Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Síða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982.
Columbia: Lendir í dag.
Columbía lendir í dag
Áhöfn geimskutlunnar Columbíu er
sögö viö bestu heilsu og í léttu skapi, en
hún mun snúa til jaröar í dag og lenda í
Kalifomíu kl. 14.34.
Gönguferð tveggja geimfaranna út í
geiminn hefur verið aflýst, því aö í ljós
kom að milljón dollara geimfara-
búningamir vom gallaðir. En stjóm-
endur geimferðarinnar segja að ferðin
hafi að öðru leyti tekist fullkomlega.
Aöalverkefnið var að setja á loft tvo
fjarskiptahnetti í eigu einkafyrirtækja
og var því lokið áður en tveir sólar-
hringar vom liönir frá flugtaki.
Ýmsar bilanir, sem ollu mönnum
áhyggjum áður en Columbíu var skotið
á loft, hafa ekki látið á sér kræla í ferð-
inni. Skutlan mun fara 81 hring
umhverfis jörðina áður en hún lendir í
dag.
Það verður nokkur bið á því að
Columbía verði send aftur á loft. Það
verður ekki fyrr en í september á
næsta ári. Áöur á að gera á skutlunni
ýmsar breytingar svo að hún geti flutt
heila geimrannsóknarstöö með sér.
önnur geimskutla, Callenger, á að
fara i sína jómfrúarferð í janúar næst-
komandi og síðan tvær feröir til viðbót-
ar á sex mánuðum. — Geimskutlurnar
eiga alls aö verða fjórar samkvæmt
núgildandi geimferöaáætlun
Bandaríkjastjómar.
Fyrirtækin sem eiga fjarskipta-
hnettina er Columbía setti á loft segja
aö þeir virki eins og til var ætlast.
BASKAR
RÆNA
Rúmlega 5000 Baskar tóku í gær þátt í
mótmælagöngu í samúðarskyni við
iðnjöfur sem baskískir skæruliðar hafa
rænt. Kref jast skæruliðarnir þess að fá
félaga sína lausa úr fangelsi.
Mótmælagangan fór fram í grenj-
andi rigningu í Baskaborginni Zumarr-
aga. Var gangan farin á vegum verka-
lýðsfélaga og stjórnmálamanna sem
krefjast þess aö iðnjöfrinum, Satum-
ino Orbegozo, verði sleppt. Honum var
rænt á leið til kirkju.
Fulltrúar ETA (heimastjómar-
flokks Baska) sendu þau boðsímleiðis i
gær til Baskablaðs nokkurs að þeir
hefðu rænt hinum 69 ára gamla iðnjöfri
og krefðust í stað hans frglsis fyrir
fangelsaða félaga sína.
Þátttakan í mótmælagöngunni var
mikil miðaö við stærð borgarinnar sem
hún för fram í. Telja menn það merki
um aö Baskar séu sjáifir farnir að
missa þolinmæði með skæmliöum og
ofbeldisverkum þeirra.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Fyrsta glasabant
ið austan tjalds
Nýlega fæddist fyrsta glasabam- sjúkrahúsi í Bmo og segir í frétt
ið í Tékkóslóvákíu og er þetta jafn- þaðan að bæði móðir og bam séu
framt fyrsta tilraunaglasabarnið við bestu heilsu.
austantjalds. Barnið fæddist á
KOMDU .
KRÖKKUNUM Á OVAKT!
Fardu til þeirra umjólin
Mömmur, pabbar, systur, bræöur, afar, ömmur, frændur,
frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri
fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til
útlanda.
Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug-
leiðir bjóða til Norðurlandanna.
Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir:
Kaupmannahöfn
Gautaborg
Osló
Stokkhólmur
kr. 4.653.00
kr. 4.598.00
kr. 4.239.00
kr. 5.304.00
Bamaafsláttur er 50%.
Fargjöldin taka gildi 1. des.
Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif-
stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
Kosningarnar í Brasiliu:
58 milljónir
kusu
Kosningarnar í Brasilíu munu hafa
gengið árekstralaust fyrir sig að und-
anskildu því að einn kosningastarfs-
maður stjómarandstöðuflokks var
stunginn til bana í Sao Paulo.
Nær 58 milljónir Brasilíumanna skil-
uðu atkvæði í kosningunum í gær,
kosningin heldur áfram á dag. Talning
atkvæða er hafin, en landið er stórt og
sums staöar eru byggöir einangraðar,
svo að hvortveggja tekur tímann sinn,
kosningin og atkvæðatálningin.
Kosið var í ríkisstjóraembættin, til
þingsins og í önnur embætti og þykja
þetta mikilvægustu kosningar sem
igær
fram hafa farið í Brasilíu síðan 1960, en
þá var Janio Quadros kosinn forseti
landsins. Hann sagði af sér eftir átta
mánuði og við tók þá Joao Goulart,
sem þótti vinstrisinna. Var honum bylt
af hernum 1964 og hefur herinn farið
meö stjómina í Brasilíu þau átján ár
semsíðan eruliðin.
Joao Figueiredo, núverandi forseti,
hefur heitið því að koma á fullkomnu
lýðræði í landinu áður en sex ára emb-
ættisskeið hans er á enda. Þessarkosn-
ingar eiga að vera fyrsti áfanginn í
þeirriáætlun.
ÓSA