Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 6
DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Nokkrir forsvarsmenn Neytendasamtakanna. Talið frá vinstrí á myndinni eru Jóhannes Gunnarsson, Reynir Ármannsson, Guðsteinn V. Guðmunds- son, Erna Hauksdóttirog Jón Magnússon. DV-myndGVA. Alþjóðadagur neytenda „HUGTAKIÐ NEYTANDI Á VIÐ OKKUR ÖLL" „Hugtakið neytandi á viö okkur öll." Með þessum orðum hófst ávarp er John F. Kennedy, £orseti Bandaríkj- anna, flutti á þingi þann 15. mars 1962. Af þessu tilefni lagði Anwar Fazal, f or- seti Alþjóðasamtaka neytenda, til að frá 15. mars 1983 gerðu neytendafélög um allan heim þennan dag aö degi neytendaréttar. „I þessu merka ávarpi, sem John F. Kennedy flutti á bandaríska þinginu fyrir tuttugu og einu ári síðan, ræddi hann um ákveðin grundvallaratriði varðandi réttindi neytenda," sagði Jón Magnússon, formaður Neytendasam- takanna, á blaðamannafundi er boðaö var til þennan fyrsta alþjóðadag neytenda. „Þessi grundvailaratriði setti forsetinn fram í f jórum greinum. I f yrsta lagi var það réttur til öryggis í sambandi við framleiðslu. Réttur til upplýsinga í öðru lagi, það eru meðal annars innihaldsupplýsingar á fram- leiðsluvörum. 1 þriðja lagi réttur til valfrelsis, það er rétturinn til að geta valið á milli hinna ýmsu vörutegunda, og í fjórða lagi rétturinn til áheyrnar. Það er réttur neytenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og á þauséhlýtt". Kom fram í máli formanns NS aö síðar hafi menn bætt við þremur grein- um sem hlotiö hafa almenna vibur- kenningu. Það eru greinar um rétt til bóta, til heilbrigðs umhverfis og til neytendafræðslu. Vék formaður aðeins að síöasta atriðinu, neytendafræðslunni, og taldi hann að einungis einn skóli hér á landi hefði tekið upp vísi að neytenda- f ræðslu, svo að brýn þörf væri á frekari fræðslu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis, hafði orð á því á fundinum að ábótavant væri eftirliti við vöru- merkingu á innfluttum matvörum, sem væri mál, er varðaði neytendur. Þrjátíuár frá stofhun fí/S. Árið 1962 þegar John F. Kennedy flutti sitt merka ávarp vakti hann athygli á því að neytendur væru eini mikilvægi hópur viöskiptalifsins sem ekki hefði öflug hagsmunasamtök og því væri oft ekki hlustað á sjónarmið þeirra. Síðan þá hefur margt breyst til batnaðar en enn eru mörg brýn verk- efni óleyst. Neytendasamtökin hér á landi hafa að sjálfsögðu lagt hönd á plóginn og unnið jafnt og þétt að hags- munamálum neytenda. I þessum mánuði, eða þann 23. þessa mánaðar, verða Neytendasam- tökin 30 ára. I dag eru rúmlega 4 þúsund félagar í NS á landinu öJlu. Til bess að auka þátttöku almenn- ings í samtökunum gangast samtökin fyrir útbreiðsluherferð um þessar mundir. Tilgangurinn er auðvitað að gera samtök neytenda öflugri og virk- ari þannig að þau geti betur sinnt þeim fjölmörgu málum á sviði neytenda, sembíða úrlausnar. A næstunni fara fram kannanir á vegum aðildarfélaga NS á landinu á því hvort settum ákvæöum um síðasta söludag matvæla sé fylgt. Einnig verð- ur kannað framboöið á grænmeti. Fræðslustarfsemin verður aukin og áætlaö að koma á framfæri hentugu upplýsingaefni fyrir heytendur. Stofn- un neytendafélaga víða á Jandinu þar sem deildir eru ekki stafandi er lfka á dagskrá. Neytendafélag Reykjavíkur ogná- grennis er með ýmislegt í bígerð, svo sem kynningarstarfsemi í verslunum, könnun á vilja neytenda varðandi opnunartima verslana og könnun á gæðum nautahakks. Hugtakið neytandi á við okkur ÖU, sagði John F. Kennedy fyrir rúmum tveimur tugum ára, þau orð vöktu athygli þá og eru enn í fullu gildi. Kannski hefur aldrei verið brýnna en núaðstyrkjavitundneytenda. -þg Uppskrift og ísaumur H.FH. skrifar okkur skemmtilegt bréf með seölinum sínum. I því er meðal annars aö finna uppskrift. Fleiri lesendur mættu lauma svona einni og Raddir neytenda einni uppskrift að okkur og öðrum les- endum um leiö. En bréf H.F.H. fer hér áeftir: Mig langar að koma á framfæri upp- skrift að grunndeígi fyrir nokkrar formkökur. Hún er þannig: 100 g sinjörl íki lOOgsykur legg 200ghveiti 2tsk.Iyftiduft J 1/2 dl mjólk 1/4 tsk. vanilludropar ef þetta á að vera sódakaka, 2 msk. rúsínur ef þetta á að vera jólakaka, 2 msk. kakó ef hafa TIL SÖLU Á HVAMMSTANGA Ibúöarhúsiö Lækjargata 8 á Hvammstanga er til sölu. Tilboöum skal skila til Ingólfs Guðnasonar, Hvammstanga, fyrir 27. mars og gefur hann nánari upplýsingar í símum 95- 1395 og 95-1310. á marmaraköku. Rif iö hýði af 1 appels- ínu eða sítrónu ef þetta á aö vera sand- kaka með viðkomandi bragði. Einnig hef ég prófað að brytja súkkulaði og þá notað ca 1 plötu. Það skal tekið fram að þetta er lítil uppskrift (er í 1 form) en einfalt er að stækka hana aö vild. Mér finnst þetta ódýr lausn á formköku- vandamáli sem sumir virðast geta bakaðsér. Njótið vel. Svo langar mig til að spyrja hvar hægt er að fá saumaða stafi eða nöfn á handklæði og (eða) sængurver og koddaver. Ég þarf að fá slíkt gert fyrir mig en veit ekki hvert ég á að snúa mér. Þess vegna sný ég mér til ykkar á neytendasíðunni. Að lokum er ég með húsráð, sem mér var bent á og finnst alveg bráðsniðugt. Það er að setja álpappír utan um egg, sem er sprungið, ef maður þarf að sjóöa það. Fleira hef ég nú ekki að segja í bili en ég sný mér kannski til ykkar af tur, þar, sem ég er nýbyrjuð að búa og á sjálf- sagt eftir að læra margt. Fyrirfram þökkfyrirmig. SVAR: HFH- Þakka þér kærlega fyrir bréfiö og ekki síst uppskriftina. Mér hefur tekist að finna tvo aðila sem sauma í sængur- ver og handklæði f yrir fólk. Eflaust eru þeir þó fleiri. Saumastofan Mura í Bás- enda gerir mikið af slíku. Þar kostar 70 krónur að láta sauma í sængurver og koddaver. Eru þá saumaðir tveir stafir í hvort i'er. í handklæði er tekið 18 króna gjald fyrir hvern staf. Opið er frá 9—6 alla daga, en lokað í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum til klukkan tvö. Vissara er að vera held- ur f yrr en seinna á f erð með hlutina því að mikið er að gera. Verið á Njálsgöt- unni saumar líka í handklæði og sængurver. Þar er hægt að fá nokkrar gerðir af stöfum og kostar hver þeirra frá 22 og upp í 32 krónur. Opið er alla daga á verslunartíma. Isaumur tekur vikutiltíudagaaðöllumjafnaði. Raddir neytenda Tolvu- skömmin ogtrassa- skapur stráksins Eg þarf að skrifa skýringarmiða með þessum upplýsingaseðli mínum. Ég hef ekki haldið heimilisbókhald fyrr en nú, fyrsta vika ársins fór í það ;að hugsa um það hvort maður ætti að nenna þessu. Dálkurinn „annað" er allhár og verður það næstu mánuði, því við erum aö borga af íbúð. Svo er dýrt að kynda hús úti á Jandi, rafmagns- reikningarnir eru alltaf yfir 5 þúsund krónur. Svo er aðeins ein búð hér á staðnum og ekki hægt að gera neinn verösamanburð á milli verslana. Maður verður bara að kaupa það sem til er í þessari einu búð, hvað sem þáð kostar, ellegar ekki neitt (sem væri auðvitað besta lausnin). Eg er búinn að vera áskrifandi að DV í eitt ár og hvernig sem á því stendur fæ ég alltaf heimatilbúna kvittun. Ef ég röfla segir umboðs- maðurinn að tölvan vilji ekki nafnið mitt Kannski tölvuskömminni þyki nafniðmitteitthvað sérstaklega Ijótt. Annars hef ég þá skoðun aö við dreif- býlísfólk eigum ekkert að vera aö kaupa dagblððin, þau eru alltaf eld- gömul þegar viö fáum þau. Eg held að Reyk víkingar yrðu ekki hrifnir yf ir þvi að fá mánudagsblaö á miðvikudegi og oft 3—4 blöð í einu. Það gæti aö visu verið einhver trassaskapur í stráknum sem ber út hér, aila vega þegar vitað er að blöðin koma hingað um hádegi og hann ber þau ekM út fyrr en á kvöldin. Eg er ekkiánægð með þá þjónustu en ekki hef ég enn timt að hætta að kaupa DV. Kveðja. Koná á Norðurlandi. Svar: Ég er nú fegin að letin varð ekM iðjuseminni yfirsterkari í ársbyrjun. Þegar verkið er hafið verður eftir- leikurinn léttari, fyrsti upplýsingaseð- ill þinn er kominn í okkar safn með öðrum ísbrjótum. Það er teMð heilshugar undir það aö dýrtiöin er mikil — og því þarf mikiö hugrekki til að ráðast í að koma sér upp húsaskjóli. Þú nefnir kyndingar- kostnaðinn, það er margur semstynur undan þeirri byrði. Kona ein sem býr í Reykjavík hafði samband við okkur hér nýlega, reyndar ein af fjöl- mö'rgum. Nokkuð hefur verið skrifað um orkukostnað hér á neytendasíðunni að undanförnu og ýmislegt fleira höfum við heyrt. Konan fyrrnefnda, sem býr i raöhúsi í Reykjavík, 170 fer- metra stóru husi, sagðist hafa greitt tæpar 5 þúsund krónur fyrir hita og rafmagn fyrir 60 daga tímabil, sam- kvæmt síðustu reikningum. Svo ástand mála virðist líkt sunnan heiða og norðan. En við búum betur hér hvaö verðsamanburð á milli verslana snertir og blaðaútburðinn — reyndar erum við sum borgarbörnin svo of- dekruð að við viljum helst fá pressuna glóðvolga og engarrefjar.Viöerum ánægðmeðaðþúskulirhafahaldið út „trassaskapinn í stráknum" þarna á staðnum — við skulum bara vona að honum hlaupi kapp í tónn þegar hann les þetta. En varðanditölvuskömmina, þá hafði ég beint samband við hana. Hún hefur alls ekkert á móti nafninu þínu, segist frekar haf a haft augastað á nafni af þessu tagi, og skilgreinir þaö á þann hátt að það sé formfagurt, stutt alþjóðlegt en þó rammíslenstó. Skömmin lofar bót og betrun. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.