Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 25
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. i 29 Menning Menning Menning Eitur — meira eitur Viktor Arnar Ingólfsson: HEITUR SNJÓR Skáldsaga Bókaútgáfan örn og örlygur 1982.145 bls. íslenskar skemmtisögur fjalla aðal- lega um ástir og tilfinningalíf, aftur á móti er fátt um spennu- og sakamála- sögur. Kann að stafa að einhverju leyti af því að um sakamál, glæpi og refs- ingar hefur löngum verið nóg lesefni að hafa á sviði þjóölegs fróðleiks, alþýölegra sagnaþátta sem notið hafa og njóta mikilla vinsælda, og auðvitað skarast með ýmsu móti við aðra sagnaskemmtan. Þar er einnig og ekki síður f jallað um allskonar söguleg til- finningamál. Bágt aö sjá að ekki ætti að vera svigrúm á markaðnum fyrir innlendar spennusögur ásamt með öllum þeim aðfengnu og illa þýddu reyfurum sem hér ganga ár eftir ár. Eins og lika gerist um ástarsögur. Að vísu falla alltaf öðru hverju til innlendar sakamálasögur, ein og ein, líkast til orðið langt síöan sú fýrsta kom fram, og fer heldur fjölgandi með árunum. En ástar- og tilfinningasagan er í aðalatriðum sinum sprottin úr inn- lendum jarðvegi, þótt auðvitað komi fram í henni ýmiskonar erlend áhrif eins og í öörum bókmenntum, hún býr að innlendri frásagnarhefð og hefð- bundnum frásagnarefnum. Sá vísir aö sakamálasögum sem hér hefur komið fram er á hinn bóginn að öllu leyti af erlendri rót. Hver og ein íslensk sakamálasaga það undirrót ógæfunnar að íslenskur leiksveinn eða „playboy” — hann er „blankur smábissnesmaður meðalltof dýran smekk,” segir sagan — hefur með einhverjum hætti komist inn í eiturlyfjaverslun erlendis og verður einn af mörgum milliliðum á leiö eitursins af ekrum bænda í Sýrlandi á götumarkað í New York. Það er helst að skilja að hann hafi einhvers konar antíkverslun að yfirskini. Nú vill þaö til að upp kemst um viðskiptamann Arnþórs, Islendings i New York, og til að bjarga sínu skinni tekur hann þann kost að fórna lögregl- unni þessum kaupanaut sem er að vísu nánast smásali á við þá reglulega stóru í bransanum. Arnþór hefur allan vara á sér og sleppur sjálfur úr þessum háska. En þar með er úti um amerísku viðskiptin enda kjarkur hans þrotinn að reyna þar fyrir sér á ný. I millitíö hefur hann vanrækt sína eigin- legu kaupsýslu, hver sem hún var, og er nú ekki annað til ráða en koma heróíninu í verð innanlands. Og líöur þá ekki á löngu uns það er komið í götusölu í Reykjavík. Jafnframt þessu fer annarri sögu fram: lýst er unglingagengi í Reykja- vík, krökkum í efstu bekkjum grunn- skóla, sem eru að prófa sig áfram með sukk og svall og smávegis óknytti. Það eru auðvitað þau sem verða fyrstu fórnardýr eitursins. Byggist nú spenna upp í sögunni um framgang eiturlyfja- sölunnar, afdrif krakkanna, vaxandi nota. Þótt það sé hyggilega ráðið aö lýsa fulltrúum laga og réttar, sem jafnharðan verða málsvarar okkar les- enda í sögunni, sem hversdagslegu fólki í sinu starfi, hefði nauösynlega þurft meiri lit og lif í lýsingu þeirra til að gera ljós þau gildi hversdagslegrar farsældar og heilbrigði sem þau standa fyrir. Aftur á móti er sögunni íþyngt með köflum af óþörfum f róðleik um upptök, meðferð, notkun, áhrif heróíins. Og skiljanleg samúð hennar með krökk- unum sem ánetjast eitrinu leiðir af sér óttalega tilfinningasemi í lýsingu þeirra. Þetta eru blessuð börn, satt er það, en þau fara samt sem áður með ránum og misþyrmingum um götur bæjarins mánuðum saman áður en tekst að stöðva þau. I sögunni er það strangt tekið mesta bölið að Hulda litla er tilneydd að selja sig til að afla sér eiturs. Heitur snjór er að sönnu litiö meira en æfing. En Viktor Arnar Ingólfsson hefur vissulega komið sér niður á not- hæft söguefni. Með aukinni ástundun, vaxandi valdi á íþróttinni að segja sögu, virðist alls ekki ólíklegt að hann gæti samið velvirkar spennudögur úr reykvískri samtíö. felur í sér tilraun til að semja aðfengin frásagnarefni, frásagnarmynstur að innlendum staðháttum og hefur það, vægt sagt, tekist misjafnlega að fá slík dæmi til að ganga upp. En kannski partur skýringar á því hvers vegna innlend spennusaga hefur ekki orðið til sem sérstök bókmenntagrein í líkingu — við okkar þjóðlegu ástarsögur sé fólginn í þessum kringumstæðum: samfélag okkar hafi til skamms tíma verið of einfalt í sniðum, auðvelt yfir- sjónar til að auðið væri að semja rétt- nefndum spénnusögum það yfirskin raunsæis, veruleikalíkingu sem slíkar sögur þurfa á að halda til að þær takist. En þetta kann að vera að breytast eins og fleira með breyttum þjóðfélagsháttum í landi. Viktor Arnar Ingólfsson er ungur höfundur sem i seinni tíð spreytir sig á spennusögum. Hann semur sig eins og vera ber að erlendum og alþjóðlegum fyrirmyndum bæði um frásagnarefni og frásagnaraðferöir, setur niður hér á landi sakarefni sem gerast við alþjóð- legt baksvið og eru raunar sem slík auöþekkt úr fréttum. Fyrri saga hans, Dauðasök, sem út kom fyrir nokkrum árum, greindi frá viðureign við flokk þýskra hryöjuverkamanna sem um síðir var yfirstiginn á Reykjavíkur- flugvelli, og olli því á meðal annars innlent hugvit. Nýja saga Viktors gerist við baksvið alþjóðlegrar eitur- lyfjaverslunar og lýsir því hvemig heróín berst inn á íslenskan vímu- markað. Söguefnin eru sem sé vel til fundin og uppistöður atburöanna, plottin sjálf í sögum Viktors Amars sumpart hugvit- samlega af hendi leyst. Þó held ég honum haf i f arið f ram aö þessu og öðru leyti í Heitum snjó. Atburðarásin var svo langsótt að örðugt var að henda reiður á henni í Dauðasök, hvað þá muna að sögu lokinni. I nýju sögunni er Tónlist og sögur með leikhljóðum heima í stofu! 2 snældur með skemmtilegu barnaefni, sem Heiðdís Norðfjörð hefur samið og einnig séð um flutning á. aðeins kr. 255.- (tvær snældur fyrir sama verð og ein venjuleg) HEILDSÖLUDREIFING: SKÍFAN Laugavegi 33 Sími 11508 gmnsemd lögreglunnar um hvað á seyði sé í bænum. Hvernig þetta fer? Það fer bæði vel og illa. Illa fer fyrir krökkunum og verst fyrir Huldu sem mestrar athygli og samúðar nýtur í klíkunni. Aftur á móti er eiturlyfja- salan stöðvuð og Arnþór bófi handsam- aður um síðir — sumpart af árvekni Agnars fíkniefnalöggu, sumpart af ráðsnilld Matthildar laganema sem vann í afleysingum hjá rannsóknar- lögreglunni og sumpart af heppni Jóns lögregluþjóns sem gómar bófann sjálfan. I sögulok hefur heróínhásk- anum verið útrýmt — í þetta sinn. En hitt er ljóst af sögunni að allar kringumstæður bjóða honum heim á ný.Hvenærsemer. Bókmenntir ÓlafurJónsson Það er nú vísast að þessar atburða- rásir stæðust illa nána skoðun. Látum svo vera: þannig er um fleiri sögur. Eiginlega verður það ólíkindalegast að jafnráðugur maður og Arnþór er að öðru leyti í sögunni skuli þurfa á forlegnum sprúttsala eins og Olafi Hrútssyni, Lamba, að halda til að koma vöru sinni í verð. Lambi karlinn er svartur skúrkur en eini eiginlegi bófi sögunnar er samt Amþór leik- sveinn. Hún hefði haft gott af miklu nánari skoðun og lýsingu hans, og þar með skýringu á undirrót hins illa í sög- unni. Viktori Ingólfssyni er að sumu leyti ekki ósýnt um aö segja frá en honum er f jarska ósýnt um mannlýs- ingar, fólkið í sögunni allt einföldustu hugsanlegar manngerðir til sinna Þetta er bara sýnishorn af NORMU fötunum, af ANELLO skónum og OUTSIDER jakkafötunum. Veturgötu 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.