Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Síða 4
4 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Ágrip af sögu hvalveföa viö ísland Arið 1842 var hvalveiöifloti Bandaríkjamanna um sexhundruö skip, en allar aörar þjóðir heimsins áttu þá aðeins tvöhundruð og þrjátíu hvalveiðiskip samtals. Stærstur mun flotinn hafa orðið árið 1846, sjöhundruð þrjátíu og fimm skip. Stærsta útgerðarborg hvalveiöiskipa var um þessar mundir New Bedford. Hin gegndarlausa hvalveiði Bandaríkjamanna hlaut að hafa örlagarík áhrif á hvalastofninn, enda rakbráttaðþví. Þegar liða tók fram um 1840 fór veiðin að tregast ískyggilega, og um miðja öldina var útgeröin farin að berjast í bökkum sakir aflaleysis, þrátt fyrir mjög hátt verð á lýsi. Fækk- aði skipunum með hverju ári, svo að um 1874 voru aöeins gerðir út fáir tugir hvalveiðiskipa. Síðan hafa hvalveiðar Bandaríkjamanna verið í smáum stíl. Þeir gera að vísu út til þessara veiða ,enn í dag, en aðeins f áein skip. Um og eftir 1860, þegar hvalveiöar Ameríkumanna stórminnkuðu ár frá ári, og allir sáu að stefndi í beinan voða, leituðu röskir útgerðarmenn , fyrir sér um allar jarðir, þar sem hugsanlegt var að hvals yrði aflað. Fluttu sumir þeirra bækistöðvar sínar langt frá eigin heimkynnum. I þeim hópi var maður, sem örlögin báru að ströndumlslands. Thomas Roys er maður nefndur. Hann var Bandaríkjamaður og átti heima í New York. Roys gerði út skip til hvalveiða. Kenndi hann á hinu sama og aörir útgerðarmenn hvalveiöiskipa, að aflinn stórminnkaði með ári hverju eftir að kom fram yfir miðja nítjándu öldina. Um 1860 mátti heita að hval- veiðar Bandaríkjamanna nálguöust þrot, og útgerðin væri á heljarþröm. Thomas Roys hafði um skeið unnið að merkilegri uppgötvun, sem hann gerði sér vonir um að breytt gæti aðstöðu allri við hvalveiðar. Hann fékkst viö það að finna upp hvalabyssu sem gæti skotið skutli með viðtengdri eins konar sprengikúlu. Átti sprengjukúlan aö springa þegar í hvalinn kæmi, og stytta lífdaga hans að miklum mun. Hafði Roys fengið einkaleyfi á þessari uppgötvun sinni, en var ekki kominn svo langt áleiöis að verulegur árangur hefði náðst, þegar veiðin mátti heita til þurrðar gengin í öllum höfum nálægt heimkynnum hans. Nú var það um þessar mundir, að Roys fór að svipast um eftir bækistöðvum einhvers staðar á hnettinum, þar sem hann gæti reynt uppgötvun sína og ef til vill rekið hval- veiðar með árangri. Einhverjar or- sakir, sem nú munu ókunnar, beindu huga hans til Islands. Það mun hafa verið árið 1862 sem Roys sótti um þaö til dönsku stjómarinnar að mega reka hvalveiðar frá Islandi. Hefur hann eflaust látið þess getið, hvaða vonir lægju til þess, að um arðvænlegan at- vinnuveg væri að ræða, ef sér tækist að fullkomna uppgötvun sína. Málaleitan þessari hefur verið vel tekið, að því er best verður séð, en það skilyrði þó sett, að Roys gerðist danskur ríkisborgari. Gekk hann fúslega að þessu. Þetta sama ár mun Roys hafa farið hingaö til Islands til að kynna sér staöhætti og velja aðsetur fyrir hvalveiðarnar. Þóttu honum Austfirðir liggja best við til veiöanna og ákvaö að gera þaðanút. Vorið 1863 kom fyrsti hvalveiði- leiöangur Roys til Islands. Helsta skip leiðangursins hét Reindeer og var all- stórt barkarskip. Annars fór sjálf veiðin fram á löngum og rennilegum róðrarbátum og var hvalabyssunni komiö fyrir í stafni þeirra. Þaö er skemmst frá því aö segja aö veiði Roys gekk treglega fyrsta sumarið og var því einkum kennt um hve útbúnaður hvalabyssunnar var ennþá ófullkom- inn. Áriö eftir kom Roys þó aftur með lið sitt að Islandsströndum og tókst þeim þá allmiklu betur til. Sumarið 1865 var aflinn svo orðinn nokkuð góður og var þá svo komið aö ekki leit mjög illa út með hvalveiðar þessar. En þá um haustið gerðist það óhapp að Roys missti helsta hvalveiðiskipið sitt, Reindeer, í ofviöri við Austfirði. Skipið brotnaði og sökk. Þetta var svo mikið áfall fyrir Thomas Roys og félaga hans að þeir áttu ekki annan kost en gefast upp og leggja árar í bát. Var þar með lokið þriggja ára hvalveiðum þeirra við Island. Fallvalt gengi Dana við hvaiveiðar Þegar Thomas Roys neyddist til að hætta hvalveiðum við Island, urðu aðrir til að taka upp þráöinn. Það voru Danir. Þeir höfðu fylgt tilraunum Roys viö Island af allmiklum áhuga, og hugðust nú byggja á reynslu hans meö því að ráða til sín hvalveiðimenn er hjá honum höfðustarfað. Varstofnað félag til að reka veiðarnar. Hét sá Otto C. Hammer, sem var lífið og sálin í þessum félagsskap. Hlutafé þessa félags var ákveðið hálf milljón ríkisdala sem þóttu gífurlegir fjármunir í þá daga. Var brátt hafist handa um framkvæmdir og fyrsta verk Hammers var að láta smíða nýtt gufuskip í Englandi. Var þaö mikið fley og nefndi Hammer það Thomas Roys í höfuðið á hinum ameríska hvalveiðifrömuði. Smíði þessa skips var lokið vorið 1866 og hófst útgeröin þaö sumar. Hammer reyndi fyrir sér með hvalveiðar víðs vegar í kringum landið. Einkum hélt hann sig við Austurland framan af sumri en síðan út af Vestfjörðum. Komst hann í tæri við allmarga hvali og skaut þá, en mikill meiri hluti náðist ekki og tapaðist með öllu. Varð hvorki meira né minna en sextíu og fimm þúsund ríkisdala rekstrarhalli hjá fyrirtækinu þetta fyrsta starfsár. En þrátt fyrir það gerðu forráðamenn fyrirtækisins sér vonir um að úr rættist. Næstu tvö árin, 1868 og 1869, hélt danska fiskveiðifélagið áfram störfum þótt stöðugt tap væri á rekstrinum. I janúarmánuöi 1870 hélt félagið ársfund að vanda og voru þar lagðir fram reikningar ársins á undan. Höföu út- gjöld ársins 1869 orðið þrjátíu og sex þúsund ríkisdölum meiri en tekjumar. Á þeim forsendum ákvað fyrirtækið að hætt skyldi hvalveiðum á Islands- miöum enda þótti mörgum Dananum þá orðið sýnt að slíkar veiðar borguðu sig seint og jafnvel aldrei. Með þessu var hvalveiðum Hammers lokið og fór fyrirtæki hans á hausinn skömmu síðar. Eins og lítið eitt hefur verið vikið að hér áður tóku menn mjög að brjóta heilann um ný og hentug skotfæri til að vinna hvalina eftir að komið var fram á nítjándu öldina. Bæði Ameríkumenn og Bretar gerðu tilraunir með „granat”-byssu en árangurinn varð ekki sérlega góður eins og sagan sannar hér á undan. Eitthvað skorti á til þess aö uppgötvunin kæmi að fullum notum. Það var Norðmaður sem leysti vandann og lagði um leið grundvöll aö nútíma hvalveiðum þar sem Norðmenn hafa verið ein af forystu- þjóðum. Þessi Norðmaður hét Svend Foyn. Áriö 1876 fann Svend Foyn upp sprengjuskutulinn svonefnda sem skotið var af fallbyssu og ætlað var að drepa dýrið með einu skoti og festa um leið við það taug svo draga mætti dýrið að veiöiskipinu. Sprengjuskutull Foyn erenn notaður. Þessi uppgötvun leiddi til þess að hvalveiðar jukust stóriega við strendur Noregs og hvert hvalveiði- Hlutafélagið Hvalur var stofnað árið 1948. Frá þeim tíma hefur það gert út fjóra hvalveiðibáta úr hvalstöð félagsins i Hvalfirði. Það má heita síðasta vigi hvalveiða við ísland og verður að likum lagt niður eftir þrjú ár þegar igildi gengur algjört hvalveiðibann Alþjóða hvalveiðiráðsins sem samþykkt var síðasta sumar og Alþingi ákvað að mótmæla ekki i upphafiþessa mánaðar. félagið af öðru spratt upp. Aö nokkrum árum liðnum var svo komiö að hvalstofninn við Noregsstrendur var næsta uppurinn. Sakir þessarar gegndarlausu ofveiði fóru norskir hvalveiöimenn því að hugsa sér til hreyfings. Arið 1882 voru þeir famir að hyggja að nýjum hvalveiðisvæðum. Fyrstur norskra hvalveiðimanna til að beina sjónum sínum til Islands var ein- mitt kempan Sven Foyn. Að vísu var honum vel kunnugt um það hvílíkt tap hafði orðið á þeim rekstri sem áður haföi verið stundaöur á Islandsmiöum en hann treysti því að hinar nýju hent- ugu byssur sínar svo og hraðskreiðir gufubátar gætu y firunnið þá erfiðleika. Hvalstöðvarekstur Norðmanna hefst í iandinu Sven Foyn kom fyrst til Islands árið 1882 og í þeirri ferö mun hann hafa lagt grundvöllinn aö því að byggð var hval- veiðistöð á Langeyri við Álftafjörð í Isafjarðardjúpi. Svend Foyn átti þrjá' fimmtu hluta þessarar stöðvar en framkvæmdastjóri var Thomas Amlie. Vorið 1883 hófust þessir menn handa á Langeyri. Fluttar voru ýmsar vélar og tæki frá Noregi og þeim komið upp á Langeyri. Ekki var notaður nema einn hvalveiðibátur þetta sumar. Nefndist hann Isafold. Aflinn var fremur rýr eða rétt um einn tugur hvala. Þeir félagar, Foyn og Amlie, mættu þegar ýmsum erfiðleikum af hálfu íslenskra og danskra yfirvalda, sem litu það nokkru hornauga, aö að- komumenn þessir tækju að raka saman fé hér við land. Urðu ýmsar rekistefnur út af þessum málum. Þess var krafist að Amlie gerðist danskur ríkisborgari. Jafnframt hófst á Alþingi allhörð sókn á hendur hinum nýju gest- um. Tveir alþingismenn, Einar Ásmundsson, þingmaður Eyfirðinga, og Ásgeir Einarsson, þingmaður Strandamanna, báru fram sumarið 1883 frumvarp um friðun hvala. Höfuðástæðuna töldu þeir þá að „hvalir séu nauðsynlegir til að reka síld upp á grunn, þar sem hægt er að veiöa hana með síldamótum”. Sven Foyn var skapstærri maður en svo að hann vildi eiga í langvarandi „stappi og argaþrasi við seinfær og silaleg yfirvöld”. Leiddist honum þvarg þetta og tók þá ákvörðun þegar eftir fyrsta starfsár hvalveiðistöðvar- innar á Langeyri að hætta afskiptum sínum af þeim rekstri. Seldi hann félaga sínum Thomas Amlie hlut sinn í fyrirtækinu og hvarf aftur til Noregs en Amlie hélt áfram starfi sínu í Isa- fjarðardjúpi. Hann hafði slíka trú á fyrirtæki þessu að honum datt ekki í hugaðhætta viönýhafiðverk.Þaðfór líka svo að þegar að loknu fyrsta starfsárinu tók hvalveiðin undan Vest- fjörðum að glæðast til muna frá fyrra sumri. Fyrirtækið fór að gefa nokkum arð. Thomas Amlie fékk að vera einn um hvalveiðar viö Island næstu fjögur ár. En smám saman komu aðrir Norðmenn auga á það að fyrirtæki hans blómgaðist dável þótt ekki léti þaðmikiö yfirsér. Vorið 1888 fór Norðmaðurinn Hans Ellefsen í einskonar könnunar- leiðangur á hvalslóöimar viö Islands- strendur. Hann varð næsti hvalveiði- maðurinn sem til Islands fluttist. Valdi hann fyrirtæki sínu stað að Sólbakka í Önundarfirði og fluttist þangað með veiðistöð sína vorið 1889. Hóf hann þegar veiðamar með tveimur hval- bátum. Þeim fjölgaöi brátt og vom orðnir fimm árið 1893, sjö um alda- mótin, en vom flestir níu árið 1908 og næstu ár á eftir. Auk þessara báta hafði Ellefsen nokkur flutningsskip. Fyrirtæki hans er stærsta hvalveiðiút- gerðarfélag sem nokkru sinni hefur starfað á Islandi. Segir og í norskri heimild að Ellefsen hafi rekið stórfelld- ustu hvalveiðar sem sögur fara af um aldamótin í öllum Noröurhöfum. Af þessum sökum er rétt aö staldra aðeins við í hvalveiðisögunni og aögæta nánar rekstur hvalveiöistöðv- arinnar á Sólbakka, bæði vegna umfangs hennar svo og til að gefa innsýn í rekstrarhætti norskra hvalveiðistöðva við Island um síðustu aldamót. Rekstur Ellefsen á Sólbakka — vinnan á sjó og iandi Eins og fyrr er greint frá hafði fyrirtæki Ellefsen yfir mörgum hvalveiöibátum að ráða. Á hverjum báti vom að staöaldri níu menn. Einn þeirra var skipstjóri og venjulega var hann einnig skyttan. Þá kom véla- meistari og tveir kyndarar. Því næst matsveinn og loks fjórir hásetar. Að minnsta kosti einn þeirra var íslenskur og var hann, laganna vegna, skráður skipstjóri þótt hann réði engu um borð. Hann var því ekki annaö en það sem á sjómannamáli er kallað „leppur”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.