Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 30
30
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982.
Goðsögniii um Bobby flscher
— og jólaskákþrautirnar
Nú eru liöin tíu ár frá því aö Bobby
Fischer tefldi sína síðustu skák opin-
berlega. Reyndar er ekki víst aö
hann sé hættur aö tefla fyrir fullt og
allt, en eftir því sem árin líða þykir
sífellt ólíklegra aö hann komi fram á
vígvöllinn á ný. En Bobby er ávallt
vinsælt umræðuefni meðal skák-
manna og einnig hinna, sem „ekkert
vit hafa á skák”, eins og þeir oröa
þaö sjálfir. Þeim sögum sem ganga
um meistarann ber ölium saman um
að hann hafi aldrei fyrr veriö sterk-
ari en nú. Nýjasta goðsögnin hermir'
frá því aö Fischer hefði óvænt hringt
dyrabjöllunni hjá stórmeistaranum
Peter Biyiasas sem býr í Kalifomíu
og spurt hann hvort hann vildi ekki
taka nokkrar hraöskakir. Biyiasas
var auðvitað fús til og segir sagan að
þeir hafi teflt 17 skákir. Fischer haföi
2 mínútur á skák en Biyiasas 5
mínútur. Og úrslitin uröu öll á einn
veg: Fischer hlaut 17 vinninga, en
Biyiasasengan!
Fyrir nokkrum árum lýsti (annar)
sterkasti skákmaöur heims, Garrí
Kasparov, því yfir í viötali að hann
og aðrir skákmenn gætu aðeins látiö .
sig dreyma um aö ná sama styrk-
leika í skákinni og Fischer. Og vissu-
lega var árangur hans á „síðustu ár-
um skákferilsins” glæsilegur: 6—0 í
einvígjum gegn Taimanov og Lar-
sen, 5 1/2—2 1/2 gegn Petrosjan og
síðan sigur gegn Spassky í heims-
meistaraeinvíginu í Reykjavík 1972,
12 1/2-8 1/2.
Síðan hefur Fischer sem sagt ekki
teflt opinberlega, en sagnir herma að
hann hafi teflt nokkur leynileg ein-
vígi. Eitt slíkt var hann sagður hafa
teflt við sovéska stórmeistarann
Leonid Shamkovich, sem nú býr í
Bandaríkjunum. Á skákmóti í Gaus-
dal í Noregi í sumar, þar sem
Shamkovich var meðal þátttakenda,
bar þessi mál á góma. Shamkovich
vildi ekkert um það segja, hvort
hann hafði teflt einvígi við Fischer,
en sagðist hins vegar hafa hitt hann
árið 1977. . .
Aö sögn Shamkovich mæltu þeir
sér mót á veitingastað og aö sjálf-
sögðu var vasataflið haft með í för-
inni. Shamkovich sagðist hafa sýnt
Fischer ýmsar stöður og skákir og
Skák
Jón L Árnason
beðið um álit hans á þeim. Og aldrei
kom hann að tómum kofunum.
Fischer virtist fylgjast vel með í
fræðunum og skipti engu máli hvaða
byrjunarafbrigði þeir ræddu um. Á
hinum ýmsu miðtaflsstöðum hafði
Fischer einnig næman skilning og
svo mjög fannst Shamkovich til
þekkingar hans koma að hann skorti
orð til að lýsa hrifningu sinni.
Eina skákþraut lagöi Shamkovich
fyrir Fischer sem lokapróf á kunn-
áttu hans. Tafllok þessi sýndi
Shamkovich mörgum stórmeistur-
um í Sovétríkjunum, á meöan hann
bjó þar, en enginn þeirra fann lausn-
ina. Þeirra á meðal voru þó fyrrver-
andi heimsmeistarar, Mikhail Bot-
vinnik, Vassily Smyslov og Tigran
Petrosjan. Aðeins einum manni hafði
tekist að leysa þessa þraut, en það
var þýskur stærðfræðingur sem
reiknaði alla möguleika eins og
tölva. En það tók hann heilan dag.
Shamkovich stillti stöðunni upp á
vasataflinu og lét Fischer hafa, en
vegna reynslu sinnar af dæminu
bauðst hann til að sýna honum lausn-
ina. „No, Sirl”, sagði Fischer og eft-
ir aðeins 3 mínútur hafði hann fundið
lausnina!
Þetta fannst Shamkovich ótrúlegt,
en sögunni er ekki lokið. Á ólympíu-
skákmótinu í Valletta á Möltu 1980
fékk hann tækifæri til þess að leggja
þrautina fyrir Kasparov. Ekki átti
hann þó von á því að undrabarnið frá
Bakú myndi bæta um betur. Það tók
Kasparov nefnilega aðeins 2 mínútur
aö leysa dæmiö! En kannski hefur
Botvinnik sýnt honum lausnina í
einni af kennslustundunum í „Bot-
vinnik-skákskólanum”.
Hér er þetta stórmerka skákdæmi,
sem þó lætur lítið yfir sér:
abcdefgh
Hvítur leikur og heldur jöfnu.
Vandinn f elst í því að stöðva svarta
peðiö, sem á 5 leiki eftir til þess að
verða að drottningu. Virðist einfalt í
fyrstu, en kóngurinn svarti er vel
staðsettur og heldur riddaranum í
skefjum. Lausnin verður birt eftir
jólin, enda hafa margir gaman af að
glima við skákþrautir yfir hátíðarn-
ar, til þess að bæta meltinguna. Og
þar sem þetta er síöasti skákþáttur
minn í DV fyrir jól koma hér fleiri
tafllok, enda ætti ekki aö taka nema
örfáar mínútur aö leysa þetta hér að
framan.
Tafllokin hér á eftir eru öll eftir
skákmeistarann Richard Réti
(1889—1929) og ættu að vera mörgum
skákmönnum að góðu kunn. Réti
samdi aðeins um 50 skákdæmi, en
mörg hver eru þau hrein listasmíð og
jafnframt lærdómsrík. Flestir hljóta
að kannast við fyrsta dæmiö sem rat-
aö hefur í allar kennslubækur um
skák. Hin dæmin ættu heldur ekki að
vefjast um of fyrir mönnum, en
lausnirnar eru fallegar. Góða
skemmtun!
Richard Réti 1921
abcdefgh
Hvítur leikur og heldur jöfnu.
Richard Réti 1929
abcde fgh
Hvítur leikur og heldur jöfnu.
Richard Réti 1927
abcdefgh
Hvítur leikur og vinnur.
Richard Réti 1927
abcdefgh
Hvítur Ieikur og heldur jöfnu.
Kichard Réti 1928
abcdefgh
Hvítur leikur og vinnur.
Gnðmnndnr og Þór arinn
Reykjavíkurmeistarar
í tvímennlngskeppni
Nýlega lauk Reykjavíkurmeistara-
mótinu í tvímenningskeppni og sigruðu
meö miklum yfirburðum Guðmundur
P. Amarson og Þórarinn Sigþórsson
frá Bridgefélagi Reykjavíkur.
Það hefur löngum verið sagt um
hinn hefðbundna barometer, að það
þurfi nokkra heppni til þess að vinna
en engu að síður þarf einnig góða spila-
mennsku.
Eftirfarandi spil frá mótinu sýnir
báða þessa þætti.
Allir á hættu/suður gefur.
Norduh
* KD65
V 6
•> ÁG10654
* K3
Ai.'srun
A ÁG982
KD75
93
A 106
SftlUK
A 43
; ÁG10942
2
* ÁD85
Þar sem Guðmundur og Þórarinn
sátu n-s, gengu sagnir á þessa leið:
Suður Vestur Norður Austur
1 H pass 1 S pass
2 H pass 3 T pass
3 H_ pass 3 G pass
4 H pass pass pass
Vestur spilaði út spaðatíu og
Þórarinn íhugaði möguleikana. Þrátt
fyrir að ekki séu nema þrír augljósir
tapslagir, þá viröist spilið erfitt til
vinnings.
En við skulum fylgjast með
Þórami. Hann lét drottningu úr
blindum, austur drap á ás og spilaði
meiri spaða. Nú kom hjarta úr
blindum, lítið og Þórarinn svínaði
níunni. Þegar hún hélt, var ásinn
tekinn og meira trompi spilaö. Austur
drap á drottningu og spilaði enn spaða.
Þórarinn trompaði og spilaöi ennþá
trompi.
Við höfum lítið fylgst meö afköstum
vesturs, en honum er áreiðanlega farið
að líða illa því sex spila endastaðan er
þessi:
Nordur
A 6
0 ÁG10
+ K3
Vi -riiR Au-tur
A - A 82
- -
O KD O 93
+ G974 + 102
>umjn
A -
. 9 2
0 2
A ÁD85
Það er ljóst aö það er alveg sama
hverju austur spilar. Ef hann spilar
spaða er vestur hengdur í kast-
þrönginni, spili hann tígli, fríast
tígullinn og spili hann laufi, eru það
aöeins stundargriö þar til kastþröngin
nær tökum á vestri.
Laglega spilað hjá Þórami en hann
var líka heppinn því austur gat hnekkt
spilinu með því að rjúfa samganginn
við blindan með því aö spila tígli í
sjötta slag.
Frá Bridgedeild Barð-
strendingafélagsins
Mánudaginn 13. desember lauk 5
kvöld hraðsveitakeppni. Sveit Ragnars
Þorsteinss. sigraði. Auk hans em í
sveitinni: Þórarinn Ámason, Ragnar
Björnsson og Helgi Einarsson. Staöa 6
efstu sveita endaöi þannig:
stig
1. Ragnar Þorstclnsson 2340
2. Sigurbjörn Ármannsson 2317
3. Einar Flygenring 2272
4. Viðar Guðmundsson 2175
5. Sigurður tsaksson 2173
6. Þorsteinn Þorsteinsson 2153
Mánudaginn 10. janúar 1983 hefst
aðalsveitakeppni félagsins kl. 19.30
stundvíslega. Þátttaka tilkynnist til
Helga Einarssonar í sima 71980.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Sl. mánudagskvöld var spiluð 13. og
síðasta umferðin í sveitakeppni
félagsins. Fyrir þá umferð vom aðeins
tvær sveitir sem áttu möguleika á sigri
í keppninni, sveitir Sævars Magnús-
sonar og Aðalsteins Jörgensen, en
Bridge
Stefán Guðjohnsen'
þeir áttu einmitt innbyrðis leikinn
einan eftir. Urslit urðu þau að
Aðalsteinn sigraði með 16 vinnings-
stigum gegn 4 og nægði það Aðalsteini
og félögum til að hljóta meistara-
titilinn. Auk fyrirliðans Aðalsteins
Jörgensen spiluðu í sveitinni Stefán
Pálsson, Kristján Blöndal, Ragnar
Magnússon og Rúnar Magnússon.
Lokastaöan í mótinu varð þessi:
Sveit Stig
1. Aðalsteins Jörgensen 211
2. Sævars Magnássonar 206
3. Kristófers Magnússonar 179
4. Jóns Gislasonar 177
5. Kristjáns iiaukssonar 150
6. Ernu Hrólfsdóttur 131
7. Drafnar Guðmundsdóttur 129
8. Huldu Hjálmarsdóttur 121
9. Friftþjófs Einarssonar 116
10. Stigs Herlufsen 116
11. Ólafs Torfasonar 92
12. Gunnars Antonssonar 66
13. Jóns Jakobssonar 22
Ekki verður sest viö græna borðið
fyrir hátíðar en fyrirhugað er að halda
lomber-kvöld mánud. 27.12. og verður
það auglýst nánar síðar.
Stjórn félagsins vill þakka spilurum
þátttökuna og óskar um leið sigur-
vegurunum til hamingju með titilinn.
Frá Bridgefélagi
Siglufjarðar
Fyrir skömmu lauk árlegri
hraðsveitakeppni félagsins en spilað
var 4 kvöld. Urslit urðu þau að sveit
Ara M. Þorkelssonar sigraði og hlaut
1843 stig, eftir að hafa haft undirtökin
alla keppnina. I sveitinni, auk Ara, eru
þeir Þorsteinn Jóhannsson og Ás-
grímur og Jón Sigurbjörnssynir. Röð
efstu sveita varð annars þessi:
Stig
2. Björn Þórðarson 1835
3. BogiSigurbjörnsson 1780
4. NíelsFriðbjarnarson 1741
5. Valtýr Jónasson 1725
Nú er lokið tveimur umferðum af
fjórum í Siglufjaröarmótinu í
tvímenningi. Staða efstu para er sem
hérsegir:
Stig
1. Anton Sigurbj.-Bogi Sigurbj. 301
2. ÁsgrímurSigurbj.-JónSigurbj. 293
3. Valtýr Jónasson-Viftar Jónsson 282
4. Guftmundur Árnason-Níels Friftbj. 277
5. Birgb- Björnsson-Þorst. Jóhanness. 276
Sveit Jóns Hjaltasonar
sigraði í aðalsveita-
keppni BR
Síðasta umferð i aöalsveitakeppni
BR var spiluö sl. miðvikudag. Fyrir þá
umferð hafði sveit Sævars Þorbjöms-
sonar eins stigs forustu á undan sveit
Jóns Hjaltasonar, en aðrar sveitir áttu
ekki raunhæfan möguleika á sigri. 1
síðustu umferð tapaði sveit Sævars
fyrir sveit Jóns Þorvarðarsonar 8—12,
en Jón Hjaltason og hans menn unnu
sveit ölafs Lárussonar 11—9. Sveit
Jóns varð því tveimur stigum hærri
þegar upp var staðið. I sveit Jóns spil-
uðu auk hans Hjalti Elíasson, Hörður
Amþórsson,, Jón Asbjörnsson og Símon
Símonarson. Allir þessir menn hafa
verið í hópi fremstu spilara félagsins í'
mörg ár og hefur Hjalti t.d. margoft
unnið þennan titil á undanförnum ár-
um. 1 sveit Sævars spiluðu auk hans
Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson
og Valur Sigurðsson. Sveit Sævars
sigraði á þessu móti í fyrra skipuð
sömu mönnum, nema Þorlákur Jóns-
son var þá í sveitinni en ekki Sigurður.
Röð og árangur efstu sveita á mótinu
varðannarsþessi:
Sveit: stig:
Jóns H jaltasonar 263
Sævars Þorbjörnssonar 261
Þórarins Slg þórssonar 241
Ölafs Lárussonar 221
Karls Sigurhjartarsonar 217
Sigtryggs Sigurftssonar 193
Jóns Þorvarftarsonar 176
Aðalsteins Jörgensen 172
Vegna Reykjavikurmóts í sveita-
keppni hefst spilamennska hjá félag-
inu eftir áramót ekki fyrr en 26. janú-
ar. Dagskrá seinni hluta vetrar verður
tilkynnt fljótlega eftir áramót.
Síðustu helgi í janúar verður haldin
bridgehátíö með þátttöku erlendra
spilara. Bridgefélag Reykjavíkur,
Bridgesamband Islands og Flugleiðir
standa aö hátíðinni i sameiningu.
Erlendu spilararnir á hátiöinni koma
frá Danmörku með Steen Möller í far-
arbroddi og frá N-Ameríku, en fyrirliði
þeirrar sveitar er kunningi okkar frá í
fyrra, Alan Sontag. Nánar verður
greint f rá hátíðinni í kringum áramót.
Frá Bridgefélagi
V-Hún. Hvammstanga
Nýlokið er 5 kvölda aðal-
tvímenningskeppnifélagsins. Urslit:
Stig
1. Aftalbjörn Benediktsson
og Bragi Arason 606
2. Karl Sigurðsson
og Kristján Björnsson 596
3. Eyjólfur Magnússon
og Guftjón Pálsson 585
4. Björn Friftrikssou
og Jóhannes Guftmannsson 584
5. Eggert Karlsson
og Fiemming Jessen 568
Meðalskor 540.
3/12 sl. var spiluö fyrri umferð
þessa vetrar í sveitakeppni við
Blönduósinga. Spilað var á 4 borðum
og urðu úrslit þau að Hvammstangi
hlaut 41 stig en Blönduós 39.
Vi.s-ri n
A 107
/ 83
'/ KD87
+ G9742