Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Sha 9semi áfengis — Drykkjusiðir ísiendinga og Finna hafa iöngum þótt svipaðir þótt þjóðirnar séu óiíkar að öðru leyti. / eftirfarandi grein eru tekin fyrir ýmis vandamái vegna áfengis- drykkju í Finniandi. Eru þetta sömu vanda- máiin og við eigum við að giíma? Alkóhól er efni sem hefur áhrif á miötaugakerfið og breytir tilfinninga- naemi og hegðun fólks. Fyrst og fremst dregur þaö af ýmsum ástæðum úr angistartilfinningu og taugaóstyrk. Þetta leiðir af sér frjálsari umgengnis- hætti fólks, það á auðveldara með að talast við, fólk er opiö og á auðveldara með að láta tilfinningar sínar í ljósi en þegar það er allsgáð. Drykkir sem innihalda alkóhól hafa sem sagt jákvæð áhrif og á þeim áhrifum byggist notkun drykkjanna í þúsundir ára sem samkvæmis- og hátíða- drykkja. En hin jákvæðu áhrif áfengis hafa einnig neikvæðar afleiðingar í för með sér. Því meiri huggun og gagn sem fólk telur sig f inna i áfengi þeim mun meira og oftar þarf það að drekka. Áfengi hefur þannig sálræna og aö lokum likamlega þörf í Fór með sér. Því minna vaid sem fólk hefur á drykkju sinni því meiri líkur eru á því að í ljós komi ýmsir félagslegir og efnahags- legir erfiðleikar samfara heilsubresti. Afengi minnkar hæfileika fólks til að leysa af hendi flókin verkefni. Þess vegna getur jafnvel lítið magn áfengis, sem drukkiö er á röngum tíma og röngum stað, orsakað umferðarslys, vinnuslys, drukknun eða til dæmis fall á hálli götu. Ef drukkið er mikið af áfengi í einu missir fólk auðveldlega stjóm á sér. Það rífst, lendir í átökum — í versta til- felli geta misþyrmingar eða manndráp átt sér stað, svo ekki sé talaö um allt annað ónæöi sem af þessu hlýst. Áfengið veldur þannig nánast tvenns konar skaða; í fyrsta lagi skaða sem myndast eftir mikla og langvarandi áfengisneyslu og í öðru lagi skaða sem gerist eftir neyslu í eitt skipti. Sá fyrr- nefndi er einkennandi fyrir fólk sem við köllum alkóhólista en þeim síöari getuf hver sá er neytir áfengis orðið fyrir. 30 lítra af hreinum uinanda á ári og þar yfir flokkaðir sem óhófs- neytendur. Þetta magn sam- svarar fimm, sex bjórum á dag, fimm fíöskum afrauðvini á viku eða tveim fíöskum af vodka um hverja helgi. Samkvæmt þessari fíokkun voru það ár um það bil 250 þúsund óhófsneytendur i Finnlandi. Áður en við lítum nánar á skaðsemi áfengisins skulum viö kynna okkur hvemig og hve mikið fólk drekkur í Finnlandi nú á tímum. Neyslan hefur aukist 1 dag drekka Finnar að meðaltali þrisvar sinnum meira en fyrir 15 ámm. 1 lok sjöunda áratugarins fór meöaltalsáfengisneyslan stígandi. Hún hélt áfram að stíga fram til ársins 1974 sem er hámarksneysluárið hingaö til (meðaltalsneyslan það ár var 6,45 lítrar af hreinum vínanda á mann). Frá árinu 1974 hefur meöaltalsneyslan minnkað litillega. Ástæður að baki aukningunni Frá því síðari heimsstyrjöldinni lauk hefur áfengisdrykkja aukist um allan heim. Það er talið að hinar miklu sam- félagsbreytingar sem átt hafa sér stað í löndum víða um heim eigi hvaö stærstan þátt í því. Fólk fluttist úr sveitunum í borgimar og breytingin á atvinnu- og lifnaðarháttum hafði í för með sér rótleysi og óöryggi. Samtímis jukust frístundir, tekjur hækkuðu og hinir stóru aldurshópar eftirstríðsár- anna uxuúrgrasi. Drykkjuvenjur — „aukin víma" Rannsóknir sýna aö milli áranna 1969 og 1976 urðu drykkjuvenjur finnsku þjóðarinnar æ ofsafengnari. Nú orðið drekka sífellt fleiri, flestir drekka meira magn en áður og mun stærri hluti neyslunnar fer fram í vímutilgangi. Stærsti hluti neyslu- aukningarinnar í byrjun áttunda ára- tugarins átti rætur að rekja til þess að meira var drukkið hverju sinni en í lok sjöunda áratugarins. Aftur á móti hefur ekki borið á því að Finnar drekki oftar en áður. Þeir drekka sem sagt ennþá fremur sjaldan en mikið magn þegar drukkið er á annaö borð. Stærri neytenda- hópur Neyslan jókst einnig meðal finnskra kvenna. Árið 1969 var fjöldi þeirra kvenna sem ekki neytti áfengis ennþá 35 af hundraði. 1976 var f jöldinn 20 af hundraði. Þar að auki stækkaöi sá hluti sem konur áttu í áfengisneyslu þjóðarinnar í heild. Þrátt fýrir þetta drekka karlmenn áberandi meira en konur. Fjóra lítra af hverjum fimrn,, sem drukknir eru, drekka karlmenn, þann fimmta drekka konur. Aldur þeirra sem byrja að neyta áfengis hefur einnig lækkað og i dag er áfengisneysla orðin nokkuð almenn þegar hjá 14 ára unglingum. Síðustu rannsóknir benda þó til jákvæðrar þró- unar miöað við árið 1973. Aldur þeirra sem bragöa áfengi í fyrsta sinn hefur stigiö bæði meðal drengja og stúlkna. Einnig hefur áfengisneyslan minnkað i öllum aldurshópum unglinga og fjöldi þeirra sem ekki bragða áfengi hefur aukist. Meðal vín- og bjórþjóða er meðal- talsneysla áfengis án undantekninga meiri en meöal brennivinsþjóða. Neyslan skiptist nokkurn veginn jafnt milli hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Afengi er mikiö notað sem drykkur með mat einnig á virkum dögum. Sem dæmi má nefna að sá háttur sem Frakkar hafa á vínneyslu er „fínni” og mun öruggari fyrir samborgarana en finnski hátturinn. t Finnlandi fær umhverfi þess drukkna bæði að sjá og heyra og þar að auki að finna fýrir áhrifum drykk junnar. Vegna þessara „fínni” drykkjuvenja er auðvelt að draga þær ályktanir að franski hátturinn á áfengisneyslu hafi enga skaðsemi í för meö sér. Sam- bandið milli skaðseminnar og neysl- unnar er þó enn fyrir hendi án tillits til þess hvaða augum aörir líta ástand áfengismála í landinu. Frakkinn drekkur að meðaltali tvisvar og hálfu sinni meira en Finninn. Þannig er skorpulifur næstalgengasta dauöa- orsökin í Frakklandi. Þar aö auki er meiri fylgni á milli fjölda vímutilfella og ölvunar við akstur, slysa, mistaka í vinnu og svo framvegis heldur en þjóð- Af hverjum fimm litrum af brennivini sem drukknir eru i Finnlandi drekka karlmenn fjóra en konur einn. Skaðsemi og neysla Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að skaðsemi vegna neyslu áfengis er í nánum tengslum við þær breytingar sem verða á heildameyslunni. Því meira sem drukkið er þeim mun meiri skaðsemi af ýmsu tagi. Sambandið milli neyslu og skaösemi er þó ekki beint og leiðir ekki af sjálfu sér. Það fer eftir drykkjusiöum í landi hverju hvaöa tegund skaösemi er algengust. Drykkjuvenjur hinna ólíku þjóöa eru yfirleitt nefndar eftir þeim drykk sem mest er neytt af. Það er talað um vín-, bjór- og brennivíns- þjóðir. ernis neytenda. Vegna drykkjusiðanna er aöeins erfiðara aö uppgötva skaö- semi áfengis í Frakklandi. Drykkjuvenjur í Finnlandi: neyslan safnast saman Finnar eru dæmigerð brennivínsþjóð þar sem ráöandi drykkjuvenjur hafa eftirfarandi einkenni: — Áfengis er neytt, næstum því án undantekninga, i frístundum. — Þau tækifæri sem drukkiö er viö eru mjög frábrugðin öðru líferni. — Afstaðan til áfengisins er tvíbent: annars vegar gyllir fólk það fyrir sér, hins vegar hefur fólk mjög neikvæða afstööu til þess. FRANSKI HÁTTURINN -\r e A r Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur FINNSKI HÁTTURINN Sunnudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimm tudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.