Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 41
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
I
45
DÆGRADVÖL
DÆGRADVOL
•.... Itllim
mHstníti !tum|
""""'"■kriaaH
<■■ >'
•■ 'jth
rt !;,t''!!!!! Í HtHt
Jf' ÍíM? *M*fl I4*MH
ll miMmi tiutín
*%■ hí* MMl*
límn\u
HKP* **<
MMlM.
WmmmfrW hmmm
PRtiðHk’MitMt
dylntMtix,
tÍÍÍMÍMM
aHKi.tiuu
iMlsiHin
JHBímiom
'MMm
Mimi
HIIII
miM
..... <•,
!>}t M'ri**
mmn
H: iltHflr
MMMI IMM«1
:*ÍMM****f»í
'mmmnm
PMmm*
mmm
í4«ír.
mkl
Laufey Gissurardóttir og Kristinn Ólafsson. Svainninn, Andri Már, var i fasta svefni og gat ekki verið með
á myndinni. MyndBH
„Við eram reiðubúnir”
Kristinn Ólafsson er einn
þeirra ungu manna sem foringi
Hjálparsveita skáta í Reykjavík
hringir í þegar hætturnar steðja
að. Það gildir einu hvort það er
nótt eða dagur — félagi í hjálp-
arsveit verður ævinlega að vera
til reiðu en hvernig skyldi það
ganga fyrir sig þegar bæði hjón-
in eru í sveitinni? Nógu fróðlegt
væri að vita það og það hittist
einmitt svo skemmtilega á að
kona Kristins, Laufey Gissurar-
dóttir, er einnig félagi í sveit-
inni. Kristinn á þrjú ár að baki í
Hjálparsveit skáta en Laufey er
ennþá nýliði.
„Eg hef verið skáti frá því að ég
var strákur,” segir Kristinn, „svo að
ég er búinn að ganga undir alla eld-
skírnina. Ég man ekki svo gjörla
hvað það var sem dró mig til þessar-
ar hreyfingar. Ætli það hafi ekki
mest verið eins konar leit að ævintýr-
um og góðum félagsskap. En þetta
var dásamlegur tími og ég er þakk-
látur fyrir hann. Þetta var alltaf svo
spennandi, alltaf eitthvað að gerast.
Viö iærðum að lúta heilbrigöum aga,
starfa saman í hópi, við lærðum
marga nytsama hluti og kynntumst
góðu fólki. Þetta var reynsla sem
maður býr aö alla sina ævi. Seinna
kom að því að ég varð aö taka aö mér
ýmis stjómunarverkefni. Ég varð
flokksforingi þá kom líka ábyrgðin
og alvaran og maöur varð að kapp-
kosta að gefa öðrum gott fordæmi.
Seinna gekk ég svo í Hjálparsveit
skáta í Reykjavík og það var í raun-
inni ósköp eðlilegt framhald. Enn
var þaö útilífið sem heillaði og ég
fékk tækifæri til að læra áfram af
mér reyndari mönnum. Ég hélt að ég
kynni öll reiðinnar ósköp en það
reyndist nú öðru nær! ’ ’
— En nú hefur starf í hjálparsveit
ýmislegt annaö í för með sér en heill-
andi útilegur og góðan félagsskap.
„Já, það fylgir þessu óneitanlega
viss áhætta. Maður verður að gera
sér grein fyrir því. Við getum lent í
hrikalegum aöstæðum, jafnvel
mannhættu, og til þess að geta mætt
þeim af sæmilegu öryggi verðum viö
alltaf að vera vel á okkur komnir
andlega og líkamlega. V iö verðum aö
rækja æfingamar af samviskusemi
af því að tnarkmiö okkar er einmitt
það að vera reiöubúinn til mikilla
átaka. Enginn veit hvenær kalliö
kemur. Þaö er ekki hægt að lýsa
þeirri tilfinningu sem grípur mann
þegar síminn hringir að nóttu til.
Maöur vaknar með hjartslátt og veit
ekki hvað í vændum er. Kannski er
það flugslys, kannski snjóflóö eöa
neyðarástand af völdum stórviðris.
En við förum út með því hugarfari aö
gera okkar besta. Við emm tilbúnir
þegar hinn almenni borgari þarf á
hjálp okkar að halda. Auðvitað fylgir
þessu viss spenna sem ekki sakar að
hafa með en alltaf blundar í dulvit-
undinni sú vitneskja að kallið getur
komiö hvenær sem er og þá verður
maðuraðvera reiðubúinn.”
„ÞAÐ ER UKA ÞÖRF
FYRIR STÚLKUR”
— segir Laufey Gissurardóttir, nýliði í HSSR
„Ég missti nú eiginlega af þessum
heillandi ævintýmm skátaæskunnar
sem hann Kristinn var að nefna því
aö ég gekk ekki í hreyfinguna fyrr en
ég var orðin 15ára,” sagðiLaufey og
hló viö.
— En varla hefurðu nú farið á mis
við öll ævintýrin?
„Nei, auðvitað ekki. Ég naut góðs
af útilífinu og öllu því en það leiddi af
sjálfu sér aö mér voru falin margs-
konar stjórnunarverkefni og um-
sýsla. Við sem eldri vorum þurftum
að skipuleggja ferðir, annast kvöld-
vökur og fleira. En þetta var mjög
góður félagsskapur og það var gam-
anaðfástviðþetta.”
— En hvað kom til að þú gekkst í
hjálparsveitina?
„Ég hugsa að það hafi ráðið mestu
hvað mér fannst oft dapurlegt að
sitja eftir heima þegar Kristinn var
aö leggja í spennandi æfingaferðir.
Við vorum vön að ferðast saman um
landið og liggja í tjöldum en nú var
þaö hann einn sem fór. Ég átti vini og
kunningja í sveitinni og einn daginn
ákvað ég að drífa mig í hana sjálf.
Við vomm sjö stúlkur sem gerðumst
nýliðar í haust en um það bil tíu
-stúlkureru nú fullgildir félagar.”
— Þegar hjálparsveitir ber á
góma er maður vanur að sjá fyrir sér
vel útbúna garpa stökkva yfir gín-
andi jökulsprangur, klifra upp þver-
Hjálparsveitir
Baldur Hermansson
hnípta hamra og brjótast í gegnum
ægileg veður — er í rauninni þörf fyr-
ir ykkur stelpurnar í svona félags-
skap?
„Já, það held ég. Starfið í hjálpar-
sveit er svo margþætt og víðtækt.
Þetta em ekki eintómar þrekraunir.
Þær em í rauninni minnsti þátturinn.
Þaö er allt skipulagið, undirbúnings-
vinnan, æfingamar og margt af
þessu hentar stúlkum ekkert síður en
strákum. Ég gæti til dæmis nefnt
hjálp í viðlögum. Við stelpurnar er-
um ákveðnar í því að reyna hvað við
getum og ná eins langt og okkur er
fært.”
— Hvað gerist ef kallið kemur nú
eina óveðursnóttina? Hvort ykkar
fer af stað og hvort veröur eftir til aö
gæta bús og bama?
„Ég er nú ennþá nýliði svo það er
ekki komin nein regla á það. Vinir og
ættingjar hafa verið okkur hjálplegir
að passa Andra Má, þegar við höfum
farið bæði á æfingar, en það segir sig
sjálft að fjölskyldan og heimiliö
verður að hafa forgang. Það er ekki
bara hægt að fleygja snáðanum til
annarra þegar kallið kemur en þaö
er samt ekki víst að þetta verði neitt
vandamál. Kannski tekst okkur að
koma á einhverju fyrirkomulagi svo
að það verða engir árekstrar.”
— Hvemig leið þér þegar síminn
hringdi að nóttu til og Kristinn hvarf
frá þér út í óvissuna, kannski dögum
saman?
„Það er eiginlega ekki hægt að
lýsa því. Ég get ekki beinlínis sagt aö
ég hafi verið kvíöin því að ég veit
mjög vel hvað þeir eru vel þjálfaðir
strákamir og rækilega undir það
búnir að sigrast á hvers kyns erfið-
leikum. En ef ég vissi ekki sjálf hve
ítarlegar æfingamar eru og skipu-
lagið nákvæmt þá hugsa ég að ég
yrði hrædd um hann.”
Óskurn viðskiptavinum okkar og öðrum
landsmönnum gleðilegrajóla
og farsœls komandi árs.
SÍLD OG FISKUR
Dalshrauni 9 b,
sími 54488 og 54489.
Bókabúð
Fossvogs
GRIMSBÆ
SÍMI 86145
A/iar nýju bækurnar
og tugir eldri bóka.
Leikföng og jóiavörur
Sendum í póstkröfu.
Óskum öllum vinum
okkar á Islandi
gleðilegra jóla
og farscels komandi árs.
Þökkum anægjulegar
samverustundir
d liðnum drum.
Sue og Jim Cusack
Veritas Villa.
LONDON — dömudeild
Austurstrœti 14, sími 14260.
Femiieo Ndttkjólar
100% bómull