Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. 23 meintu þeir ekki nei, og ræða þeirra varð peningar, meiri peningar og ennþá meiri peningar. „Eg lít í anda liðna tíð”. Já, þá henti það stundum, að brennandi ástir tókust milli jarðneskrar stúlku og álfa- pilts eða mUli jarðnesks pUts og álfa- meyjar. Og það var sagt, að stúlka, sem haföi farið á stefnumót við álfa- pUt, hefði ekki getað hugsað sér að kela við mennskan strák eftir það. Og ef hún náði ekki i pUtinn, sat hún í sorg aUa ævi og þomaði upp og momaði og giftist aldrei og grét. Hvað skrámar nú fyrir augum mér? Þetta er skrýtið. Eru augun í mér að verða vitlaus? Ég sé þig á einhvers konar labbi suður í öskjuhlíð, í grænu bólunum, neðan undir faUegu klettunum, þar sem huldufólkið býr. Og þetta er í ljósaskiptunum. Og út úr einum klettinum kemur huldupUtur, agalega smart og fagur. Hann gengur tU þín og hneigir sig hæversklega og segir: „Gaman nú! Gaman nú, snör mín hin snarpa! Að hún Bidda systir skuU vera komin hingað! Ég hef fengiö heita elsku tU þín. Viltu eiga mig? ” Þú lítur á piltinn, frá þér numin af fegurð hans, en segir þó, svona til að segja eitthvað: „Agalega ertu frekur”. Þá leggur hann annan lófann um hnakkann á þér og hinn um herðamar og kyssir þig sálarfullan utanvara- koss. Nú horfizt þið snöggvast í augu. ,í!n sætur!” Og þú flýgur ÖU í faöm hans og kyssir hann þrjá heita rifu- kossa. Og nú streymir fram löng kossaópera: breiöir kossar, djúpir kossar, breiðir og djúpir kossar, votir kossar, sogkossar, og tungur ykkar mætast og leika kitlandi tunguballet, og það er eins og glóandi staup af frönsku koníaki hríslist um aUan líkama þinn. Og það er alltaf að verða meira og meira. Og tíminn hverfur þér. Og heimurinn hverfur þér. Það er ekkert tU annaö en kossar huldupilts- ins. Og nú strýkur hann rafmögnuðum fingrum niður hnakkann á þér og niður bakið á þér (og kUpur þig mjúklega í vinstri síöuna. ,,Æ, Ol”). Og nú er áfengi upphafningarinnar oröið 75%. „Elskan mín, snör mín hin snarpa og dUUndó, dUUndó”. „Já, dUUndó, elskuhjartans gæinn minn! Oskaplega kyssirðu vel. Svona hefur enginn mennskur maður kysst mig”. „En þú! VUtu eiga mig?” spyr huldupilturinn. „Ég verð hér á labbi næsta sunnu- dagskvöld”. 0 Guð minn í hæstum hæðum, hvaö ég hefði viljað vera ungi huldupUturínn þetta brumandi vorkvöld og næsta sunnudagsaftan! Góðkveðja! Þórbergur Þóröarson. Einar rUd var Einar Sigurðsson, út- gerðarmaöur frá Vestmannaeyjum. Honum var Þórbergur orðinn kunnug- ur og var í nánu sambandi við hann um þessar mundir, því að hann skráði ævi- sögu hans í þremur bindum. Hið fyrsta, „Fagurt er í Eyjum”, kom einmitt útfyrir jólin 1967. Vorið 1966 höfðu Helga Jóna og Egill Gunnlaugsson flust frá Nípukoti að Bakka í Víðidal. Það var fæðingar- staður Egils, og þar bjuggu foreldrar hans, sem þá voru enn á lífi, en hann og Helga leigðu þar hús, sem bróöir hans hafði byggt. Þar voru þau, uns þau fluttust í nýbyggðan dýralæknisbústaö á Hvammstanga í ársbyrjun 1968. Börnin voru nú orðin tvö, Jórunn Anna og Þórbergur, sem kominn var hátt á fimmta ár og nokkuð farinn að for- framast, þegar bréfið var skrifað. Hinn nafninn var sonur Torfa á Hala, sem áöur hefur verið getið og Lilla Hegga passaði þarforðum. Gísli, ömmubróöir Þórbergs, var Þórarinsson og bjó um tíma í Suöur- húsum í Suöursveit. Hann var „greindur maður og nokkuð fróður, afburða harðger og eitthvað skyggn”. Tveir Þorláksdropar við hverja brú Eitt kvöldið segir Helga: — Það var haustiö 1969, þegar ég var komin á Hvammstanga, að Margrét hringdi í mig og sagði mér þær fréttir, að búið væri að bjóða þeim gömlu hjónunum á menningarviku austur í Homafirði. „Má ég ekki koma með?” spurði ég á stundinni, og hún svaraði undir eins: „Jú-jú, hvað heldurðu, auövitað máttu það!” Þetta var í október. Eg skellti mér suður strax daginn eftir og tók Þórberg litla meö mér. Hann var sex ára þá. Næsta dag var farið austur, en Sobbeggi afi var óskaplega flughræddur og ég líka, og það vissi Mamma-gagga auðvitað. „Fáðu þér nú bara koníakspela til að styrkja þig á, fyrst þú ert svona flug- hrædd, og hafðu í töskunni þinni”, sagði hún. Ég fór að ráöum hennar, og svo var steöjaö út á Reykjavíkurflug- völl. Það var ekki farið með Fokker, heldur DC-3, eins og flogið var á til Hornafjarðar í gamia daga og allir sögðu, að væru afskaplega góðar vélar. Um leið og við settumst upp í vélina, sáum við, að fremri hluti far- þegarýmisins var fullur af dóti, sem átti að fara austur í öræfi, og aðeins setið aftur í. Þegar vélin var farin að hrista sig, eins og ég segi alltaf, hita sig upp — og ætlaði að fara að „hlaupa” til flugs út á brautarendann, tókum við eftir því, að dótið var allt laust og ætlaði af stað. Okkur leist ekki á blikuna, ef það kæmi nú allt fljúgandi og það kæmi slagsíða á vélina, þegar hún yrði komin í loftið. Ameríkani, sem var með okkur, gat einhvem veginn kastað sér á stæöuna og kallaði til þeirra fram í og sagði, að það yrði að binda varninginn. Þá beygði vélin upp að flugstöðinni, og Þórbergur sagði: „Hvað er nú? Þetta veit nú ekki á gott”. Það vora allir látnir fara út, á meðan verið var að binda, og við Þór- bergur settumst á kassa og drukkum ofan í hálfan fleyginn á svipstundu. Fólkið, sem ætlaði með, var alltaf að gefa okkur auga. Svo losuðum við okkur við jörðina. Með vélinni var kona úr Suðursveit, sem ég kannaðist við og sýndist ekki líða of vel. Viö voram ekki komin nema austur á Kambabrún, þegar ég spurði hana, hvort hún væri flughrædd. Hún svaraði: „Þegar ég sest upp í flugvél, bý ég mig alltaf undir, að þetta verði mitt síðasta”. Sú athugasemd var ekki vel til þess fallin að auka mér kjark. Við flugum Fjallabaksleiö, eins og ég kallaöi þaö, og þegar þangað var komið, kastaði tólfunum. Þaö var svo mikil ókyrrð í loftinu, að það var eins og vélin væri komin í ólgusjó. Hún kastaðist til og frá, og ennþá segir Þór- bergur sonur minn stundum, þegar hann er að rifja þetta upp: ,JVlamma alltaf man ég, hvað þú öskraöir mikið í vélinni”. Hún millilenti á Fagurhóls- mýri, og þá sagði ég viö sjálfa mig: „Nei, ég get þetta ekki. Ég fer bara með bíl austur, læt sækja mig frá Hala”. En ég harkaði af mér, og á Höfri komu séra Skarphéðinn, sem var í menningarvikunefndinni, Steinþór á Hala og fleiri að sækja okkur. Fyrst var okkur boðið heim í Bjamanes og tekið mjög myndarlega á móti okkur. Séra Skarphéðinn bauð upp á kaffi og koníak, en ég þáði þaö ekki. „Asskoti máttu vera hrædd og illa haldin, ef þú vilt ekki koníak”, sagði Þórbergur. Svo lögðum við af stað vestur aö Hala í yfirbyggðum Rússajeppa með Bjössa á Brunnavöllum. Við fyrstu brúna á leiðinni bað Þórbergur Bjössa að stansa. Svo dró hann flösku með Þor- láksdropum upp úr töskunni sinni og saup tvisvar á. Hann hafði eitthvert hugboð um það eða var búinn að ímynda sér, að þetta yrði síðasta ferð sín um þessar slóðir og hann þyrfti að kveðja þær. Og nú heimtaði hann, að stansað væri við hverja brú, og þar fékk hann sér tvo sopa úr flöskunni og bauð mér. Ég hafði ekki lyst á þeim, og Margrét sagði: „Svei attan! Ég snerti ekki á þessum fjandans óþverra!” Þórbergur hafði þrönga skilgreiningu á brúm í þetta skipti. Sumar voru ekki nema tveir metrar, bara ræsi. Þegar Margréti var fariö að ofbjóða, gall í henni: „Það er svo stutt á milli brúnna, að þú getur ekki verið þekktur fýrir aö láta bílstjórann stoppa svona”. „Ég ræð því”, ansaði Þór- bergur hægt, en ákveöið. „Þú verður orðinn blindfullur, þegar þú kemur aö Hala”, sagði Mammagagga. „Það gerir þá ekkert til”, svaraði Sobbeggi. — Var þetta síðasta ferðin? — Það er eins og mig minni það. Ég held þau hafi að minnsta kosti ekki fariö saman austur aftur. — Hvemig var hann, þegar hann komaðHala? — Hann var orðinn rallhálfur, þegar hann steig út úr bilnum. En það gerði ekkerttil. LÁRUS ÁGÚST GlSLASON HANDBÓK UM HLUNNINDAJARÐIR Á ÍSLANDI Bækur frá LE1FTR11982 HANDBÓK UM HLUNNINDAJARÐIR, 331 bls. Höfundurinn, Lárus Ágúst Gíslason, er allra manna kunnastur hlunnindum jarða, þar eð hann vann við fasteignamat Rangárvallasýslu í 7 ár og siðar við fasteignamat- og landnám ríkisins i Reykjavík, i 10 ár. SKELDÝRAFÁNA (SLANDS — Kemur út i fyrsta sinn i heild. Auk þess bætast við fjölmargar nýjar tegundir og afbrigði, 351 bls. FRÆNDGARDUR, 375 bls. — Niðjatal formæðra og forfeðra höfundar og konu hans. Nöfn og ættir fjöl- margra fslendinga i öllum héruðum landsins birtast þarna. LUCIANO — Sendiför mafíuforingjans eftir Jack Higgins, öðru nafni Harry Patterson. Sumarið 1943 ráðgerðu Bandamenn innrás á Sikiley og reyndu að fá ítalska bændur að risa upp gegn hernámsliði Þjóð- verja. Þess vegna var leitað til alræmds mafíuforingja og glæpamanns i New York, Smoky Luciano að nafni. NANCY Á KRÓKÓDfLAEYJUNNI. NANCY OG SVIKAHRAPPARNIR. Nancy tekst oft á ótrúlegan hátt að greiða fram úr dularfullum leynilögreglumálum. HÁTfD f GRÝLUBÆ — Grýla og öll hennar fjölskylda heldur hátiðlegt þúsund ára afmæli sitt með miklum glæsibrag. Höfundur: Kristján Jóhannsson. FRANK OG JÓI — Njósnarinn á Flugleið 101. FRANK OG JÓI — Leyndarmálið um hvalinn. Viðburðarikar og æsispennandi spæjarasögur. ÆVINTÝRI SAJO — Litlu" Indiánastúlkunnar, mun hrifa alla þá sem unna dýrum og frjálsri náttúru. BÆKURNAR FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM ÆVINTTRI sa)o litul; k -J.'.' • ■■■Tí »;**, 'S f ■ . i V i -utln-^ÁVí ’ FRftNK o8 JÓI LEYNDARMÁLIÐ UM HVALINN i • T / & y r KRISTJftN JÓHANNSS3N HÁTÍÐ Í GRÝLUBÆ PRENTSMIÐJAN LEIFTUR HF. 12 - Sími 17554 "T * 5 stórgóðar jólagjafir handa ungum tónlistarmönnum Trommusett frá kr. 9.260,- Rafmagnsgítarar m/tösku frá kr. 4.640,- Kassagítarar frá kr. 1.970,- Gítarstillir frá , kr. 1.440,- Gítarólar frá kr. 100,- GÆÐIFRAMAR ÖLLU Tónkvísl Einnig mikiö úrval af taktmælum, tamborin- um, bongótrommum og pickup fyrir gítara og bassa. LAUFÁSVEGI 17 - REYKJAVÍK • SÍMI 25336

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.