Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 10
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Eitt par af karlmannaskóm á svarta markaönum, sem þrífst vegna skömmtunarinnar, gleypir hálf mánaöarlaun kennara. Skömmtunin gerir ekki ráð fyrir nema einu pari af skóm á mann á hálfs árs fresti. Erlendur gjaldeyrir og skömmtunarseðlar Vandinn liggur því meir í kaupget- unni en í vöruskortinum, því aö menn geta orðiö sér úti um flesta hluti, aöeins ef fjárráöin leyfa kaup- in. Pólverjar hafa einnig aögang aö ,,Pewex”-verslunum, sem í upphafi voru settar á laggirnar fyrir útlend- inga. En þar veröur aö borga allt í erlendum gjaldeyri. Eigi Pólverji nóg af Bandaríkjadölum getur hann verslað þar flest það, sem hugurinn kann að girnast. En næsta fáir Pól- verjar eiga erlendan g jaldeyri. Þessa vikuna hafa Pólverjar gripiö til skömmtunarseölanna, sem þeir hafa sparaö saman allan þennan mánuö og sumir þann síöasta líka. Þessir seðlar ganga nú til innkaupa í hátíðarmatinn fyrir jólin, en þar eru fiskur og ferskir ávextir efstir á blaöi. En skömmtunarseölar eins mánaöar duga ekki nema til þriðjungs þeirra matarkaupa, sem Pólverjar venjulega hafa til jóla. Flestir taka því meö jafnaðargeði. Margir benda á, að menn hafi leyft sér of mikið bruöl í jólamat, og skömmtunin hafi aö því leyti oröið til góðs, aö hún hefur innrætt mönnum meiri skynsemi í heimiUshaldi. Hús- mæður segjast margar hafa einfald- lega lært aö nýta hráefniö betur og skapa meiri tilbreytnií matargerðúr kannski sama hráefninu. Dauflegar verslunarskreytingar VöruúrvaUö í hinum aimennu verslunum er þó ekkert til þess aö hrópa húrra fyrir og skreytingar í verslunargluggum og útstilUngar veröa afar fátæklegar í viömiöun viö jólaglansinn á Vesturlöndum. ÍJtlendingur sem hefur veriö svo for- sjáll aö hafa meö sér kvenmanns- buxur, buxnadress eöa gallafatnað, fær ákafar móttökur í Varsjá. Ein fataverslunin átti til hundruð tegunda hálsbinda fyrir karlmenn, en enga sokka, svo að dæmi sé tekið. I gamla borgarhlutanum eru búðarholur einkakaupmanna og þar eru á boöstólum siUurskartgripir og gjafavörur, ef einhver hefur efni á því aö gefa sUkar gjafir. En maður, sem ráfaöi innan um plastmuni einnar ríkisverslunarinnar, heyröist tauta fyrir munni sér: „Hér hef ég þrammaö um í tvær klukkustundir og enn ekki séö neitt, sem ég vildi gefa konuminni íjólagjöf.” Viö eina verslunina, sem haföi sígaunapUs á boöstólum, virtist biö- röðin endalaus. Pólverjar eru smekkmenn í klæöaburöi og mundu margir láta sig fremur skorta í mat, en neita sér um aö geta klætt sig upp.Þeir segja, aö komnir í betri föt- in, ööUst þeir nýja vellíöan. Hógværar jólaóskir Ekki er þaö vandfýsnin eöa kröfu- harkan, sem torveldar þeim leitina aö jólagjöfum. Aöspurðir hvers þeir óska sér helst í jólagjöf, vilja flestir eitthvaö „praktískt”. En í leit aö gjöf handa öörum, þá er svariö oftast: „Eitthvaö ékki dýrt. Rétt til að sýna að maður man eftir viðkom- andi.” Þeir hafa lengi sagt að jólin séu fyrst og fremst hátíð kaupmannsins meö hliðsjón af öllum matar- og jóla- gjafainnkaupum fólks víöast á byggöu bóU. Og aldrei er vörufram- boöiö meira í verslunum. Þessi skilgreining á aöfarar- dögum jólahátíðarinnar á samt ekki við Varsjárbúa, sem eiga nú sín önnur jól undir herlagastjórninni, né aöra Pólverja, og vantar þá þó ekki fremur en aöra vUjann til þess aö gleðja sitt vandafólk með einhverju smávegis. Og mikið er lagt á sig tU þess að gera sér og öörum dagamun. Eftir margra stunda biöraöir og troöning veröa margar pólskar konur aö grípa til þess aö gefa körlum sínum hálsbindi í jólagjöf, því aö þau eru fáanleg í hundruöum tegunda. Karlmannasokkar sjást hinsvegar ekki í búöum í Varsjá. Skriðdrekar spilltu jólagleðinni I desember í fyrra þegar skriö- drekar skröltu um stræti eftir inn- leiðingu herlaga voru Pólverjar of miður sín af stórtíöindunum til þess aö láta sig jólainnkaup miklu skipta. — Núna þegar boöaö hefur veriö, aö herlögum skuli aflétt (aö hluta) 31. desember og dagfar manna stefnir í eðlilegar skoröur að nýju, þá er krökkt af fólki á kreiki um aöalstræti höfuöborgarinnar. Pólverjar komust aldrei i fullkomið jólaskap i fyrra, flestir i uppnámi eftir innleiðingu herlaga og bann við starfsemi hinna óháðu verkalýðsfélaga. Fór þá Htið fyrir jólainnkaupum með skröHandi skriðdreka á helstu strœtum og vopnaða hermenn og öryggislögreglu á hverju horni. Þrátt fyrir aö vöruframboö hafi ögn lagast á síðustu mánuðum, einkanlega þá matvörur, þá eru jóla- innkaupin óskemmtilegur starfi hjá Pólverjum. Flestar matvörur eru skammtaðar, nema helst brauö og kökur, og sama má segja um skó- fatnað, vindlinga og áfengi. Langar biöraöir sniglast fyrir verslunarhornin, en margur eyðir þar löngum tíma til litils annars en koma aö lítt gimilegum búöarhilium, ef þær hafa þá ekki alveg veriö tæmdar. — Einn námsmaöur sagöi við fréttamann Reuters, sem var á ferli í jólaösinni í Varsjá í vikunni: „Þegar rööin loks kemur aö mér, finn ég aldrei neitt, sem mér líkar.” — Hann- var aö leita aö jólagjöf handa vinstúlku sinni. Minni efni En vöruskorturinn er ekki eina vandamáUö. Verölag hefur snar- hækkaö á þessu ári. Pólverjar vom vanir því aö hafa meira af peningum tU aö verja í innkaup en tækifærum til þess aö eyða þeim. Nú brennur þeim meir í muna spumingin: Hef ég efniáþví? Þetta ár, sem herlögin hafa verið í gUdi og Wojciech Jaruzelski hers- höföingi hefur reynt aö lagfæra stööu efnahagslifsins meö ströngum spamaöaraögeröum, hefur vöruverö hækkaö um aUt aö fjögur hundruð prósent. Laun hafa einnig hækkaö á sama tíma, en ekkert þó í námunda viö verðlagið. Enda segjast margir ganga á sparifé sitt til þess aö reyna að ná endum saman í f ramfærslunni. Reuterfréttamaöurinn rakst á eldri konu, komna á eUUaun, sem var aö versla á einkamarkaðnum svo- nefnda, þar sem eru á boðstólum ferskari og betri landbúnaðarvörur en í ríkisverslunum. Hún var aö velta á mUli handanna osthleif, sem kosta átti 36 krónur. — „Hann kostar aöeins 16 krónur í ríkisbúöinni. Eg hefði þó heldur viljað þennan, en hef ekki efni á því,” sagöi konan. EHilífeyrisþegi í PóUandi fær um 730 krónur á mánuöi, á meðan verk- smiðjustarfsmaöur hefur um 2000 króna mánaöartekjur og kennarinn lOOOkrónur. Hinir kaþólsku Pólverjar eru kirkjuræknir i betra lagi og við hátiðarmessurnar fyllast nær allar kirkjur. Matvöruúrvalið þykir best á einkamarkaðnum, en verðlagið er þar um leið helmingi hærra og efnin hrökkva skammt eftir allt að 400% verðhækkanir á árinu. Uflegri jól þetta áriö í Póllandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.