Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið „Eftir að hafa lagt á brattann i stjórnarmyndunarviðræðunum tókst okkur að lokum að mynda ríkisstjórn sem naut feikiiegra vinsælda. Og fuiiir bjartsýni hófum við að renna okkur i stórsvigi islenskra efnahagsmála. Ferðin virtist ganga vel, enda var færi nokkuð gott." „En fijótiega byrjaði færið að versna. Ýmsir erfiðleikar komu upp og þjóðarbúið varð fyrir áföllum, bæði innlendum og af erlendum toga. Þjóðartekjur og þjóðarframleiðsla hafa dregist saman þannig að Htið hefur verið um hagvöxt. Þá var bóndinn á Bergþórshvoli ávallt erfiður þó hann væri á sérhönnuðum skiðum Iþessum gömiu góðu islenskul. 1fið urðum þviað draga úr ferðinni og það gerir maður best með þvi að nota pióginn." „Og nú erum við i þann mund að Ijúka ferðinni. Höfum reyndar orðið að stoppa annað slagið með góðu',,skransi" að undanförnu en loka,,skrans- ið " er þó eftir. Við verðum bara að sjá hverjir þá renna sér istórsviginu. Það kemur allt i Ijós. En vonandi verður færið gott fyrir þá hverjir sem þeir verða." DV-myndir: GVA „GeTHu” hver á hlífamar? Ljósmyndarar okkar rekast oft á skemmtileg myndefni. Þegar Gunnar Andrésson ljósmyndari var nýlega að taka myndir rakst hann á þessar tilkomumiklu skóhlífar. Og viö spyrj- um: „Hveráþessarskóhlífar?” Eigandinn er þjóðkunnur maður. Hann hóf snemma afskipti af stjórn- málum og hefur ætíð þótt slyngur á því sviði. Sem stjórnmálamaður hefur hann ávallt notið mikilla vinsælda og virðingar. Hann hefur gegnt starfi borgarstjóra, prófessors, hæstaréttar- dómara, sendiherra og einnig forsætis- ráöherra. Flest eruö þiö eflaust búin að átta ykkur á eigandanum. Skóhlífamar merkir hann G. Th. Hann heitir Gunnar Thoroddsen. -JGH Stikkan er stöndugur! Umboðsmaöur sænsku hljómsveitar- innar Abba, Stikkan Anderson, er maður auðugur og samkvæmt nýjustu tölum frá Svíþjóð er hann ríkari en Abbafólkiö. Stikkan er sagður eiga eignir sem nema um 100 milljónum íslenskra króna. Hann býr í fallegu einbýlishúsi í Stokkhólmi og þá hugsar hann einnig vel um konuna sína, hana Guðrúnu, en þau hafa verið gift í mörg ár. Þegar Guðrún varö fimmtug var þaö ekkert annaö en falleg hálsfesti sem kom til greina. Annars hefur Stikkan alltaf þótt klókur fjármálamaður og veit í hverju hann á að f járfesta. llmboðsmaður Abba, Stikkan Anderson, með konunni sinni, henni Guðrúnu. Hann er mun rikari en Abbafólkið, þannig að eitthvað hefur hann fengið i sinn hlut af öll- um Abbaauðæfunum. Af Abbafólkinu er Björn ríkastur, á eignir sem nema um 90 milljónum króna, Benny kemur næstur með rétt tæpar 90 milljónir, síðan er það Agnetha með um 75 milljónir og Frida rekur lestina með um 65 milljónir. Hún þykir líka mesta eyðsluklóin af þeim fjórmenningum. HEF EKKITÍMA HL AÐ VERA „Á FÖSTU” — þannig mælir nýja leikstimið Erica Gimpel Fame fjallar um nokkur ungmenni sem fara í leiklistarskóla til að læra leiklist alveg frá grunni og hvemig þau eigi að haga sér í skemmti- iðnaðinum. Öll eru þau dugleg, skap- andi og sjúk í aö fá hlutverk. I Bandaríkjunum er verið aö sýna Fame annaö árið í röð og þátturinn nýtur gífurlegra vinsælda. Flestir eru sammála um aö aliir leikararnir nái aö sýna góöan leik en þó enginn eins og Erica Gimpel, sem er aðeins 17ára. „Hún hefur frábæra hæfileika, ótrúlega góöa.” Á þennan hátt lýsa kennarar við hinn fræga listaskóla í New York, The Highschool of Performing Arts, fyrrum nemenda sínum, EricuGimpel. „Hún er besti nemandinn sem nokkru sinni hefur verið í þessum skóla. Og leikur hennar sem hin lífs- glaöa og duglega Coco Hemandez í sjónvarpsmyndaflokknum Fame er nánast fullkominn,” segja fyrrum kennarar hennar. kvæmislífið eins og svo margir á hennaraldreigera. „ Auðvitað kemur sú tíö að ég fer út meö strákum og gifti mig. En þessa stundina hef ég svo margt annaö að gera aöþaðverðuraðbíða.” Erica byrjaði snemma að leika. Strax sem barn fór hún víöa um Bandaríkin meö móður sinni en að endingu settust þær að í heimsborg- inniNewYork. Þegar Erica var í þann mund að ljúka námi í leikskólanum bauðst henni að leika í Fame. Hún þáði boð- iö strax. Aö sögn kunningja Ericu skipta leikhúsin hana öllu máli og þar kem- ur ekkert í staöinn. Hún eyðir ölum stundum í leiklistina og hún segist ekki eiga neinn tíma aflögu til að vera meö strákum eða stunda sam- Nýjasta stjarnan vestanhafs, Erica Gimpel, sautján ára stúlka frá New York. Henni er spáð ótrúlegum fmrna á leiksviðinu, ekki sist vegna frá- bærs leiks imyndaflokknum Fame.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.