Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. Stórmyndin „Með allt á hreinu” f rumsýnd í dag: • • „Orlagaróman við ytri adstædur” — þar sem ástarsamband Stinna stud og Hörpu Sjafnar f er út um þilf ur meö óf yrirsjáanlegum af leiöingum Nokkrir af helstu aðstandendum kvikmyndarinnar, „Með allt á hreinu", saman komnir i æfingar- húsnæði Stuðmanna og Gæra. Talið frá vinstri i efri röð: Inga Rún Páimadóttir, Herdis Hallvarðsdótt-. ir, Jakob Magnússon, Tómas Tóm- asson, Ágúst Guðmundsson, leik- stjóri myndarinnar, Valgeir Guð- jónsson, Egill Ólafsson. Og i neðri röð: Ragnhildur Gisladóttir, Ásgeir Óskarsson og Linda Björk Hreiðars- dóttir. DV-mynd Gunnar V. Andrésson. — Og finnst hamingjan í þessari mynd? „Nei, vissulega ekki, enda veröur sú eina sanna hamingja sem allir óska sér seint fundin, ef þá nokkurntíma. I þessu sambandi veröur aö geta þess aö kvikmynd okkar „Meö allt á hreinu” er nokkuö pólitísk. Handrit hennar tek- ur afstöðu aö því leyti að allir aöstand- endur hennar voru framsóknarmenn á meöan á gerð myndarinnar stóö. Og þess má geta í framhaldi aö góöur og gildur framari hefur skoöað eintak af kvikmyndinni og lofaði hann hana mjög, sérstaklega efnismeöferðina og skírskotunina. Myndin er því pólitísk og verður aö skoöa hana og dæma eftir því.” Mynd fyrir næstum alla — En til hverra höfðarhún? „Þetta er mynd fyrir næstum alla fjölskylduna, enda á efniviður hennar að snerta flest fólk, jafnt hvítvoðunga og ellihruma og svo til alla þar á milli.” — Þegar Stuömenn og Grýlur eru spurö út í kostnaöarhlið þessa kvik- myndaævintýris þeirra svara þau til aö það hafi verið nokkuð dýrt spaug. Hver fimmaurabrandari í myndinni hafi kostaö tugþúsundir. Og þar eö fyndnin sé ofsaleg í öllum söguþræð- inum, megi álíta að heildarkostnaöur við gerö myndarinnar skipti mörgum hundruöum þúsunda: „Þetta er alls ekki ódýr mynd, hvernig sem á hana er litiö,” segja þau ennfremur. Aldrei kynnst öðrum eins ofleikurum i '<■- jg Atriði úr „Með allt á hreinu". Frimann Flygenring hljómborðsmaður (Jakob Magnússon I fiytur hugvekju. Söngva- og gleðimyndin „Meö allt á hreinu” verður frumsýnd í Háskóla- bíói í dag. Það er fyrirtækiö Bjarma- land sf. sem stendur að gerð kvik- myndarinnar, en leikstjóri hennar er Ágúst Guðmundsson og er þetta jafn- framt þriöja stórmyndin sem hann stýrir. Hugrnyndin tók heljarstökk Hugmyndin aö þessari mynd er Stuö- mannanna gömlu, en hún kviknaði er þeir unnu aö plötunni Tívolí sem út kom um miðjan siðasta áratug. Síöan þá mun mikiö vatn hafa runniö til sjávar eins og þar stendur og hug- myndin tekiö mörg heljarstökk í hug- um Stuðara. Meöal annars hvarf Tívolíþáttur hennar fljótt og aðrir komu til sögunnar. Þaö var svo ekki fyrr en gamla Stuðmannagildiö fékk til liðs viö sig Agúst Guðmundsson á síðasta ári, aö fariö var að krota hand- ritniöuráblað. ,JVIeð allt á hreinu” var svo loks fest á filmu í sumar sem leiö, víöa á vestur- hveli jarðar. Meðal upptökustaða voru Stokkseyri, Osló, Vestmannaeyjar, Eyrarsund, Reykjavík, Möðrudals- öræfi, Kaupmannahöfn og Akureyri. Alls tóku um sextíu menn þátt í gerö kvikmyndarinnar. Eins og fram hefur komið leika Stuö- menn og Grýlumar lög í myndinni og eiga meðlimir þeirra hljómsveita raunar einna stærstu hlutverk hennar. Þetta er þó ekki hljómleikamynd í eig- inlegum skilningi, því aö töluveröur söguþráður bætist ofan á tónlistina. Stinni Stuð + Harpa Sjöfn I örstuttu máli er „Meö allt á hreinu” örlagaróman tveggja einstakl- inga sem ekki fá notist vegna ytri aö- stæðna. Þar eru fyrir, annarsvegar Kristinn Proppé Styrkársson söngvari Stuömanna (kallaöur Stinni Stuö) og hinsvegar söngkona hljómsveitarinn- ar, Gæra, Harpa Sjöfn Hermundar- dóttir. Þau eiga meö sér ljúft ástar- samband í upphafi myndarinnar og af þeim sökum hafa hljómsveitir þeirra leikið og æft mikið saman um nokkurt skeið. Það er að koma sumar og er ákveðiö aö grúppumar slái saman í dansleikaferöalag um landiö og spili í ýmsum ballhúsum Islandsbyggðar. En svo kemur babb í bátinn. Allt lendir upp í loft í ástarsambandi Stinna Stuö og Hörpu Sjafnar. Þau gefa skít í hvort annað og þar með er samstarfsgrund- völlur Stuðmanna og Gæra brostinn. Og þar eð búiö er aö panta þessar tvær grúppur á sömu staði á sama tíma í ballhús sumarsins kemur til rimmu milli þeirra hvor eigi að fá hvern staö á hverjum tíma og hvor eigi að víkja. Eftir mikið þras og læti er fallist á það ráð aö sú hljómsveit sem nái fyrr að komast á hvert ballhús, hreppi þaö hnoss aö leika þar um kveldið, en hin veröi að horfa á. Hefst þar með hinn æsilegasti kappleikur og skal honum ekkilýst hér frekar. Vissulega f innst hamingjan ekki Þetta var örstuttur útdráttur úr söguþræði myndarinnar. En ber hann með sér einhvern boöskap? Stuömenn og Grýlur (Gærur) svara því: „Efnisþráðurinn lýsir fyrst og fremst leit mannsins aö hamingjunni,” segja þær. „Þessar tvær hljómsveitir og meðlimir þeirra eru aöeins gervi þeirra leitenda. Persónur myndarinn- ar gætu allt eins veriö úrsmiöir eöa hagfræðingar. Hvað þær starfa á ekki að skipta máli, heldur leitin sem leiðir hugsanir þeirra eftir lífsbrautinni.” — Aö lokum er Ágúst Guömundsson leikstjóri „Meö allt á hreinu” spuröur um reynslu sína af stjóm þessarar þriöju stórmyndar sem hann hefur unnið. „Eg varö ungur í annað sinn,” segir hann kankvís. „Það var ákaflega skemmtilegt aö horfa á viöbrögð leik- endanna í myndinni viö skipunum mín- um. Þau voru þess eölis að annað var ekki hægt en að brosa. Ég hef aldrei kynnst öörum eins f jölda ofleikara og þeim er fylltu hlutverk þessarar mynd- ar. En þeir voru meövitaðir af þessum hæfileikum sínum allan upptökutím- ann, og því vil ég segja aö útkoman sé góö og ég ánægöur með gerö „Með allt áhreinu”. Gærur taka iagið i sjávarmálinu. Tónlist er fyrirferðarmikil i myndinni, þó að þetta só ekki hljómleikamynd i eiginlegum skilningi. Upprunaleg hljóð- rás m yndarinnar hefur verið þrykkt á breiðskífu og er hún föi sem slík. -SER. Nokkrar tækni- upplýsingar... „Með allt á hreinu” er sýnd í fjögurra rása dolby-stereotæki á breiðtjaldi Háskólabíós og tónlist hennar ætti því að njóta sín vel í þessum stærsta kvikmyndasal landsins. Fyrir þá sem ekki þekkja, gerir dolby-kerfið víöari og hreinni hljóm í tónlistarflutningi. Helstu aöstandendur og leikendur mynd- arinnar verða taldir hér á eftir: Leikstjóri: ÁgústGuömundsson. Handrit: Agúst Guðmundsson, Eggert Þorleifsson, Stuömenn. Kvikmyndun: David Bridges, Ari Kristinsson. Hljóöupptaka: Júlíus Agnarsson, GunnarSmári. Tónlist: Stuðmenn, Grýlurnar (Gærur). Hlutverk og nöfn persóna: Eggert Þorleifsson (Guömundur „Dúddi” Pálmason hljóöfæraflutninga- maður), Anna Björns (Hekla umboösmaöur), Stuðmenn: Egill Olafssœi (Kristinn Proppé Styrkárs- son söngvari), Jakob Magnússon (Frímann Flygering hljómborðs- maöur), Tómas Tómasson (Baldvin Roy Pálmason bassi), Valgeir Guðjónsson (Lars Himmelbjerg gítar), Þóröur Árnason (Skapti Sævarsson gítar), Ásgeir Oskarsson (Hafþór Ægisson trymbilherra), Gærur: Ragnhildur Gísladóttir (Harpa Sjöfn Hermundardóttir söngkona), Herdís Hallvarðsdóttir (Gefjun Iöunn bassi), Inga Rún Pálmadóttir (Dýrleif gítarmær), Linda Björk Hreiðarsdóttir (Guðfinna trymbilfrú). Einnig koma fram í myndinni Flosi Olafsson, Sæmundur Pálsson tvistari, óperu- söngvaramir Kristinn Sigmundsson og Hjálmtýr Hjálmtýsson og Konni (án Baldurs). Og fleiri og fleiri sem nafngreindir veröa síöar. Sýningar á „Með allt á hreinu” utan Reykjavíkur hefjast sem hér segir: I Keflavík og Vestmanna- eyjum á annan í jólum. A Akureyri skömmu eftir áramót. Annars hefur sýningarferö myndarinnar um landsbyggðina ekki enn veriö tíma- sett. -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.