Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Page 30
30
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982.
I gærkvöldi í gærkvöldi
Gott sjónvarp í gærkvöldi
I gærkveldi var bará nokkuö gott
sjónvarp, aö loknum fréttum komu
Tommi og Jenni á skjáinn og sýndu
listir sínar. Því næst var íþróttaþátt-
urinn fastur og ómissandi liöur á
mánudagskvöldum og þá er oft grip-
iö inn í fleiri íþróttagreinar en knatt-
spymu og lofar það góöu. Var þaö
góö afþreying aö horfa á fimleika-
stúlkur sýna listir sínar. Finnst mér
afar mikilvægt aö fjölmiðlar reyni aö
gera sem flestum íþróttagreinum
góöskii.
Einnig hóf nýr breskur gaman-
myndaflokkur göngu sína, bar hann
heitiö Tilhugalíf og fjailaði um
vandamál stúlku sem gengur ekki út
og piparsvein sem engin vill líta viö,
og var hann nokkuð fyndinn á köfl-
um. Síöast á dagskránni var
kanadísk sjónvarpsmynd sem að
sögn manna var nokkuð góð, en fór
þó fram hjá mér. Sjónvarp á mánu-
dagskvöldum er með mjög hefð-
bundnu sniði og er óhætt að segja aö
myndefni þaö sem sýnt er þessi
kvöld hafi farið mjög til batnaðar.
Ekki er lengur þröngvað upp á lands-
menn aö horfa á botnlausar sænskar
10—15 ára myndir. Mánudagarþurfa
ekki alitaf aö vera til mæöu.
Margrét Sverrisdóttir.
Andlát
Sæmundur E. Kristjánsson sem lést 5.
nóvember var fæddur 2. september
áriö 1909 í Bildudal. Foreldrar hans
voru hjónin Viktoría Kristjánsdóttir og
Kristján Ámason. Sæmundur lauk vél-
stjóranámi og var um árabil vélstjóri
bæöi á sjó og landi. Jafnframt því vann
hann mikið aö félagsmálum. Hann
kvæntist áriö 1914 Benediktu
Þorsteinsdóttur og eignuöust þau 4
böm. Fyrir hjónaband átti Sæmundur
tvö börn. Hann verður jarösettur í dag
kl. 13.30 fráFossvogskirkju.
Hafþór Helgason sem lést af slysförum
þann 26. október var fæddur 12. janúar
árið 1945 í Reykjavík. Foreldrar hans
vom Helgi J. Hafliöason bifvélavirki
og Sigurbjörg Jónsdóttir. Hafþór hlaut
skipstjómarréttindi áriö 1962. Áriö
1965 lauk hann einkaflugmannsprófi og
var lengi framkvæmdastjóri og einn
eigandi Vængja. Hann varö kaup-
félagsstjóri, fyrst í Saurbæ í Dölum og
síðar á ísafiröi. Áriö 1968 kvæntist
hann Guðnýju Kristjánsdóttur og
eignuðust þau þrjá syni. Minningar-
athöfn fer fer fram í dag kl. 13.30 frá
Isaf jaröarkirkju og frá Dómkirkjunni í
Reykjavík á fimmtudaginn kl. 13.30.
Ingunn Hildur Unnsteinsdóttir, sem
lést af slysförum 5. nóvember sl., var
fædd 14. október áriö 1967. Foreldrar
hennar voru hjónin Lilja Kristiansen
og Unnsteinn Guöni Jóhannsson. Útför
Ingunnar veröur gerö frá Neskirkju í
dagki. 15.
Auðbjörg Jónsdóttir, Hjaröarhaga 56,
er látin.
Elka Jónsdóttir, Eiríksgötu 13, lést í
heilsuvemdarstöðinni viö Barónsstíg
14. þ.m.
Hólmlaug Halldórsdóttir, Goöheimum
21 Reykjavík, andaðist laugardaginn
13. nóvember 1982.
Ingibjörg María (Baugga) Thompson,
áður til heimilis aö Vesturgötu 21
Reykjavík, lést í Honolulu, Hawaii 6.
nóvember sl.
Ketill Jónsson frá Hausthúsum, Oðins-
götu 8, verður jarösunginn frá Foss-
vogskirkju miövikudaginn 17. nóv. kl.
15.
Jónfriöur Guöjónsdóttir, fyrrum hús-
freyja á Hóli í Svínadal, veröur jarð-
sungin frá Akraneskirkju miövikudag-
inn 17. nóvember kl. 14.30.
Helgi V. Guömundsson sem lést þann
8. nóvember sl. var fæddur 18. nóvem-
ber áriö 1906 í Hafnarfirði. Foreldrar
hans voru Guðmundur Magnússon bif-
reiöarstjóri og Stefanía Halldórsdóttir.
Helgi tók gagnfræðapróf frá Flens-
borgarskóla áriö 1923. Áriö 1934 stofn-
aöi hann ásamt öörum fyrirtækið
Áætlunarbílar Hafnarfjaröar. Þaö rak
hann til ársins 1947. Helgi var kjörinn
bæjarfulitrúi í Hafnarfiröi áriö 1950 og
gegndi eftir þaö ýmsum trúnaöarstörf-
um fyrir Hafnarfjaröarbæ. Áriö 1956
geröist hann gjaldkeri hjá bæjarfó-
getanum í Kópavogi og gegndi því
starfi til ársins 1976 er hann lét af störf-
um. Helgi var ókvæntur. Hann veröur
jarðsunginn í dag kl. 13.30 frá Aðvent-
kirkjunni. Jarðsett veröur í Hafnar-
fjarðarkirkjugaröi.
Tilkynningar
Jólaplöturnar
farnar að
berast
Jólaútgáfan í ár hófst meö útgáfu plötu
Mezzoforte, „4”, sem fengið hefur skinandi
viötökur læröra og leikra. Fram til jóla eiga
eftir aö koma fjórar plötur til viðbótar, sem
flestar eru tilbúnar. Hin fyrsta kemur miö-
vikudaginn 17. nóvember. Það er I mynd,
nýja platan með Ego. Á henni veröa niu lög,
öll eftir liðsmenn hljómsveitarinnar og öll
meö textum eftir Bubba Morthens. Lögin
heita: Fjöllin hafa vakað, Við trúðum blint,
Sætir strákar, Manilla, Dauðakynsióöin,
Mescalin, Guðs útvalda þjóð, 1 spegli Helgu
og Daneing Regaae With Death. Upptökum
stjórnaöi Tómas M. Tómasson í félagi við
Louie Austin í Hljóðrita, en hljóöblöndun fór
fram í Startling Studios í London.
Viku síðar, miðvikudagmn 24. nóvember,
koma tvær plötur. Það eru Aðeins eitt líf með
Þú & ég og Tvær systur Jakobs Magnússonar.
Plata Þú & ég var hljóðrituö í London sl. vor
og sumar. Upptökum stjórnuðu Gunnar Þórð-
arson og Geoff Calver. Á plötunni eru tíu lög
eftir Gunnar, Jóhann Helgason, Magnús Sig-
mundsson og Jóhann G. Jóhannsson. Textar
eru eftir Þorstein Eggertsson, Jóhann G.
Jóhannsson, Jóhann Helgason og Toby Her-
man.
Plata Jakobs, Tvær systur, var hljóðrituð
að megninu til fyrrihluta þessa árs í Holly-
wood i Kalifomíu og hér heíma en endanleg
hljóðblöndun fór svo fram vestra nú í haust.
Meö Jakob leika á plötunni flestir þeir sömu
og hann hafði sér til aðstoðar á plötunni
„Special Treatment”. Lögin á þessari plötu
eru sjö og flokkast undir jass bræðing.
Náms- og rannsóknastyrkir
Fulbrightstofnunin hefur tilkynnt möguleika
á náms- og rannsóknastyrkjum sem vert er
að vekja athygli á.
Er þar fyrst að nefna styrki frá The Rocke-
feller Foundation til rannsókna í allt að þvi
tvö ár. Umsækjendur þurfa að vera á aldrin-
um 25—40 ára, hafa lokið formlegu námi og
starfað að alþjóöamálum í nokkur ár. Fyrir-
hugaðar rannsóknir séu á sviði menntamála,
stjómvísinda, hagfræði, blaöamennsku, viö-
skipta, lögfræöi, þjóðfélagsfræði eða raunvís-
inda með alþjóöasamskipti i huga.
Virðist þama um að ræða gott tækifæri fyrir
þá sem hafa reynslu og áhuga á málum er
snerta alþjóðasamskipti á breiðum grund-
velli, og þá sérlega er snertir stefnumarkandi
rannsóknir. Athygli vekur að konur eru sér-
staklega hvattar til að sækja um styrki þessa.
Þá vekur Fulbrightstofnunin einnig athygli
á hinum árlega Frank Boas styrk til fram-
haldsnáms i alþjóðalögum við Harvardhá-
skóla veturinn 1983-84. Allar upplýsingar um
85 ára er í dag, 16. nóvember, Guðrún
Valdimarsdóttir, fyrrverandi ljós-
móðir. Hún tekur á móti gestum í Dval-
arheimilinu við Dalbraut kl. 16 í dag.
Afmælisbarnið biður þá sem kynnu að
vilja gleðja sig á afmælisdaginn aö
láta frekar eitthvað af hendi rakna til
Slysavamarfélags Isiands.
styrki þessa eru veittar á skrifstofu Ful-
brightstofnunarmnar, Neshaga 16, eftir há-
degi daglega.
Árshátíð Félags
sjálfstæðismanna
í Fella- og Hólahverfi verður haldin laugar-
daginn 20. nóv. 1982 aö Seljabraut 54, (hús
Kjöts og fisks). 1. borðhald. 2. skemmtiatriöi.
3. dansað til kl. 2.00. Veislustjóri er Jón
Sigurðsson, kaupmaður í Straumnesi. Borð-
hald hefst stundvíslega kl. 19.00. Mætum öll
og höfum með okkur gesti. Miðapantanir í
símum 77748 og 71519 milli kl. 18 og 22.
Nefndin.
IMemendasamband
Löngumýrarskóla
Hittumst allar fimmtudaginn 18. nóvember
kl. 20.00 í veitingahúsinu Gafl-inn, Dalshrauni
13, Hafnafiröi. Mætum vel og eigum saman
skemmtilega kvöldstund.
Sálarannsóknarfélag
íslands
Félagsmenn athugið að fyrirhugaður félags-
fundur þann 18. nóvember fellur niöur.
Jónas Ingimundarson
spilar Chopin
Hádegistónleikar eru haldnir hvern miðviku-
dag í Norræna húsinu á vegum Tónleika-
nefndar háskólans og hefjast kl. 12.30. Mið-
vikudaginn 17. nóvember leikur Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari ýmis verk eftir
Chopin, tvær polonesur og sex etýöur. Tón-
leikamir eru öllum opnir. Þeir vara um 40
mínútur; aðgangseyrir erkl. 50.
Áhugafólk
um jazztónlist
tilkynnir komu bandaríska jazzhljómsveitar-
innar AIR til landsins, en hún mun halda tón-
leika í kvöld, 16. nóvember,í íslenska óperu-
húsinu (Gamla bíói) kl. 9. Koma AIR til lands-
ins telst til stærri viðburða í tónlistarlífinu hér
á landi, því hljómsveitin er ein af bestu jazz-
sveitum vorra daga og nægir að nefna þessu
til stuðnings að AIR átti hljómplötu árins 1980
í Downbeat að mati gagnrýnenda.
AIR skipa þeir Henry Threadgill, sem leik-
ur á allar tegundir saxófóna, flauta og hjól-
koppafón (þ.e. ásláttarveggur er saman-
stendur af hjólkoppum og cymbölum); Fred
Hopkins leikur á bassa og Steve McCall á
trommur. Upphaf hljómsveitarinnar má
rekja allt aftur til 1971 þegar þremenningam-
ir komu saman í Chicago til að flytja ragtime
tónlist Scott Joplins, en sú tónlist hefur lengi
verið á dagskrá þeirra.
Tilkynning
I haust hefur farið fram í fjölmiðlum nokkur
umræða um stríðsleikföng. 1 leikfanga-
verslunum er fjölbreytni og framboö þessara
leikfanga ótrúleg og margir foreldrar og
uppalendur telja óæskilegt að börn leiki sér að
þeim.
Fimmtudaginn 28. október sl. mynduðu
fulltrúar eftirtalinna félaga með sér starfshóp
sem hefur það að markmiði að efna til mál-
efnalegrar umræöu um áhrif leikfanga sem
eru eftirlíkingar vopna.
Ahersla er lögð á að vekja fólk til um-
hugsunar um þann veruleika sem þama
liggur að baki, veruleika sem er fjarlægur en
óhugnanlegur.
Hópurinn skorar á alla barnavini að gefa
bömum ekki leikfangavopn.
Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari,
veitir upplýsingar ef óskað er í síma 42462.
Bréf til starfshópsins sendist í pósthólf 36,
Kópavogi.
Menningar- og friðarsamtök íslenskra
kvenna.
Félag íslenskra sérkennara.
Fóstrufélag Islands.
Hjúkrunarfélag Islands.
Kennarasamband Islands.
Félag þroskaþjálfa.
Hin íslenska þjóðkirkja.
28 í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokks
Alls taka 28 manns þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu þing-
kosningar. Frambjóðendurnireru:
Albert Guömundsson alþingis-
maður, Ása S. Atladóttir, hjúkrunar-
fræðingur, Bessí Jóhannsdóttir cand
mag., Birgir Isl. Gunnarsson alþingis-
maður, Björg Einarsdóttir skrifstofu-
maður, Elín Pálmadóttir blaðamaður,
Ellert B. Schram ritstjóri, EstherGuð-
mundsdóttir þjóðfélagsfræðingur,
Finnbjörn Hjartarson prentari, Frið-
rik Sophusson alþingismaður, Geir H.
Haarde hagfræðingur, Geir Hallgríms-
son alþingismaður, Guðbjörn Jensson
iðnverkamaöur, Guöjón Hansson öku-
kennari, Guömundur H. Garðarsson
viðskiptafræðingur, GuðmundurHans-
son verslunarmaður, Halldór Einars-
son iðnrekandi, Haukur Þ. Hauksson
kaupmaður, Hannes Garðarsson
verkamaður, Hans Indriðason flug-
rekstrarstjóri, Jón Magnússon lög-
fræðingur, Jónas Bjamason efnaverk-
fræðingur, Jónas Elíasson prófessor,
Pétur Sigurðsson alþingismaður,
Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur,
Sigfús J. Johnsen kennari, Sólrún B.
Jensdóttir sagnfræðingur og Þórarinn
E. Sveinsson læknir.
Leiðrétting
Misritun varð í gær í kjaliaragrein
Bjöms Dagbjartssonar, „Þegar loðnu-
skipin bætast í loðnuflotann”. Þar
stóð: „Nýlega ritaði Hilmar Viktors-
son grein í blað um stærð fiskiskipa-
stólsins. Heilum DV-leiðara og nokkr-
um blaðaviðtölum var varið í að snúa
út úr niðurstöðum hans.” 1 handriti
Bjöms stóð: Heilum dagblaðsleið-
ara. .., en ekki DV-leiðara, enda var
átt við leiöara Tímans. Beðist er vel-
virðingará mistökunum.
IMauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Vallarbraut 7, jarðhæð, Seltjarnaraesi,
þingl. eign Olafs J. Einarssonar, fer fram á eigninni sjáifri föstudag-
inn 19. nóvember 1982, kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Seltjarnaraesi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 15., 17. og 19. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í
Ármúla 28, þingl. eign Trésm. Heiömörk hf., fer fram eftir kröfu
Sigurðar H. Guðjónssonar, hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, og
Hafsteins Sigurðssonar hrl. v/Verzlunarbanka Islands á eigninni
sjálfri fimmtudag 18. nóvember 1982, kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Keldulandi 15, tal. eign Friðriks Stefánsson-
ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri
fimmtudag 18. nóvember 1982, kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið í Reykja vík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Rauðagerði 68, þingl. eign Hilmars Ölafssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ævars Guðmundss.,
hdl., Þorvaröar Sæmundss., hdl., Vilhj.. H. Vilhjálmss., hdl., Skúla J.
Pálmasonar hrl., Tómasar Gunnarss., hdl., GUðjóns Á. Jónss., hdl.,
Einars Viðar hrl., Einars S. Ingólfss., hdl., Lífeyrissj. verslunarm.,
Gísla B. Garðarss., hdl., tollstj., Gunnl. Þórðars., hrl., Sig.
Sigurjónsss. hdl., Björas Ól. Hallgrímss., hdl., Jóns Haildórss. hdl.,
Ásg. Thoroddsen hdl., Jóns Ingólfss. hdl., Tómasar Þorvaldsss., hdl.,
Brynjólfs Kjartanss., hrl. og Guðmundar Ingva Siguröss. hrl. á
eigninni sjálfri fimmtudag 18. nóvember 1982, kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Til sölu
líkamsræktartæki
og einnig tveir sólarbekkir, selst á góðu
verði.
Upplýsingar í síma 9624707 og 96-22316.
Vikan 15. nóv.—20. nóv.
Útdregnar tölur í dag
51, 54
Upplýsingasími (91)28010