Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Qupperneq 8
8 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Það er hægt að stunda list í þessu landi án allra skil- yrða ofan frá, án þess að hin borgaralega bírókratia sé sífellt að setja listafólki mörk. Ungt listafólk, sem nú um þessar mundir er að út- skrifast úr sínum skólum, sér fram á heldur ræfils- lega framtíð. Tækifærin eru aum ef þau eru þá einhver. Það eru ágætis braggar og skemmur í borginni sem standa auð, í mörg- um tilvikum fínir salir, gott pláss, sem pottþótt væri að nýta í þágu ungs listafólks. Ungt listafólk hefur ekki til neinna pólitíkusa að leita tH að koma hags- munum sínum áfram. Af þeim sökum er það látið afskiptalaust. Þeir sem hafa völdin hafa enga yfirsýn yfir það sem unga fólkið er að fást við. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað það er sem gi/dir i hugum þess á hverjum tíma. LIST - LIST - LIST - LIST -LIST - LIST - LIST - LIST - LIST -LIST - LIST - LIST - LIST - LIST -LIST ; • JJstin er ekki punt heldur aggresjón og mfimfsvarði nm lífid’ hringborðsumræður um Nýir straumar hafa skollið á listaströndina. Listin er ekki lengur dularfull, ekki lengur heil- agt viðfangsefni ríkisstyrktra /istspíra. Nýkyn- s/óð erkomin fram sem í /istsköpun sinni gefurr lítið eftir þeim krafti sem einkenndi athafnir hippanna á sínum tíma. Dæmi um þetta er andrúmsloftið sem ríkti í kringum Hringbraut hundrað og nítján er þar var haidin andleg veisla /istafólks undir nafninu Gullströndin andar. Henni lauk um síðustu helgi og hafði þá staðið í rúmar tvær vikur. Þar komu saman vel yfir hundrað einstaklingar; Ijóðskáld, myndHstarmenn, rokkarar, leikarar; al/t fulltrúar þeirrar kynsióðar sem nú er að vaxa úr grasi. Til að kynnast viðhorfum hennar — þeim s/ag- krafti sem s/ær í hjörtum ungs listafó/ks í dag — var stofnað til hringborðsumræðna með nokkr- um Gullstrandarbúum og þeir beðnir að viðra skoðanir sínar um list og sköpun hennar. Þeir voru eftirtaldir: Anton Helgi Jónsson skáld (AHJ), ÁrniIngó/fsson mynd/istarmaður (Ál), Bubbi Morthens tónlistarmaður (BM), Guð- mundur Oddur Magnússon myndlistarmaður (GOM), Kristján Steingrímur Jónsson myndlist- armaður (KSJ), Va/garður Gunnarsson mynd/ist- armaður (VG) og Þorlákur Kristinsson myndlist- armaður (ÞK). Fyrst er fjallað um ástæðu þess að listfestivalið Gullströndin andar varð að veru- leika. ÞK: „Hugmyndin um svona listsýn- ingu eins og Gullströndin hefur lengi legiö í loftinu. Þetta er margra ára draumur sem nú fyrst er orðinn að veruleika. Einhvern tíma fyrir ári var til dæmis rætt um að leigja stórt sirkustjald og láta það standa heilt sumar í borginni, hafa það opið fyrir alls kyns aktívitet; músík, myndlist, performansa, ljóð- list, kvikmyndir og yfirleitt alla mögu- lega kúnst. Þessi hugmynd var um tíma komin á nokkuð alvarlegt plan hjá okkur, að minnsta kosti trúöum við því að hún væri framkvæmapleg. En svo kom ýmislegt til sem olli því að við drifum ekki í þessu þá. Síöan gerðist þaö fyrir nokkrum mánuöum að okkur barst til eyma — eins og öðrum landsmönnum — að efna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.