Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. 9 (Jtlönd Útlönd Útlönd Júgóslavía í skulda- súpu eins og Mexíkó og Brasilía Júgóslavar eiga í erfiðleikum með að standa í skilum á afborgunum af 1,8 milljarða dollara skuldum sínum viö útlönd en með þessu láni mundu skuld- irnar fara upp fyrir 3 milljarða. Þarna er um að ræða sams konar fyrirgreiöslu og Mexíkó ög Brazilíu hefur verið veitt, þar sem alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, seðlabankar ýmissa ríkja og ríkissjóðir taka höndum saman til þess aö halda efna- hag stórskuldugs lands á floti til þess að afstýra meiriháttar bankakreppu vegna vanskila skuldunautarins. Embættismenn fimmtán vestrænna ríkisstjórna ákváöu á fundi í Berne í gær að mæla meö því að Júgóslavíu yrði veitt 1,3 milljarða dollara lán til meðallangstíma. Ef þetta veröur tekið til greina á lániö að verða aðalþátturinn í sameiginlegu átaki fjölda banka, alþjóðlegra stofnana og ríkisstjóma til þess að reyna að koma fótunum undir efnahag Júgóslavíu, sem á í miklum greiðsluerfiöleikum. Fundurinn stóö í tvo daga og urðu menn ásáttir um að mæla með láninu með því skilyrði aö Júgóslavía hefði fulla samvinnu við lánadrottna sína, ýmsa banka, alþjóöa gjaldeyrissjóöinn o.fl. Guðmundur Pétursson og Jóhanna Þráinsdóttir Hnefa- leikar hættu- legir Bandarísku læknasamtökin hafa nú hvatt til þess aö hnefaleikar veröi bannaöir sem íþróttagrein þar sem nýjar rannsóknir hafa leitt i ljós að margir þeirra er þessa íþrótt stunda hafa hlotiö varanlegar heUaskemmdir. Talsmaöur læknasamtakanna bætir því þó viö að ef þeir verði þrátt fyrir allt ekki bannaöir veröi a.m.k. að gera frekari varúðarráöstafanir, eins og t.d. þá að dómari megi stöðva leik hvenær sem henta þykir. Slíkar reglur eruþegar ígUdi íEvrópu. í Ohio fór fram rannsókn á 38 hnefa- leikaköppum og sýndi hún aö rúmur helmingur þeirra var meö heUa- skemmdir. Það sama kom út úr rann- sókn sem nýlega var gerð í Finnlandi og töldu læknar þar aö höfuöhögg ætti a.m.k. aö banna í þessari hættulegu íþróttagrein. Kóreanski hnefaleikarinn Duk Koo Kim lést í nóvember sl. af völdum höfuðhöggs og rannsóknir sýna að heilaskemmdir eru algengar á meðal hnefaleikara. Þess vegna vUja læknar láta banna þessa hættulegu íþrótta- grein. Edward of slakurfyrir Cambridge Breska konungsfjölskyldan hefur tUkynnt að Edward prins, yngsti sonur Elísabetar drottningar, muni hefja nám við Cambridge háskóla í októbernk. Veröa námsgreinar hans fomleifafræði, mannfræði og saga. Sem stendur kennir prinsinn, semnú er 18 ára, við skóla á Nýja-Sjálandi. Cambridge er næstelstur allra há- skóla í Bretlandi og afar vandur aö vaU hvaö nemendur snertir. Hafa stúdentar viö háskólann mótmælt komu Edwards á þeim forsendum að einkunnir hans séu svo lélegar að hann heföi aldrei komist inn í skólann án tignar sinnar. Elsti bróöir Edwards, krónprins- inn Karl, stundaöi nám við Cam- bridge fyrir 15 árum. Edward stundar nú kennslu á Nýja- Sjálandi en á leið sinni þangað kom hann við á Tahiti þar sem fagrar meyjar lögðu blómakrans um háls honum. VIDEO DÝPTARMÆLIR OG FISKSJÁ Botninn teiknast á skjá. 5 dýptarskalar, 0-100 metrar. 3 hraðar á teiknun og myndstöðvun. Stillanleg viðvörun fyrir grynningar og fyrirfram ákveðið dýpi. Sýnir einstakan fisk og torfur og gefur hljóðmerki ef óskað er. Sýnishorn á staðnum Verðídag kr. 6.300,00. 6qt*co BÁTA- OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSt 6, GARÐABÆ, 53322 FINNSKIR VÉLSLEÐA GALLAR Andlitsgrímur Hlífðargleraugu - móðufrí PÓS TSENDUM Leðurlúffur Kapp-fatnaður UTILIF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.