Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Side 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982. Lesendur Lesendur Lesendur „Nú hetur veríð undirritaOur semningur á milli FlugleiOa og SAS um aukið samstarf þessara fíugfHaga um áætlunarfíug á milli íslands, Danmerkur, Noregs, og SvíþjóOar," — segir 2S32-2S75. Samstarf SAS og Flugleiða: „SAS er alvöruf lugfélag með ábyrgan forstjóra” 2532-2975 skrifar: Nú hefur verið undirritaður samn- ingur á milli Flugleiða og SAS um aukið samstarf þessara fiugfélaga um áætlunarflug á milli Islands, Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar. Viðræður eru hafnar um aukið sam- starf í þjálfun, viðhaldi og leigu á flug- vélum. Einnig er rætt um að vinna saman að sölu og markaðsmálum, segir í f réttatilkynningu um málið. Skyldi fólk kannast við orðalagiö! Svona voru fréttatilkynningarnar sem gefnar voru út þegar viðræður hófust um sameiningu flugfélaganna, Loft- leiða og Flugfélags Islands, á sínum tíma. Og nokkru síðar varð sú sameining að veruleika. Nú hefur íslenska ríkið þurft um nokkurt skeið að brauðfæða Flugleiðir, m.a. með eftirgjöfum á lendingargjöidum og öðrum þjónustu- gjöldum til ríkisins. — Og á fjárlögum er áætlað að ríkið taki að láni, erlendis, 34 milljónir króna til þess að geta stutt þetta vandræðabarn ríkis og skatt- borgara landsins. Þetta á, eftir að ræða á alþingi. Vart verður því trúað að þingmenn, sem allir lýsa því yfir að erlend lán séu nú þegar komin í hámark, styðji enn á ný erlendar lántökur fyrir rekstrarút- gjöldum Flugleiða. Það er opinbert leyndarmál að það er ekki Atlantshafs- flug félagsins, sem er til trafala, heldur flugið milli Islands, Norður- landa og Bretlands. — Þess vegna eru nú hafnar viðræöur um samvinnu viö SAS. Þaö liggur lika í augum uppi að þessi ,.samvinna” við SAS mun ekki enda með neinu ööru en algjörri sameiningu í fyllingu tímans. Auðvitað verða það engin vonbrigði fyrir ríkisvaldið að SAS taki yfir þetta vandræðabam íslenskra f lugmála. Hitt er auövitað hlálegt að hiö opin- bera skuli ekki fyrir löngu vera búið aö sjá hversu gagnslaust þaö er að styðja Flugleiðir með fjármunum skattborgaranna ár eftir ár, án þess aö nokkur batamerki sjáist á rekstri þessa fyrirtækis. Á sama tima og þjónustu Flugleiða fer hrakandi eru yfirmenn fyrir- tækisins látnir koma fram í fjölmiölum og lýsa brautryðjendastarfi í baráttu gegn alkóhólisma hjá starfsfólkinu. Ljótar aðferðir þaö. Þaö er ekki ein báran stök hjá þessu aflasæla fyrirtæki í sameiginlegum sjóöi landsmanna. En nú sér brátt fyrir endann á þessu basli Flugleiða með samvinnunni við SAS og síðar algjörri sameiningu. Þá fyrst geta landsmenn vænst þess að f jármál og rekstur Flugleiða verði tekin föstum tökum, því SAS er alvöru- flugfélag með ábyrgan forstjóra. Geirfuglaskrif um Flugleiöir SvarFlugleiða: Flugleiðir sjá ekki ástæðu til að svara rógskrifum 2532-2975, sem sam- kvæmt þjóðskrá er Geir R. Andersen, nú frekar en áður. Geir starfaði hjá Flugleiðum frá árinu 1973 til 1980 í þeirri deild sem sér um mat í flugvél- amar. Hann lét af störfum árið 1980 og er greinilega þeirrar skoðunar að þar með hafi endalok Flugleiöa verið ráð- in. Geir gerðist nú skyndilega sérfræð- ingur í flugmálum og flugrekstri. Þessi snöggsoðna sérþekking birtist í formi óhróðursskrifa um Flugleiðir, stund- um undir nafni en þó oftar undir ýms- um dulnefnum. Sú staðreynd að Flugleiðir lögðu ekki upp laupana er hann hvarf úr þjónustu fyrirtækisins virðist þyngri kross en svo að Geir R. Andersen geti borið með góðu móti. Svo ekki sé minnst á það að félaginu hefur tekist að yfirvinna mestu erfiðleikana sem að því steðjuðu og reksturinn hefur komist í mim betra horf. Landsmenn eru stoltir af Flug- leiðum, en það getur enginn verið stolt- ur af geirfuglaskrifum Geirs R. Andersen — nema ef til vill hann sjálf- ur.” Nemendaleikhús LÍ.: Athugasemdir vegna viðtals Frá Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla tslands: Vegna viðtals þess við okkur, sem birtist í DV þann 3.11., sjáum við undir- rituð okkur tilneydd að gera örfáar at- hugasemdir. I viðtalinu eru ýmsar fullyrðingar eftir okkur hafðar, sem eru gjörsam- lega slitnar úr samhengi og rökstuön- ingi fyrir þeim, sem kom þó fram í við- talinu við okkur, algerlega sleppt. Allt of langt mál yrði að fara að leið- rétta hvert einstakt atriði, en þó getum við ekki látið hjá líða að leiðrétta al- varlegan misskilning sem kemur fram í eftirfarandi setningu: .. .„En það er leitt að stofnanatannhjólið hefur dreg- ið allt ferskt og nýtt niður..— I samhengi við það sem á undan kemur í viðtalinu mætti skilja þessa fullyrð- ingu sem svo að hún eigi við stofnana- leikhúsin og að við séum að vega illi- lega að þeim. En það sem við áttum við með þessari setningu er að það er fjár- veitingavaldið sem hefur löngum dreg- ið allan kjark og líf úr frjálsum leik- hópum hér, vegna skilningsleysis og fjársveltis. Við viljum einnig taka það fram að ekki dettur okkur í hug að halda því fram að Ritva Siikala sé eini leikstjór- inn sem lítur á samstarfsmenn sína sem listamenn, eins og mætti skilja á síðasta svari okkar í viðtalinu, eins og blaðamaður setur þaö fram. Svar blaöamanns: Blaðamaður DV átti langt spjall við leiklistarnema í Nemendaleikhúsinu á dögunum. Þegar blm. vann viðtalið varð að stytta það töluvert mikið og því var vitaskuld sú hætta fyrir hendi að ónákvæmni gætti er svör þeirra voru tíunduð. Á hinn bóginn má benda á þaö aö leiklistarnemar gerðu ekki neinar athugasemdir við þau atriði sem þeir gera athugasemd við hér að ofan, og gafst þeim þó tækifæri til þess. Það er von mín að þó aö stytting á við- talinu hafi veriö ófullnægjandi, skaði það ekki Nemendaleikhúsið. Oska ég Nemendaleikhúsinu áframhaldandi velgengni. ás. 17 PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 28.-29. 11. 1982 SKRIFSTOFA STUÐNINGSMANNA PÉTURS SIGURÐSSONAR SKIPHOLTI 31, GOTUHÆÐ (Vestan við Tónabíó) VERÐUR OPIN KL. 12 - 23 ALLA DAGA. SÍMAR: 25217 OG 25292 FAM RYKSUGUft Haukur og Ólafur Ármúla 32-Sími 37700. TIL SÖLU 18 rúmlesta fiskiskip, smíðað árið 1979. Allar nánari upplýsingar vcittar á skrifstofu Fiskvciðasjóðs Islands í síma 28055 og hjá Valdimar Einarssyni í síma 33954. Tilboðóskast scnt Fiskvciðasjóði Islands, fyrir 1. dcscmbcrnk. Fiskveiðasjóður íslands. NÝ ÞJÓNUSTA PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR, VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ, MATSEÐLA, VERÐLISTA, KENNSLULEIÐBEININGAR, TILBOÐ, BLAÐAÚRKLIPPUR, VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÓSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRÐ ALLT AÐ 45x60 CM. OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18. LÆKJARGÖTU 2, NÝJA-BlÓHÚSINU © 22680 sending“\ Kuldaskór á karlmenn fyrir veturinn Teg: Dan-naturform. Litur: natur. StærOir: 36-46. Teg.Sic. Litur: Ijósbrúnn. Stærðir: 40—46. Teg: Sic. Litur: brúnn. Stærðir: 41—46. Teg: Humanic. Utur: brúnn. Stærðir: 41—46. SKOFATN AÐU R Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Skó- yerslun HomrQBbofQ 0 - Simi 41754

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.