Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. 5 Framkvæmdastjóri Utflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, Ulfur Sigurmundsson, ásamt Jean Moriarty, framkvæmda- stjóra Fashion Service, og Lars Nilsson frá Norðurlandadeild ullarráðsins í Gautaborg. Ullarmerki Alþjóða ullar- ráðsins sést á spjöldunum en þar eru teikningar af tiskufatnaði ásamt efuistillögum sem unninn er allt að 24 mánuðum fram í tímann. DV-myndBj.Bj. Samdráttur í útf lutningi ullarvara: Þurfum að fylgja tískunni eftir — og hafa faldsaum betri, segir tískuhönnuður f rá London Utflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur boðið hingað til lands Jean Moriarty sem er framkvæmdastjóri „Fashion Service” hjá Alþjóða ullar- ráðinu og Lars Nilsson frá Noröur- landadeild ullarráðsins í Gautaborg. Frú Moriarty hefur verið beðin að kynna sér útflutningsvörur þriggja stærstu ullarvöruútflytjenda hér og halda síðan erindi um hönnunar- þróun þessara vara. Gefur hún jafn- framt ábendingar um sterkar og veikar hliðar okkar vara á hinum ýmsu mörkuðum. Lars Nilsson kemur hingað annars vegar til aö kynnast íslenska ullariönaöinum og hins vegar til aö kynna starfsemi N orðurlandaskrifstofunnar. Jean Moriarty hefur síðastliðin tvö ár veriö stjórnandi tískuþjónust- unnar International Wool Secre- tariat sem er deild innan aðalstöövar stofnunarinnar í London. Fyrirtækið var stofnað til að þjóna þeim sem spinna, prjóna og vefa um allan heim úr hreinni ull og ullarblöndum fyrir tískuframleiðendur. Jean Moriarty er framkvæmdastjóri tískusérfræðinga sem eru einkum á þeirri línu sem snýr aö litum og lita- samsetningum, garni og efnum. Hún starfar í hugmyndabanka tískufatn- aðar fýrir karlmenn og kvenfólk, einkum í sambandi við prjónaflíkur. Samdráttur í útfíutningi á prjónaðri ullarvöru Alþjóða ullarráöiö lét gera ullar- merki til að vernda neytendur og hefur nú 27 ullarfyrirtækjum á Islandi verið gefið leyfi til að nota merkið. Skilyröin til þess eru þau að fyrirtæki skili framleiðslutölum tvisvar á ári. Jafnframt því verða þau að játast undir að vörur sem bera ullarmerkið séu framleiddar úr ull og að þaö hafi veriö athugað af hálfu ullarráösins. Tilgangurinn meö heimsókn þeirra Moriarty og Nilsson er að gefa Islendingum innsýn í hvernig unnt er aö fá ullarsöluna til að ganga betur. Samdráttur í heildarútflutningi uUarvara fyrstu ellefu mánuði ársins 1982 nemur um 50 tonnum. 1.360 tonn voru flutt út en árið áður 1.410 tonn, mestur ef samdráttur í prjónavöru úr ull. Utflutningur ullarteppa jókst hins vegar, þá einkum flutningur til Sovétríkjanna. „Breyting þarf aö verða á uUar- fatnaði ár frá ári. Þaö er hægt aö selja viðskiptavinum sams konar vörur í tvö til þrjú skipti en þá er nauðsynlegt að breyta útlitinu á ein- hvern hátt,” sagði Lars Nilsson. í samtali viö DV. „Síöastliðin 3—4 ár höfum við sett upp okkar hugmyndir á mjög aögengilegan hátt og hafa framleiö- endur kunnaö vel að meta það,” sagði Jean Moriarty. Hafði hún með- ferðis spjöld með teikningum af tískufatnaði sem unninn er aUt að 24 mánuðum fram í tímann. Við teikn- ingarnar voru litatiUögur og voru þar mildir Utir aUsráðandi. íslendingar nota ódýra hnappa á dýrar fííkur „Fólk viU almennt klæöast þægi- legum flíkum og hafa úr einhverjum nýjungum að velja. Framleiðsla á rúllukragapeysum hefur mrnnkað, skyrtuframlag aukist, svo og eftú-- spurn eftir víöum peysum,” sagði JeanMoriarty. Grófar prjónaflíkur eru það sem koma skal og eru flestar þeirra í ljósum og mildum Utum. Bók með lausum blöðum, gerð af módelfram- leiðendum, gefur ótal hugmyndú- og hafði Jean ema sUka til sýnis á blaðamannafundi. Þar gaf að Uta ótrúlegustu Utasamsetningar og nú eru það Utir á dauðum uUarhárum sem eru eftirsóknarverðastir. Þá eru það einnig frostlitU-, ljósblátt og ljós- grænt. Gult og ljóslillaö verða einnig gegnumgangandi Utir næsta vetur, svo og bleikU- og drapplitaðir tónar. Af dekkri Utum voru þar meöal annars saman grænn og rauður, einnig vínrautt og mosagrænt. „Islenskar flíkur eiga að halda fast við séreinkenni sín en hms vegar þarf að laga þær betur að tískunni hverjusinni,” sagðifrú Moriarty. Þá benti hún auk þess á að íslenskir fataframleiðendur eru gjamir á að spara smámuni erns og hnappa og fóður á dýrar fUkur. Kvað hún nauðsynlegt aö gott samræmi yrði haft þar á miUi. Vandaöir smáhlutU- styðja og strika undir hátt verð á flíkinni. Þá er þaö og faldsaumurinn á okkar íslensku uUarflíkum sem ekki er nægUega vandaöur að hennar mati. Frú Jean Moriarty hélt fyrU-lestur á Hótel Loftleiðum um þessi mál. Fengu framleiðendur hms íslenska uUarfatnaðar þar ýmsar ábendmgar og var gerður góður rómur að hennar máli. -RR. Sahir.. leigöur út til funda og skemmtanahalds. Heitt eöa kalt borö, kökur, snittur og kaffi. loðTn~boÖts~ Póstsendum ÚTILÍF GLÆSIBÆ - SÍMI 82922 PRÓFKJÖR SJÁ LFS TÆÐISMA NNA í NORD URLA NDSKJÖRDÆMi EYSTRA Lárus Jónsson alþingismaður Tryggjum honum efsta sœti á framboðs- lista Sjálfstœðisflokksins og þar með áframhaldandi forystu í málefnum Norð- lendinga. STUÐNiNGSMENN: Mikil verðlækkun. Skóhöllin Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. Sími 54420. T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.