Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1983. Popp Popp Popp Popp group” fyrir vikið. Enda segu- Gilmour: ,j£g skildi í fyrstu ekkert j hvaö þeir voru að fara og hugsaöi: Guð minn góður, þetta er ekki þaö sem músíkin snýst um. Eg kom beint úr hljómsveit sem hafði hermt eftir Jimi Hendrix. Breytingin var meiri- háttar kúltúrsjokk fyrir mig.” Næstu tvær plötur, More (1968) og Umma Gumma (1969) byggðu á. þeim grunni sem lagður hafði verið með SOS. Umma Gumma var live- plata og fannst mörgum sem þar vantaði eitthvað nýtt. „Það var alveg rétt. Viö áttum lítið af nýju efni. En það kom einnig til að við vorum í mjög góðu hljómleika- formi. Við vorum orðnir þriðja eftir- sóttasta live-bandið, næst á eftir Hendrix og FleetwoodMac.” Naesta breiðskifa, Atom Heart Mother (1970) hefur síðan verið talin marka upphafið að tilurð Dark Side Of The Moon (1973). Tónlistin varö enn tilraunakenndari og kórum og hljómsveitum tók að bregöa fyrir. Árið eftir kom Meddle (1971). Gilmour bendir sérstaklega á hið 23ja mínútna langa lag Echoes til að sýna að hverju stefndi á DSOTM. , JVIesta breytingin eftir Echoes var að Waters hóf aö semja texta með meiningu. Textinn í Echoes og flestum lögum þar á undan þjónaöi aðeinsmúsíkinni. Þannig má rekja hugmyndina aö Obscued By G'louds (1972) til pælinga „Mér fannst tónlistin ú Darh Side of the Moon ehhi vera nógu góó99 — M^ir Davicl (vilmour. gitarUkiksu*i l*ink Flovcl. mrdsil sinnsirs i vidtsili vi«> >lusirisin Það telst vart til hversdagslegustu tíðinda að tímarit birti löng viðtöl við með/imi Pink Floyd Þeir fjórmenningarnir eru nefnilega þekktir fyrir flest annað en má/gefni við blaðamenn. Það vakti því nokkra athygli þegar tímaritið Musician birti fyrir skömmu ítarlegt viðtal við gítarleikara sveit- arinnar, David Gilmour. Helgarpoppi hefur borist þetta viðtal í hendur og birtast hér á eftir stuttar glefsur úr þessu merkisviðtali. Við getum sagt að frumsýning kvikmyndarinnar The Wall, eftir sam- nefndu verki bassaleikarans Roger Waters á síðasta ári, sé tilefnið. Og hún er væntanleg hingað fljótlega vonum við. Upphafið aö verkinu The Wall rek- ur Gilmour aftur til hljómleika sem Pink Floyd hélt í Kanada árið 1977. Þá voru fjórmenningarnir aö kynna plötuna Animals (1977) sem laga- smiöurinn og bassaleikarinn Roger Waters hafði samið að loknum lestri á söguGeorgeOrwell, Animal Farm. „Síðan var þaö að Waters kom með helling af demo-upptökum meö enn fleiri hugmyndum. Og við fórum í stúdíóið meö upptökumanninum Bob Ezrin. Hugmyndin sem Waters gekk með í kollinum var svo yfirgripsmik- il að við áttum í erfiðleikum með að troða efninu á tvær plötur. Og að auki hafði okkur ekki gefist tóm til að slípa efnið til á tónleikum, öfugt til dæmis við Dark Side Of The Moon (1973). Það var líka kaiuiski stærsti munurinn á þessum plötum; DSOTM varð til á hljómleikum, en The Wall algerlega í stúdíóinu. — Við byrjuðum á þeim lögum sem okkur þóttu bitastæðust og mörgum hugmyndum köstuöum við í ruslafötuna. Waters og Ezrin eyddu miklum tíma í að koma söguþræðinum á hreint; stytta hann og gera hnitmið- aðri. Og eftir því sem viö veltum lög- unum meira fyrir okkur, því meira efni var sent á vit ruslafötunnar. Og Waters var sendur heim til að semja ný lög og útfæra aðrar hugmyndir. Sum bestu lög plötunnar uröu ein- initt til undir slíkri pressu. Þannig unnum viö í um fjóra mánuöi að mig minnir.” Another Brick In The Wall Part 2 hét hitt lagið sem allir muna. Um það segirGilmour: „Þetta var fyrst örstutt stef með einu versi og stuttri gítarsóló. Þegar við vorum að velta laginu fy rir okkur og höfðum gert nokkrar upptökur kom okkur í hug að fá barnakór til liðs við okkur. A þeim tíma vorum við staddir í Los Angeles svo að við sendum upptökurnar til Lundúna. Þar var hóað saman hópi af strákum og þeir sungu inn allar hugsanlegar útgáfur á spólumar. Við fengum 24 útgáfur til baka sem hægt var að raða og „döbba” saman að vild. Viö vorum ekki lengi að finna það rétta.” Og almennt um lagasmíðar Pink Floyd og hæfni þeirra til að leika á hljóðfæri: „Eg get alveg sagt það hreinskiln- islega — enginn okkar f jórmenning- anna er tæknilega góður músíkant sem kann allar heimsins brellur. Og mörg laga okkar eru ósköp einföld — en tónlist er oft klædd í fallega búninga.” Svo mörg voru þau orö. Hvað fannst öðrum meðlimum Pink Floyd um The Wall-hugmynd- ina? „Okkur fannst hún öllum góð. Hvað sjálfan mig snertir, finn ég þó trauöla fyrir þeim boðskap sem þar er á stundum komiö á framfæri. Hann byggist nefnilega á lífreynslu Waters sjálfs, til dæmis þekkti hann aldrei föður sinn. Ég get raunar sagt það sama um DSOTM, Wish You Were Here og Animals. Eg er auðvit- að í stórum dráttum sammála flestu því sem þama kemur fram en mundi varla mála veruleikann í svo sterkumlitum.” I kjölfar plötunnar tvöföldu, The Wall, hélt Pink Floyd í einhverja mest umræddu hljómleikaför síðustu ára. Aðsóknin var gifurleg og sjónar- spilið sem næst ósvikið; fyrir hvern konsert reisti fjöldi iðnaðarmanna heljarmikinn steinvegg á sviðinu sem í lokin var á táknrænan hátt brotinn niður, þyrlur og flugvélar lögðu til ósvikin leikhljóð, gríðar- stórar og óhemjudýrar brúöur full- komnuðu myndina. Lýsingarorðið „óhemjudýrt” átti raunar við allt sem sýningunum viðkom. Stjóm- andi hennar og hönnuður var enginn annar en sá sem hér er rætt við, David Gilmour. Nóg um The Wall að sinni. Hverfum aftur í tímann. I upphafi var náungi nefndur Syd Barrett. Sumir segja hann hafa verið efni í snilling — en snilligáfuna sótti hann í dóp og pillur. Þótt hann væri höfuö og herðar Pink Floyd í upphafi var hann svo langt leiddur þegar árið 1968 að arkitektúrnemamir Waters, Rick Wright og Nick Mason ákváðu að losa sig viö hann. Æskufélaga Barretts frá Cambridge, Gilmour, var boðið plássið. Áður hafði fyrsta plata Pink Floyd komið út, Piper At The Gate Of Dawn (1967). Önnur platan var í burðar- liðnum. Gilmour var nýkominn frá Frakklandi þar sem hann haföi verið í músík en unnið fyrir sér sem karl- fyrirsæta. „Eg þáði boðið frá Pink Floyd vegna draumsins um frægð og frama og ekki síður vegna stelpn- anna.” Um þetta leyti gekk þó flest á afturfótunum hjá Pink Floyd. Syd var búinn að vera og lagasmíðin gekk ekki upp. Aukinheldur áttu þeir í brasi við umboðsmanninn og plötu- fyrirtækiö. Þegar önnur platan Saucerful Of Secrets (1968) kom breyttist allt í einni svipan. Hún sýndi að það var líf eftir Syd. Tónlistin var öðruvísi — poppið vék fyrir instrú- mental pælingum — löngum, rólegum verkum. Uppbygging SOS var hnitmiðuö — allt myndaði eina heild enda arkitektúmemar að verki. „Efnið á plötunni var eiginlega að miklu leyti samið með blýanti, blaöi og teikningum — svona á þetta að vera hér og svona þar og teikning- unnivarsíöan breytt ítóna.” Músikin þótti óvenju framsækin og fékk Pink Floyd viðumefnið „space Waters um bernsku sína og þau áhrif sem fall föður hans í stríðinu hafði á hann. Sú þráhyggja kemur meöal annars mikið við sögu í kvik- myndinni.” „Inntakið í DSOTM var brjálæði lífsins og hræðslan við dauðann,” upplýsir Gilmour en heldur síðan áfram: „Mér fannst tónlistin á plötunni í fyrstu ekki nógu góö. Og það var mín skoðirn að viö reyndum á næstu plötu (Wish You Were Here) að sameina tónlistina frá Echoes og textana frá DSOTM.” Upptakan á DSOTM tók aðeins tvo til þrjá mánuði en upptökumar fóru fram með löngum hléum. Til að mynda er til „bottleg-plata” frá þessum tíma með hljómleikum sem Pink Floyd hélt í Lundúnum. „Þar lékum við efniö af DSOTM og munurinn á þeim flutningi og plöt- unni er ótrúlegur. Til dæmis er Time helmingi hægara en á plötunni. Þaö varhörmulegt.” Og Gilmour minnist þeirra breytinga sem urðu í kjölfar velgengni DSOTM: „Á hljómleikum til dæmis var breytingin ótrúleg og virkaði niður- drepandi á okkur. Við vorum vanir að spila fyrir áheyrendur sem komu til að hlusta á þaö sem við vorum að gera. En nú stóð fyrir framan okkur öskrandi krakkalýður sem vældi Money, Money allan tímann. En hlustuðu ekkert á annað. ” Það var erfitt fyrir fjórmenn- ingana að snúa aftur til stúdíósins og fylgja DSOTM eftir. Um tíma hentu þeir hinum heföbundnu hljóðfærum frá sér og tóku upp þrjú lög þar sem notast var meðal annars við gúmmí- límband, spreibrúsa, dollur og hálf- fullar vínflöskur. En eftir það gáfust þeir upp. En þeim tókst ágætlega uppmeðWish YouWereHere og 1977 kom Animals. 1979 kom loks The Wall og þessa dagana er von á The Final Cut sem geymir nokkur ný iög úr kvikmyndinni, auk eldri laga af upphaflega Veggnum. Og að lokum: hvað fannst Gilmour um pönkið og það uppátæki Jolinny Rotten aö klæöast bol með áletr- uninni „I hate Pink Floyd”? „Það brá mörgum í brún en mér kannski síst. Menn þurfa stundum að fá spark í rassinn. Eins og aðrir höfum viðgottafslíku.” -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.