Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. í gærkvöldi í gærkvöldi lllviljinn og ríkisvaldið Hafandi snætt kvöldverð kom ég mér fyrir með kaffibolla í hendi og kveikti á sjónvarpinu. Eg get ekki sagt, að fréttirnar hafi verið róandi, gefið hraustlegt og gott útlit, eöa bætt meltinguna. Gromyko tekur ekki í mál að leggja niður vígbúnaðarkapphlaupiö og eflaust hefur Reagan létt við þaö. Davíð lætur að því liggja að ekki skuli gráta lögbannsúrskurð, heldur tilkynna nýja hækkun á strætis- vagnafargjöldum og búast til orrustu við illviljað ríkisvald. Nánar um ríkisvaldiö síðar en snúum okkur aö illviljanum. I hvert skipti sem ég horfi á þann ágæta þátt Dallas finnst mér sem allar „persónur” í þættinum ættu að rísa upp með fjör, snúa sér að J.R., hinum hræðilega skúrk, og segja við hann: „Vík frá mér,Satan.” Þaö er ekki ónýtt fyrir þá sem stunda uppfræðslu ungdómsins í kristindómi að hafa svo nærtækt og alþekkt dæmi um hið illa. Svei mér þá ef J.R. er ekki kominn með hnýfla á ennið. (Hann mun víst eiga skilið aö hafa hom og það þó hann væri uppfullur af náungakærleik). Svo kom að stjómarskrármálinu og víkjum við þar með frá hinu illa og aö ríkisvaldinu. Það gladdi mig að heyra aö nú ætti loks, í eitt skipti fyrir öU, aö lýsa Island lýöveldi og veita þegnum þess ákveðin réttindi. Eg er viss um aö þjóðinni allri leið snöggtum betur eftir að hafa heyrt þau gleðilegu tíðindi. I stjómar- skránni fyrirhuguðu er að finna á- kvæði að bannað sé aö hlera síma. Það er eins gott að þeir sem síma- málum stjóma fari að haska sér við að koma öllum landsmönnum inn á sjálfvirka símakerfið, ellegar er hætta á að víöa til sveita verði á- kærur um stjórnarskrárbrot daglegt brauö. Að öðru leyti er ekki margt um þessa umræðu að segja annað en það, kannski, að mér fannst þaö með ólíkindum hvað allir stjómarskrár- smiöirnir vom í raun ósáttir viö af- rakstur starfs síns. Mér fannst þaö einnig skrýtið aö meðan sú þróun verður æ meira áberandi að lög séu almennt og ónákvæmt orðuö virðist þaö tilhneiging að gera stjómar- skrána nákvæmari. Merkilegt, ef rétt er! Ólafur B. Guðnason. Andlát Friðrik Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Akraborgar, andaöist á Landspítalanum 18. þ.m. Hann fæddist aö Álftatungukoti á Mýrum 10. desember 1896. Lengst af bjó hann í Borgarnesi og starfaöi m.a. mikiö aö félagsmálum þar. Hann var mikill áhugamaður um blóma- og trjá- rækt. Á síöari árum hefur hann skrifað mikið um samgöngumál og fiskirækt. Hann aflaði sér mikillar þekkingar á brúargerð um víða veröld og sýndi fram á aö brúargerð yfir Hvalfjörð væri tii mikilla hagsbóta í samgöngu- málum. Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Olafsdóttir og eignuðust þau 6 böm, sem öll em á lífi. Guðrún Sigurveig Pétursdóttir, lést 15. janúar. Hún fæddist á ísafiröi hinn 6. mars 1911, dóttir hjónanna Guðbjargar Jensdóttur og Guðmundar Finnbogasonar. Guðrún missti fööur sinn ung og tóku þá hjónin Helga Árna- dóttir og Pétur Jóhannesson hana aö sér og ættleiddu. Guðrún lauk námi frá húsmæðraskólanum á Laugum. Eftir- lifandi eiginmaöur hennar er Sveinbjöm Tímóteusson. Þau hjón eignuöust tvö böm. Utför Guðrúnar veröur gerð frá Háteigskirkju í dag kl. 15.00. Margrét Sigurðardóttir, Fagradal Mýrdal, veröur jarðsungin frá Víkur- kirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14. Ferð verður frá Umferöarmiðstöðinni kl. 14áföstudag. Guðmundur Jóhannesson frá Fremri- Fitjum veröur jarðsunginn frá Hvammstangakirkju föstudaginn 21. þ.m. kl. 14. Bílferð verður frá Umferðai miðstöðinnikl.8samadag. Jórunn Siguröardóttir, Ysta-Skála, veröur jarösungin frá Ásólfsskála- kirkju laugardaginn 22. jan. kl. 14. Bílferö verðurfráUmferöarmiðstöðinni kl. 10. Guðmundur Vigfússon, fyrrv. borgar- fulltrúi, Heiðargerði 6, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. janúarkl. 15. Agnar Líndal Hannesson verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 20. janúar kl. 13.30. Jaröað verður í Guf uneskirk jugarði. Kristin Jónsdóttir, Dúfnahólum 2, lést 17. janúar. Ásgeir Ragnar Sigurðsson andaðist 16. janúar. Hulda Björnsdóttir lést hinn 18. janúar. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 26. janúar kl. 15. Snorra Benediktsdóttir lést 8. janúar. Hún fæddist 12. júlí 1892. Dóttir hjónanna Guðrúnar Bjömsdóttur og Benedikts Jónssonar. Lengst af starfaöi hún hjá bróður sínum, H. Benediktsson & co. Útför hennar verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 14. Sigurlina Margrét Ásbergsdóttir, Brúarási 8 Reykjavík, sem andaðist í Landspítalanum 13. janúar sl., verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykja- víkföstudaginn 21. janúarkl. 13.30. Helga Gestsdóttir, Mel Þykkvabæ, verður jarðsungin frá Hábæjarkirkju laugardaginn22. janúarkl. 14. Torfi Magnússon, Hvammi Hvítársíöu, veröur jarösunginn frá Gilsbakka- kirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14. Bílferö verður frá Bifreiðastöö Islands kl.9.30sama dag. Tilkynningar Frá Utanríkisráðuneytinu Tómas Á. Tómasson sendiherra afhenti 11. þ.m. Aristides Maria Pereira, forseta Græn- höföaeyja, trúnaðarbréf sem sendiherra Islands á Grænhöfðaeyjum með aðsetur í París. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 14. janúar 1983. Aðalfundur knattspyrnudeildar Víkings verður haldinn í félagsheimilinu fimmtu- daginn 27. janúar kl. 20. Stjórnin. Digranesprestakall Kirkjufélagið heldur fund í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 20. janúar kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Kaffiveiting- ar. Kynningarfundur hjá félaginu Samhygð Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöld- ið 19. jan. kl. 20.30 aö Ármúla 36 (gengið inn frá Selmúla). OA, samtök fólks sem á við offitu- vandamál að stríða OA-samtökin á íslandi voru stofnuð 3. febrúar 1982 og eru því eins árs gömul um þetta leyti. Þau eru angi af alþjóðafélagsskapnum Over- eaters Anonymus. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin og eru samtökin öllum opin sem telja sig eiga við offitu eða matarvandamál að etja. Fundir eru haldnir að Ingólfsstræti la, 3. hæö gegnt Gamla bíói á miðvikudögum kl. 20.30, og laugardögum kl. 14. Upplýsingarí sima 71437 eftirkl. 17. Samstilling Félag áhugamanna um söng og skemmtun kemur saman á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 í kaffiteríu Hótel Heklu. Félagiö hefur þaö markmið aö fólk komi saman til aö syngja og skemmta sér á óþvingaðan hátt. Öllum heimil þátttaka. Láttu sjá þig. Hjálpræðisherinn — alþjóðleg bænavika 1983 í kvöld kl. 20.30, samkoma. Erling B. Snorra- son, forstöðumaður 7. dags aðventista, talar. Þrjár stúlkur syngja, fleiri taka þátt. Allir hjartanlega velkomnir. Upplestur í bókasafni Kópavogs Matthías Siguröur Magnússon mun lesa úr ljóðum sinum í kvöld, fimmtudagskvöldið 20. janúar, kl. 20—21 í bókasafrii Kópavogs. Frá Ferðafélagi íslands Dagsferðir sunnudaginn 23. janúar: 1. kl. 13. Skíðagönguferö á Hellisheiði. Skíða- kennsla fyrir þá sem þess óska. Fararstjóri: Hjálmar Guðmundsson. Verð kr. 100,-. 2. kl. 13. Gönguferð á Þorbjamarfell (243 m) v/Grindavíkurveg. Fararstjóri: Asgeir Páls- son. Verð kr. 150,-. Fariö frá Umferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Ferðafélag Islands. Firmakepnni í körfuknattleik Körfuknattleiksdeild Vals gengst fyrir firma- keppni í körfuknattleik dagana 29. og 30. janú- ar og verður leikiö í íþróttahýsi Vals við Hlíðarenda. Allar upplýsingar varðandi keppnina eru veittar í símum 71489 og 23112, einnig í íþróttahúsi Vals. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík efnir til kvöldfagnaðar í Oddfellow húsinu á sunnudaginn 23. þ.m. kl. 19. Kvenfélagskonur verða með þorramat, þá verða skemmtiatriði og dans á eftir. Miðar eru seldir í Versl. 'Brynju í dag, fimmtudag. Afmæli 90 ára er í dag, 20. janúar, frú Guðmunda Þórunn Gísladóttir, Lind- argötu 13. Eiginmaður hennar var Engilbert Magnússon skipstjóri er lést 1955. Guðmunda er nú vistkona aö Hrafnistu hér í Reykjavík. 70 ára er í dag, 20. janúar, Kjartan Friðriksson, starfsmaður hjá Olíufélaginu. Afmælisbarniö ætlar aö taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Noröurbrún 30 hér í bænum, á laugardaginn kemur, 22. janúar, eftirkl. 16. Bílamálun Látið ryöverja bílinn aö utan. Málum allar gerðir bifreiða. Heilsprautun, blettanir, litablöndun á staðnum. Unnið af reyndum fagmönnum. BÍLAMÁLUN SF. Hamarshöfða 10, sími81802. TIL KL. 8 OPIÐ IKVÖLD JIB Jón Loftsson hf. ee zinu'iJT, psx ...uuuijj, jm Hringbraut 121 Sími 10600 „Sigurvegaramótið” í Wijk aan Zee: Sigurskák Friðriks við Scheeren — Friðrik teflir í dag við Andersson, sem er efstur á mót inu Friðrik Olafsson lagði Hollending- inn Scheeren að velli í aðeins 22 leikjum í 5. umf. stórmótsins í Wijk aan Zee í Hollandi, sem tefld var í gær. Friðrik hefur þá hlotiö 3 1/2 v. og er í 2. sæti, en efstur er Svíinn Ulf Andersson meö 4 v. Þeir tefla einmitt saman í dag og hefur Friðrik hvítt. Skák Friðriks viö Scheeren var stutt gaman en skemmtilegt. Byrjunina tefldi Friörik frumlega og náði snemma þægilegri stöðu. I 22. leik varð Scheeren illilega á í mess- unni og varð að gefast upp eftir svar- leik Friðriks. Mannstap óumflýjan- legt. Um önnur úrslit í 5. umferð vísast tilfréttará baksíöu. Skák Jón L Árnason Hvítt. Scheeren (Hollandi) Svart: Friðrik Ólafsson Katalónsk byrjun. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 dxc4 5. Bg2Bh4-H? Sjaldséður leikur, vel til þess fall- inn að slá ryki í augu andstæðings- ins. 6. Bd2a5 7.Dc2b6!? Tajmanov og Smyslov hafa dálæti á leikjaröðinni 7.-Rc6 8. Dxc4 Dd5, en leikur Friðriks er mun beittari. Nú má svara 8. Dxc4 með 8. -Ba6. Hins vegar opnast homalínan niður á hrókinn á a8 og það reynir hvítur að notfærasér. 8. Re5 Ha7 9. Bxb4 axb4 10. Dxc4 Dd6 11. Db5+ Rfd7 12. Rd3 c5! 13. dxc5 bxc5 Friðrik hefur náö frumkvæðinu, þótt staöa svörtu mannanna virðist losaraleg. 14. Rd2 Ba6 15. Da4 0—0 16. 0—0 Hc7 17. Hfdl Db6 18. Hacl Bb5 19. Dc2 Rc6 20. Rc4 Bxc4 21. Dxc4 Rd4 22. Rxb4?? Hvítur varö að reyna 22. Bfl. 22.-Re5! Scheeren gafst upp. Eini reitur drottningarinnar er á a6, en þá kemur auðvitaö 23. -Db4 og vinnur mann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.