Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. 15 # WBA 1982—1983. Aftari röð frá vinstri: Cyrille Regis, Martin Joi, Peter Eastoe, Brend- on Batson, Tony Godden, Mark Grew, Martyn Bennett, Derek Monaghan, Ally Brown, Ally Robertson og Richard Roberts sjúkraþjálfari. Fremri röð: Barry Cowdrill, Derek Statham, Alan Webb, Gary Owen, Steve McKenzie, Ron Wylie, framkvæmdastjóri, Clive Whitehead, Nicky Cross, Romeo Zondervan og David Mills. laginu þegar hann hefur fariö aö sýna stórleiki með liðinu. Hefur leik- iö 370 deildarleiki fyrir Leicester City og West Bromwich Albion. CyrilleRegis (England) Miðframherji, hóf feril sinn hjá ut- andeildarliðinuHayes, þarsem West Bromvvich festi kaup á honum, og vakti hann strax mikla athygli enda sterkur miðframherji. Hefur ekki náð að sýna sitt rétta form nú í haust og missti því sæti sitt í enska lands- liöinu. Hefurleikið 185 deildarleiki. Gary Owen Sóknartengiliður, hóf feril sinn hjá Manchester City þar sem hann vann sér fljótt sæti í aöalliöi en var síðan óvænt seldur frá félaginu þegar Mal- colm Allison var þar við stjómvölinn og keypti þá West Bromwich hann fyrir 350.000 pund og hefur hann ávallt verið meðal bestu leikmanna liðsins síðan. Hefur leikið 225 deild- arleiki fyrir Manchester City og West Bromwich Albion. Clive Whitehead Sóknartengiliður eða bakvörður, hóf ferl sinn hjá Bristol City, sem hann lék með í nálægt tíu ár eða þar til West Bromwich festi kaup á hon- um síðasta keppnistímabil. Hefur leikið 250 deildarleiki fyrir Bristol City og West Bromwich Albion. Aðrir leikmenn Mark Grew Varamarkvœ-ður, kemur úr ungl- ingaliðinu og var aðalmarkvörður liðsins allt síðasta keppnistímabil en hefur nú misst stöðu sína þar. Hefur leikið 37 deildarleiki. WBA • Stjórnarformaður: — F.A. Millichip. • Framkvæmdastjóri: — RonWylie. • Fyrirliði: — JohnWile. ÁRANGUR • Englandsmeistarar: 1919—20, í öðru saeti 1924—25 og 1953— 54. • 2. deildar meistarar: 1901—02,1910—11, í Öðru sæti 1930— 1931 Og 1948-49. • Bikarmcistarar: 1888,1892,1931,1954,1968, í öðru sæti 1886, 1887,1895,1912,1935. • Deildarbikarmeistarar: 1965—66, í öðru sæti 1966—67 og 1969-70. • Evrópukeppnir sem liðið hef ur tekið þátt í: • Evrópukeppnibikarhafa: 1968—69. • Borgarkeppni Evrópu: (Keppni sem UEFA Cup kom í stað- inn fyrir) 1966—67. • UEFA CUP: 1978-79,1979-80 og 1981-82. • Stærsti sigur: 12—0 gegn Darwen í 1. deild 4. apríl 1892. • Stærsti ósigur: 3—10 gegn Stoke City í 1. deild 4. febrúar 1937. • Flest stig: 60 í 1. deild 1919—20. • Flest deildarmörk: 105 í 2. deild 1929—30. • Flest mörk skoruð á keppnistímabili: William Richardson, 39, íl.deild 1935-36. • Flest deUdarmörk fyrir félagið: Tony Brown, 218,1963—79. • Flestir deUdarleikir fyrir félagið: Tony Brown, 574,1963— 80. • Flestir landsleikir: Stuart WiUiams, 33 leikir með Wales. • Markhæstu leikmenn síðustu f imm keppnistímabU: 1977— 78 — Tony Brown, 18 mörk. 1978— 79 — Alistair Brown, 18 mörk. 1979— 80 — Peter Barnes, 15 mörk. 1980— 81 — CyriUe Regis, 14 mörk. 1981— 82 — Cyrille Regis, 17 mörk. • Hæsta verð greitt fyrir leikmann: £ 748.000 pund til Manchester City fyrir Peter Barnes. • Ilæsta verð sem fengist hefur fyrir leikmann: £ 1.500.000 pund frá Manch. Utd. fyrir Brian Robson. • Framkvæmdastjórar síðan 1970: Alan Ashman, Don Howe, Johnny Giles, Ronnie Allen, Ron Atkinson, Ronnie AUen, RonWylie. John Wylie. Martyn Bennett Miðvörður, kemur úr unglingalið- inu og hefur mest leikið með liðinu þegar annar hvor hinna föstu mið- varöa hefur verið meiddur en hélt hins vegar stöðu sinni í liðinu þar til fyrir stuttu að hann missti hana til gömlukempunnar John Wile. Hefur leikiö 54 deiidarieiki. Barry Cowdrill Bakvörður, hóf feril sinn hjá utan- deildarliði Sutton Coldfield og þaðan keypti West Bromwich Albion hann og hefur hann aðallega leikið með aðalliði þegar um meiðsli er að ræða. Hefur leikið 31 deildarleik. Martin Jol. Alan Webb Bakvöröur eða miðvörður, kemur úr unglingaliði félagsins en hefur ekki náð að vinna sér sæti í liðinu. Hefur leikið 9 deildarleiki. David Mills Sóknartengiliður eða framherji, hóf feril sinn hjá Middlesbrough og var einn þeirra albesti leikmaður og var þá orðaður viö enska landsliðið, en óskaði eftir að verða seldur og keypti West Bromwich hann þá fyrir nálægt 500.000 pund, en honum hef- ur gengið afar illa að vinna sér stöðu í liðinu. Hefur leikið 378 deildarleiki Gary Owen. David Mills. fyrir Middlesbrough, Newcastle United (að láni) og West Bromwich Albion. Steve Mackenzie Miövallarspilari, hóf feril sinn hjá Crystal Palace en var keyptur til Manchester City fyrir 350.000 pund áður en hann hafði leikið deildarleik fyrir Palace. Margir muna kannski eftir markinu sem hann skoraði í bik- arúrslitaleiknum á Wembley við Tottenham árið 1981 og er þetta eitt- hvert glæsilegasta mark sem þar hefur verið skorað. Það kom því á óvart þegar hann var seldur til West Bromwich í fyrra fyrir 350.000 pund enda er hann einn af efnilegustu miö- vallarspilurum á Englandi. Hefur leikiö 102 deildarleiki fyrir Manch. City og West Bromwich. Peter Eastoe Framherji, hóf feril sinn hjá Wolverhampton Wanderes en lék fáa deildarleiki áöur en hann var seldur til Swindon Town þar sem hann lék í tvö ár áður en Queen’s Park Rangers festi kaup á honum og lék hann þar í þrjú ár áður en skipt var á honum og írska landsliðsmanninum Mickey Walsh hjá Everton. Lék hann með þeim þar til West Bromwich Albion skipti á honum og Andy King nú í sumar. Hefur leikið 278 deildarleiki fyrir Wolverhampton Wanderes, Swindon Town, Queen’s Park Rang- ers, Everton og West Bromwich. Nicky Cross Miöframherji, kemur úr unglinga- liðinu og hefur aðallega leikið meö aðalliðinu þegar um meiðsli hjá framherjum er að ræöa en lék með liöinu nú í haust þegar það gerði til- raun með að leika meö þrjá fram-1 her ja. Hefur leikið 28 deildarleiki. DerekMonaghan Framherji, kemur úr unglingaliö- inu en hefur ekki náð aö festa sæti í aðalliöinu. Hefur leikið 16 deildar- leiki. Ihmi* eru farnir frá The Hawthorns Margir leikmenn sem hafa leikið með WBA eru nú leikmenn með liðum í 1. og 2. deildarkeppninni, en þeir eru: Kevin Summerfield, Birmingham Andy King, Everton David Cross, Manchester City Asa Hartford, Manchester City Bryan Robson, Manchester United RemiMoses, Manchester United John Deehan, Norwich Joe Mayo, Cambridge David Rushbury, Carlisle Steve I.ynex, Leicester Mick Marton, Newcastle John Trewick, Newcastle

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.