Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. 15 Menning Menning Glæframenn og nóbelsskáld ThomasMann: Felix Krull — Játningar glæfra manns Kristján Ámason þýddi Mál og menning 1982. Eitt sinn sagöi spakur maöur aö þýðingar væru gallagripir á borö viö konur: þær fögru væru ótrúar en þær ófríöu að sama skapi trúar. Þetta má til sanns vegar færa í þaö minnsta hvað snertir þýðingarnar. Þýöandinn hefur yfirleitt rnn tvo kosti aö velja: aö umskapa frumsmíðina og búa and- rúmslofti hennar og stílheimi nýjan búning við hæfi annarrar og ólíkrar málheföar, eða reyna aö flytja textann, orö fyrir orö, af fyllstu nákvæmni yfir á nýtt tungumál. Fyrri leiöin getur oft af sér næsta sjálfstætt listaverk því að þar er þýðandinn oft á tíöum trúrri sjálfs síns skilningi en textanum sjálfum — og máski er hún vænlegri en sú síöari því að aldrei er hægt aö gera svo fullkomna eftir- líkingu aö hún geti komiö í staö frum- smíöar. Því sérhvert orð býr yfir sér- stakri sögu og veruleika sem ekkert annaö orö getur lýst til fullnustu. Ef þýöandinn gerir sér ekki grein fyrir þessu — að hann er túlkandi lista- maöur en ekki eftirherma — misheppnast verk hans. Kristján Árnason hefur færst mikiö í fang meö því að þýöa Felix Krull eftir Thomas Mann. Stíll þessa þýska rithöf- undar er sérstakur og býsna frá- brugðinn því sem Islendingar eiga aö venjast. Málsgreinar hans eru þandar til hins ítrasta, lotulangar og flóknar, fullar af innskotum og aukasetningum. Af þeim sökum má lesandinn oft hafa sig allan viö aö halda þræöinum og samhenginu. Þessi stíil er ósköp óaðgengilegur fólki sem alist hefur upp við stílhefö Islendingasagna sem enn lifir í sagnaritun samtíðarinnar. Reyndar eru Gunnar Gunnarsson og Thor Vilhjálmsson að nokkru sam- líkjanlegir viö Thomas Mann en utan þeirra eru fáir sem dirfst hafa að rísa gegn forskriftakerfinu. Stuttar og lag- góöar, auðnumdar meö hlutlægum brag, skulu setningamar vera, hvað sem inntakinu líöur! Kristján gefur forskriftinni langt nef og reynir aö ná fram stíl Manns meö því að gæða setningaflækjur spennu í útúrdúrasömum og hlykkjóttum máls- greinum. Þetta er óskaplega vandfarin leið sem útheimtir mikla máltilfinn- ingu því aö lítiö má út af bera til aö hátimbraðar klausurnar hrynji í rúst. Því er ekki að neita aö stundum veröur þýöing Kristjáns óeölileg og þvinguö. Fordæmi meistarans verður byröi sem hann sligast undir. En oftar þykir mér honum takast vel upp og nýta möguleika íslenskunnar meö snjöllum hætti. Upphafsorð skáldsögunnar veröaaönægja semdæmi: „Þegar ég tek mér penna í hönd og ætla í algeru næði og einveru — ég er heill heilsu, þótt ég sé þreyttur, mjög þreyttur (svo þreyttur, aö ég kem til meö aö vinna verkið í áföngum og meö tíðum hvíldum), þegar ég sem sagt geri mig liklegan til aö festa játningar mínar á þolinmóöan pappírinn með þeirri hreinlegu og þokkalegu skrift sem mér er gefin, get ég ekki varist þeim grun að ég hafi vart þá menntun og skólun sem þarf til aö ráöast í slíkt andans stórvirki.” (7). Eru rrthöfundar svikarar? Þaö er mikill fengur aö Felix Krull á íslensku þótt sagan teljist vart meö helstu stórvirkjum Thomasar Manns. Ég hefði til dæmis fremur kosið að fá í hendur Dauöann í Feneyjum (1912) sem er eitt af merkustu bókmennta- verkum þessarar aldar. En Felix Krull er óneitanlega mikiö og margrætt skáldverk sem lætur lesandann ekki ósnortinn. Ismeygilegur frásagnar- háttur og fínleg kaidhæöni sem gegn- sýrir persónur og atburðarás kenna okkur aö skop þarf ekki að vera groddalegt og yfirborðskennt, að fyndni er hálf snerti hún hláturtaug- arnar einar. Thomas Mann hefur eins og allir góöir rithöfundar tekiö trúöinn sér til fyrirmyndar og mættu íslensk skáld fara aö dæmi hans. Felix Krull(1954) er næst síðasta verkiö sem kom frá hendi Manns en hann hlaut eins og kunnugt er nóbels- verðlaun í bókmenntum áriö 1929. Yfir sögunni er léttari blær en mörgum öörum verkum hans. Aö formi til er hún játningarrit glæframannsins Felix Krull og fylgir ferli hans frá bernsku til tvítugs. Felix er af heldur lítilfjörlegri fjölskyldu og heimurinn „smælar” lítt framan í hann til að byrja meö. En hann er mörgum kostum gæddur, fagur og aðlaöandi, hugmyndaríkur og lundaöur sem listamaður. Frá önd- verðu mótast líf hans af móthverfu hins innra og hins ytra, veruleika og sýndar. Hann gerir sér grein fyrir mætti blekkingarinnar í mannlegu félagi og „stefnir að því frá öndveröu aö gera sjálfan sig aö blekkingu, aö lífsmunaöi”. Þaö tekst honum býsna vel — altént um tíma — og í sögulok skilur lesandinn við hann í líki fransks markgreifa , nýkominn úr konungs- garði og umlukinn fríðum örmum portúgalskrar senjórítu. Þessi frásaga, sem oft er mjög skemmtileg, býöur upp á margar túlkunarleiöir sem engin ástæða er til aö fara náiö út í og vísast til ágæts eftinnála þýöanda. En ljóst er aö hér sem víöar fjallar Mann um vanda listamannsins og ástar-haturs- samband skáldskapar og veruleika. I persónulýsingu „svikarans” dregur höfundur upp mynd sín sjálfs, eóa öllu heldur skáldsins einsog það er ár og síö. Tilvitnunin að neðan skýrir þetta nokkuð: Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson „Aðeins á mörkum mannlegra sam- skipta, þeim mörkum þar sem annað- hvort er ekki enn komiö aö oröum eða þar sem þeim sleppir, í augnatillitinu og faðmlaginu, er okkur sæla búin, því - hvergi annars staðar er skilyröisleysi frelsi, leynd og algert tillitsleysi. öll umgengni og samskipti, sem þar eru á milli, eru bragölaus og hálfvolg og mótuö af ytra formi og borgaralegri venju, skilyrt og takmörkuð. Þar ríkir oröiö, — þetta máttlausa og þurra tæki, þetta fyrsta afsprengi tamins og hóflegs siögæöis, svo eölisólíkt hinni heitu og þöglu náttúru aö segja má aö sérhvert orö sé í raun réttri sem slíkt tugga.” (68). Hér ertekiö á takmörkun raunsæis meö því aö benda á forsendur allrar ritsköpunar. Orðiö er veggur sem ævinlega skilur aö skáldskap og raunveruleika. Þaö er þrungiö af málamiðlun kynslóðanna, „þjóð- saga” sem hefðin hefur hengt einhverja merkingu á sér til nyt- nytsemdar. Það getur aldrei speglaö raunverulega og einstæða reynslu einstaklingsins. Höfundur sem lýsa vill mannlífi verður því aö ofurselja sig blekkingu nema hann taki þann kost aö þegja. Leiö hans til „sannleikans” liggur m.ö.o. um hlið lyginnar. Thom- as Mann var mikill raunsæishöfundur af því aö hann geröi sér grein fyrir þessari tvíræöni. Þaö er óhætt að mæla með Felix Krull til lestrar. Hér er einn af mestu rithöfundum aldarinnar á ferð meö verk sem í mörgu á erindi við samtíð okkar Áöur hefurVlál og menning gefiö út nol krar smásögur eftir hann, Tónío Kröger (1942) og Maríó og töframað- urinn og fleiri sögur 1970). Úr og skartgripir — Jón og Óskar Laugavegi 70 — Sími 24910. Y y Hinar bidjandi hendur sem hálsmen með œðrusleysis- bœninni á íslensku. Vorum að fa nýjar gerðir sófaborða ATH: Komið aftur: Borðstof uborð og stólar við hillusamstæður. Royal hiilusamstæður með margs konar möguleikum fstcnzk framlelðsla HHÚSGAGNA-1 Vdl SMIDJUVEGI 30 SÍMI 72870 -MVS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.