Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. Hjartað býr enn i helli sínum heitir ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson. Vettvangur sögunnar er Reykjavík vorra tíma og á ytra borði fjallar hún um hjónaskilnað og hrellingar samfara honum. Aðalpersóna og vitundar- miðja frásagnarinnar er sál- fræðingur, fráskilinn og stendur í sífelldum flutning- um milli forstofuherbergja, sem leigð eru út af fráskild- um eiginkonum annarra manna. Hugarástand hans er í rúst, eiginkona hans fyrrverandi hefur tendrast upp af kvenfrelsisboðskap og vill síðan ekki þýðast hann né leyfa honum að um- gangast dæturnar tvær. Sagan segir frá einum sólar- hring á eirðarlausu rangli mannsins um borgina. Það er Mál og menning sem gefur bókina út. Við höfum fengið teyfi til að birta kafla úr bókinni. -KÞ 1 fjarska heyrðust kirkjuklukkur slá tólf högg og maöurinn leit ósjálfrátt á úrið, vegna þess að hann trúði ekki að orðið væri svona framorðið. Tíminn hafði einhvern veginn flogið frá honum meðan á flutningunum stóð, en þegar hann hóf þá var nýfarið að morgna. Birtan úti við sjónbauginn hafði gægst varlega undan blásvörtum skýjabakka áþekk fölu andliti sem gægist inn í dimman helli, þar sem menn eru á flökti í rökkrinu og erfitt að greina hvað eru menn og hvað skuggar. En kiukkan var nú örugglega tólf á hádegi og maðurinn gat greint í sundur skugga og menn, vegna þess að birtan hafði breytt hellinum i víða jörð. Maðurinn borgaöi bílstjóranum á sendiferðabílnum sem hafði rétt honum hjálparhönd við að bera inn húsgögnin. Eftir þaö hinkraði maður- inn örlítið óákveðinn fyrir utan húsið, meðan bílstjórinn teygði tímann og fylgdist með honum, en kom síðan bíln- um í gang og ók burt á hægri ferð. Bíl- stjórinn hafði gotið augunum nokkrum sinnum til mannsins áður en bíllinn fór í gang og augnaráð hans hafði slegið manninn út af laginu, hann fór að efast um að hann hefði leigt á réttumstað. Á meðan maðurinn var að vepjast á stéttinni fyrir framan húsið gretti hann sig herfilega, og það var eins og hann áræddi ekki eða hikaði við að fara inn. Loksins hleypti hann í sig kjarki. Hann klóraði sér rækilega í höfðinu og fór inn þótt hann efaðist um eða sætti sig ekki viö að hann ætti nú heima í þessu húsi. Hann var þó auðsæilega fluttur í húsið enda höfðu bílstjórinn og hann boriö dótiö inn í sameiningu. Sendiferðabíllinn var nú horfinn fyrir götuhorn og maðurinn kipptist við en gekk síðan flóttalegur og óöruggur upp stigann. Hann læddist hljóðlega á tán- um inn í fremri forstofuna, sem var opin, og þá flaug að honum sú tilfinn- ing að konan sem leigði hlyti að fylgjast með hverri hreyfingu hans, þó að dyrnar milli íbúðar hennar og for- stofunnar væru lokaðar. Maðurinn skynjaði likamlega nærveru konunnar gegnum lokaðar dymar, líkt og hún stæði á hleri hinum megin við hurðina og sendi frá sér sterka strauma. Kyrrðin og þögnin í húsinu höfðu þannig áhrif á manninn. Kyrrðin og þögnin vöktu líkamlega nálægö og maðurinn hugsaði: „Það byrjar fallega fyrir mér, eins og venjulega.” Maðurinn brá sér inn um herbergis- dymar og litaðist um í hinu auða, gul- málaöa herbergi. Síöan tyllti hann sér örmagna á stól úti í horni. Eitthvert lystarleysi var í svip hans og glott lék um varimar þegar hann virti fyrir sér hina fátæklegu búslóð, þau fáu hús- gögn sem lágu í hrúgu á miðju gólfi, og hann tuldraði fy rir munni sér: „0, ósköp er þetta drasl manns ömurlegt þegar það liggur svona form- laust í haug á gólfinu og maöur er ný- fluttur. Þetta em ekki húsgögn heldur einhver sérstök tegund af drasli og í ætt við andlega rúst, tákn fyrir mann sjálfan og hugarástand. ” „Þetta er hugarástand mitt, hlut- Guðbergur Bergsson konurnar í örvæntingu á leig janda sinn en misstu brátt móðinn sökum minni- máttarkenndar. Viö uppgjöfina ruku þær upp í offorsi og sögðu leigjandan- um upp herberginu í skyndi. „Þú hypjar þig héðan út,” sögöu þær ákveðnar. Og aftur er hinn fráskildi eiginmaður á götunni með allt draslið sitt: borðið og stóla, dívaninn og plötu- spilarann. Húsgögnin eru farin úr liða- mótunum fyrir löngu eftir óteljandi flutninga og baming viö miðaldra konur sem varðveita andlitið í smyrsl- um en magann í víni og þurfa stöku sinnum að fara í meðferð inn á tauga- deild einhvers sjúkrahúss. Maðurinn sá dálaglegan hóp af uppyngdum konum í meðferð en hann kenndi ekk- ert í brjósti um þær. Hann sá einnig fyrir sér fráskilda eiginmenn með magasár í forstofuherbergjum við aö naga sig stöðugt i handarbökin. Ef heppnin var með þeim fengu þeir stundum aðgang að baði, og þá helst ef þeir voru slyngir og höföu auglýst með tælandi orðalagi eftir herbergi í síð- degisblööunum: Ungur, rólegur maður óskar eftu- herbergi, helst með aðgangi að eldhúsi og síma. Algerri reglusemi heitið. Aðeins rólegur staöur kemur til greina. Mikil fyrirframgreiðsla. II. Æ! andvarpaði Dóra og kom út úr eldhúsinu meö eplajóga og truflaöi manninn með snörli í sogrörinu. En. þegar hún sá hvaö maðurinn snerti bókina af mikilli viðkvæmni og nánast lotningu, þá sagði hún: Hjartað býr enn í nelli sínum — nýjasta skáldsaga Guðbergs Bergssonar kennt í haug á gólfinu. Eg sé ekki fram á að ég hafi í mér nægilegt andlegt afl til aö endurreisa þetta drasl úr sínu öngþveiti og raða því sómasamlega þannig að einhver mynd verði á,” þannig hugsaöi maðurinn sem var að flytja búferlum í sjötta sinn eftir að hann hafði skilið við konuna sína fyrir tæpu ári. Konan hafði haldið íbúðinni samkvæmt óskráðum en ströngum gildandi lögum og venjum þegar hjón skilja. Hún hlaut einnig alger yfirráð yfir bömunum, tveimur telpum sem þau hjónin höfðu ákveðið að eignast á meðan þau voru önnum kafin við að byggja óg ljúka námi. Bjartsýnin hafði verið taumlaus, bæði hjá þeim sjálfum og tengdaforeldrunum. En eftir að þau höfðu lokið námi, fullgert íbúðina og komið undir sig fótunum en sjálfum sér fyrir í þjóðfélaginu og voru skuld- laus og frjáls framtíð brosti við þeim, þá höfðu þau búið saman í sex ár og ástin og heimilisfriöurinn og hvaðeina liðaðist sundur með óskiljanlegum hætti. Samlífiö gufaði upp; einn góðan veðurdag áttu þau ekkert sameiginlegt lengur, og þá skildu þau umsvifa- laust. Astin, sagði konan, hún endist ekki nema rétt á meðan maður er að ljúka námi og á í sönnum erfiðleikum, því ástin er fráhverf munaðarlífi. Það eru samfarirnar hins vegar ekki. Ástin er óvenjulegs eðlisoghúnerhneigðfyrir óyfirstíganlega erfiðleika og hættur. Hjá okkur er hættan úr sögunni og þar af leiðandi engar forsendur lengur fyrir ást. Við skulum bara skilja og slíta sambúö. Nú rifjaði maðurinn upp fyrir sér álit konunnar, meöan hann sat í hrúgu á stólnum, frakkaklæddur og slæptur og átti í erfiðleikum með að geta skil- greint hvort eigur hans á gólfinu væru búslóö, drasl eða tákn fyrir hugar- ástand hans sjálfs. Auk þess sótti á hann takmarkalaus syf ja. Maðurinn reyndi að renna ekki augunum aö þeim stað í haugnum þar sem hann vissi að leyndist hálfrifinn skókassi með myndum af telpunum. Ef hann sæi kassaim gæti hann ekki stillt sig um aö renna huganum óðar að bestu ljósmyndinni af þeim, og þá yrði hann örugglega gersamlega örmagna enda þegar orðinn þrúgaöur af þeirri áráttu að hann gat ekki slitið augun frá hinu ömurlega formlausa drasli á gólf- inu. ,,Ég verð að geta hugsað í rökréttu samhengi,” hugsaði maðurinn og reyndi aö herða upp hugann og skipu- leggja hugsánir sínar, en hiö lokkandi skipulagslausa drasl neyddi hann brátt til aö loka augunum. Til frekara öryggis greip hann höndum fýrir andlitið, svo hann opnaði ekki augun, og fann hvemig hvarmamir brunnu. Oljóst langaði hann einhverra hluta vegna til að gráta sárt í þessu tómlega gula herbergi, gráta svo ógurlega og sárt að tárin gusuðust i stríðum fárán- legum straumi milli fingranna og slett- ustá gólfið. ,dín það yrði fáránlegt og gagns- laust,” hugsaði maöurinn og formælti í staðinn fyrrverandi eiginkonu sinni, og hann spurði sjálfan sig í einlægni hvaða manntegund hann héldi að konan væri sem hafði leigt honum og hlustaði nú eflaust eftir sérhverju hljóði handan við steinvegginn sem var milli herbergisins og stofunnar hennar. ,,Já, hún er eflaust með á nótunum og skynjar hvemig liggur í málinu fyrir mér,” hugsaöi maðurinn og hélt áfram aö dvelja i leiðslu með hendur fyrir andlitinu. Um leið rann upp fyrir honum eitthvaö sem var ef- laust sannleikur: það aö hálfur bærinn væri fullur af fráskildum konum sem sitja annaðhvort einar í íbúð eða með einn eða tvo krakka, meðan fráskildir og eiröarlausir fyrrverandi eiginmenn þeirra hringsóluðu látlaust milli her- bergja sem aðrar fráskildar konur leigðu út frá sér, eftir að þær höfðu komið upp kr.ökkunum og vom á erfið- um aldri. „Þá leigja þær fráskildum ungum karimönnum forstofuher- bergið. Foj,” hugsaöi maðurinn og hryllti sig yfir hinum ömurlegu örlög- um. „Það er . engin furða þótt hús- næðisekla sé I borginni með þessu móti: húsnæöiðnýtistilla.” Við þvílíkar hugsanir sá maöurinn fyrir sér í huganum sæg af fráskildum eiginkonum sem sátu einar í íbúð, komnarúr bameign,argarfrekjursem vom orðnar hreinn snyrtistofumatur, vonlausar um aö þær gætu nokkurn- tíma fest sér hinn eina og rétta eöa yfir höfuð nokkurn karlmann á ný, mann sem væri reiðubúinn að sitja með þeim yfir glasi og strengja þess heit að hann skuli gera þær að prinsessum eftir að þær væm orðnar fimmtugar og unglegar sem eilífðar- blóm. I hugarsýn mannsins leituðu Neitarðu enn að lesa þessa marg- fróðu bók ?Neitarðu enn að veita sann- leikanum viðtöku? Þú vilt ekki þekkja konuna. Vertu ekki meö neinn fyrirslátt, Dóra, bað maðurinn. Ég vil þekkja þig og setj umst inn í stof u. Viltu ekki heldur að við leggjumst? spurði Dóra hæðinslega. Setjumst, bað maðurinn og reyndi að leyna grettunni sem því fylgir ef karlmenn hirða ekki um röksemdir kvenna heldur beina umræðum með lagni í þá átt að bæði færast nær og nær rúmstokknum, en enda halda þeir að rúmið sé á slíkum örþrifastundum allra meina bót, eða að minnsta kosti þægilegt hlé milli erja af því að rúmið veitir útrás og frið í stríði. Eg þekki þig, sagöi Dóra og leyndi ekki beiskjunni og hló ertnislega meðan hún saug gutlandi eplajógann gegnum strá. Gangurinn hæfir best ef við höfum þá um eitthvað að ræða, bætti hún við og brosti. Sestu að minnsta kosti hjá mér við borðið, baðmaðurinn. Nei, svaraði Dóra og saug að sér sopa. Mundu að við erum skilin bæði að borði og sæng. Þess vegna býöurðu mér ekki einu sinn eplajóga? spurði maðurinn kald- ranalega. Nú, ég vissi ekki að þú vildir trefja- rika fæðu, sagöi Dóra sakleysislega. Maður mátti ekki einu sinni minnast á lífrænan áburð úr dýrum án þess sumir trylltust. Viltu heldur standa? spurði maður- inn og hirti ekki um háðsglósumar. Já, svaraði Dóra og teygði andlitið í átt til hans. Standa sem upprétt manneskja; sit þú kyrr sem karl- maður og klessa. Ég hvorki sit né ligg flöt fyrir þér lengur. Það hefurðu aldrei gert, sagði maðurinn. Hvað veist þú um þaö? spurði Dóra. Geturöu ekki orðið aftur venjuleg og eðlileg manneskja sem fær túra en er ekkialltaf á túr? spurði maöurinn. Hvað áttu við? spurði Dóra og þótt- ist verða undrandi. Ég hef aldrei verið hvorki venjuleg né eðlileg manneskja, heldur sem bældur koddi. Það erum viö öll, sagði maðurinn. Mér er engin bót þótt allir séu kodd- ar, sagði Dóra. Nú miða ég ekki við alla, aðeins sjálfa mig og mínar tilfinn- ingar. Ég hef ákveöið að vera þaö sem ég er. .. Kona. Kvenmaður, sagði Dóra. Höfuð- vandinn er bara sá hvort hægt er að ákveða slíkt með viljanum einum. Mér er sá vandi ljós og það er mitt upphaf. Áttu þá við að upphaf þitt séu mín endalok? spurði maðurinn. Eins brauð er annars dauði, sagði Dóra. Mig hefði langað til að segja eitt- hvaö frumlegra, en nú liggur engin leið til baka.Byltinginerhafin. Er þá engin leið opin okkar á milli? Aðeins þær leiöir sem liggja í gagn- stæðar áttir, svaraði Dóra. Hversvegna? Lífið vill ráða leiðunum og lætur mið- stjórnarvaldið ekki ákvarða stefnuna, svaraði Dóra. Loksins er hin raunveru- lega bylting hafin, og það að ofan frá sjálfum forsetanum. Hvað geröist? Einfaldlega þaö að byltingin sigraði á Bessastöðum og mun breiðast út um allan heim og gera hið gamla að engu, svaraði Dóra og át upp eftir mannin- um: Hvað gerðist? Við getum verið með ótal bollaleggingar í alla nótt um hvaö gerðist, en ég held einfaldlega að einhver efnaskipting hafi orðið í þjóðarlíkamanum og þaö af ýmsum ástæöum, því við erum jú víst eintóm efnafræði: þjóðarlíkaminn er orðinn að konulíkama, góði minn. Maðurinn stundi og horfði á Dóru og dáðist að því hvað hún var rökföst, en hann vissi ekki hvort hann elskaði hana eða hvers vegna hann fór þrá- faldlega til fundar við hana, einkum á nóttinni. ,,Mér finnst kannski gott aö hún rakki mig niöur með óhrekjandi rökum,” hugsaði maðurinn og um þá eyðimörk eða mel sem opnaöist aö baki hans i lok hvers fundar. Á eyði- mörkinni óx ekkert nema langdregið óp, mjótt og líkt þræði, og ópiö barst úr hnakka mannsins og hnakkinn teygðist úríóendanleikann. Sýnin sem Dóra hafði séð þegar veggurinn opnaðist að baki konunnar með eldtunguna birtist nú manninum. Maðurinn lokaði augunum snöggvast og endurheimti sjálfan sig. Opið dróst aftur inn í höfuöiö og hringsólaði um auðnina, og hnakkinn skrapp aftur aö höfðinu, og maðurinn hugsaði: „Heim- sóknir mína enda ævinlega svona, samt held ég áfram að vakka kringum húsið meðan skammdegiö breiðir myrkur yfir nærveru mina. Ég er myrkrinu þakklátur. ” Meðan maðurinn hugsaði var hann undarlega þakklátur skammdeginu. .Ji’ólk hefur breitt fyrir gluggana næstum allan sólarhringinn og hver maður lokast inni í sínum þrönga heimi. Aðeins ég rölti fjarri sjálfum mér,” hugsaöi maðurinn og um það að ógemingur er að trúa þeim sem maður elskar fyrir harmi sínum, og þess vegna leynir hver maöur í lengstu lög sannleikanum fyrir foreldrum sínum eða ástvini. I staðinn játar hinn þjáði fyrir ókunnugum og skriftar í návist tryggs vinar og hreinsar sig þannig af hugarangri, en kemur fram við maka sinn eða foreldra sem hreinn og heil- steyptur hugur þótt nærri liggi að allt liðist í sundur. Maðurinn sagði: Égfer. Farðu, bað Dóra. Maðurinn reis á fætur og braut heilann um hvort Dóru væri eins innan brjósts og honum: einhver þunn glær himna hélt huganum í skefjum og frá að falla á gólfið líkt og innvols hrynur úr sláturdýrinu þegar það er hengt upp og rist á kviðinn. Maðurinn hélt innvolsi höfuðsins í skefjum, en þegar hann átti leið fram hjá Dóru þá hallaði hann ósjálfrátt enninu andartak aö öxl hennar og hvíslaði: Fólk ætti að sjá til okkar, það tryði því ekki. Leyfum því aö sjá til okkar, sagði Dóra og kipptist við. Það skipti engum togum, Dóra rauk á dyr, óö fram í ganginn og kveikti ljós og stóð kyrr. Maöurinn hvíslaöi, benti og baö Dóru að koma inn og loka, en orö hans uröu til þess að hún talaði svo hátt að glumdi í stiganum og sagði: Ég hef engu að leyna eftir aö ég varð kona. Ég þarf ekki að skrifta. Ég er frjáls og mig varðar ekkert um þína innibyrgöu leyndardóma. Nú þagnaöi Dóra og maöurinn gekk til hennar fram á ganginn og lyfti höndum líkt og hann ætlaði að grípa um herðar hennar en honum féllust hendur. Dóra brást hart við og barðist um. Hún hrópaði svo glumdi í ömurleg- umganginum: Hjálp, auminginn ætlar að leggja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.