Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Page 20
20 (þróttir (þróttir DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. íþróttir íþrótt íþrótti íþróttir íþrótti • Pétur Guðmundsson var snjall með ÍR gegn Keflavík — hér sést hann „blokkera” sk< í leiknum og þá hirti hann aUs 20 fráköst í leiknum. Varnarleikur íl hreint stórkos — þegar þeir tryggðu sér sigur gegn Keflavík 72-66 sagði Pétur Guðmundsson eftir l< „Það var virkilega ánægjulegt að sigra í þessum leik. Við höfum nokkrum sinnum tapað naumt fyrir ÍBK en kvöldið í kvöld var okkar.” „Pétur lék alveg stórkostlega og allt liðið barðist sem ein heUd,” sagði Jim Dooley, þjálfari ÍR í körfuknattleik, eftir að ÍR- ingar höfðu sigrað Keflvíkinga í úrvals- deUdinni í gærkvöldi með 72 stigum gegn 66. Nokkuð óvænt úrslit en sigur ÍR mjög sanngjarn. Varnarleikur ÍR-inga, sérstaklega í fyrri hálfleik, var hreint út sagt stórkostlegur. Keflvíkingar náðu aðeins að skora eina körfu fyrstu átta mínútur leiksins. ÍR-ingar höfðu ávaUt frumkvæðið. Þegar fimm mínútur voru tU Ieiksloka var staðan 25—15 ÍR í vU og staðan í leikhléi ÍR 34, ÍBK 25. Keflvíkingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og höfðu náö þriggja stiga forskoti 52—49 þegar síöari hálfleikurinn var hálfnaður. Staðan í leiknum hafði tekið miklum breytingum og ekki laust við að maður væri farinn að bóka sigur hjá ÍBK. En IR-ingar léku vel loka- kaflann og sigur þeirra var aldrei í veru- legri hættu. „Það er eitthvaö að þessu húsi. Það gengur aldrei neitt upp hjá okkur hér i Hagaskólanum,” sagði landsliðs- maðurinn Jón Kr. Gíslason eftir leikinn. Svíaránægðir Leikmenn Karlskrona eru í sjöunda himni yfir drættinum í undanúrslitum IHF-bikarkeppninnar í handknattleik. Þeir drógust gegn Karis frá Finnlandi og telja þeir sig nær örugga í úrslit. Saporosje, sem sló FH-inga út úr keppninni, leikur gegn v-þýska liðinu Berlin í undanúrslitum. GAJ/-SOS „En sigur ÍR-inga var verðskuldaður. Viö vissum að Dooley, þjálfarinn þeirra, mundi koma með eitthvað nýtt í þessum leik og aö þessu sinni var það öflug svæðisvörn sem viö réðum ekkert við,” sagði Jón og virtist nokkuö hress þrátt fyrir tapið. Varnarleikur ÍR-inga í þessum leik, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik er einn sá besti sem sést hefur hér á landi um langan tíma. Barátta liösmanna einstök samfara miklu hungri í að vinna leik. Pétur var alveg óstöðvandi í fyrri hálf- leik, skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst. „Ég fann mig vel eins og fleiri í liðinu. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var mjög góður. Við föllum ekki. Þaö kcmur ekki til greina. Við getum unnið hvaða lið sem er,” sagði Pétur, sem var stigahæstur, skoraði 26 stig og náði í allt 20 fráköst- um, sem er frábær árangur. Næstur honum kom Gylfi Þorkelsson meö 18 stig og sinn besta leik í langan tíma. Gífurleg barátta i pilti. . „Ég er alveg hissa, þegar það er haft í huga að maður kemur svo að segja óþjálfaður úr jólafríinu. Það var virki- lega gaman að þessum leik og þetta var sigur liðsheildarinnar,” sagði Gylfi eftir leikinn. Fleiri voru góðir hjá IR. Kristinn Jörundsson var alveg eins og táningur í þessum leik, sérstaklega síðustu mínútur hans. Hreinn var góður í lokin svo og allt liðiö.JimþjálfariDooley átti einnig frábæran leik. Stjórnaði sínum mönnum óaðfinnanlega en hávaðasamur var hann og heyröist oft mun hærra í honum en áhorfendum, sem þó voru f jölmargir. Keflvíkingar léku ekki illa að þessu sinni í vörninni en aðrir þættir leiksins brugðust að þessu sinni. Þar má nefna vítaskotin, þeir hittu úr 15 skotum af 29. „Við töpuðum þessum leik á vítalinunni. Enski deildabikarinn: Sprenejan sprakk á White Hart Lane — þar sem Burnley lagði bikarmeistara Tottenham að velli í gærkvöldi Bikarmeistarar Tottenham urðu heldur betur fyrir áfalli á White Hart Lane í N-London í gærkvöldi þar sem leikmenn Bumley, með' gömlu kempuna Martin Dobson sem aðal- mann, komu sáu og sigruðu 4—1. Þar með var Burnley búið að tryggja sér rétt til að leika í undanúrslitum deilda- bikarkeppninnar ásamt Arsenal, Manchester United og Liverpool. Tottenham, sem flaggaöi öllum sinum bestu leikmönnum, nema hvað Terry Gibson tók stöðu Garth Crooks, hafði yfirburöi í fyrri hálfleiknum — þeir fengu átta marktækifæri á móti einu hjá Burnley en náðu ekki að koma knettinum fram hjá Alan Stevenson, markverðinum gamalkunna. Lund- únaliöið komst síöan yfir 1—0 eftir 45 sek. í seinni hálfleik. Þaö var Gibson sem skoraði markið eftir góðan undir- búning Glenn Hoddle og Osvaldo Ardiles og eftir markið héldu leikmenn Tottenham áfram aö sækja. Það var svo á 68. mín. að Burnley fékk hornspymu og knötturinn var sendur fyrir mark Tottenham. Graham Roberts stökk upp og skallaði og honum til skelfingar hafnaði knött- urinn í hans eigin marki. Mikiö fjör færðist í leikinn og hinn 30.771 áhorfandi sem sá leikinn ætlaöi vart að trua eigin augum á 75. mín. þegar Billy ilamilton, landsliðs- maður N-Irlands, skoraði af stuttu færi. Clemence, markvörður Totten- Þórður Marelsson meiddurínára Þóröur Marelsson hjá Islandsmeist- uram Víkings í knattspyrnu á við meiðsli í nára að stríða og þaö getur farið svo að það þurfi að skera hann upp nú næstu daga. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvöröur Víkings, meiddur á öxl. -SOS • Martin Dobson — fyrirliði Burnley, átti snilldarleik. ham, handlék knöttinn fyrir utan víta- teig. Brian Flynn tók aukaspyrnuna og sendi knöttinn til Hamilton. Eftir það fóru leikmenn Bumley í vöm og beittu skyndisóknum sem heppnuðust full- komlega. Á 86. mín. komst Steve Taylor einn inn fyrir vörn Tottenham og skoraöi 3—1 með því að vippa knett- inum yfir Roberts og þaö var svo Hamilton sem gulltryggði sigur 2. deildarliðsins á 89. mín. meö þrumufleyg frá vítateig sem Ray Clemence átti ekki möguleika á aö verja. Sprengjan var sprungin — áhorfendur stóðu þrumulostnir en leikmenn Burnley stigu trilltan stnðs- dans á vellinum. Gömlu kempurnar Martin Dobson, fyrrum leikmaður Everton, sem hafði ekki getað leikið síöustu fjóra leiki Burnley, Billy Hamilton og Alan Stevenson voru hetjur 2. deildarliðsins — voru hreint frábærir. -hsím/-SOS. Míle áfram með Njarð- víkingana Júgóslavinn Kresta Stanojev, sem er þó betur þekktur undir nafninu Mile, hefur verið endurráðinn þjálfari Njarðvíkinga í knattspyrnu. Mile tók við Njarðvíkingum í 3. deild- inni fyrir tveim árum og kom þeim þá þegar upp í 2. deild. Þar léku þeir í fyrra undir hans stjórn og gekk vel. Hafa þeir því endurráðið hann sem þjálfara og verður hann með svo til óbreyttan mannskap í 2. deildinni í sumar frá því í fyrra. -klp- ísland mætir A-Þýskalandi og Möltu Þar sem Belgíumenn hættu við keppni í Helvetia Cup í badminton í Basel i Sviss hefur verið ákveðið að Is- lendingar taki sæti þeirra i 4. riðli og leiki þar með A-Þýskalandi og Möltu. Islenska landsliðið hefur aldrei leikið gegn A-Þýskalandi en einu sinni gegn Möltu og þá unnu Islendingar öraggan stórsigur. -SOS „Dóp í spönsku knattspyrnunni” — segir Juanito hjá Real Madrid Spánski knattspyrnumaðurinn Juan Gomez, eða „Juanito” eins og hann er kallaður meðal aðdáenda sinna hjá Real Madrid og viðar, befur nú sleppt enn einni sprengjunni í spönsku knatt- spyrnunni. Ennþá er fnykurinn ekki farinn af þeirri sem hann sleppti á dögunum þegar honum og forseta Barcelona lenti saman. Þá sökuöu þeir hvor ann- an opinberlega um ýmislegt sem litið átti skylt við íþrótt þeirra — þar á með- al þjófnað, þrælahald og barneignir um allan Spán og fleira í þeim dúr. Nýja sprengjan sprakk þegar Juanito sagði í sjónvarpinu að örvandi lyf þekktust vel í spönsku knattspym- unni. „Þegar ég lék með Burgos var ég oft látinn taka inn amfetamín eða önn- ur „stímúlerandi” meðul,” sagði hann. Hann bætti því við að hjá Real Madrid þekktist þetta ekki. „Við eram það góðir að við þurfum ekki á svona löguðu að halda þar. Það er hjá litlu og fátækari félögunum sem þetta þekk- is.” Juanito er fæddur og uppalinn í bæn- um Fungirola á Costa del Sol og er þar nánast í guðatölu. Hann þótti strax mjög góður knattspyrnumaður og var seldur til Burgos. Þar varð ekkert úr honum og var hann kominn aö því að gefast upp þegar einn þjálfari Real Madrid stakk upp á því að hann yröi keyptur þangað fyrir smáaura og gefið tækifæri til að æfa. Þar gerðu þeir hjá Real góð kaup. Juanito byrjaði aö blómstra þar á svipstundu og nú síðari ár hefur hann óumdeilanlega verið í hópi bestu knattspymumanna á Spáni og Evrópu. -klp Áhorfendum fækkar í V-Þýskalandi Það er ljóst að áhorfendafjöldinn hefur minnkað mikið í V-Þýskalandi eftir að V-Þjóðverjar náðu ekki að tryggja sér heimsmeistaratitilinn á Spáni. Þegar búlð er að leika fyrri um- feröina i Bundesligunni — 153 leiki, hafa 3,4 milljónir áhorfenda komið til að sjá leikina eða að meðaltali 21,598 á leik. Þetta er minnsti áhorfendafjöld- inn síðan 1974 í V-Þýskalandi eða eftir að V-Þjóðverjar urðu heimsmeistarar i MSncben 1974. -SOS Juan „Juanito'’ Gomez tekur um höfuð Spáni. En nú eru það aðrir sem taka um undanfömu. sér í leik með Real Madrid gegn Valencia á höfuðið á sér þar — vegna yfirlýsinga hans að (þróttir íþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.