Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Síða 2
2 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Hvalir dregnir að landi á gufuknúnu hvalveiðiskipi um siðustu aldamót. Myndin er tekin út Hvalveiðiáhöfn ásamt hvalskurðarmeisturum við höfnina að Sólbakka i Önundarfirði. Þar af hvalveiðistöðinni á Framnesi við Dýrafjörð sem norskur hvalfangari að nafni Lauritz Berg rak Hans Ellefsen — norskur hvalfangari sem sést sitjandi lengst tH hægri á myndinni — og fólag hans, Viktor, rak. Ljósmyndir þessar tók Hermann Wendel. hvalstöð i tæp tuttugu ár. Hvalstöðin á Framnesi við Dýrafjörð. Á myndinni sóst hvalur kominn ó planið skömmu áður en hann var flensaður. í baksýn eru verksmiðjuhúsin. Athafnasvæði hvalstöðvarinnar að Sólbakka í önundarfirði. Flateyriibaksýn. Efmyndin prentast vel má sjá hvalskurðarmenn að störfum á planinu neðarlega tH vinstri. Útí í sjónum ættí að sjást i nokkra nýveiddu hvali sem biða þess að verða dregnir upp á hvalskurðarplanið. Myndin er tekin um siðustu aldamót. Ágrip af sögu hvalveiða viö íslaiidsstreiidur Konu sblóm Blómabúðin ÍRIS Kaupgarði Engihjalla 2 Kópavogi, sími 46086. BREIÐHOLTSBLÓM Arnarbakka 2 — Sími 79060 selanet en algengasta veiðiaðferðin og hin eina sem talin er hafa verið notuð við stærri hvali var að skutla þá eða járna eins og það var einnig kallaö. Því miður eru ekki til neinar gamlar lýsingar á því hvernig veiðin fór fram né hverskonar útbúnaður var viö hana hafður. Líklegt má þó telja að ekki hafi orðið verulegar breytingar á hval- veiðiaöferðum Islendinga öldum saman og hefur því lýsing Eggerts Olafssonar frá öndverðri átjándu öld á hvalveiðum okkar allmikiö gildi og á þannig í höfuðatriðum við fornöldina líka. Lýsing Eggerts er á þessa leið: „Það kemur fyrir að steypireyðar séu skutlaðar á Vestfjöröum. Þar skutla menn þær endrum og eins og aðra smærri hvalfiska, sem ætir eru. En veiðitækin eru ófullkomin og mjög undir hælinn lagt, hvort veiðin gefur nokkuð í aðra hönd, því að oftast flýja hinir særðu fiskar aftur til hafs og koma annaöhvort alls ekki aftur eöa þeir koma ekki fyrr en þeir eru grónir sára sinna, en eru þá ljónstyggir og fælast menn. Islendingar sækjast aðeins eftir törfunum og kálfunum, en veiða kýrnar aldrei, en þær halda sig alltaf á sömu slóðum, þar sem tarfam- ir leita þær uppi. Ef kýmar væm of- sóttar, mundu þær f lý ja og engra hvala verða þar vart meira. Fyrr á tímum, meðan enn var dugur og geta í lands- mönnum, vom þaö tilteknir menn, sem stunduðu hvalveiöar. Þeir smíðuðu sér stóra og sterka báta og lögðu saman tveir eöa þrír til að veiða hvalinn. Hann varskutlaöurmeöskutli, ertveir agnúar voru á, og var sterk taug fest viö hann. Framan á bátana bundu menn stóra hrísbagga, svo að þaö yrði sem erfiðast fyrir hvalinn að draga þá á eftir sér. Þótt veiðiaðferð þessi væri hættuleg, þá gaf hún góðan arð, því að þaö brást sjaldan, að hvalurinn næðist. Menn réðust aldrei aö honum annars staðar en inni á fjörðum, en samtímis rera menn á smábátum, hlöönum grjóti, fram á fjörðinn fyrir utan hann. Þegar hvalurinn leitaði undankomu, fældu þeir hann aftur inn á fjörðinn með áköfu grjótkasti, því aö allir hvalir óttast grjótkast, að því er menn halda vegna þess, að hann óttist, að steinn kunni að lenda í blástursholinu. Þegar hvalurinn var orðinn svo þreyttur, að unnt var að komast að honum, var hann stunginn meö lag- vopnum, og blæddi honum þá brátt út”. Hin forna og karlmannalega íþrótt að skutla hval Heimildir bera það með sér að hvalveiðar með þessum hætti voru nær eingöngu stundaðar af Vestfirðingum, einkum á Isafjaröardjúpi og í Amar- firöi. Sagt er að amfirskir sægarpar hafi lengst haldið við þeirri fomu og „karl- mannlegu” íþrótt að skutla hvali með handskutli. Fengust þeir við hval- veiðar allt fram að siöustu aldamótum þegar hvalir hættu að koma inn fjörð- inn. Til er frásögn manns frá þeim tíma þegar hvalir vom veiddir meö fornum hætti við strendur landsins. Er sagt svo frá að hvalveiðimenn hafi róið út á stóru skipi, áttæringi eða teinæringi. Stóð hvalskytinn, sen svo var skutlar- inn nefndur, í stefni, vel skorðaður. Skutullinn sjálfur var jafnan mjög sterkur. Við hann var festur strengur, sem hægt var að gefa út svo tugum faöma skipti, en á strengnum voru margar tunnur sem hvalurinn varð að draga þangað til hann gafst upp eða sprakk. Þrátt fyrir útbúnaö þennan kom þaö þó fyrir að ekkert varð við hvalinn ráðið og þurfti að höggva frá strenginn svo að hvalurinn drægi ekki allt í kaf. Oft reyndist svo erfitt að fá gott færi á hvalnum. Þaö var kallað gott færi ef biliö var ekki nema tíu faömar. En algengast var að skutla hvalinn á tólf til fimmtán faðma færi. Þótti vönum skutlurum það vel viðráðanlegt. Hvalaskutlarar ætluðu sér vissan blett á hvalnum til að skutla á, utan við háhrygginn, rétt ofan við hornið svonefrida. Töldu þeir að skutull á þeim staö væri hvalnum hættulegast- ur, mæddi hann mest og gerði honum erfiðast að leggjast í djúpkafiö. Sem að líkum lætur tók hvalurinn jafnan ákaft viöbragð þegar jámiö hljóp í hann. Svo mikil vom oft umbrot hvalsins og buslugangur þegar hann kenndi járns- ins að stórhættulegt gat verið fyrir bát- inn og bátsverja og þurfti mikla aðgát ef forðast átti slys. Nokkuð var það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.