Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Side 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982. Skrifstofustarf Skrifstofustarf V hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er laust til umsóknar. Grunnlaun samkvæmt 10. launaflokki. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðiblöðum fyrir 24. nóvember næstkomandi til rafveitustjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveha Hafnarfjaróar. • •••••••**-* »••••••••••••••••• «••••••••••••••• HÚSEIGENDUR Önnumst alhliðagluggasmíði; franskir gluggar, laus fög, viðgerðir á gömlum gluggum, glerísetningar. Smíðum eldhúsinnréttingar, önnumst einnig breytingar á gömlum innréttingum. Uppl. á verkstæðinu daglega í síma 16980 milli kl. 10 og 12f.h. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• MMMMMMMMMMMMMMMMMMMIíMMMMMMMMMMg Blaðburðarbörn NU ER VERIÐ AÐ RÁÐA FYRIR VETURINN Látið skrifa ykkur á biðlista BLAÐBERAR ÓSKAST í EFTIRTALIIM HVERFI STRAX • Eiríksgata • Arnarnes • Aragata • Hagar I • Hagarll AFGREIÐSLAN ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 ia|a[a[aiaia[a[aia[a|a|a[a@|a|a@[a[aiaia[a[a@[a[a@@@|aia| Verslanir! Hm sivinsæla og myndarlega JÓLAGJAFAHANDBÓK kemur ut í byrjun desember. Þeir auglysendur sem ahuga hafa á aö auglýsa í JÖLA- GJAFAHANDBÓKINNI vin- samlegast hafi samband viö auglvsingadeilda »L*J Síöumúla 33, Reykjavík, eöa í síma 27022 milli kl. 9 og 17.30 virka daga, sem allra fyrst. SIMINIM ER 27022 HAFIÐ SAMBAND STRAX Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi i Vöku ásamt hinum nýju höfundum, talið frá vinstri: Jón Ormur Hall- dórsson, Guðni Kolbeinsson og Sæmundur Guðvinsson. l\ ir rn BókaútgáfanVaka: ÞRÍR NÝIR HÖFUNDAR KVEÐJA SÉR HUÓDS Fyrstu bækur þríggja íslenskra höfunda eru nú komnar út hjá bóka- útgáfunni Vöku. Þaö eru Mömmu- strákur eftir Guöna Kolbeinsson, Viö skráargatiö eftir Sæmund Guðvins- son og Spámaöur í fööurlandi eftir Jón Orm Halldórsson. Allir eru þeir kunnir fyrir önnur störf sín, Guðni sem þýðandi og íslenskufræöingur, Sæmundur sem fyrrverandi frétta- stjóri DV og núverandi blaöafulltrúi Flugleiöa og Jón Ormur sem aöstoö- armaður forsætisráöherra. Á blaöamannafundi, sem haldinn var í nýjum 'húsakynnum Vöku að Síðumúla 29, kynntu höfundamir bækur sínar. Guöni Kolbeinsson sagöi um bók sína, Mömmustrákur, aö hún væri fyrir börn á öllum aldri. Upprunalega var sagan samin til lestrar í útvarp en þróaöist smám saman yfir í bókarform. Guöni kvaöst hafa prófaö söguna á bömum sinum og heföu undirtektir þeirra oröið sér hvatning til aö gefa hana út. Bók Guöna er um 100 síöur aö stærö. Bók Sæmundar Guðvinssonar, Viö skráargatiö, er aö sögn höfundar svipmyndir úr daglega lífinu, séðar í spéspegli. Sæmundur sagöi að þessi bók hefði veriö lengi í bígerð hjá sér. Hann kvaöst halda aö það væri draumur margra blaðamanna að semja bók og að hin nýja bók væri safn stuttra þátta um lífið og tilver- una hjá venjulegri fjölskyldu í Reykjavík. Græskulaust grin situr i fyrirrúmi. Sæmundur hefur áöur skrifaö vin- sæla pistla í blöð og tímarit. Viö skrá- argatiö er 132 síður aö stærö. Bók Jóns Orms Halldórssonar fjallar um deildarstjóra í ráöuneyti, sem snýr sér aö því aö reyna aö bæta heiminn í kringum sig, fyrir tilverk- an óvæntra atburöa. Nefnist bókin Spámaöur í fööurlandi. Jón Ormur kvaö hugmyndina aö þessari bók hafa blundaö lengi meö sér en hún heföi síðan verið skrifuö í hjáverkum að mestu. Jón sagði að persónur bókarinnar væru hreinn skáldskapur og ef menn teldu sig þekkja einhverja ákveðna menn að baki þeim væri slíkt algerlega á þeirra eigin ábyrgö. Reynsla sín af ráöuneytisstörfum heföi þó vissulega komiö sér að gagni viö ritun bókar- innar. Ölafur Ragnarsson, forstööumað- ur Vöku, lét þess getið aö allar þess- ar bækur hefðu oröiö til fyrir hvatn- ingu eöa frumkvæði forlagsins. Hann sagöi aö þær væru innbyrðis ólíkar en ættu þó allar sameiginlegan ákveöinn bjartsýnistón. Vaka gefur út á þessu ári um 30 titla, þar af 14 nú fyrir jólin. Af þeim 14 eru íslenskir höfundarníutalsins. Rit um atvinnuréttindi útlendinga hérá landi „Upplýsingarit þetta er ætlað út- lendingum, þ.e. ríkisborgurum ann- arra landa en Islands, sem hafa hug á aö ráöa sig til starfa hér á landi. Einkum er þaö ætlaö þeim sem leita til Islands í fyrsta sinn í þessu skyni og eru því ókunnir íslenskum vinnumarkaöi og þeim reglum sem hér gilda um dvöl útlendinga í land- inu.” Þannig hefst formáli í bæklingi um atvinnuréttindi útlendinga á ís- landi sem Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráöuneytisins hefur látiö prenta. Bæklingurinn er bæöi gefinn út á ensku og íslensku. Samkvæmt 5. grein laga nr. 26/1982 um atvinnuréttindi útlend- inga ber Vinnumálaskrifstofunni að útbúa og dreifa skriflegum upplýs- ingum þar sem greint er frá reglum um dvalarleyfi og atvinnuleyfi, al- njgnnum launakjörum, vinnutíma, sköttum og opinberum gjöldum og ööru sem snertir útlendinga er hyggjast leita eftir atvinnu hér á írMK.OVV.r.N Í JN IŒLANI j PRACTICAL INFORMATION fo; J'wmpr: Naiioiuds. landi. Þessar upplýsingar er allar að f inna í umræddum bæklingi. -JGH. Úlfljótur gefur út lögin um einkamál —ásamt greinargerðum Ulfljótur, tímarit laganema, hefur nýlega gefiö út sérprentun af lögum um meöferö einkamála í héraöi nr. 85/1936 meö síöari breytingum og safn greinargerða viö þau lög. Er þar um að ræöa greinargerðir viö eftirtalin breytingalög: Lög nr. 52/1937, 32/1948, 100/1950, 33/1963, 7/1965, 59/1975, 14/1976, 80/1976 og 28/1981. Bókinni er fyrst og f remst ætlaö aö koma laganemum og lögfræðingum ao gagm viö nám og störf. Umsjón með útgáfunni höfðu Jón G. Finn- bjömsson stud. jur. og Jón Höskulds- sonstud. jur. Lög um meðferð einkamála í hér- aöi og safn greinargeröa er seld í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Islands og Bóksölu stúdenta v/Hringbraut. Hún er 139 blaösíöur aö stærö og er unnin í Ríkisprent- smiö junni G utenberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.