Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Qupperneq 12
12 DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. Meðfram norðurströnd Afríku rísa háir fjallgarðar og þegar þessi mynd var tekin (i nóvembermánuði i fyrrai snjóaði þar lítillega i fjöll öllum tH undrunar. Það orsakaði meðal annars miklar umferðartafir og truflanir á næstu vegarslóðum. Þetta landslag mætti nefna ,,Sprengisand" Sahara, en hásléttur sem þessar i um þrjú þúsund metra hæð yfir sjó má finna norðarlega i Sahara. Dæmigerð Saharasýnl Sólþurrkað hræ af kameldýri sem gefið hefur upp öndina á leið sinni um Sahara. Vindsorfinn sandsteinn. Þessar súlur eru um fjörutiu metrar að hæð og nokkrir metrar i þvermál. Þær má meðal annars finna i fjallgörðunum miklu inni i miðri Sahara. Þegar minnst er á Sahara koma flestum í hug endalausar víðáttur, þaktar lífssnauðum sandi. Og þessi hugmynd fólks um stærstu eyðimörk heims á við nokkur rök að styðjast. Sahara er gífurlegt landflæmi sem þekur mestan hluta Norður-Afríku. Hún er stærri að flatarmáli en öll Evrópa. En þrátt fyrir miklar sandauðnir væri rangt að segja að Sahara væri líf- laus. Þar ber margt fleira fyrir augu en sandbreiður og vindskafna hóla. Margbreytilegar vinjar og hrikalegir f jallgarðar skera sig inn í auðnina. Og í skjóli þeirra býr fólk sem annaðhvort flakkar um slétturnar sem hirðingjar eða hefur fasta búsetu í borgum og þorpum. Olafur Guðmundsson bílaáhuga- maöur átti þess kost aö kynnast litlum hluta af Sahara er hann fylgdist með safari-ralli um eyðimörkina í nóvem- bermánuði í haust. Hann ætlar að segja okkur dálitiö um auönina í eftir- farandi grein, auk þess sem lesendum gefst kostur á aö lifa sig inn i ferö hans með hjálp nokkurra litmynda sem hann tók í leiðangrinum. Það er ekki af litillæti að Olafur seg- ist aöeins hafa séð smábrot af Sahara. Vegalengdirnar sem þarf að fara til að virða hana alla fyrir sér eru það stór- kostlegar að líkja má við ævistarf eins manns. Sá spölur sem Olafur leit á tveggja vikna akstri frá Miðjarðarhafi suður um eyöimörkina telst til að mynda fjórum sinnum lengri en lengd lslands eöa álika og loftlínan frá Reykjavík til Parísar. Og allan þann tíma var ekið innan landamæra eins og sama ríkisins, Alsírs, en það er líka næststærsta ríki Afríku, rúmlega tvær milljónirferkílómetra að stærð. Nyrst er landiö gróið og er þar stundaöur landbúnaöur. En þegar sunnar dregur skiptir landið algjör- lega um svip og fólkið og lífsskilyrðin breytast einnig. Á norðurströndinni búa aðallega arabar og innflytjendur frá Evrópu, en þegar suður undir jaðar Sahara er komiö taka við negrar og þjóðflokkar þeirra. Munur á fólki ræðst þó ekki aðeins af landsvæðum heldur ekki síður af því hvort það hefur fasta búsetu í borgum eða lifir flökku- lífi hirðingjans á sandsléttunum. I þéttbýlinu eru lífshættir fólksins svipaðir því sem við höfum kynnst í öðrum arabaríkjum. Til dæmis ganga konur með blæjur fyrir andliti. Þær eru sjaldséöar á götum úti, verja deg- inum aö nær öllum hluta heima við uppeldi bama og matargerð. Meðal hirðingja í eyðimörkinni eru konurnar hins vegar mun frjálsari og bilið milli þeirra og karlanna er mun minna en þekkist í borgunum. Þær þurfa heldur ekki að hylja andlit sitt slæöum eins og kynsystur þeirra í þéttbýlinu og starfa úti við nokkuö til jafns við karlmenn- ina. A meöan þær sinna döölurækt sjá karlarnir um kvikféð. Þrátt fyrir hr jóstrugt land og aö þvi er virðist lítt gjöfula gróöurmold er fátækt hverfandi lítil hjá eyðimerkur- fólkinu. Yfirleitt hefur það nóg í sig og á, þó lífsmunaður þess sé vissulega í engu samræmi við þaö sem tíðkast hjá Vesturlandabúum. Lífsskilyrðin, að- stæður og umhverfi til búsetu em líka allt önnur og ólík því sem við eigum að venjast. Hirðingjamir ferðast frá einum staö til annars, yfirleitt um fimmtiu saman í hóp og stefnan er jafnan tekin á næsta vatnsból — næstu vin — þar sem hægt er að brynna kameldýrum og kvikfénaði, svo sem kindum og geitum. Þar er einföldum strákofum slegið upp, íverustöðum sem eru til þess eins gerðir að sofa í, í skjóli fyrirsandfokinæturinnar. Þegar tíminn kallar er reyrinn í útveggjum kofanna svo bundinn saman og kippumar lagðar á bak kamel- dýranna. Síöan er haldið að næsta vatnsbóli, yfir lífssnauðar sandbreiður og ekki áð fyrr en sést í vin og græna grastoppa. Oðru lífsmynstri en endalausu flakki milli vinja hefur eyöimerkur- fólkið ekki kynnst. Það er því í blóð borið og tölt á kameldýrum milli áfangastaða er því jafnsjálfsagt og okkur að ferðast með strætisvögnum frá einu hverfi til annars. Áður var sagt að fólkið í Sahara væri mismunandi eftir því hvort það byggi í borgum eða úti á sléttunni. Innbyrðis er eyðimörkin sjálf jafnólík og fólkið sem hana gistir. Þrátt fyrir þessa dauðlegu nafngift, eyðimörit, spannar það landsvæöi sem ne&it er Sahara raunar mest allt litróf náttúm og landslags. Nyrst í fjallgörðunum við strendur Miðjarðarhafs má sjá landslag á borö við það sem við eigum að venjast á Islandi. Þar gætir hárra fjalla og vind- barinna fjallgaröa sem skomir eru sundur af djúpum dölum. Graslendi er þó nokkuö, en líkt og á Islandi finnast þar fá tré. Þegar sunnar er farið taka við há-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.