Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. Verður Bæ jarútgerð Haf narf jarðar lokað? „Getum ekki staöið v«ð skuldbindingar" — segir Björn Ólafsson framkvæmdast jóri Uppsagnir vofa nú yfir 150 starfs- mönnum í frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnarf jarðar. Undirmönnum á tog- urum BUH, 35 manns, hefur þegar verið sagt uppstörfum frá 28. desem- ber og starfsfólki í frystihúsi hefur veriö greint frá að svo kunni að fara að kauptryggingu þess verði sagt upp 27. desember og komi uppsagn- irnar til framkvæmda 4. janúar. Björn Olafsson framkvæmdastjóri BUH sagði í samtali viö DV að út- gerðarráö hefði komiö saman 17. desember og orðið ásátt um aö ekki væri grundvöllur fyrir útgerö togar- anna, Apríl, Maí og Júní, viö óbreytt- ar aöstæður. Fram til þessa heföi togurunum verið haldið úti í trausti þess að skuldbreytingin myndi bæta fjárhagsstööu fyrirtækisins en nú sé ljóst að þærráðstafanir komi fyrir- tækinu að takmörkuðu gagni. Því hafi verið ákveðið aö leggja togurun- um. Lausaskuldir BUH nema nú um 20 milljónum króna og skuldbreytingin hafði ekki áhrif á þær nema aö tak- mörkuðu leyti. En það sem réöi úr- slitum væri að oliukostnaðurinn væri orðinn um 50% af aflaverömæti. Þeg- ar svo væri komið væri ekki hægt að halda áfram, sagði Bjöm. Nefndi hann sem dæmi aö togarinn Apríl heföi komið inn í fyrradag með 85 tonna afla þar sem uppistaðan var þorskur. Aflaverðmætið væri um 500þúsund en olíukostnaður í túmum hefði verið um 260 þúsund. Þegar svo launakostnaöur upp á 200 þúsund. hefði verið greiddur væri lítið eftir til skiptanna. Hans Einarsson trúnaöarmaður í frystihúsi Bæjarútgeröarinnar sagöi að starfsfólk byggist við því aö fyrir- tækinu yröi lokað í janúar, þótt það væri oröið vant uppsögnum. Ef upp- sagnarbréf bærust því þann 27. desember, eins og boðað hafði verið, væri það í sjötta sinn á þessu ári. Um síðustu mánaðamót var 30 manns sagt upp vinnu hjá Bæjarút- gerðinni. Sagði Hans Einarsson að ástandið væri orðið þannig að starfs- fólk vissi ekki hvort þaö héldi vinn- unni vikunni lengur eöa skemur. Sagði hann að ef fyrirtækinu yröi lokað í janúar þá myndu fæstir starfsmanna snúa aftur ef rekstur- inn hæfist á ný. „Það er auðvitaö sárt að taka svona ákvörðun, það gera allir sér ljóst hvaða afleiðingar það getur haft,” sagði Bjöm Ölafsson fram- kvæmdastjóri. ,,En þaö er takmark- aö hvað hægt er að hálda áfram svona rekstri. Hingað til höfum við getað greitt laun, en við sjáum fram á að við getum ekki lengur staöið við okkarskuldbindingar.” öEF Björn Glafsson framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarf jarðar. DV-myndir EÓ. Hans Einarsson trúnaðarmaður í f rystihúsi BUH. Fró blaöamannaf undi iðnaðarróðherra í gær. DV-mynd EÓ. Hjörleifur býður Miiller á jólaball: 1/7// ná álsamning- ifin fyrír kosningar Eftir ríkisstjómarfund á þriöjudag sendi Hjörleifur Guttormsson ráð- herra enn nýja tillögu til Alusuisse um samninga í álmálinu. Jafnframt boðaöi ráðherrann til fundar um málið í Reykjavík 28. og 29. desember, vænt- anlega meö dr. Paul Miiller, formanni framkvæmdastjórnar Alusuisse. Tillagan sem Alusuisse-menn hafa nú í höndum er sem næst samhljóöa sáttaboði ráöherrans frá 7. desember. Um gerðardóm þriggja íslenskra lög- fræðinga til þess að skera úr um ágreining í skattamálum Isal frá fyrri árum. Um hækkun orkuverðs 1. janúar úr 6,45 mill í 10 mill og 1. apríl í 12,5 mill hafi ekki þá þegar náðst fram- búðarsamningar um orkuverðið. Þá leggur ráðherrann til að þegar verði hafnir samningar um endurskoð- un orkuverðs og í fylgigögnum er vísað tU hæfilegs verðs 15—20 mill á kíló- wattstund. Einnig verði samið um önn- ur atriði, skattgreiðslureglur, endur- skoðunarákvæði, íslenska lögsögu, að- gang að bókhaldi Isal, rétt ríkisins til þess að eignast meirihluta í fyrir- tækinu, byggingu rafskautaverk- smiöju, óskir Alusuisse um stækkun ál- versins og heimild til að selja 50% hlutabréfa í Isal. I tillögunni er undirstrikað að aöilar stefni að samningslokum fy rir 1. apríl. Svo sem kunnugt er hefur aprílmán- uður oftast veriö til nefndur sem kosn- ingamánuður. HERB Þvfmiður! Við verðum að framlengja skílafrestinn í samkeppni Víðis h/f Vegna veðráttunnar, ófærðar og ítrekaðra. til- mæla utan af landsbyggðinni höfum við ákveðið að veita öllum, sem vilja taka þátt í samkeppninni um „besta nafnið" á nýju húsgögnin frá Víði, frest til að skila tillögum sínum fram til áramóta. Dómnefnd mun því skila áliti sínu á þrettándanum Skoðið húsgögnin hjá: Verslun Siguröar Pálmasonar Hvammstanga Bjarg Akranesi Húsprýöi Borgarnesi Húsiö Stykkishólmi Sería ísafiröi Ósabær Blönduósi Bólsturgerðin Siglufiröi Duus Keflavík Trésmiöjan Víöir Síöumúli 23 Augsýn Akureyri Bílar og búslóö Húsavík Versl.f. Austurlands Egilsstööum Kjörhúsgögn Selfossi Húsgagnaversl. Reynisstaöir Vestmannaeyjum J.L. Húsiö Reykjavík Hátún Sauðárkrókur Valhúsgögn Reykjavík Húsgagnaverslun Cuðmundar Smiöjuvegur 2 Sendið síðan tillögur um nafn til Trésmiðjunnar Víðis h/f, Pósthólf 209,200 kópavogi fyrir 31. des- ember n.k. Trésmiójan VÍÐIR Lögreglan verður með hertar aðgerðir ó Þorláksmessu gagnvart þeim bil- stjórum sem leggja ólöglega og eru stórhættulegir i mörgum tilvikum. Auk þess tefja þeir alla umferð. Mun lög- reglan ekki hika við að flytja bilana í burtu með kranabilum. DV-mynd GVA Lögreglan með tvo kranabíla — hertar aögerdir gegn ólöglegum bílstjórum „Það hefur mikið borið á því í jóla- umferðinni, aö ökumenn leggi bif- reiðum ólöglega og í mörgum tilvikum stórhættulega. Til dæmis þannig að afturendi bifreiðanna skagar langt út í akbrautina. Oft er þessum bifreiðum lagt á þennan hátt þar sem snjóhrygg- ir eru á akbrautum sem gera það að verkum að ökumenn komast ekki yfir þá og hefur þetta leitt til árekstra,” sagði Oskar Olason yfirlögregluþjónn er DV innti hann frétta af jólaumferð- inni. Oskar sagði ennfremur að lögreglan hefði verið síðastliðinn laugardag meö kranabifreið í sinni þjónustu og hefðu nokkrar bifreiöir verið fluttar að lög- reglustööinni við Hverfisgötu. Flutn- ingurinn kostaöi 350 krónur og sektin sjálf væri ekki undir 150 krónum þann- ig að ökumenn yrðu að greiða aö minnsta kosti 500 krónur þegar þeir næðu í bifreiðir sínar. „Nú á Þorláksmessu nær jólaum- ferðin hámarki að venju,” sagði Osk- ar. „Lögregian verður þá með tvær kranabifreiðir í sinni þjónustu sem flytja burtu bifreiðir sem er ólöglega lagt. Lögreglan vill vekja athygli öku- manna á þessum aðgerðum og um leið láta í ljós þá ósk að kranabifreiðirnar verði verkefnalausar. Ef svo fer að fjarlægja þarf bifreiðir geta ökumenn vitjaö þeirra á lögreglustöðina við Hverfisgötu,” sagði Oskar aö lokum. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.