Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. 25 soöna rauðsprettu og ýsu. Þegar vel liggur á mér reyni ég að gera eitthvað gott.” — Tekur þú fram fyrir hendumar á konunni þinni í eldhúsinu? „Nei, konan mín býr til góðan mat og mér finnst gaman að borða matinn hennar. Við reynum að skipta með okkur heimilisverkunum en ég skipti mér aldrei af því sem hún er að gera.” — Ertu ekkert leiður og þreyttur á öUu sem heitir matur þegar þú kemur heim? „Nei, mér finnst gaman að boröa og er ekki beint leiður á matnum. Hins vegar fær maður vinnuleiða af og til einsogaUir aðrir.” — Hefur þér einhvern tíma dottið í hug að skipta um starf? „Nei, það hefur aldrei hvarflaðað mér,” segir Skúli íbygginn á svip. Enginn friður á aðfangadag I gegnum árin hefur verið mikið vitnaö í Skúla í auglýsingum t.d. „Eg tek smjörsteikingu framyfir”. Auk þess hefur fjöldinn allur af uppskrift- um eftir hann birst í auglýsingum. — Hvemig byrjaði þetta, Skúli? „Eg veit ekki. Menn fóru að leita tU mín og mér fannst þetta spennandi fyrst. Síðan þróaðist þetta koll af kolli. Eg man eftir því einu siiini á að- fangadag að ég kom heim úr vinnunni um fimmleytið og síminn stoppaði ekki hjá mér tU kl. hálfsjö. Þá hafði ég gefið uppskrift að sósu með ham- borgarahrygg sem átti að vera kóka kóla í. Þetta vafðist eitthvað fyrir hús- mæðrum, héldu jafnvel að þetta væri prentviUa. Þær vUdu vita hvort þetta gæti verið rétt og hvemig kókið ætti að notast. Eg reyndi auðvitað að svara þessu eftir bestu getu.” — Er mikið um það að fólk hringi í þig út af svona auglýsingum? „Nei, ekki nú orðið. Það hringir ekki mikið heim en það er oft hringt hingað í' Arnarhól og beðið um upplýsingar og ráðleggingar.” — Emð þið þá ekki meö leyniupp- skriftir? „Eg hef haft það að takmarki að vera ekki með leyniuppskriftir. Það vita það alUr að matur er aldrei eins hjá tveimur mönnum. Það gefur hver og einnhonumsinnstU.” Sælkerar? —SkúU, hvað em sælkerar? Nú brosir SkúU og lítur á mig efins. „Sælkerar em að mínu mati fólk sem er með eindreginn áhuga á mat og drekkir sér ofan í allt sem honum við- kemur. Sælkerar tíafa gaman af að borða mat og spá í göfug vín og eru opnir fyrir öUum nýjungum. Annars er þetta mjög teygjanlegt orð.” —Ert þú sælkeri? )rÉg hef nú ekki litið á mig sem sæl- kera,” svarar SkúU og hlær. — Hver er skoðun þín á þeirri þróun sem á sér stað í veitingahúsamenn- ingunni? Ég meina þá þessum f jölda af nýjum stöðum. Er markaður fyrir alla þessa staði? ,,Fyrir fimmtán eða tuttugu ámm spmttu veitingastaðir upp eins og gor- kúlur. Þessir staðir týndu tölunni hver af öðrum. Eg held að sama sagan sé að gerast núna þó aö ég þori engu um það að spá. Bestu staðirnir Ufa, þeir sem eru fyrsta flokks , því að þessi rekstur byggist á því aö vera meö vandaða vöru.” — Hvað finnst þér um veitingahúsa- keðjur? „Það er persónubundiö eftir því hvaö menn vilja hafa þetta mikið. Það er geipileg vinna að reka veitingahús. Vinna frá morgni til kvölds og það bitnar á heimiUslífinu. Annars finnst mér vanta hér á landi veitingastaði sem bjóöa upp á original mat frá öðmm löndum, kínastað, indverskan stað og þess háttar. Ég er ekki í vafa um að þessir staðir eiga eftir að vera hér og verða vinsæUr.” Matreiðslu- námskeið — Hefur aldrei hvarflað að þér að vera með námskeið í matreiðslu? „Þetta hefur oft verið nefnt við mig, enda tíðkast þaö víða erlendis. Það hefur færst mjög í aukana að fólk hafi áhuga á matargerðarlist og ekki bara Skúli isinu rétta hlutverki. . .íeldhúsinu. Karri-pottréttur mað hrísgrjónum og hvítlauksbrauði orðinn girnilegur í höndunum á Skúla og tílbúinn á disk viðskiptavinarins. hér heldur úti um allan heim. Það er mjög mikiö um það hér á landi að þrenn eða fern hjón stofni saman Utinn sælkeraklúbb og ég held að einmitt svoleiðis klúbbar séu mjög til góðs. Fólkið spáir meira í matinn og gerir síðan meiri kröfur þegar það kemur á veitingahús. Eg hef bara ekki nægan tíma þó ég vildi halda sUk námskeið.” Sjarmi yfir kjallaranum — Nú er ekki langt síðan þú hættir á Holtinu og stofnaðir þitt eigiö veitinga- hús. Hvemig kom það til? , ,Eg hætti á Holtinu í febrúar 1981 og ArnarhóU var opnaður í maí það ár. Þessi hugmynd var búin að brjótast lengi í mér og Guðbirni KarU Ölafssyni sem var líka á Holtinu. Við vorum búnir að leita mjög lengi að heppilegu húsnæði og sérstaklega vorum viö bún- ir að spá í þetta húsnæði. En þeir voru ekki tilbúnir að láta þaö af hendi,” svararSkúli. — En hvers vegna þetta húsnæði? „Hér var veitingastaður, þaö heiUaði okkur að hafa staðinn í kjaUara það var viss sjarmi yfir því og viö vildum vera hér í bænum. Einnig höfðum við heyrt af því að jafnvel yrði ópera stofnsett og flutt í Gamla bíó. Nú, í ágúst 1980 datt okkur í hug að Uta inn til Jóns í Iðnó en hann réð yfir AlþýöukjaUaranum og athuga hvaö hann segöi í fréttum. Þá sagði hann okkur að nú væri húsnæðið á lausu. Við slógum strax til og hófum endurbætur sem uröu gífurlegar. Það var bókstaf- lega aUt sem þurfti að endumýja. Viö fengum bróður minn Jörgen Inga í Uð ' með okkur og það má segja að það hafi verið unnið nótt sem nýtan dag frá því í janúar, er við fengum húsnæðið afhent, og þar tU við opnuöum í maí. ” — Þetta hefur verið ykkur mjög dýrt. Hvemig f jármögnuðuð þið? „Við áttum báðir íbúðir sem viö seldum, auk þess notuðum við allt okkar lausafé og fengum lán. Strax í byr jun var staðnum gey silega vel tekið og það var fullt út úr dymm frá því við opnuðum og fram að áramótum. Sjálf- sagt hefur þar spilað inn í nýjabrumið. Misskilinn matseðill Við ákváðum í upphafi að hafa 100 rétta matseöU, árs- tíöabundinn. Af þessum matseðli völdum við 10—15 rétti eftir því hvaða hráefni voru á boðstólum hverju sinni. Siðan breyttum viö matseðlinum mjög ört. Þetta misskildi fólk, því miður. Litli matseðUlinn var fastur við þann stóra og þá hélt fólk að það gæti fengið t.d. rjúpu um mitt sumar. Við breyttum því matseðlinum og höfum núna 25 rétta matseðU sem við ‘ breytum á eins eða eins og hálfs mánaðarfresti.” — Nú eruð þið búnir að auglýsa staðinn upp með sérkennilegum og sjaldséðum réttum? , ,Jú, við höfum verið ófeimnir við að brydda upp á nýjinn réttum. Nú síðast ostrum sem gerðu stormandi lukku. Sumir eru íhaldssamir í vali á réttum sem boöiö er upp á en aðrir hafa gaman af aö prófa eitthvað nýtt. Það ýtir undir áhugann þegar sjaldgæfir réttir njóta svona mikUla vinsælda enda er það aðaltakmarkið hjá okkur að b jóða slíka rétti.” — Ertu búinn að ákveða næsta sér- kennilega rétt? „ Já, en ég má ekki segja hvað það er því þá verður einhver kominn með þaö áundanokkur.” Fluga í súpunni — Nú fenguð þið óperutraffíkina, hefur það ekki bjargað ykkur? „Við urðum auðvitaö mjög glaðir þegar óperan varð að veruleika. Með henni fengum við mjög góða traffflc á l þeim tíma sem áður var dauður, frá kl. 18—20. Enda getur það ekki legið betur við fyrfr fólk sem er að fara í óperuna að koma tU okkar. Hér getur það setið í rólegheitum þar til óperan byrjar, komið við á bamum í hléinu og svo koma margir eftir óperuna og fá sér desert. Þaö kemur orðið fyrir um hverja helgi að borðin eru þrísetin. Þegar ballgestirnir eru farnir upp úr kl. 22 koma þeir sem vUja borða seint. Eldhúsið er opið tU 23 eða þangaö tU búið er að afgreiða þá sem koma kl. 22. En við erum meö opið hér tU kl. 3 um nóttina um helgar. Það má koma skýrt fram að veitingahús verður ekki rekið nema með góðu og harðsnúnu þjónustufólki sem við teljum okkur hafa héma,” segir Skúli. — Nú hefur þú unnið alllengi sem kokkur. Hefur það aldrei komið fyrir að fólk vilji sjá framan i kokkinn og jafnvel skamma hann? „Það kemur oft fyrir að fólk vUl sjá framan í kokkinn og þakka honum. Ég man ekki eftir neinum skömmum en stundum hefur fólk viljað leiðbeina manni með eitthvað, sem auðvitað er alltaf velþegið. — En hvemig er það, Skúli, hefur aldrei verið fluga í súpunni h já þér? Nú skellUilær Skúli og segfr: „Jú, reyndar. Eg bauö konunni minni hingað í mat og fóstursyni ,einu sinni. Ég labbaði fram til þeirra og spurði þann stutta hvernig honum fyndist maturinn. „Það er fluga í súpunni minni,” svaraði hann og ég sagði honum að vera ekki með svona gamlan og fúlan brandara. En sá litli hafði rétt fyrir sér. Þaö var einhver fluga að sveima yfir diskinum hans enda erfitt að koma í veg fyrir þær um hásumar. Ég held að það sé í eina skiptið sem einhver hefur sagt mér að fluga væri í súpunni,” segir Skúli Hansen og við ákváðum að tef ja hann ekki lengur frá j matunum. En Skúli lét okkur.dobla ;sig um jólauppskriftir sem við vonum að komi að gagni. .. og engar prentvillur svo hann fái frið á aðfangadag.. . —ELA Skúli Hansen gefur upp- skriftir af jólamatnum. Sjá bls. 28. nýjungar sem síðan hafa fallið vel í kramið. Við höfum úr svo ótalmörgum fisktegundum og sjávarfuglum að spila.” — Hvernig datt þér í hug að hafa rétti sem áður tíðkuðust ekki hér á veitingahúsum? „Eg var fullur af áhuga á þessum árum. Fyrsta árið mitt gerði ég ekki miklar breytingar. I fyrstunni tók ég einn og einn rétt og prófaði mig áfram smátt og smátt. Mér fannst vera mjög lítið af nýjum réttum á matseðlum í veitingahúsum bæjarins og frekar mikil ihaldssemi. Sérkennilegir réttir voru þó aldrei allsráðandi á matseöli hjá mér fyrr en ég kom hingað á Arnarhól.” Gagnrýni til góðs — Nú hafa orðið allmiklar breyt- ingar í þessum rekstri á undanförnum árum og matsölustöðum hefur fjölgað ört. Hvers vegna? ■yg s/aldgæfa rittí á boðstólum. „Jú, það er rétt. Þetta hefur breyst geysilega mikið, sérstaklega eftir aö gagnrýni fór að birtast á veitingahús í blöðum, til dæmis frá J ónasi Kristjáns- syni. Það var eins og fólk vaknaði við þá gagnrýni. Standardinn á veitinga- húsunum batnaði til mikilla muna þó einhverjir hafi ekki verið ánægðir með gagnrýnina.” — Nú fékkst þú mjög góða gagnrýni og hefur líklegast verið ánægðrn-? „Það hefur alltaf verið takmark hjá mér að vanda það sem ég er að gera. Eg reyni aö ná þeim árangri sem ég ætla mér þó að auðvitað megi alltaf geta betur—ég er ekki fullkominn.” / Vil einfaldan mat — Hvaða mat vilt þú borða þegar þú kemur heim úr vinnunni? „Mér finnst gott að borða einfaldan og venjulegan mat t.d. soðinn fisk eða kjöt. Eg er stundum meö einfalda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.