Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VISIR 65. TÖLUBLAÐ —73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 18. MARS 1983. Verkamannabústaðir í Reykjavík: Sjö huntírud sækja iffti hundrad íbúdir „Það munu vera um 700 umsóknir um íbúðir í verkamannabústöðum núna, en íbúðirnar eru aðeins liölega 100," sagði Ríkharður Steinbergsson hjá Verkamannabústöðum í samtali viðDVígær. „Það er ekki ákveðiö hvað mörgum íbúðum verður úthlutað, það fer eftir því hvort einhver skipti verða og þvíumlíkt." Hvenær kemur til úthlutunar íbúðanna? „Það er verið að virma að málunum, en ég býst við að það dragist í að minnsta kosti mánuð enn. Umsóknirnar eru sex sinnum fleiri en íbúðirnar, lauslega áætlaö." Eftir hver ju er farið við úthlutun? „Fyrst er athugað hvort umsækjendur uppfylla þau skilyrði sem sett eru í lögum en þá f ellur ein- hver hluti þeirra út. Síðan sitja þeir fyrir sem eiga í mestum húsnæðis- vandræðum, að mati nefndarinnar, og erfiðast eiga með að afJa sér húsnæðis á annan hátt. Um aðrar beinar reglur er ekki að ræða," sagði Ríkharður Steinbergsson. -PÁ Mezzoforte fyrir framan stúdíóið hjá BBC. DV-mynd Einar Ólason DV-ferdalangarnir í London. Lundúnaferð DV VELHEPPNUÐ Þær fréttir berast okkur frá ferða- löngumíLundúnaferð DV.aðþarsé allt í góðu gengi og fólk hið ánægð- asta. 1 förinni er fólk á öllum aldri, allt frá bömum upp í gamalmenni. Fararstjóri er Brynja Runólfsdóttir og hefur hún leyst starf sitt af hendi aöfinnslulaust. I fyrradag var farið á dans- og söngvaleikinn Cats og var það gert snemmendis svo f ólk hefði kvöldið til eigin nota. Mæltist þetta vel fyrir. I fyrradag fór Jónas Kristjánsson rit- stjóri með ferðalangana á kínversk- an matsölustað og kynnti þeim mat- argerð þeirra Kínverja. I gær var farið á ABA DABA Music Hall, en það er pöbb þar sem flutt er ensk 'þjóðlagatónlist upp á gamla mátann. Ferðalangarnir, sem allir eru að sjálfsögðu áskrifendur DV, fá bláðið sent út og ekki ætti það að skemma fyrir í sólinni og blíöunni, sem er í Lundúnaborg um þessar mundir. -SþS MEZZOFORTE: MEÐAL VIN- BRETLANDS Tónlistaraðdáendur um gjörvallar Bretlandsc yjnr fá í kvöld að berja hina fslensku hljómsveit Mezzoforte augum, en þá verður sýndur hinn vinsæli sjónvarpsþáttur Top Of The Pops. Meðal þeirra er koma fram í þættinum er margt annað frægt tónlistarfólk en Mezzoforte. Þar á meðal má nefna Bonnie Tyler, sem á Iagið sem nú situr í efsta sæti listans, stelputríóið Bananarama, Joan Arma- trading, Paul Weller, fyrrum siiiigvari hljðmsveitarinnar The Jam, og Buck Fizz, en sú hljómsveit vann söngva- keppni Evrópu f yrir tveimur árum. Troðiðátombóli! — sjá Sviðsljós á bls.38og39 • Komhvergi nærripóst- atkvæðunum — segirSighvatur ábls.5 Heilsuhæíií Krísuvíkur- skóla? — sjá bls. 3 Vinsældar- listarnir — sjábls.41 MOIáðirá næstunni — sjábls.2 SISstyðurSAA — sjábls.4 • Laxveiði Færeyinga lagabrot — sjábls.5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.