Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. Prófkjör Alþýðuflokksinsí Suðurlandskjördæmi: Þnr menn keppa um annað sætið Um næstu helgi fer fram prófkjör alþýöuflokksmanna á Suöurlandi. Þar veröur kjöriö um annaö sæti á lista flokksins í næstu alþingis- kosningum en Magnús H. Magnús- son alþingismaður er sjálfkjörinn í fyrsta sætiö. Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir þeir sem náö hafa átján ára aldri og eru ekki flokksbundnir í öör- um stjómmálaf lokkum. Kjörstaðir veröa opnir sem hér segir: I Vestmannaeyjum, Tryggva- skála. Selfossi, Hverageröi, Þorláks- höfn, Staö Eyrarbakka, Gimli Stokkseyri, Verkalýösfélagshúsinu Hellu og símstöövarhúsinu Hvols- velli, laugardag milli 10 og 16 og sunnudag milli 13 og 18. Á laugardag veröur opiö í hrepps- húsinu á Laugarvatni milli 10 og 12, í félagsheimilinu Aratungu milli 13 og 15, í Asparlundi í Laugarási milli 16 og 18 og í Leikskálum Vík milli 13 og 16. Á sunnudag veröur opiö í Búrfelli milli 10 og 12, í félagsheimilinu aö Flúöum milli 13 og 15, í Brautarholti milli 16 og 18 og í Brúarlundi Lands- sveitmilli 13 ogl5. Hér á eftir fer stutt kynning á þeim þremur frambjóöendum sem eru í kjöriumhelgina. SÞS Guðlaugur Tryggvi Karlsson: „Aróður gegn Sunnlendingum” EHendsson: „Suðurland dregist afturúr” Steingrímur Ingvarsson: „Auðlindir landsins ofnýttar” „Mín stefnumál eru aöallega tvenns konar,” segir Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræöingur. „Annars vegar er þaö almenn stjóm efnahagsmála en stjórn þeirra er í algerum ólestri núna. Hins vegar eru þaö atvinnumál á Suðurlandi og önn- ur hagsmunamál fjórðungsins. Þar má sérstaklega benda á aö mikið at- vinnuleysi er nú á Suðurlandi og er ekki aö furöa því jafnan hefur andaö köldu frá núverandi stjóm í garö Sunnlendinga. Haldiö var uppi áróöri gegn þeim í virkjunarmálunum og steinullarverksmiöja var ákveöin annars staöar þrátt fyrir aö frjáls samtök Sunnlendinga vildu fjár- magna hana sjálf í Þorlákshöfn. Þá kemur slæm stjórn sjávarútvegs- mála sérstaklega illa niður á Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn. Einnig vil ég geta þess aö ríkisstjómin hefur ekki staðið viö þátttöku í útgerö Her jólfs en skuldir eru aö ríöa útgerð skipsins aö fullu. Aö lokum vil ég benda á þá brýnu nauösyn aö brú veröi gerö yfir Ölfusárósa.” Guölaugur Tryggvi Karlsson er fæddur í Reykjavík 1943 og er hag- fræöingur aö mennt. Hann er kvænt- ur Vigdísi Bjamadóttur og eiga þau þrjá syni. SÞS „Þau mál sem brenna heitast á Suöurlandi em atvinnu- og sam- göngumálin,” segir Hreinn Erlends- son, formaöur Alþýðusambands Suðurlands. „Atvinnuleysi hefur ver- iö viöloöandi og er töluvert eins og er. Suðurland hefur dregist mjög aft- ur úr í kapphlaupinu milli kjördæm- anna, til dæmis hefur fólksfjölgun ekki veriö með eðlilegum hætti, meðal annars vegna atvinnuleysis. Þá er Suöurland þaö skattaumdæmi þar sem tekjur hafa veriö lægstar. I samgöngumálunum er nauösyn á samtengingu strandþorpanna meö brú y fir Ölf usárósa viö Osf jaröarnes. Þá vil ég beita mér fyrir því aö Herjólfur veröi viöurkenndur sem framlenging þjóövegakerfisins, svo ekki þurfi aö kosta meira aö fara meö Herjólfi en sambærUega vega- lengd á landi. Aö lokum vil ég geta þess aö Suðurland er bæði gjöfult og ríkt aö náttúruauðlindum og nægir aö nefna þar orkuna sem því miður hefur ekki verið notuö tU atvinnuupp- byggingar í héraöinu,” segir Hreinn. Hreinn Erlendsson er fæddur í Grindavík 4. desember 1935. Hann hefur veriö formaöur Alþýöusam- bands Suöurlands síöan 1979. SÞS „Eg vil leggja áherslu á aö nú þegar eru ofnýttar auölindir landsins bæöi í sjávarútvegi og landbúnaöi,” segir Steingrímur Ingvarsson um- dæmisverkfræöingur. „Þetta þarf aö taka tU gagngerrar endurskoöunar tU aö nýta það fjármagn sem þegar hefur verið lagt í þessar atvinnu- greinar. Þá vU ég benda á aö iönaðurinn einn er fær um aö taka viö þeim aukna fólksfjölda sem kem- ur inn á atvinnumarkaöinn á næstu árum. Þaö þarf því aö efla iðnaðinn, sérstaklega þann sem byggir á orku- lindum landsins. I byggingarmálum tel ég aö Byggöasjóður ætti aö styöja meira við grundvaUaratriöi byggöar í land- inu, svo sem hitaveitu, vegi, hafnir, flugveUi og jafnvel heUbrigöis- og skólamál, í staö þeirrar skömmtunarpólitíkur sem þar hefur veriörekin.” Steingrímur Ingvarsson er fæddur á Blönduósi 1938. Hann er verk- fræöingur aö mennt og hefur starfaö sem forstööumaöur umdæmisskrif- stofu Vegageröar ríkisins á Selfossi síöan 1974. Steingrímur er kvæntur Jóhönnu M. Þóröardóttur og eiga þaufjögurbörn. SÞS Frá Ung Nordisk Musik-samtökunum Eins og marga rekur minni tU héldu samtökin Ung Nordisk Musik hina ár- vissu tónlistarhátíð sína í Reykjavík síöastliöiö haust. Nú stendur yfir und- irbúningur þeirrar næstu sem halda á í Osló í ágúst. Ung íslensk tónskáld hafa jafnan skipaö verðugan sess innan Ung Nordisk Musik og standa vonir til aösvo veröiáfram. AUir sem fengist hafa viö tónsmíðar og eru undir þrítugu eiga kost á aö senda UNMnefndinni á Islandi nýtt tónverk tU flutnings á næstu tónlistar- hátíö. Um miðjan febrúar verður dag- skrá hátíðarinnar endanlega ákveöin; því þurfa íslensk verk aö hafa borist nefndinni hérlendis fyrir þann 10. febrúar. Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til aö senda verk sín formanni UNMnefndarinnar á Islandi, HUmari Þóröarsyni, Skúlagötu 32, 101 Reykja- vík, fyrir 10. febrúar. -PÁ. Ný hljómplata: Konungar spaghetti- frumskógarins „I dag, týsdag, fjórða dag vaxandi tungls í steingeitarmerki sem veröur fullt í vatnsbera undir áhrifum ljóns (18. janúar 1983 fyrir þá sem notast viö kristiö tímatal) gefur útgáfan Org út fyrstu plötu hljómsveitarinnar Org- hesta. Platan er fjögra laga 45 snún- inga og ber nafniö Konungar spaghetti- frumskógarins. Þrjú laganna, „flogiö í fjórvídd”, „lafir þaö litla” og „kannski”, eru eftir Benóný Ægisson en hiö fjóröa, „þemaþsem”, er eftir Gest Guðnason. AUir textar eru eftir Benóný Ægisson. Aðrir meölimir sveitarinnar eru Brynjólfur Stefáns- son og Sigurður Hannesson. Upptökur fóru fram í stúdíó Stemmu, upptöku- maöur var Tony Cook og annaðist hann hljóðblöndun ásamt Orghestunum. Hestamir önnuöust hönnun umslags en yfirumsjón með því verki haföi Bryn- jólfur Stefánsson. Bakraddir annast Gaui Andrea Bára Löddi og Megas.” Stofnun lóns Þorlákssonar hyggst ef la rannsóknir á at vinnumálum og st jórnmálum Um síöustu áramót hóf starf sitt Stofnun Jóns Þorlákssonar. Tilgangur hennar er aö efla rannsóknir á atvinnu- málum og stjómmálum á Islandi meö útgáfu rita, styrkjum til fræöimanna, söfnun og dreifingu upplýsinga og ööm starfi. I fréttatilkynningu frá stofnun- inni er tekið fram aö hún sé óháö öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunasam- tökum. Stofnun er kennd viö Jón Þorláksson, fyrrum forsætisráöherra og formann Ihaldsflokks og Sjálfstæöisflokks, sem var mikill talsmaöur einstaklingsfrels- is. í framkvæmdaráði stofnunarinnar eru Ásdís Þórðardóttir viöskipta- fræöingur, Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri, Friörik Kristjáns- son forstjóri, Hjörtur Hjartarson kaup- maöur, Ingimundur Sigfússon kaup- maður, Siguröur G. Pálmason versl- unarmaöur, Pétur Björnsson forstjóri, Oddur C.S. Thorarensen lyfsali og Ragnar Halldórsson forstjóri. Fram- kvæmdastjóri er Hannes H. Gissurar- son. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Lögbann gegn bættum rekstri Þá hefur veriö sett lögbann viö til- raunum Davíös borgarstjóra til að koma nokkru lagi á rekstur Strætis- vagna Reykjavíkur. Ragnar Arnalds skrifar tékk upp á 10 milljónir króna svo unnt veröi að tryggja áframhald- andi óðatap á strætó. Þessu er eflaust ákaft fagnaö af kvennafram- boðskonum sem tóku að sér að reka götuáróður gegn bættum rekstri borgarfyrirtækis. Hinn almenni far- þegi hefur hins vegar greitt hækkað fargjald án þess aðmögla, nú sem endranær, og bendir það til þess að almenningur sé andvígur kröfum um aukna samneyslu. En auövitaö fagnar Alþýðukvennaframboðs- bandalagið þessum áfanga í barátt- unni gegn bættum rekstri borgar- innar og mun eflaust herða barátt- una gegn lækkun fasteignaskatta. Nú skiptir þaö auðvitað engu máli í sjálfu sér lyrir Ragnar Arnalds hvort strætófargjald sé nokkrum krónum hærra eða lægra í Reykja- vik. Maður sem sviptir láglaunafólk umsömdum verðbótum og sendir ofnaforstjórum þá peninga gerir sér enga rellu út af farmiðaveröi al- meimingsvagna, nema þegar máliö snýst um það hvort unnt verði að halda áfram að falsa vísitöluna eða ekki. Vísitölufalsiö er orðið eitt meginfölsunarmál ríkisstjórnar- innar og er þó af nógu að taka. Þótt Hitaveita Akureyrar hækki og hækki sinn taxta nær mánaðarlega þá kemur mönnum í Arnarhváli það ekki við. Vísitalan er nefnilega ekki mæld á Akureyri né í Varmahlíð. Úti um land mega bæjarfélög taka sann- virði fyrir sína þjónustu. í Reykjavík skal hún rekin á erlendum lánum. Hitt er svo annar handleggur að alls konar niðurgreiðslur hafa gjörsamlega ruglað fólk í ríminu. Ríkið borgar stórfé með hverjum farþega sem Herjólfur flytur, það borgar líka stórfé með hverjum kassa sem fluttur er með Skipaút- gerð ríkisins og þannig mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á Þjóð- leikhúsið og Sinfóníuna. Hvernig væri að frjálshyggjumenn tækju sig til og gerðu aimenningi grein fyrir þessum niðurgreiöslum. Á farmiða strætó mætti til dæmis prenta eftir- farandi: Þessi farmiði kostar 20 krónur. Þeir sem ekki nota strætó borga 12 krónur af verðinu. Þú borgar átta krónur. Síðan mætti auðvitaö bæta við hve stór hluti fargjaldsins rennur í ríkis- kassann í formi gjalda af olíunni sem vagnarir brenna, tolla af vara- hlutum og dekkjum og svo fram- vegis. Farmiðinn yrði þar með orðinn að bærilegu spjaldi og far- þegar hefðu eitthvað að lesa á milli stöðva. Það er hins vegar athyglisvert að velta því fyrir sér hvers vegna menn og aðrar konur eru farin að beita sér af öllum mætti gegn afleiöingum verðbólgunnar en láta sig engu varða um orsakir hennar. Nú er víða farið að harðna á dalnum og kemur engum á óvart sem fylgst hcfur með hinni geigvænlegu verðbólguþróun. En þegar áhrif verðbólgunnar koma fram í samdrætti á ýmsum sviðum hrína menn eins og stungnir grísir og hrópa: Ekki ég, ekki ég! Á meðan þingmenn kjamsa á stjórnarskrár- málum vikum og mánuöum saman þykir ekki við hæfi að ræða niður- talningu verðbólgu. Bandálag jafnaðarmanna kemur fram í sjón- varpinu og telur liggja meira á að krukka í stjómarskrána en að gera ráðstafanir gegn verðbólgu. Að vísu sagðist Bandalagið vera á móti fisk- verðsákvörðunum og ýmsu fleiru sem frá ríkisstjórninni kæmi en það væri nú bara tittlingaskítur á móti stjómarskrármálinu. Almenningur ætti að krefjast lög- banns við frekari setu ríkisstjómar- innar og reyna þannig að koma í veg fyrir að atvinnuvegirnir verði lagðir í rúst á páskum. En það er víst lítil von um árangur fyrst búið er að setja lögbann við heilbrigðri skynsemi. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.