Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 32
32 XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKXXXXXXXXXX X X X TIL LEIGU 115 FERM | VERSLUNARHÚSNÆÐI | á jaröhæö á besta staö í Ármúla. Leigist frá 1. x janúar. * Hafið samband viö auglýsingaþjónustu DV í síma x 27022Ji-2001. * x X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Útgerðarmenn DUNLOP gúmmíbjörgunarbátar fyrirliggjandi í lok desember. Allar stæröir, besta fáanlegt verð. Sölumaður: Hafsteinn Þorgeirsson, heimasími 73639. Styðjum uppbyggingu Bernhöftstorfu Um þessar mundir stendur yfir sölusýning á lista- verkum í veitingahúsunum Lækjarbrekku og Torfunni til stuðnings endurbyggingu Bernhöfts- torfu. Á sýningunni eru verk eftir 98 listamenn og verö og greiðsluskilmálar eru við allra hæfi. Breytum til á heimilinu eða gefum góöa jólagjöf um leið og við styðjum uppbyggingu Torfunnar. Torfusamtökin. Þarítu AÐSTOÐ? • Ráðgjöí eða hönnun • Múraraverktaka • Málaraverktaka • innréttingaverktaka • Hurðarsmiðjur • Gluggasmiðjur • Dúklagningameistara • Stálsmiðjuverktaka • Flutningsverktaka • o.íl.o.íl. Þetta er fyrirtœki sem leitast við að veita góða þjónustu þar sem ábyrgð, ráðvendni og þekking em höíð í fyrirrúmi. Fyrirtœkið er eingöngu í samvinnu við fullgilda íagmenn. Allir samningar samkvœmt staðli. Túboð—verksamningar—greiðsluskilmálar Fyrirtcekið staríar almennt á sviði íramkvœmda og breytinga, jaínt í | gömlu sem nýjum húsum. o VERKTAKAIÐNADUR HF Skúlatún 4.105 Reykjavík. Símar: 29740 og 29788. H.s. 54731. FOSSNES sf. Boihoiti 4, sími 29111. DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. Nýjar bækur Nýjar bækur Skeldýrafána íslands eftir Ingimar Óskarsson Ingimar Oskarsson hóf skeldýra- rannsóknir sínar skömmu eftir 1920. Hann safnaði skeljum og kuðungum í f jörunni eða hann fékk senda ýsumaga til rannsóknar, en ýsan étur feiknin öll af skeldýrum og gleypir þau í heilu lagi. Þannig náðist í margar fágætar tegundir. En Ingimar hafði þennan einstaka fróðleik ekki eingöngu fyrir sjálfan sig. Um árabil flutti hann er- indi í útvarp um fjölmargar dýrateg- undir bæði í sjó og á landi. Skeldýra- fána hans kemur nú í fyrsta sinn út í heild. Leiftur gefur bókina út. tncmw HELGtMYNDIR í NÁLARAUGA LJOo Helgimyndir í nálarauga eftir Ingimar Erlend Sigurðsson Víkurútgáfan hefur sent frá sér nýja ljóðabók eftir Ingimar Erlend Sigurðs- son. Þetta er áttunda ljóðabók Ingimars Erlends, en hann hefur einnig gefið út tvö smásagnasöfn og þrjár skáldsögur. Meðal kunnustu verka hans eru skáldsögurnar Borgarlíf og Islandsvísa. Hefur sú síðamefndaveriö þýddánorsku. Á kápu nýju ljóöabókarinnar, Helgi- myndir í nálarauga, segir svo: „Ingimar Erlendur Sigurðsson fer í skáldverkum sínum lítt troðnar og tískubundnar slóðir; vart af barns- aldri vakti hann athygli með óvenju- legum og frumlegum smásögum, í kjölfarið fylgdu skáldsögur hans, sama marki brenndar, og skíöloguðu sumar hverjar á bókmenntahimnin- um; á síðari árum hefur Ingimar Erlendur einkum lagt stund á ljóða- gerð, gjörólíka þeirri samkynja aðferð er flestir aðrir höfundar tíðka: ljóö hans eru einstaklingsbundin að efni sem aðferð, meitluð í byggingu og máli birta þau óvænta sýn á gamalkunnug en ótímabundin og sammannleg yrkis- efni, svo þau verða sem ný; ljóöabókin Helgimyndir í nálarauga inniheldur trúarljóð eingöngu, sem mun einsdæmi í nútímabókmenntum íslenskum, og bera ljóðin flest, 150 aö tölu, vitni um fyrrnefnt aðal þessa höfundar.” Ég læt það bara f lakka eftir Hugrúnu Bókaforlagiö Vaka hefur sent frá sér bókina Eg læt þaö bara flakka eftir, Hugrúnu skáldkonu. Filippía Kristjánsdóttir, sem þekkt er undir skáldanafninu Hugrún, hefur skrifað fjölda bóka á löngum rit- höfundarferli. Ég læt það bara flakka er 29. bók Hugrúnar og fer hún hér inn á nýjar brautir og tekst henni sérlega vel upp að því er segir á bókarkápu. I kynningu Vöku á bókinni segir meðal annars að frísklegir frásögu- þættir Hugrúnar skáldkonu í þessari bók séu einkar skemmtilegir aflestrar. Bók Hugrúnar skiptist í 19 minningaþætti og gefa þáttaheiti nokkra hugmynd um efnið, eins og til dæmis „Greppitrýnið og kjálkabrotna kýrin”, „Prestar geta ekki gleymt”, „Heimilishættir” og „Strok úr vistinni”. Eg læt það bara flakka er sem fyrr segir 29. bók Hugrúnar. Eftir hana hafa komiö út 6 ljóðabækur, 11 barna- og unglingabækur, 5 skáldsögur, 4 smásagnabækur og 3 bækur með ævi- þáttum. Ég læt það bara flakka er um 150 blaösiöur og skiptist bókin í nitján kafla. Prentstofa G. Benediktssonar sá um setningu, filmuvinnslu og prentun, en Bókfell hf. um bókbandiö. Handbók um hlunnindajarðir á íslandi eftir Lárus Ág. Gíslason Höfundur bókarinnar hefur um 20 ára skeið unnið við fasteignamat, fyrst í Rangárvallasýslu og síðan viö land- nám ríkisins í Reykjavík. Hann er því manna kunnastur um allar hlunninda- jarðir á landinu. Hér er samankominn fróðleikur, sem ekki er annars staðar tiltækur í heild. Eftirfarandi hlunnindi eru talin upp: Æðarvarp, selveiði, lax, silungur, hrognkelsi, fuglatekja, eggjataka, skógur, jarðhiti, reki, malartekja, hellar, útræði. Leiftur gefur bókina út. eftir Margret Rey Svart á hvítu hefur gefið út bama- bókina Depil, eftir hinn vinsæla barna- bókahöfundMargret Rey. Depill er lítil kanína sem er ööruvísi en allir aðrir í fjölskyldunni. Þess vegna er hann skilinn eftir einn heima þegar öll hin fara í afmælisveislu til afa. En óvæntir atburöir í lífi Depils verða til þess að hann tekur gleði sína á ný og allt fer vel að lokum. Þetta er bók sem vekur til umhugsunar. Bókin er prýdd f jölda litmynda. ÞýöandierGuðrúnÞ. Stephensen. Upplýsing og saga Þetta er sjöunda bókin í flokknum Islensk rit sem rann- sóknastofnun í bókmenntafræði viö Háskóla Islands og Menningarsjóður gefa út. Upplýsing og saga er sýnisbók sagnaritunar Islendinga á upplýsing- aröld (síðusta hluta 18. aldar og fyrsta þriðjungi 19. aldar), og hefur Ingi Sig- urðsson sagnfræðingur og lektor búið hana til prentunar. Höfundar kaflanna eru: Finnur Jónsson biskup (1704—89) Skúli Magnússon landfógeti (1711—94) Jón Eiríksson konferensráð (1728—87) Olafur Stefánsson stiftamtmaður (1731—1812) Halldór Jakobsson sýslu- maöur (1735—1810) Jón Jakobsson sýslumaður (1738—1808) Hannes Finnsson biskup (1739—1806) Magnús Stephensen yfirdómari (1762—1833) Jón Espólín sagnaritari og sýslumaður (1769—1836) Jón Jónsson aðjunkt (1779—1817) Finnur Magnússon pró- fessor (1781—1847) Sveinbjörn Egils- son skáld og rektor (1791-1852) Þórð- ur Jónassen dómstjóri (1800—80) Bald- vin Einarsson lögfræðingur (1801—33) og séra Tómas Sæmundsson (1807— 41). Frændgarður Björn Magnússon tók saman Þessi bók geymir í senn niðjatöl og framættir. Taldir eru niðjar fimm manna, formæðra og forfeðra höfund- ar. Meðal niðja má nefna Egilsstaða- menn, Hólamenn í Nesjum, niöja Þór- arins Guðmundssonar á Seyðisfirði og fjölmargra annarra, Barðstrendinga, Bjarnasensfólk úr Vestm'.eyjum, Ey- firðinga og Akureyringa komna af séra Jakobi í Saurbæ og Oddi á Marðamúpi. Ritgerð Bjama Jónassonar um hún- vetnskar ættir birtast hér í fyrsta sinn á prenti. Leiftur gefur bókina út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.