Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 22
22
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
Helgarvísur
Helgarvísur
Helgarvísur
Helgarvísur
44.
þáttur
Aö gefnu tilefni skal vakin athygli lesenda
á því, aö 38. þáttur birtist í DV mánudaginn
20. desember, en ekki laugardaginn 18. eins
og lesendur hafa búizt viö.
Hinn kunni hæstaréttarlögmaður, P.S.P.,
sendir enn botna:
Inn viö flóa frið og ró
falleg lóa boðar.
Svangur kjói klókur þó
kvikan móinn skoðar.
Ungar konur efla þrótt
allra hraustra sveina.
Þeir leggja dag vid langa nótt,
láta á þrekid reyna.
Helgarvísur hef ég séð
og haft af mikið gaman.
íþœr gjarnan orðum treð
aftan bceði og framan.
Um oss nepjan nœðir,
náköld gerist sálin.
Ein er und, sem blœðir:
innanríkismálin.
Glösum nettum klingjum kátt,
kyrjum létta bragi.
Ef ég Grettis cetti mátt,
allt ég setti úr lagi.
Drambi skulum draga úr
og Drottin biðja oss leiða
frá Jerúsalems Júðamúr
til Jórdans blásnu heiða.
Framagosar hefjast hátt
hreykja sér að vanda.
Ymsir hafa misst sinn mátt,
mörgum hœtt að standa. (á sama.)
„Skuggi” botnar:
Fennir grimmt í gömul spor,
gróa fornar slóðir.
Alltaf kemur aftur vor,
þótt allir tœmist sjóðir.
Töfrar húmsins glceða geð,
góða, komdu að sofa.
Freisting þeim er fyrir séð,
sem falli vilja lofa.
Eg á garð með grœnum runnum,
gróðurmold og blómaangan,
eikina með eplum kunnum,
engan læt því fara svangan.
Og „Skuggi” sendir og frumortar vísur:
Gatan sú er geigvcenleg,
gerist hart á dalnum.
Fer nú enginn fœran veg,
fátceklegt í malnum.
Þó að fjúki flest í skjól
fanna og snjóa vetur,
fer á himni að hcekka sól,
hefur Ijósið betur.
Þegar fáum brotið blað
byrjað ár í ranni,
Skúlasíðan, skilst mér, að
skemmti ávallt manni.
Hinn kunni kvæðamaður V.L. skrifar
þættinum og kvartar yfir villum, sem slæözt
V.L. sendir einnig botna:
Fennir grimmt í gömul spor,
gróa fornar slóðir.
Þó er alltaf eitthvert vor
inn ’ við hjartans glóðir.
Alltaf þegar innra erkalt,
óður snjallur hlýjar.
Illt er að geta ei orðað snjallt
allar vísur nýjar.
Töfrar húmsins glœða geð,
góða, komdu að sofa.
Ferð til rúmsins mœli ég með,
mun hún góðu lofa.
Oft á tíðum veginn vísar
vísa gerð af skáldi slyngu.
Úti skálda-fákur frýsar,
fjörgammur með hvelfda bringu.
„Þjóstólfur”botnar:
Fennir úti, finnst mér kalt,
flestum hrollþað vekur,
þó mun gleymastþetta allt,
þegar vora tekur.
Sérðu ekki að sólin hœkkar,
syngja allir fuglar dátt
innan skamms og skuggum fækkar,
skynjum lífsins andardrátt.
Leikur sér við litla tjörn
lambahjörðin fríða,
vermirþessi vorsins börn
veðurlagsins bllða.
Sólin hátt mun svífa brátt,
syngjum kátt um bjarta nátt,
fagran slátt um frið og sátt
fylla láttu heiðið blátt.
Framagosar hefjast hátt
hreyhja sér að vanda
Samkundan, er svallar hér,
segir fátt af viti.
Fuglabjargið orðið er
atað fugladriti.
Botnar frá Sigurgeiri Þorvaldssyni uröu
aö bíöa þessa þáttar, þótt nokkuð langt sé,
síðan mér bárust þeir í hendur. Sigurgeir
botnar:
Sérðu ekki, að sólin hækkar,
syngja allir fuglar dátt.
Götudrósin fötum fækkar
færað launum góðan dr. . . .
Bráðum jólaklukkur klingja,
klýfur sólin myrkrahjúp.
Sálarbólin sorgir þyngja,
sultarólin gerist djúp.
(Ekki vantar frumleikann hjá Sigurgeiri;
hann talar hér um djúpa sultaról).
Skyldi ekki Skúli Ben
skelk í bringu hljóta,
þegar gamli Sívertsen
sér hann milli fóta ?
Ég á garð með grænum runnum,
gróðurmold og blómaangan;
unaðsreitur ungum nunnum
allan sumardaginn langan.
Bezt er að hjala helzt sem minnst,
en hugsaþeim mun meira, —
gera það, sem fœstum finnst
fengur í að heyra.
hafa í vísur eftir hann. Ein ljóölinan átti aö
vera: „Viltu ráö ég veiti hér”, en ekki:
„Viltu ráö ég veiti þér” eins og ljóðlínan var
i þættinum.
Önnur ljóðlína átti aö vera: „Löngum kátt
ég lék og dátt”. Þama var orðið lét í staö lék
og þessi hluti vísunnar því merkingarleysa.
Eg biö afsökunar á þessum villum.
Sem betur fer, lætur V.L. þaö ekki á sig fá,
þótt mér eöa prentsmiðjumönnum hafi orðiö
á mistök, og sendir hann vísur ortar af ýmsu
tilefni:
Þegar bjátar eitthvað á
eða lengist vaka,
gaman er að geta þá
gripið tilþín, staka.
Grundin brosir blómum prýdd
búin flosi vænu.
Hœð og kvos er skógar skrýdd
skarti mosagrœnu.
Ægir hvítum ölduföldum
úfnum skýtur vítt um svið,
upp að þýtur kletti köldum
kólgan brýtur ströndu við.
Leiftur glampa á bylgjuboga,
báran hampar lúnum knör.
Mánans lampi mildum loga
merlar kamp á Græðis vör.
Undir þaki ei frið ég fæ,
frjóar vaka grundir,
fuglar kvaka um fold og sæ,
fjöllin taka undir.
Bráðum jólaklukkur klingja,
klýfur sólin myrkradjúp,
Heims-um bólþá börnin syngja,
búa njólu Ijósahjúp.
Skyldi ekki Skúli Ben
skelk í bringu hljóta ?
Verði yrking afar klén,
allar birgðir þrjóta.
Kristinn Erl. sendir Geira vini okkar
kveðju:
Mér finnst hálfgert „magarín ”
margt, er Geiri kveður,
alltaf klúrt og illskeytt grín
úr hans kjafti veður.
Ljóðasnillin létt er hér,
leitt oss finnst að vonum,
að Sigurgeir nú sendir þér
sæg af kálhausonum.
(Þess skal getið til skýringar, aö Sigur-
geir Þorvaldsson hefur tekið sér skálda-
nafniö Kálhús).
Og Kristinn botnar:
Viltu ráð ég veiti þér
vits iír snjáðum kylli.
Enginn fór í fótspor mér
né fremri í kvennahylli.
Margrét Olafsdóttir sendir nöfnu sinni
Tómasdóttur kveðju:
Ég þakka skeytið, Margrét mín,
migþað stórum kœtti.
Einmitt svona góðlegt grín
glæðir visnaþœtti.
Örlög hafa ólánsblett
ei við nögl sér skorið,
efþú hefur einkarétt
á að vaða slorið.
Sízt ég réði, systir, þér
sœttir meður Geira.
Efþað skeði, yrði hér
ekki kveðið meira.
Þó hann vildi stilla á stall
stökufœrni minni,
aldrei kemst hún upp á pall
með orðsnilldinniþinni.
Og þú verður, kona klár,
ef kænsku sýnir slíka,
fyrr en byrjar annað ár,
orðin vængjuð líka.
En ef gríni öllu er sleppt,
áttu mína hylli.
Vildi ég þína hafa hreppt
hugans fínu snilli.
Og Margrét Olafsdóttir botnar:
Bezt er að hjala helzt sem minnst,
en hugsa þeim mun meira,
því á mannamótum finnst
margoft hnýsið eyra.
Einn er fjandi ofar moldu,
sem eg vil granda helzt sem fyrst,
allan landa á ísafoldu
út’í blandi drekka þyrst.
Fennir grimmt ígömul spor,
gróa fornar slóðir.
Æþó veita öldnum þor
œvidagar góðir.
Töfrar húmsins glæða geð,
góða, komdu að sofa.
Eg þér stund vil eiga með
inni í fjallakofa.
Alltaf þegar innra er kalt,
óður snjallur hlýjar,
og ergengið gerist valt,
glæðir vonir nýjar.
Af gleði syng við sortulyng
einn sólskinsbrag
um það, sem yngir íslending
og eflir hag.
Og Margrét lætur áramóta vísu fylgja:
Blysin þjóta, burt við skjótum
bylgjuróti fortíðar,
og við njótum innst frá rótum
áramótagleðinnar.
„Kárus” sendir vísu „um Kristján Isfirð-
ing, einn þekktasta og dyggasta vin
Bakkusar í Rvk. á vorum dögum”:
Sigldi á bárum Bakkusar,
braut þar sálargrindur,
staulast grár um göturnar
gleðifár og blindur.
Þá ætla ég aö birta aftur vísu eftir
Hallgrím Jónasson, sem rangt var fariö meö
Í42. þætti:
Glasið margt af ýmsri art
erþér vart í haginn.
Nú er hart að sjá allt svart
svona um bjartan daginn.
Gott væri, ef einhver lesenda gæti frætt
mig um, hver sé höf undur þessarar vísu:
Húnvetningar hafa enn
harðar tekið sennur.
Björn og Skjónu muna menn,
meðan Blanda rennur.
Og aö lokum nýir fyrripartar:
Sopið kálið ekki er,
í ausuna þó komið sé.
Björg Sumarliðadóttir sendir þennan:
Líttu yfir liðna tíð
og löngu gengin sporin.
Enn skora ég á alla þá, sem vilja, aö þessi
þáttur haldi lífi sem lengst, aö senda vísur
og botna. Gamlar vísur, sem eru á fárra
manna viti, eru ekki sízt vel þegnar.
Skúli Ben
Pósthólf 161
230 Keflavík.