Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 40
44
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Þegar síminn
hringir um
miðja nótt
Þaö er nótt og niðamyrkur. Uti
geisar ofsaveöur og stormhryöj-
urnar berja þungum hrömmum ofan
á hús þitt. Þaö gnestur í viðum, það
hriktir í giuggum og hurðum. Þú
grefur þig sofandi inn undir volgar
rekkjuvoöirnar og eiginkona þin
skynjar ugg þinn og vefur þig
mjúkum örmum í svefninum. Sonur
þinn ungi umlar í vöggunni. Það er
íslenskt veöur i nótt og þaö færist í
aukana. Byljirnir æða með skelfilegu
öskri fram og aftur um himininn og
elta uppi allt sem er kvikt og hefur
orðið of seint til að ná háttum fyrir
nóttina.
Siminn hringir. Aleitinn hijóm-
urinn smýgur inn í slitrótta, flökt-
andi drauma. Látum hann hringja.
En svo hrekkurðu upp með
andfælum. Hjartað óimast í
brjóstinu. Þú stekkur fáklæddur
fram úr og þrifur tóliö.
Eftir örskamma stund ertu
kominn í gallann og hleypur í
hendingskasti niður stigann. Þú rífur
upp dyrnar og verður að taka á öllu
til þess að missa ekki hurðina langt
inn á gólf, svo stríður er stormurinn.
Þú sýpur hveljur og snarast út. Byl-
urinn hikar andartak og virðir þig
undrandi fyrir sér, svo hleypur hann
undir þig eins og mannýgur griö-
ungur og reynir að skella þér flötum
á sveilaða stéttina. En þú gerir það
eina sem þér er unnt að gera — þú
lætur storminn sem storm um eyru
þjóta. Kallið kom í nótt og kaliinu
verður að hlýða. Annarsstaðar í
bænum eru félagar þínir að berjast
eins og þú móti veðurofsanum. Brátt
eru allir mættir niðri í stjórnstöð.
Sveitarforinginn er ekki lengur
glaður og glettnislegur, heldur hvass
og skipandi. Langt úti i sortanum,
þar sem veörið geisar af helmingi
meira offorsi en hér í borginni, er
fólk í nauðum statt. Það er skylda þin
að fara til hjálpar þessu fólki, þótt þú
verðir sjálfur að leggja líf þitt í
hættu. Vonandi mundirðu eftir því að
kyssa konu þina og barn áður en þú
lagðir af stað.
Herdeild hjálparinnar
Dugandi hjálparsveit ber að
nokkru leyti svipmót h'tillar en vel
þjálfaörar herdeildar. Hver
einstakur félagi gegnir lykilhlut-
verki. Þrotlausar æfingar hafa stælt
í honum kjarkinn, styrkt likamann
og eflt andann; hann hefur lært hvort
tveggja, að hlýðnast yfirboðara
sínum og treysta á eigin skarp-
skyggni og frumkvæði, þegar á
hólminn er komið og hann einn er fær
um að dæma allar kringumstæður.
Göfuglyndi, áræði og hollur félags-
andi eru driffjaðrimar þrjár í hverri
hjálparsveit til sjós og lands, en jafn-
vel atorka einstaklingsins kemur
fyrir htiö ef sveitin er ekki vel skipu-
lögð. Foringinn verður að vera hlut-
verki sínu vaxinn, þekkja verkefnin
og fólkið sem hann stjómar. Alhr em
reiöubúnir til að leggja aht í söl-
urnar, en reiðubúnastur er hann
sjálfur.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
átti nýlega fimmtugsafmæh.
Auövitað væri við hæfi að rekja sögu
sveitarinnar að nokkru og geta
helstu forvígismanna hennar þennan
tíma, en til þess gefst ekki rúm hér.
En viö skulum skreppa inn í stjóm-
stöð og gefa okkur á tal við Bendikt
Gröndal sveitarforingja og þar næst
skulum við heilsa upp á ung hjón í
vesturbænum, sem bæði helga sveit-
inni atorku sína og frjálsar stundir.
I m -< « >»
„Heilbrigður
félagsandi
skiptir
mestu”
— segir Benedikt Gröndal,
sveitarforingi HSSR
verða aö vera tilbúnir að leggja á sig
ýmsar kvaðir og skyldur sem starfið
útheimtir. Það kemur oftast fljótt á
daginn hvort menn eru hæfir til þess að
gangast undir þann aga sem hópvinn-
an hefur í för meö sér eða hvort menn
eru svo miklir sérhyggjumenn að þeir
geta ekki látiö vera aö trana sér fram á
kostnað hinna. En áhuginn einn sér er
ekki nóg. Félagi í hjálparsveit veröur
að hafa aðstööu til þess, að taka þátt í
æfingum okkar, hann verður að vera
reiðubúinn til þess að rétta náungan-
um hjálparhönd þegar nauðsyn kref-
ur.
Viö sendum ekki nýliðana í neitt
þrekpróf en allir verða aö hljóta sömu
grunnþjálfun og þá leiðir þaö af sjálfu
sér að sumir ná lengra en aörir. En ég
held aö fáir átti sig á því hvílík sér-
hæfing verður að vera innan sveitar-
innar. Sumir ná góðum árangri í f jalla-
klifri og hvers kyns þrekraunum, aðrir
láta sig tæknihhðina mestu varða, síð-
an þarf að hafa menn til skipulags og
stjómunar. Þetta gerir þaö að verkum
að hjálparsveit þarf á margs konar
fólki að halda. Kannski er heilbrigður
félagsandi og ósérplægni það sem
mestu máU skiptir. ”
Benedikt Gröndal heitir hann, for-
ingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.
Hann hefur verið 12 ár í sveitinni og
lent í ýmsu þótt lánið hafi fram til
þessa leitt hann hjá meiri háttar
mannhættu. Starf hans er fyrst og
fremst að líta eftir skipulagi og rekstri
sveitarinnar og okkur þótti forvitnilegt
að heyra hvers konar fólk honum er í
mun að fá í sveitina tU sín. Er það úr-
valsfólk eingöngu, afreksmenn og hetj-
ur?
„Nei, engan vegmn,” segir
Benedikt. „Auðvitað er það aUtaf tU
bóta að hafa smávegis hetjuskap í sér
meðfram en reynslan er sú að þeir sem
skara óhemju mUtið fram úr njóta sín
oft best einir sér en ekki í hópvinnu.
Menn í hjálparsveit verða að hafa mik-
inn áhuga á hvers kyns útivist og þeir
u
„Hetjuraar njóta sín oftast best ein-
ar sér,” segir Benedikt Gröndal,
sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík. ,
Mynd BH