Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Síða 23
Popp
Popp
Popp
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
Það mun vera hálfopinber
staðreynd að Bretland sé móður-
land rokkheimsveldisins. Þar
hafa helstu straumarnir dafnað
og þaðan hafa margir merkileg-
ustu fulltrúar dægurmúsíkurinn-
ar lagt heiminn að fótum sér. Og
svo er enn.
Spuming: hvaða hljómsveit er
þessa dagana í mestu uppáhaldi
hjá breskri æsku? Samanber
fyrraefndar fullyrðingar hlýtur
svarið að vera áhugavert. Svo
eitthvert vit sé í svarinu verður
það að hafa við einhver rök að
styðjast. „Einfaldast að líta yfir
vinsældakosningar nýliðins
árs,” segir þú. Ég er þér hjart-
anlcga sammála. Tökum til að
mynda tvennar kosningar; úr
rokkblaðinu Record Mirror og
hinum vafasama fulltrúa gulu
pressunnar, The Sun.
Sigurvegarar í Record Mirror
eru án efa máluðu drengirnir
fimm í Duran Duran. Þeir voru
kosnir besta bandið, höfðu ann-
an besta karlsöngvarann, aðra
bestu smáskífuna, bestu stóru
plötuna, bestu sviðsframkom-
una og tvær bestu videospól-
urnar.
Og Sóldýrkendurair kusu
Duran Duran besta bandið og
RIO bestu breið; kífuna. Duran
Duran er auðvitað í Helgar-
poppi.
Upphafið
Stofnendur Duran Duran voru
tveir Birminghambúar, John Taylor,
bassisti, og Nick Rhodes, svuntu-
þeysaramatari. Stofnárið var 1978,
um haustið. i þann tíð einbeitti
Duran Duran (nafnið er tekið úr
kvikmyndinni Barbarella en þar
mun majór nokkur hafa hlýtt þessari
nafngift) sér að „avante garde”
rokki og með þeim John og Nick voru
annar bassi, klarinettuleikari og
ryþmakassi. Brátt tók áhugi þeirra
tveggja nafngreindu að beinast aö
fönkinu og danstaktinum. Og einu
sinni í partíi rákust þeir á trommar-
ann Roger Taylor. Sá lék með pönk-
hljómsveitinni The Sex Organs en
innra með sér dreymdi hann um
eilítiö danshæfari takt og ljúfari
hljóm. Aukabassinn, karinettan og
ryþmaboxið misstu stööur sínar en
þremenningamir hófu leit aö gítar-
ista og söngvara. Hér voru margir
kallaöir en aðeins tveir útvaldir.
Liðið fullskipað
Er hér var komið sögu höfðu bræð-
ur tveir, kenndir við Berrow og eig-
endur eins helsta dansklúbbs Birm-
ingham, tekið að sér að koma Duran
Duran áfram. Fyrir þeirra tilstilli
var auglýst eftir gítarísta í Melody
Maker. Einn hinna mörgu sem svör-
uðu var Andy Taylor frá Newcastle.
Hann var ráöinn. Hófust brátt dag-
legar æfingar og samtimis var svip-
ast um eftir hæfileikaríkum radd-
böndum.
A dansklúbbi Berrowbræðra vann
meðal annarra ung barstúlka. Einn
daginn kom hún að máli við fjór-
menningana og lét þá fá símanúmer
hjá Simon Le Bon. Upphaflega Lund-
únabúi og pönkari en dvaldi þá í
Birmingham og las leikUst við há-
skóla. Eftir eina æfingu fékk hann
stöðuna.
Stefnan tekin á f æturna
Þegar hér var komið sögu var
komið sumariö 1980. Duran Duran
hafði gerbreyst. Hún hafði tekið
beina stefnu á fætur fólks. „Við nefn-
um tónlistina okkar næturmúsík,”
segir Símon og á við að þar fari dans-
músík næturinnar. „Það var frá upp-
hafi stefnan aö taka hið besta út úr
því sem til er með aöaláherslu á
diskóið því það er takturinn sem blíf-
ur. Við vildum fremja góða, bita-
stæða dansmúsík.” Áhrifavaldamir
helstu koma nokkuð á óvart, miöað
við síðustu orð söngvarans. David
Bowie, Talking Heads, Brian Eno,
Roxy Music og Peter Gabriel. Og
fönkið. Hvað sem því iíður er tónlist
hljómsveitarinnar merkilegri en
flest önnur er fyrst og fremst á að
höfða til fótamenntar. Og eins og
,
Fré vinstri til hægri: Roger T
eruekkertskyldir.
John Taylor„meikaður, skeindur og næs".
þeir sjálfir segja: „Við höfum betri
laglínur heldur en vaninn er meðal
diskóflytjenda.”
Upp á við á sviði
Seint á árinu 1980 hóf Duran Duran
að slá um sig. Hún fór í konserttúr
Umsjón:
Témas Tómasson
með Hazel O’Connor og vakti mikla
athygli. Sviðsframkoma hljómsveit-
armanna þótti hressileg og framúr-
skarandi á allan máta. Æ síðan hafa
drengirnir lagt mikla áherslu á lif-
andi framkomu. Þeir hafa verið ólat-
ir við að þeytast heimshoma á milli
en öllu má nú ofgera. Það kom best í
ljós þegar Andy trommari Taylor
hné niður í miðjum Ástraliutúr á síð-
asta ári. Orsökin var einfaldlega of-
þreyta.
___og á plötum
Hljómplötufyrirtækin tóku við sér
og það var boðiö og prúttað. Að lok-
um hreppti EMI hnossið. I febrúar
1981 kom loks fyrsta smáskífan frá
Duran Duran og hét Planet Earth.
Komst í 12. sæti á Record Mirror list-
anum. Á eftir fylgdu lögin Careless
Memories (30. sæti) og Girls On
Film, sem í raun braut ísinn. Lagið
komst í 8. sæti á lista og Melody
Maker valdi það sem eitt af tíu dans-
lögumársinsl981.
Voriö 1981 kom fyrsta breiðskífan
sem hét bara Duran Duran. Viðtök-
uraar lofuðu góöu; platan var 16 vik-
ur á lista, komst hæst í 2. sætið og
Record Mirror valdi plötuna hina
þriö ju bestu ársins 1981.
Á faraldsf æti
EMI hafði tröllatrú á fyrirtækinu.
Vídeótæknin var lítt spömð og hljóm-
leikar voru tíðir. Og vörana skyldi
flytja út. Til dæmis þegar haldiö var
upp á endalok Evrópureisu í septem-
ber 1981 í París ákvað EMI að borga
undir 100 æstustu aðdáendur bands-
ins frá Birmingham til aö koma á
réttri stemmningu í gleðinnL Og allt
árið 1981 var Duran Duran á þeytingi
þvers og krass um hnöttinn.
Um jólaleytið var haldið um
heimalandið og var uppselt á aUa
hljómleikana. Þar kynntudrengirnir
fyrst efni af væntanlegri breiðskífu.
RIO.
Lagið My Own Way kom á smá-
skífu um áramótin, boöaði harðari
danstakt en áður og nýtt „sánd”
sömuleiðis. Fór í 13. sætið. Og stuttu
síðar kom Hungry Like A Wolf er
boðaði aðra breiðskifuna, RIO. Efnið
á þeirri plötu hafði orðið tU í heims-
reisunum árið áður en hún kom út í
maí á síðasta ári.
Á uppleið í Ameríku
Það hefur löngum þótt erfitt fyrir
breskar hljómsveitir að troða sér inn
á ameríska markaöinn enda Amerí-
kanar ekki ginnkeyptir fyrir hrær-
lingum hinum megin Atlantsála.
Hægt og bítandi opnuðust augu
manna vestra þó fyrir verðleikum
Duran Duran og hið allt að því
ómögulega en ekki einstæða gerðist;
þeir tóku að fikra sig upp Usta. I árs-
lok 1982 voru þeir komnir í efstu sæti
vinsældaUsta í Bandarík junum.
„Viljum vera mestir og
bestir"
Nú um nokkurt skeið hefur veriö
fremur hljótt um Duran Duran. En
biðin er brátt á enda því að nú í lok
mánaðarins er von á smáskífunni Is
There Something I Should Know.
Síöustu orðin á Nick Rhodes en þau
voru svör hans viö þeirri spurningu
hvert væri takmark Duran Duran:
„Svona í grandvaUaratriðum vUjum
við gera bestu plötur sem geröar
hafa verið, bestu kvikmyndir, bestu
vídeóprógrömm, hafa bestu sviðs-
framkomuna, dreifa bestu ljósmynd-
unum, bestu aðdáendaklúbbahlutun-
um, setja upp bestu söngleikina, rita
bestu bækumar, framleiða besta
súkkulaðiísinn, sultutauiö, kampa-
vínið, ljósaskiltin. . .eigum við að
láta þetta nægja í bih? ”
Duran Duran er rétt að byrja. Og
með því lýkur Helgarpoppi.
-TT.