ótrúlega vankunn-
andi...” Þama dæmir þú rangt,
Sigmar, heila starfsstétt sem meira aö
segja varö til áöur en þú fæddist.
Þú ættir aö taka þig til og mæta upp í
Hótelskólann og kenna þjónum hvem-
ig framreiösla á aö fara fram til aö allt
verði nú 100%, því aö þú virðist nú vera
meö meiri „sælkerum” í bænum.
Vegna ummæla séra Kolbeins Þorieif ssonar:
Má aldrei segja sannleikann?
Regína Thorarensen skrifar:
I DV þann 23. þessa mánaöar birtist
„yfirlýsing” frá séra Kolbeini Þor-
leifssyni. Þar blandar hann mér inn í
sín skrif; segir mig einu sinni hafa sent
Mogganum frétt þess efnis, aö sýslu-
maöur og skólastjóri á Eskifirði heföu
veriö bamapíur á meðan húsmæður
voru viö síldarsöltun.
Rétt er þaö að ég sendi frétt þessa,
enda var hún í fullu samræmi við staö-
reyndir. Má aldrei segja sannleikann?
Þaö er einlæg ósk min að embættis-
menn og fulloröið fólk haldi því áfram
að gæta barna þeirra, sem vinna aö því
aö bjarga aðal gjaldeyristekjulind
þjóðarinnar, fiskaflanum.
Þaö vissi ég þó ekki, fyrr en aö grein
Kolbeins lesinni, aö ritstjóri Morgun-
blaðsins hefði hringt til hans vegna
umræddrar fréttar minnar. Og leyfi ég
mér að draga í efa að ritstjórinn hafi
yfirleitt hringt, nema þá til þess eins
aö vita hvort klerkur væri sjálfur aö
passa börn í plássinu í þessum síldar-
önnum Eskfirðinga.
Þaö vita þó allir, sem til séra Kol-
beins þekkja, aö enginn hefði treyst
honum fyrir bömum sínum.
Ekki er ég heldur hissa á því þótt
enginn vilji séra Kolbein fyrir prest,
því aö greinilegt er að hann skilur m.a.
ekki hlutverk sálusorgara. í fyrr-
nefndri „yfirlýsingu” segir hann nefni-
lega orðrétt: „Þetta var fyrsta sálu-
sorgunarverkefni mitt sem prests”.
Mér er því spurn: Er það sálusorgun-
arverkefni aö svara því hvort em-
bættismenn passi böm eöa ekki?
Viö skulum öll vorkenna séra Kol-
beini. Hann hefur margoft tekið þátt í
prestkosningum, en einungis haft örfá
atkvæði upp úr krafsinu, sem hvergi
hafa nægt til eins eða neins, þrátt fyrir
kærur hans í allar áttir, m.a. til kjör-
stjórna.
Mér fannst séra Kolbeinn halda bara
ágætis stólræöur, þann stutta tíma sem
hann sat í embætti, og komast nokkuö
skakkafallalaust frá flestum prests-
verkum. Aö því frátöldu þótti hann
vera til lítillar fyrirmyndar. Sérstak-
lega hafði fólk orö á því aö hann kynni
ekki lágmarks mannasiöi.
Ég get vottaö aö séra Kolbeinn sýndi
fólki bæöi hroka og yfirlæti; þótti
drjúgur með sig vegna menntunar
sinnar og söngs. Þegar hann var á
Eskifiröi óskaði hann m.a. eftir því aö
sérstök sæti væru ætluð háskólagengn-
um embættismönnum staðarins viö
leiksýningar og kvikmyndasýningar í
félagsheimilinu.
Ég óska séra Kolbeini allra heilla'—
og umfram allt vaxandi þroska. Von-
andi hættir hann líka bráölega aö álíta
vinnandimenn „snarvitlausa.”
um 1970 aö á Eskifirði sat prestur, séra
Kolbeinn Þorleifsson. Hann geröi sér lít-
iö fyrir og sölsaöi undir sig varpið,
þ.e.a.s. Jón leggur fram ómælda vinnu
í sambandi viö varpiö en presturinn á
Eskifirði tekur stóran hiut af dúntekj-
unum og það af fötluðum manninum.
Þetta sýnir nú mannkærleika presta-
stéttarinnar. Og presturinn, sem er á
Eskifiröi í dag, séra Davíð Baldursson
er enginn eftirbátur Kolbeins, sem
þótti nú af mörgum sýna hinn mesta
hroka gagnvart öryrkjanum, sem býr
aö Hólmum. Ég vil nú segja þaö, þar
sem nú er veriö aö tala um aö skera
niöur bændastéttina, aö ég tel fulla
ástæðu til að skera niöur prestastétt-
ina.______________________________
Miðvikudaginn 20. þ.m. voru m.a.
ofangreind orð höfð eftir Hávarði
Bergþórssyni, bónda á Hrauni við
Reyðarfjörð. Var það i viðtali sem
fróttaritari okkar, „Emil á Eski-
firði," átti við Hávarð. Vegna um-
mælanna sendi sóra Kolbeinn D V
yfirlýsingu er birtist23. þ.m.
„Ég hef aldrei sýnt öryrkjum hroka”
Yfirlýsingfrá sr. Kolbeini Þorleifssyni
t»aft hafa verift örlög presta, freinur
en annarra embcttismanna, aft um þá
hafa verift búnar til í fásinninu hinar
undarlegustu þjóftsögur. Hér er ein á
ferftinni í sinni fyrstu mynd. En í þessu
tilfelli er tiltölulega auövelt aft komast
aft sannindum málsins. Þaft er til
dæmis furftuleg timaskekkja hjá
Hávarfti á Hrauni aft segja „aft ég hafi
sýnt mesta hroka gagnvart öryrkj-
anum, sem býr á Hólmum. Umredd
fötlun kom ekki til, fyrr en löngu eftir
aftég varfarinnfrá Eskifirfti.
Kolbcinn Þorlelísson.
Yfirlýsing sóra Kolbeins Þorleifssonar birtist ó bls. 4 i DV 23. október sl.
£g varö hissa, þegar ég las vifttal vift
Hávarft Bergþórsson á Hrauni vift
Reyftarfjörð i siðasta rniftvikudags-
blafti DV. Viötalift var undirritaft
„Emil Elskifiröi” og geri ég ráft íyrir
aö viðtaliðkomi þolanlega rétt til skila.
Hafi t.d. verift vélritaö upp af segul-
bandi.fT*seinasta hluta viötalsins er
fiogift svo rækilega upp á mig og mína
eftirmenn, aft því má aöeins h'kja vift
síldarsöltunarfrétt, sem einu sinni
barst frá Eskifirfti, og var undirrituft
„Regina”, og birtist fréttin í Morgun-
blaftinu. Sú frétt sagöi frá því, aðsýslu-
maftur og skólastjóri heföu verift
barnapíur byggftarlagsins, á meftan
húsmcöumar voru i söltun nifk-i á
plani Simalinurnar aft austan urfti
rauftglóandi, svo aft ritstjóri viftkom-
andi blaðs bað mig bleasaöan um aö
athuga, hver „andskutinn” gengiá þar
eystra. Þetta var fyrsta sálusorgunar-
verkefni mitt sem prests. Skyldi þaö
vera síldín, sem gerir menn
jnarvitlausa, efta hvaft?
I áftumefndu vifttali er þaft borift upp
á mig, aö ég hafi sýnt fötluftum manni
hroka. Eg vil ekki undir þeim áburfti
sitja. Eg hefi alla Uft haft i heiftri kær-
leiksboðorö kristindómsins, og þau eru
mér runnin svo í merg og bein, aft þaft
er óhugsandi aö ég hagi mér eins og
sagt er i vifttalinu. Um þaft getur þaö
fólk borift vitni, sem man afskipU mín
af kristindómsmálum allt til bamssku
minnar. — Siftan er sama áburfti klint
á núverandi sóknarprest þar eystra.
Af einhverjum ástsftum er þeim þriftja
sleppt, sem þó *tU heima í hfpnum, en
sá er landsþekktur stjómarmaftur
Raufta krossins. Enginn okkar hefur
ofsótt fatlaftan bónda á Hólmum.
Hitt er annaft mál, að tveir okkar
þurftu aft lagfæra erfitt samskiptamál
milli sveitarfélags og ríkis, og gerftum
vift þar ekkert annaft en blóftuga skyldu
okkar sem embcttismenn. Þar var um
aö ræfta réttinn U1 aö framleigja hin
fomu hlunnindi Hólmastaöar. Til út-
skýringar á því máli mætti skrif a langt
mál, en hér nægir aft segja, aft verkift
var unnift meö vitund og samþykki
dóms- og kirkjumálaráftuneytisins,
enda var fyrir hendi skriflegur samn-
ingur, sem sýndi ljóslega, hvaft var
réttíþessumáli.