Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 16
16 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Bækur og bókasöfn XVI Enginn vafi er á, aö stofnun Hins ís- lenzka lærdómslistafélags, sem getið var um í lok síöustu greinar, megi rekja til hinnar nýju upplýsinga- og fræðslustefnu, sem þá haföi rutt sér braut víöa um lönd og einnig gripiö hugi margra Islendinga. Var á þetta drepiö lítillega áöur, (XIII. grein), og Jón Eiríksson þar nefndur meöal hinna islenzku frumherja, en hann var ein- mitt kjörinn forseti þessa nýja félags. Er talið, aö J.E. hafi ráðiö mestu um stefnu „Félagsritanna gömlu”, sem svo eru oft nefnd til aðgreiningar frá Nýjum félagsritum, höfuömálgagni Jóns Sigurössonar um langa hríö. Fluttu hin fyrmefndu mikinn fróðleik um ýmis efni, sem talin voru koma ís- lenzkri alþýöu aö gagni, og er raunar flestra álit,aö ritin hafi oröið lands- mönnum aö mörgu nytsamleg. Heföi tæplega mátt annars vænta af þeim læröu og dugmiklu mönnum, er þar lögöu af mörkum og síöar uröu lands- kunnir, en í þeim hópi voru m.a., auk Jóns Eiríkssonar sjálfs, Jón Steingrímsson, Hannes Finnsson, Olafur Olavíus, Sveinn Pálsson, Skúli Magnússon, Olafur Stephensen, Magnús Stephensen og Benedikt Gröndaleldri. Dofnar yfir starfseminni Eftir lát J.E. (1787) tók félaginu smám saman aö hnigna, og þegar áriö 1790 var séð hvert stefndi. Starfaöi þaö þó enn um hríö eöa allt fram á áriö 1798, er unniö var að útgáfu 15. bindis tímaritsins fyrir áriö 1794, en því varð ekki aö fullu lokið. Ekki gaf félagið út önnur rit en umrætt tímarit. Rit þess íslenzka Lærdómslistafélags, ef frá er talin fyrrnefnd „Skrá” um samþykktir þess, Kh. 1780 og Nýjar samþykktir, Kh. 1787. Er h'klegt aö deyfö sú, er kom yfir félagiö á síöari hluta æviskeiös þess, hafi sumpart stafað af því, að hinn norskættaði forseti, Lauritz Thodal, hafi ekki valdið verkefninu aö hvetja alþýöu á íslandi til dáöa í menningarefnum og atvinnuháttum, en hitt hefur væntanlega vegiö þyngra, aö upphafsmennimir hurfu smám saman heim og aörir létu ekki hrífast til að halda uppi merki þeirra. Urshtum hefur síöan ráöið stofnun Landsuppfræðingarfélagsins áríö 1794, fyrir forgöngu Magnúsar Stephensen, en hann haföi áöur verið talsvert viö útgáfu rita Lærdómslistafélagsins rið- inn og um tíma gjaldkeri þess. Að hinu nýja félagi stóöu jafnframt ýmsir helztu embættis- og menntamenn landsins meö Olaf Stephensen stift- amtmann í fararbroddi, er kjörinn var forseti félagsins, en aörir stofnendur Stefán Þórarinsson amtmaöur, Hannes Finnsson biskup, Stefán Stephensen síðar amtmaöur og Markús Magnússon prófastur í Göröum á Álftanesi. Þá hefur Bjöm Gottskálksson tengdasonur Boga Benediktssonar í Hrappsey þegar verið nefndur, en hann haföi skömmu áöur keypt Hrappseyjarprentsmiðju og gerztforstööumaöur hennar. Magnús Stephensen Enda þótt fyrrnefndir forgöngumenn Landsuppfræðingarfélagsins hafi áöur veríð styrktarmenn Lærdómslista- félagsins og vel kunnir starfsemi þess, var allt framkvæði við hiö nýja félag strax í upphafi og ávallt síðan í höndum Magnúsar Stephensen, sem telja veröur í hópi eftirtektarveröustu og aðsópsmestu Islendinga, sem uppi hafa verið Hann var fæddur aö Leirá í Borgarfirði 27. desember 1762, sonur Olafs Stephensen síðar stiftamtmanns, en móðir hans var Sigríöur Magnús- dóttir amtmanns Gislasonar. Mjög var vandaö til uppeldis hans og menntunar í heimahúsum með aðstoö beztu kenn- ara, sem völ var á, en þaöan lá leiöin í Skálholtsskóla áriö 1778. Aö þeirra tíma sið var í skólanum lögö höfuö- áherzla á fornmálin, latínu og grísku, en auk þess kennd þýzka og franska. Ensku lærði M.S. hinsvegar ekki fyrr en löngu síöar. Sagt er, aö bæöi Bjami Jónsson rektor og sérstaklega Hannes Jónsson biskup hafi lagt mikla rækt viö menntun hans, og aö prófi loknu varö Scffrtíicíff oöCr t)cn npc SMCöttó I ®eft^CT«»tcfie»í#6*Pel i 5faret 1783. €*fter 5?öngcíicj aQernaabtgjle SBefafíttg forfaftet* cg reö ist Jvonaclitjc Dtenícfammerc 3-oranftaItnittg. ntigtoen fD?oðttu§ 0tep£cnfctt; íkiiíte mirasul* tnovet, faciemqmt mittat locis, 3c áefert mow<», fubrigit pl«na, vailes e»tuber*t, novas- in profcntlo in* fulas erigit. Sinsca Qvæft. Kat. tibr. vr, de Urrtr motn C*p, jV, ifySZ. 5He&ettf>a»n, 1785» $rpft Sorfafterení SBefoffnt'ng , |oií ^ólítr. JÖLABÖK fSAFOLDAR 1971 Fyrsta rít Magnúsar Stephensen, lýsing á Skaftáreldunum 1/83, er út kom i Kaupmannahöfn 178S. Landsuppfræð- ingarfélagið tehur til storfa hann um kyrrt viö frekara nám hjá Hannesi í tvö ár. Vel fjáður og menntaður hélt Magnús síðan til Kaup- mannahafnar til háskólanáms áriö 1781. Voru áhugaefnin mörg og kom hann því víöa viö í námi, m.a. lagöi hann nokkra stund á guðfræði, en einnig náttúrufræði. Hinsvegar las hann lögfræöi til háskólaprófs aö ósk fööur síns, og lagöi þar grundvöll aö embættis- og ævistörfum sínum þótt þau yröu raunar æöi fjölþætt á ferli þessa mikla dugnaðar- og afkasta- manns. Trúnaðarstarf á námsárum Ekki varö háskólanámið þó samfellt, að nokkru vegna veikinda, en Magnús haföi verið heilsuveill lengi framan af aldri. Hinsvegar var honum á þessu tímabili falið að halda til Islands ásamt Levetzau, síöar stiftamtmanni, til könnunar á afleiöingum Skaftáreld- anna og til ábendinga um, hvemig Böðvar Kvaran skril' ar um bækurog bökasöfnun hægt væri aö veröa hinum hrjáðu íbú- um aö liði. Var M.S. auk þess sérstak- lega faliö að gera ítarlega skýrslu um þessar náttúruhamfarir allar, upphaf þeirra og umfang. Ritaöi hann um þetta efni bókarkorn, Kort Beskrivelse over den nye Vulcans Ildspurdning í Vester-Skaptefiels-Syssel paa Island í Aaret 1783, og kom þaö út í Kaup- mannahöfn 1785. Er bók þessi nú mjög fágæt í upphaflegri útgáfu, en hún var gefin út á ný ljósprentuö í flokki Jóla- bóka Isafoldar áriö 1971. Þá má geta, að William Jackson Hooker þýddi bók þessa á ensku og felldi inn í ferðabók sína 2. útg., London 1813, n. bindi, bls. 124-261. Örlagarík ákvörðun I Kaupmannahöfn hafði Magnús fengiö álitlegt embætti í stjómarráö- inu, sem gaf augljóst fyrirheit um frekari frama. Segist hann í ævLsögu sinni hafa iörast alla ævi að hafa afsalað sér þeim framavonum í stað þess aö veröa „þungt straffaður með þeim margvíslegu þungu reynslum, sem á Islandi biöu hans, en sem hann í Danmörku líklegast aldrei reynt heföi”. Telur Magnús mestu hafa valdið um þá ákvöröun að hann var frá unga aldri heitbundinn frænku sinni, Guörúnu Vigfúsdóttur, er áður hefir veriö nefnd, en hún haföi er hér var komið sögu beöiö í þeim festum í 8 ár. Veröur nú stiklaö á stóru. Magnús gekk til lögfræðiprófs dagana 7.-8. maí 1788, er allt fór fram á latínu, og lauk því meö lofi (laudabilis). Síöar eða h. 23. sama mánaðar var honum veitt varalögmannsembættiö í norður- og vesturamtinu, og lögmaöur varö hann næsta ár í stað Stefáns Þórarins- sonar amtmanns, er haföi gegnt því embætti jafnhliða störfum amtmanns yfir norður- og austuramtinu. Aö lokum var Magnús skipaöur dómstjóri Landsyfirréttar áriö 1800, en því embætti gegndi hann til æviloka. Litríkur æviferill Enda þótt telja megi, að framan- greind frásögn af Magnúsi Stephensen hafi oröið í lengra lagi og nokkru utan þess umræðusviðs, sem þessum grein- um er ætlað, varö ekki hjá því komizt að rekja að nokkru feril þess manns, er varð einn hinna umsvifamestu í sögu landsins um langt árabil. Þegar hér er komiö, er hann hinsvegar viö upphaf starfsævinnar, nýkominn heim frá námi áriö 1788, kvæntur sama ár og búsettur aö Leirá. Engin tök eru því hér aö rekja framhaldið á sviði at- vinnu- og verzlunarmála, dómsmála svo og almennra landsmála þar sem M.S. kom alstaðar aö meira eöa minna leyti viö sögu, en þess í staö aö nýju horfið aðafskiptum hans af bókmennt- um og bókaútgáfu, þar sem hann var aö heita einráður hér heima í hálfan fimmtaáratug. Prentun hefst í Leirárgörðum Þegar hefur veriö skýrt frá stofnun Landsuppfræöingarfélagsins árið 1794 og flutningi prentsmiðjunnar úr Hrappsey aö Leirárgöröum næsta ár. Haföi hún þá verið seld stofnendum félagsins, og stóðu málin þannig til 1798, er Landsuppfræðingarfélagiö keypti prentsmiöjuna sjálft með öllu, sem henni fylgdi. Þegar í upphafi hafði veriö hafizt handa við aö afla Leirár- garðaprentsmiðju aukinna réttinda til prentunar, og var ákveöiö 1797, aö hún heföi jafnrétti viö Hólaprentsmiðju til prentunar allra bóka. Sú síðarnefnda var hinsvegar um þetta leyti aö renna sitt skeiö á enda, og aö tillögu Olafs Stephensen stiftamtmanns, forseta Landsuppfræðingarfélagsins, sam- þykkti konungur að hún yrði lögö niöur og sameinuö prentsmiðjunni í Leirár- göröum. Var því framvegis aöeins ein starfandi prentsmiöja í landinu til árs- ins 1852, er prentsmiöja var stofnsett á Akureyri. Óvíræð forusta Segjamá, aö hiö nýja félag hafi mátt kallast félag Magnúsar Stephensen, en hann var í upphafi útnefndur tilsjónar- maöur þess er haföi rétt „upp á ein- dæmi sitt að veita inn komandi rit- gjöröum meötöku til prentunar”. Varö hann þannig í raun einvaldur forstjóri félagsins enda voru aöeins haldnir tveir félagsfundir í 20 ár og gerðabók engin. Ekki var þó undan framtaks- semi hans aö kvarta, a.m.k. fyrst í staö, enda félaginu vel tekiö. Hefur án efa mörgum verið fagnaöarefni, aö landsmenn skyldu vera þess um komnir aö stofna slíkt bókmennta- og útgáfufélag og raun varö, enda þátt- taka þeirra eftir því. 1 Lærdómslista- félaginu höfðu félagar flestir oröiö um 125, þar af helmingur útlendingar, en í Landsuppfræömgarfélagiö voru gengnir um eöa yfir 1000 innan tveggja ára, flestir Islendingar. Böövar Kvaran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.