Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Síða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982. 3 Af flokksþingi Framsóknarflokksins: Konur höfnuðu foirétt- indum við kjör f miðst jórn f lokksins—tillögu um að loka þinginu fyrir fréttamönnum vísaðfrá Átjánda flokksþingi Framsóknar- Rokksins lauk i gærkveldi eftir að gengið hafði veriö frá stjórnmálaályktun flokksins. Nokkrar breytingar voru gerðar á skipulagi flokksins, meðal annars var fjölgaö í miðstjóm hans um tíu fulltrúa. Fram til þessa hefur miðstjórnin verið skipuð 25 fulltrúum kosnum á flokksþingi, alþingis- mönnum, fulltrúum hvers kjördæmis, formönnum kjördæmasambanda og formanni SUF en héðan í frá munu bætast við formaður verkalýðsmála- nefndar Framsóknarflokksins, for- menn launþegaráða og formaður Það var skoðun Helga H. Jóns- sonar að menn ættu að geta gagnrýnt flokksforystuna án þess að þurfa að horfa framan i blaðamann Morgunblaðsins á meðan og þvi vildi hann láta loka þinginu fyrir fróttamönnum. Á myndinni er Friða Proppó blaða- maður Morgunblaðsins að störfum ó þinginu. „Þeir eru góðir leiðararnir i Tímanum ..." Ólafur Jóhannesson og Kristinn Finnbogason stinga saman nefjum. Auk þess sagöi hún aö þátttaka kvenna í þessu þingi hefði verið áber- andi meiri en áður og þær virkari í störfum þess. Helgi H. Jónsson fréttamaöur á Ríkisútvarpinu, sem var fulltrúi á þinginu, bar fram tillögu þess efnis að þinginu yrði lokað fyrir frétta- mönnum. Röksemdir hans voru þær að þingfulltrúar ættu að geta talaö óþvingað og gagnrýnt forystu flokksins án þess að þurfa að horfa framan i biaöamann Morgunblaðsins á meðan. Þessari tillögu var vísað frá, enda var búið aö bjóða öllum fjöl- miðlum að senda fréttamenn á þingið og skipaður hafði verið sérstakur blaðafulltrúi þeim til aðstoðar. Af aragrúa samþykkta sem gerðar voru á flokksþinginu má nefna ályktun um að hlustendum Ríkisútvarpsins skuli veitt aukin aðstaða til að velja um dagskrár. Ætti það að gerast með því að koma á annarri rás útvarpsins, koma upp aðstööu til útsendinga í öllum landsfjórðungum og hefja staðbundið útvarp og veita lands- samtökum og sambærilegum aðilum aðgang að útsendingarkerfi útvarpsins fyrir eigin dagskrá. Jafnframt taldi þingiö að til álita kæmi aö veita öörum aöilum leyfi til að útvarpa og sjónvarpa að fullnægöum ákveðnum skilyrðum. Þingið lýsti einnig ánægju sinni með fréttir og forystugreinar Tímans. -ÓEF. Þingfulltrúar lásu DV af miklum áhuga ó meðan framsögumenn fluttu langar tölur sinar. Landssambands Framsóknarkvenna. Á þinginu kom fram tillaga um aö konur fengju ákveðinn fjölda fulltrúa við kjör í miöstjóm flokksins en Lands- samband framsóknarkvenna óskaði ekki eftir því að það gengi fram og var tillagan ekki samþykkt. Aö sögn Ragnheiðar Sveinbjömsdóttur for- manns flokksmálanefndar var á- stæðan fyrir því að Landssamband framsóknarkvenna lagðist gegn til- lögunni sú að átta konur heföu verið kosnar í miðstjórn án þessara for- réttinda og því yrði aö telja þau óþörf. Mini-Table (Barnaboró) Family Roller.......... Stiga Privato.......... Privat Roller.......... Elite Roller, keppnisboró /'TIGIV BORD TENNIS VÖRUR UTIUF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.