Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Qupperneq 10
10 DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. Textl «g myndir: Baldur Hermannsson Kristinn sidur og kvenna- lireyfing* — samtul við Sitfurveigu í Gerði um helgar honur, hvenréttinúamanninn Pál postula og hvennahregfingu nútimans Barbara mun birtast kunna brögnumþeim sem henni unna þeim mun verða vatniðþunna að víni þegarþeim liggur á blessuð megjan Barbará. Þannig ortu íslensk skáld um meyjuna helgu Barböru til forna og kunnu margar sögur af hennar píslum og jarteinum. Þegar hermenn Danakonungs fóru eldi og sverði yfir Island og bönnuöu ákall helgra manna, þá féU minning hennar í gleymsku hér á landi, þótt hún hafi lifað góðu lífi áfram í ka- þólskum löndum. Fyrir þremur áratugum var Kristján Eld- járn að grafa í húsrúst lítUli sunnan Hafnarfjarðar, þar sem heitir KapeUa og bendir nafnið mjög tU hins forna, kristna átrúnaðar. „Rannsóknin var af einfaldasta tagi”, segir Kristján í bók sinni, Hundrað ár á þjóðminjasafni, en svo bar tU að leitarflokkurinn fann þarna í rústunum örsmáa konumynd, telgda úr gulgráum leirsteini, og var þar aftur komin tU Is- iendinga hin heUaga Barbara, mær og píslarvottur. Frásögn Kristjáns ber ÖU yfirbragð hins látlausa þokka sem var aðalsmerkí hins látna forseta og fræðimanns og hún vaktí þegar nokkra athygli. Síðar fer Sigurveig Guðmundsdóttir í Gerði í Hafnarfirði að gefa málinu gaum, enda er hún kaþólsk og kona víðlesin og sögufróð. Flutti hún útvarpserindi um heUaga Barböru og setti síðar saman ágætan ritling um sögu hennar, píslarvætti og helga dóma. Mörgum þótti mjög við hæfi að mynd hennar skyldi einmitt finnast þar sem brátt mundi rísa stórkostleg málmbræðsla, því að Barbara var löngum sérstakur verndari málmbræðslu- manna. Ragnar HaUdórsson, forstjóri ísal, befur sýnt þessum merku fomleifum ræktarsemi og stuðlað að því að þeim væri sýndur verðugur sómi. Nú stendur við KapeUuna nýtt og veg- legt Ifkneski af heUagri Barböm, smíðað eftir því sem í rústun- um fannst, að tilhlutan félags kaþólskra leikmanna. Brenna þar stundum kerti um nætur, Barböra tU dýrðar, og margir Is- lendingar víða um landið hafa heitið á hana sér tU hjálpar og liðsinnis í kröggum lífsins. Sigurveig Guðmundsdóttir er af borgfirskum ættum og skag- firskum, en fædd og uppalin í Hafnarfirði. Ung að áram snerist hún tU kaþólskar trúar og hefur á seinni árum látið sér annt um málstað Barböru meyjar. Sigurveig var formaður Kvenrétt- indasambands Islands 1968—1970 og hefur unnið á margvísleg- an hátt að hag kvenna. Gift er hún Sæmundi Jóhannessyni og á meðhonum sjöböra. „Nýtísku sagnfræðingar meöal kvenna, sem gefa sig aö kvennasögu og kvenfrelsi, eru famar aö athuga hinar fomu dýrlingasögur um helgar konur og þykjast sjá í þeim kven- mynd sem er afar frábragöin því sem konur hafa átt við aö búa á mið- öldum,” segir Sigurveig. „Þaö sem einkennir svo mjög þessar heilögu konur er hve sjálfstæöar þær era, þær gera uppreisn gegn feöravaldi og þjóö- félagi og þaö er aUs ekki aUtaf svo aö þær séu á einhvern hátt fjarstýrðar af einhverjum klerki eöa helgum manni — þær standa einar sér og alveg fyrir sínu. Tökum til dæmis sögu Katrinar frá Alexandríu, sem aö vísu er ekki alveg áreiðanleg sagnfræðilega; þar er tU þess tekið hve lærð hún var þessi unga stúlka, svo mjög aö hún getur rökrætt viö lærðustu menn borgar- innar um sínar skoðanir. Svo er þaö Tekla, sem PáU postuli skiröi tU kristni og kenndi; hún neitar aö giftast þeim manni sem fjölskyldan haföi valiö henni, strýkur aö heiman og gerist sjálfstæöur kristniboði. Þessar konur áttu oft í höggi viö sjálft ríkisvald þeirra tíma, keisara- dæmið rómverska sem var heiðiö. Sér- staklega var þaö svo á dögum Díó- kletíans. Þá hnignaði efnahag ríkisins, landslýöurinn var sáróánægöur og stjóminni var mjög í mun aö finna ein- hvern hentugan sökudólg og tóku þá tU við að ofsækja kristna menn. Reyndar veröur að viöurkenna aö kristnir menn gáfu oft tilefni meö hegðun sinni því þeir fengu þá hugmynd aö því fyrr sem þeir dæju píslarvættisdauða því betra. Réöust þeir þá aö hinum rómversku embættismönnum, játuöu fyrir þeim trú sína meö ofsa og kröföust þess aö veröa líflátnir tafarlaust. Þeir hafa valdiö nokkram óróa í þjóðfélaginu meöþessumhætti. En viövíkjandi stööu konunnar á þessum tíma, þá er hún ákaflega lág. Ég get nú ekki vitnað tU hvar þaö stendur en mér er sagt aö heimspek- ingar Rómverja hafi deUt um þaö hvort konan heföi sál og Aristóteles mun hafa haldið því fram aö konan væri ófuUkominn karlmaöur og aUs ekki fuUkomin mannvera í sjálfu sér. En þetta breytist meö kristninni. Þegar Páll postuU lýsir því yfir að nú sé ekki lengur gyöingur né grikki, ekki karl né kona, heldur séum viö alUr eitt i Kristi Jesú, þá er þaö alveg stórkost- leg bylting í hugarfari. Kristnin bætir stööu kvenna og þræla alveg ólýsan- lega mikiö. Þetta fólk, sem ekki var einu sinni áUtið fullkomnir menn, þaö fær allt í einu uppreisn og því er slegiö föstu aö þaö sé guði jafii mikilvægt og aUir aðrir. En auðvitaö var enn langur vegur í jafnrétti fyrfi- landslögunum, þaö var annar handleggur. ” Pállpostuli og kvenréttindin — En nú hefur Páll löngum veriö taUnn heldur andvígur réttmdum kvenna. „Ég vil nú ekki gera Pál að jafn- miklum óvini kvenréttinda og nú er farið aö tala um. Þaö er gjarnan vitnað í Korintubréfiö þar sem hann bannar konum aö tala í samkundunni, en viö verðum aö Uta á hann á þeim tímum sem hann lifir. Hann er þama að kristna konur sem ekki voru einu sinni álitnar fullkomnar mannverar, en hann réttir hlut þeirra og er í rauninni kvenréttindamaöur og naut mjög stuðnings kvenna í trúboöi sínu. 1 fyrsta skipti sem hann leggur leiö sína tU Evrópu kemur hann til Lydíu purpurasala sem var auöug kona í Þessaloníku minnir mig. Þaö var ekkert samkomuhús fyrir hendi en hún tekur á móti honum, gerist kristin og hennar heimUi verður miöstöð boðunar Páls meöan hann er þarna. Þaö eru fleiri konur sem hann minnist á í bréfunum og virðist hafa veriö mjög vinveittur, PriscUla og aðrar og þær virðast hafa styrkt hann ekkert síöur en karlmennnirnir. En svo fer aftur að halla undan fæti meö réttindi kvenna. Ef ég fer aö vitna í höfuðrit eins og Dagligt liv i Norden, eftir Troels Lund, þá mhinist hann á þaö aö staöa kvenna hafi verið betri í kaþólskum siö en síðar varö. Hann nefnir meöal annars veislur og mann- fundi, að í kaþólskum siö hafi þaö aUt f ariö miklu siölegar og rólegar fram en eftir siðaskipti vegna þess að klerka- lýöurinn hélt meö konunum. Rudda- skapur karlmannanna fékk ekki aö vaöa eins uppi vegna samheldni kvenna og klerkalýðs. Kaþólska kirkjan var einlægt aö reyna að siðbæta mannfólkiö og þá ekki síst y fir- stéttina sem hafði ráö hinna í hendi sér. I kaþólskum siö má seg ja aö konur hafi hlýtt sínum skriftafeörum en meö lúterstrúnni og öUu því veröa þær undirgefnar gersamlega feörum sínum, eiginmönnum og jafnvel sonum — eins og verið hafði í heiöni. Svo er það þessi útvegur sem konur höfðu í kaþólskum siö, en þaö voru klaustrin. Þó aö þær væru stundum sendar í klaustur á barnsaldri, og ekki aUtaf svo sjálfviljugar, þá var þama opin leið fýrir konur á fyrri tíð. Eitt af því sem dró mig svo sterkt aö kaþólsku kirkjunni var staöa kvenna í henni þá. Ég komst í kynni við Jósefssystur í Landakoti og þar hitti ég fyrir ein- hverjar þær mikUhæfustu konur sem ég hef kynnst um ævina og ég verö aö segja að þær príorinnur sem starfað hafa hér á landi era margar hverjar merkUegustu kvenpersónur sem ég hefi nokkru sinni kynnst. Þær höföu þama algera sérstöðu. Þær unnu fyrir andlega hugsjón, voru ekki bundnar fjölskyldulífi og gátu helgaö sig henni af heilum hug. Á sinn hátt lifðu þær mjög sjálfstæöu lífi þótt þær væru lokaðar inni í klaustrum sem kallað var. Þetta kemur meðal annars fram í sögu Florence Nightingale. Hún var alveg aö æörast, þessi gáfaða yfir- stéttarstúlka, yfir því aö hún fékk engin tækifæri til þess aö láta persónu- leika sinn njóta sín í því sem hún haföi áhuga á. Hún vUdi ekki gifta sig. En hún fór í ferðalög og kynntist þá St. Vincent klaustursystrum og þeirra hjúkranarstarfi og þá fær sú hugsun hennar, að stunda hjúkrun, skýrari mynd. I löndum mótmælenda þótti hjúkrun þá óvirðulegt starf en í kaþólskum löndum naut hún viröingar vegna þessara klausturkvenna.” Kvennabarátta og fóstureyðingar — Finnst þér barátta þessara kristnu kvenna endurspeglast í baráttu kvenna við núverandi aðstæöur? „Þaö má segja aö barátta kvenna nú um stundir gegn feöravaldi, valdi eiginmanna og jafnvel rikjandi þjóð- skipulagi sé samhljóöa viö ævir þessara heUögu kvenna sem aö ööru leyti er auövitað ólficu saman aö jafna. Konur era öllu betur settar nú á tímum, ég tala nú ekki um ósköpin hér á landi. Að vísu fer lítið fyrir baráttu kvenna í ókristnum löndum og ég held mér sé óhætt að segja að þær séu frjálsari í kristnum siö en ööram trúar- brögöum. Stjómmálakonur Indlands og austur þar era undantekning frá regl- unni því yfirleitt era kjör kvenna þar herfUeg. En þaö er ekki svo gott að bera þetta saman. Það eru 1500—2000 ár siðan konur börðust fyrir trú sinni og rétti í kristnum siö en kvennabar- áttan nú er aUs ekki kristin — hún er það sem kaUa mætti vinstri sinnuð. Ég tek tU dæmis fyrstu ræöu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur þar vitnar hún ákaflega mikiö í rit og heimUdir um þaö hve mjög kirkjan hafi staöiö fyrir kúgun kvenna. Hún vitnar þar í ýmsa spekinga og náttúrlega í bréf Páls postula, sem fyrr er getið, og ég tel nú aUs ekki aö skipi honum sjálfkrafa í flokk andstæöinga kvenréttinda. Kvenréttindahreyfingin var í fyrstu á margan hátt frekar andkirkjuleg og þær konur sem unnu aö henni þá voru yfirleitt ekki trúaöar. En þama verö ég náttúrlega um leiö aö taka undan Olafíu Jóhannsdóttur sem er einhver mesta trúarhetja meöal kvenna sem viö höfumátt. En ég held aö kirkjumar, bæöi heimskirkjan og mótmælendakirkj- urnar, séu aö reyna aö stokka upp sín spU, endumýja hjá sér marga hluti og losna viö ýmsa fordóma sem þær voru aö dragnast meö. Ég held ekki aö konur þurfi núoröiö að óttast kirkjuna sem andstæöing, síöurensvo.” — Nú snýst kvennabaráttan ekki lengur um launakjör og jafnrétti fyrir lögum heldur atriöi eins og fóstur- eyöingar og veröum viö ekki að telja þær frekar ókristUegtathæfi? „Jú, mér finnst fóstureyðing hörmu- legt úrræöi og lít á hana sem líflát. Off jölgun mannkyns er auövitaö mikiö vandamál en aö taka þaö úrræði aö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.