Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983.
31
Sandkorn
Sandkorn
Jón Viöar Jónsson, hmn nýi
lefklistarstjórí Ríkisútvarps-
ins sér fram á mikla töm
næstu mánuði.
nýja leiklistar
stjórans
Nýi leiklistarstjórinn hjá
Ríkisútvarplnu, Jón Viðar
Jónsson, hefur verið ómyrkur
í máli um ástandið á deild-
inni. Engar áætlanir eða leik-
rlt hafa veríð ákveðin fram í
tímann; varla svo að hægt sé
að flytja Ieikrit í næstu viku.
Leikrit illa þýdd og kastað
höndum til flestra hluta.
Jón mun telja sig þurfa
marga mánuði til að moka
flórínn.
Feimnismál sjálf-
stæðismanna
Enda þótt menn vilji sem
minnst um það tala i Sjálf-
stæðisflokknum og fáir
reikni með því að núverandi
stjómarmynstur verði endur-
tekið fer þó ekki framhjá
neinum að þeir menn sem
vinveittir hafa verið ríkis-
stjóra Gunnars Thoroddsens
og átt sæti í henni hafa síður
en svo goldið þess. Bæði
Pálmi og Friðjón hafa glans-
að í prófkosningum í sinum
kjördæmum, Albert, sem
varð efstur í Reykjavík, var
lengi stuðningsmaður stjórn-
ariimar, Valdimar Indriðason,
annar maður á Vesturlandi,
hefur stutt stjóraina þegar
hann hefur setið á þingi,
Júlíus Sólnes er talinn eiga
möguleika fyrír norðan og á
Suðurlandi er Eggert Hauk-
dal öraggur og Öli Guðbjarts-
son í framboði en hann hefur
verið vinveittur stjórainni.
Segi menn svo að stjóraar-
þátttakan hafi verið þrándur
í götu þessara manna!
Úr undirvitund
Framsóknar
Það vakti athygli að þegar
greint var frá því í Tímanum
aö Siggeir Björnsson tæki
sæti Eggerts Haukdals á þingi
var mishermt nafn varaþing-
mannsins og hann nefndur
Friðgeir. Sú skýring var bor-
in fram á rangnefninu, af
lærðum mönnum, að þar væri
Siggeir Bjömsson, fríðar-
boði framsóknarmanna.
um þess konar mishermi að
ræða sem almennt er kennt
við Freud, þann sem fann upp
sálarþrengingaraar.
Samkvæmt þessari skýr-
ingu vitringanna mun i frétt-
inni hafa brotist fram ofsa-
kæti hins sanna framsóknar-
manns yfir því að ríkisstjóm-
inni bættist styrkur sem
tryggði hana í sessi. Sjái nú
stjóraarsinnar fram á betri
tíð á þingi og friö fyrir
æsingamönnum í andstöðulið-
Ekki sopið
kálið...
Það hefur sannast á stjóra-
arandstæðingum að ekki er
sopið kálið þó í ausuna sé
komið. Þannig leit út fyrir
það um tima að ríkisstjóm
Guunars Thoroddscns yrði að
lúta í lægra haldi í atkvæða-
greiðslu um bráðabirgðalögin
frá því í sumar og að þau
yrðu felld í neðri deild. En nú
hefur stjóraarandstæöingur-
inn Eggert Haukdal vikið af
þingi um sinn og stjóraar-
sinni tekið sæti hans en sá er
Siggeir Björasson sem telur
sig óbundinn af yfirlýsingum
Eggerts. Með þessu eru
bráðabirgðalögin trygg og
hlutleysi Vilmundar Gylfa-
sonar tryggir framgang ráð-
stafana vegna fiskverðs.
Sú saga gengur nú fjöllum
hærra að ástæðan fyrir fjar-
Eggcrts Haukdals af
þingi á þessu mikUvæga
augnabUki hafi eitthvað með
það að gera að Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra
skipaði hann nýlega að nýju
formann stjóraar Fram-
kvæmdastofnunar þó að
Eggert hafi látið af stuðningi
við rikisstjórnina. Frá skipun
Eggerts var gengið í síðustu
viku eftir að nokkur dráttur
hafði orðið á ákvörðuninni.
Hvert svo sem samhengi
þessara mála kann að vera er
það víst að fjarvera Eggerts
kemur sér vel fyrir Gunnar
og að formennska í Fram-
kvæmdastofnun fellur Eggert
vel í geð.
Umsjón
Ölafur B. Guðnason
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndablaðið far-
ið af stað á nýjan leik
— undir handleiðslu Fjalakattarins
Kvikmyndablaðiö hefur hafiö
göngu sína á ný eftir að hafa legið í
dvala um nokkurt skeið. Fjala-
kötturinn keypti sem kunnugt er
blaðiö af fyrri eigendum þess,
Friðriki Þór Friðrikssyni og
félögum, fyrir skömmu.
Fyrsta tölublað eftir endurlífgun
kom út í desember og er það fimmta
tölublað frá upphafi. Að fyrsta
tölublaði vann blaöahópur undir
forystu Gunnars Smára Egilssonar.
I því er margvíslegt efni eftir ýmsa
höfunda, svo sem Godard eftir
Geirlaug Magnússon, Skemill fæðist
eftir Árna Ingólfsson, Bogart Ödipus
og Rick eftir Hauk Hólm, viðtal viö
Valgeir Guðjónsson eftir Gunnar
Smára, Sergei Eisenstein eftir Ingi-
björgu Haraldsdóttur, viðtal viö
Vilhjálm Knudsen eftir Jón Karl
Helgason og Þorgeir Gunnarsson,
videó eftir Sigurö Grímsson, kvik-
myndatónlist Nino Rota eftir örn
Þórisson svo eitthvað sé nefnt. Auk
þess er fjallað um myndir í kvik-
myndahúsunum sýndar í desember
og janúar, fjallað um Fjalaköttinn,
k vikmyndabækur og fleira.
DV hélt á fund nýs blaöahóps
Kvikmyndablaösins sem tók við af
fyrra hópi fyrir nokkrum dögum.
Fremstur meðal jafningja í þeim
hópi er Einar Guðjónsson. Við röbb-
uðum við þá félaga um blaðiö.
— Er þörf á kvikmyndablaði?
„Já, tvímælalaust. En ástæðan
fyrir því að blaðiö hefur ekki gengið
um skeið er aö útgáfutíminn hefur
ekki veriö reglulegur. Ef blaðið á aö
lifa veröur þaö að koma reglulega
út.”
— Hvenær kemur blaðið næst út
og hvaöa efni veröur í því?
„Næst kemur blaðið út um eða
eftir næstu mánaðamót. Auk fastra
liöa eins og umf jöllunar um hvaö sé
að gerast í kvikmyndahúsunum má
nefna greinaskrif um íslenska kvik-
myndasögu, fjallað veröur um
experimental myndir og fjallað
ítarlega um kvikmyndina Húsið-
Trúnaðarmál sem frumsýnd verður í
marsmánuöi næstkomandi, rætt við
aðstandendur hennar og fleira.”
— Hversu oft á blaðiö aö koma út á
ári?
Kvíkmyndablaðið hefur hafið göngu sína á nýjan leik. Hyggst hinn nýi eig-
andi, Fjalakötturinn, gefa bíaðið út sex sinnum á ári.
„Fyrst um sinn er stefnt að því áð
það komi út sex sinnum á ári. Og það
er sjálfsagt að koma því á framfæri
að ef fólk vill stuðla aö því að sérrit
um kvikmyndir lifi og dafni ætti það
að gerast áskrifendur að blaðinu.
Þeir sem gerast áskrifendur þessa
dagana fá öll fyrri tölublöð í
kaupbæti, en þau eru sem kunnugt er
sígild lesning. Um uppbyggingu
blaðsins er það að segja að ritnefnd
blaðsins skrifar drjúgan hluta og þá
sérstaklega viðtöl, auk þýðinga. En
velunnarar blaösins, kvikmynda-
geröarmenn og kvikmyndaáhuga-
menn hafa verið drjúgir og verða
vonandi áfram. Við vonum að blaðið
geti komiö af staö umræðum um
íslenska kvikmyndalist og hreyft við
mönnum og hvatt til dáða. Ef það
tekst er bjöminn unninn.”
— Að lokum: Hvaö kostar blaðið?
„Blaðið kostar 60 krónur í lausa-
sölu og 300 á ári í áskrift. Það þarf
ekki viöskiptafræðing til að sjá að
síðarnefndi kosturinn er ódýrari. Og
betri.”
Karatebúningarnir
komnir
PÓSt-
sendum
Sportvöruverslun
Ingólfs
Óskarssonar
Klapparstíg 44,
sími 11783.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
_ GRUNNSKOLi -
roskahjáíp _ uu/in cun?
Landssamtökin Þroskahjálp boða til ráðstefnu um framhalds-
nám — fullorðinsfræöslu aðHótel Loftleiðum,Kristalsal,laug-
ardag 22. jan. 1983 kl. 9.30 f.h. og er öllum opin.
DAGSKRA:
SETNING:
Einar Hólm Olafsson, form. menntamálanefndar
ERINDI:
Bergþóra Gísladóttir, sérkennslufulltrúi Reykjavíkurborgar.
Arni Magnússon, skólastjóri Hlíðaskóla.
Regína Höskuldsd., skólast., Geðdeild Barnaspítala Hrings-
ins.
Þorsteinn Sigurðsson, skólast. Þjálfunarsk. ríkisins, Safa-
mýri.
MargrétSiguröardóttir, blindrakennari, Laugarnesskóla.
Fjölnir Asbjörnsson, sérkennari, Öskjuhlíðarskóla.
Guðlaug Snorradóttir, skólast. Heyrnleysingjaskólans.
Magnús Magnússon, sérkennslufulltrúi ríkisins.
KL. 12.00-13.30 HLÉ.
Jón Bjömsson, félagsmálastjóri, Akureyri.
Guðrún Halldórsdóttir, skólast. Námsflokka Reykjavíkur.
Þorlákur Helgason, yfirkennari Fjölbrautaskólans á Selfossi.
Panelumræður (kl. 15.30-16.15).
STJÚRNANDI:
Sylvía Guðmundsdóttir sérkennari.
ÁLYKTANIR.
RÁÐSTEFNUSLIT.
RÁÐSTEFNUSTJÓRAR:
Bjarni Kristjánsson framkvæmdastj.
Rannveig Traustadóttir þroskaþjálfi.