Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. 23 Bandalag jafnaðarmanna, aðdragandi, stofnun, næstu skref. Vilmundur Gylfason lýsir mjótt á mununum og úr því aö þannig fór má segja aö viö höfum látið það okkur aö kenningu verða. En spurningin felur hins vegar í sér aö þetta séu fyrst og fremst persónu- legri hlutir en um er að ræöa. Þetta er á hinn bóginn grundvallarágreiningur, ekki aðeins um valdakerfiö í Alþýðu- flokknum heldur öllum fjórum flokkunum.” Vilmundarflokkur eða hugsjónasamtök? — Stofnun Bandalags jafnaðar- manna. Aödragandinn og tilkynning um sjálfskipaða miðstjórn hefur vakið spumingar um það, hvort Bandalagið sé nokkuð annað en gervi fyrir Vil- mundarflokk sem verði áður en varir fimmti flokkurínn í kerfinu. „Þettta er auövitaö f ullkomlega eðli- lega spurt. Við fórum þannig að á þess- um vikum sem við vorum að undirbúa þetta, að við auðvitað töluðum við alla þá sem við okkur vildu tala. Og menn komu hingað (i Vonarstræti 12). Þetta var ekki stór hópur en þó allmarg- ir.. .” — 20manns,100manns? „Nær seinni tölunni. Síðan gerist það, og nú erum við að spyrja um hvemig fyrsta lífið varð til, að af þess- um hópi koma 34 saman og mynda miðstjóm. Svo sé ég að flokksblöðin em að reyna að hæðast að því að þetta skuli gerast með þessum hætti og að ekki skuli vera kosið í miðstjóm. Og hverjir hefðu átt að kjósa? Þetta gerist með fullkomnu samkomuiagi og miðstjómin segir í sínum stefnudrög- um að innan tveggja ára, sem ég hygg að verði miklu skemmri tími, þá leysi hún sjálfa sig upp. Þetta er fólk sem er að reyna aö hafa áhrif á þjóðmálin með mjög ákveðnum hugmyndum eins og þeim sem ég hef þegar lýst. Og það býður auðvitað öðr-. um til samstarfs, annars vegar utan um þessar hugmyndir og hins vegar til útfærslu og þróunar, en þar er auðvit- að mjög mikið starf óunnið. Þetta fyrirkomulag á rétt á sér á meðan veriö er aö byggja upp. En ég dreg enga dul á þaö að hugmynda- fræðin heldur okkur saman að svo komnu máli. Hitt er hættan að innan tíðar veröi svona fyrirbæri að stofnun. Þá reynir náttúrulega á það hversu vökult það fólk er sem þennan leik hef- urhafið.” „Mannfyrirlitning flokksblaðanna" — Eru ekki flokksblööin að gera því skóna að uppbygging Bandalags jafnaðarmanna snúist um þig og að þú sért að safna um þig liði með aðferðum sem séu jafnvel miður lýðræðislegar? „Það er misbjóðandi í þessum mál- flutningi flokksbiaöanna: Mannfyrir- litningin. Það skipa 34 einstaklingar þessa miðstjórn. Og hvernig er hægt að komast svo að orði að einn maður hafi þetta fólk í hendi sér? Þjóðviljinn er þeirrar skoðunar eöa Morgunblaðið, að það komi engir menn fram af reisn nema Svavar Gestsson eða Geir Hallgrímsson. I þessu þjóðfé- lagi býr einfaldlega fast að fjórðungur miiljónar. Og ég verð að segja að það eru fleiri en þessir tveir menn sem kunna að koma fram af fullri reisn. Það er einfaldlega verið að segja að það fólk sem stendur að stofnun Bandalags jafnaðarmanna, sem víst nokk er ekki svokallað frægt fólk, kunni ekki aö koma fram af fullri reisn. .Og það að einn maður sé að nota sér aðra sér til persónulegs framdráttar í þessu sambandi er gersamlega úr takti við allt eöli málsins. En svona hugsa heimdellingar allra flokka. En þaö er grundvallarmunur á hugsun þeirra og þorra Islendinga, hinum almenna manni. „Þekkt nöfn hvorki betri né verri" — Fjölmiðlar leituðu lengi að þekkt- um nöfnum í slagtogi við þig. Fannst þú engin sjálfur eða hafðirðu ekki áhuga á þeim? „Drögum ekki fólk í dilka eftir ein- hverju sem blaðamenn kalla frægö. Og hvaö er frægð, er hún myndir í blöð- um?” — Líklegast hefur verið átt viö menn sem hafa tekið virkan þátt í póli- tík og verið áberandi. „Við erum með heimspeki sem er í grundvallaratriöum andvig þeirri heimspeki sem stjórnmálaflokkamir gömlu eiga sameiginlega. Leiðir ekki af sjálfu sér? Það er vitað um mig sem einstakling að ég hef verið uppreisnar- maðiír í_einum þessara flokka. Þeir sem hafa verið framarlega í hinu svo- í(allaða flokkakerfi hafa væntanlega verið þaö vegna þess að þannig hafa þeir viljað vinna. Þeir eiga þá auðvitaö heimaþar. Við erum augljóslega að þræða aörar götur. Og sú 34 manna miðstjóm sem við höfum myndað í fullkomnu sam- komulagi innan mun stærri hóps, sem stendur aö Bandalagi jafnaðarmanna nú í fyrstunni, byggir á öömm hug- myndum en þetta svokallaða fræga fólk í pólitík hér og nú gerir y firleitt. Þekktir menn úr pólitíkinni eru auðvitað ekki verri menn en aðrir, út af fyrir sig, en þeir eru heldur ekkert betri.” J „Tilbúín, en viljum meiri tíma" — Er Bandalag jafnaöarmanna til- búiö í kosningar í apríl eöa vill það vinnasértíma? „Við eram tilbúin ef svo ber undir. Þetta er þó auövitaö flókinn aðdrag- andi, ekki síst tækniiega. Og við viljum fá meiri tíma, ef hann gefst. En aðalatriðið er bara það að menn segja í svona forhertri stjórnarand- stööu, þar sem hugtökin stjórnarand- staöa og stjómarsinnar eru allt of sterkt notuð, að höfum við þolað þessa stjóm í þrjú og hálft ár og landið er ekki sokkið, þá sé ég ekki að tveir mánuðir skipti sköpum. Það er augljóst að við höfum hag af kosningum heldur síðar. Og nákvæm- lega eins og gamla flokkakerfið hefur hag af kosningum nú þegar. En við verðum samt aö líta upp fyrir þetta. Það er möguleiki að leysa hluta af eða allt stjórnarskrármálið. Er þaö nú ekki meira virði? Hlutleysi við olíusjóðinn — Er það af þessari ástæðu sem þú ætlar að hleypa oliusjóðsmálinu í gegn á Alþingi? „Nei, ég hef lýst því yfir að ég áskilji mér rétt til að flytja eða styðja breytingartillögur. En að við lokaaf- greiðslu muni ég sitja hjá, hvernig sem allt veröur í pottinn búið. Málin eru í óefni, en það væri að fara úr öskunni í eldinn ef flotinn og atvinnulífið yrði stöðvað á þessari stundu. Til úrbóta þarf kerfisbreytingu, raunar allt önnur meðul en nú eru notuö. Það bíður síns tíma, sem ég vona að sé skemmra undan en margir óttast. — En ætlarðu að sitja hjá viö af- greiðslu bráðabirgðalaganna líka, þótt það skipti orðið ekki máli eins og áður vegna orlofs Eggerts Haukdals? „Eg hef lýst andstöðu minni við þau.” Herbert Guðmundsson. AKUREYRI Starfskraftur óskast á afgreiöslu DV á Akureyri virka daga kl. 13—19 og laugardaga kl. 10—12. Uppl. hjá afgreiðslu DV Akureyri, Skipagötu 13, síma 25197 milli kl. 17 og 19. — IÞORRINNl GENGURí GARÐ Úrvals þorramatur ÞORRABAKKINN VINSÆLI á»' m &99J5 bakkinn HÓLAGARÐUR KJORBÚO. LÓUHÓLUM 2 — 6. SIMI 74100 Kaupum íslensk húsgögn Mikid úrval húsgagna í barna- og unglingaherbergi. Sendum um allt land. Góð greiðslukjör. Reykjavíkurvegi 68 Sími 54343 opið laugardaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.