Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 17 Lesendur Lesendur Lesendur Les Slys: Oftupphaf langrar raunasögu 3665-9904 skrífar: Eg fór að leiöa aö því hugann, þar sem ég dvel um stundarsakir á endur- hæfingardeild Borgarspítalans viö Grensásveg, hvaö við eigum gott sem teljum okkur vera heilbrigð og hraust. Þetta ættum við öll að vita en fá okkar leiða að því hugann fyrr en eitthvað bjátar á hjá okkur sjálfum eða ein- hverjum náskyldum. - Það líður varla sá dagur að við heyr- um ekki eöa sjáum í f jölmiðlum að slys hafi orðið hér eða þar. Fólk hafi slasast alvarlega en sé ekki í lífshættu. Svo mörg eru nú þau orö. En það er oft upp- haf langrar raunasögu þeirra sem hlut eiga að máli, um það vitum við hin mest lítið. Þaö hefur verið mér ómetanleg lífs- reynsla að kynnast því sem fram fer hér á Grensásdeild. Eg veit að hér fá margir bót meina sinna en ég veit líka að margir verða þeirrar gæfu ekki að- njótandi. Það eru til sár sem aldrei gróa. Við sem erum (teljum okkur vera) heilbrigð og hraust ættum aö ihuga þetta vel. Taka okkur smáfrí frá lífs- gæðakapphlaupinu. 'Það hefur lagt marga í rúmið. Það verður ekki allt keypt fyrir peninga þó vissulega séu þeir snar þáttur í lífi okkar. Það er meðal annars eitt sem kostar enga peninga. Það er að bera virðingu fyrir sínu eigin lífi og ekki síst annarra. Það kostarekkert. Hér á Grensásdeild er unniö frábært starf af frábæru starfsfólki sem allt gerir sitt besta til að ö'ðrum líði vel. Það gefur mikið af sjálfu sér við þetta starf og hlýtur að launum ævilangt þakklæti f rá þeim sem hjálpaö er. Mig langar að béina þeirri spurningu til borgaryfirvalda hvenær ljúka eigi sundlaugarbyggingu þeirri sem byrjað var á hér við Grensásdeild. Það trúir því víst enginn fyrr en hann sér það með eigin augum hvað sund er stór þáttur í endurhæf ingu sem hér fer fram. Vill ekki einhver þing- maður Reykvíkinga þrýsta hér vel á og ná sér í prik fyrir næstu kosningar? Að endingu vil ég þakka öllu starfs- fólki hér á Grensásdeild hjálpina og megi gæfan fylgja ykkur. Marianna Friðjónsdóttir, stjórnandi þáttanna um geðheilbrigðismál sem sýndir voru í s jóu varpinu á dögunum. Sjónvarpsþættir um geðheilbrigðismál: „MEÐ ÞEIM ER UNNIÐ GEGN FORDÓMUM" Erla Kristjánsdóttir skrifar: Þessi var fínn var yfirskrift greinarkorns „í gærkvöldi" fimmtu- daginn 24. febrúar síðastliðinn. Höfundur hennar virðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með heil- brigðisþættina sem sýndir haf a verið í sjónvarpinu að undanförnu og þá sérstaklega þáttinn kvöldið áður sem fluttur var á undan Dallas þættinum og fjallaði um heilbrigöismál. Kvart- aöi vesalings maðurinn um að þeir hefðu verið þurrir og staðlaðir. Einn- ig virðist oröaval í þættinum hafa farið ögn í taugarnar á honum að ekki sé nú talað um grimuklædda sjúkhnga í iðjuþjálfun sem trúlega hafa ruglað hann eitthvað. Eitthvað var hann lika gramur út í stjórnanda þáttarins fyrir móðgandi athugasemd hans um áhuga fólks fyrir vandamálum Ewing fjölskyld- unnar og bað menn að líta sér nær. Ja, hérna. Aumingja maðurinn (greinarhöfundurinn) hefur sest fyrir framan sjónvarpið til þess aö slappa af og sjálfsagt átt von á skemmtiþætti. En það fór sem sagt á annan veg og greinarkornið sem hann sá sig til- neyddan að skrifa í blaðið sitt daginn eftir varð lélegur brandari. Það skyldi þó ekki vera að maður- inn sé haldinn fordómum í garð geð- sjúklinga og aöstandenda þeirra að ég tali nú ekki um eitthvað sem kall- ast heilbrigðisstéttir. Það væri óheppilegt ef svo væri. Gæti gert hon- um erfitt fyrir síðar ef hann eða ein- hver honum nákominn þyrfti raun- verulega á hjálp að halda. Við skulum vona að til þess komi ekki. Þó langar mig að benda honum á að til er félag sem heitir „Geð- hjálp". Það samanstendur af sjúkl- ingum, aðstandendum og velunnur- um og þar sem ég er einn peirra er ég kunnug félagsmiðstóðinni að Báru- götu 11. Kg ráðlegg manninum að kynna sér fordómalaust þessi mál og hug- leiða að „góðar fréttir eru líka frétt- ir". Þarna er opið hús hvern laugardag og sunnudag milli kl. 2 og 6 báöa dag- ana. Rjúkandi kaffi á könnunni og alltaf einhverjir sem hafa gaman af að kveðast á eða bara rabba um dag- inn og veginn. Þarna rikir samhugur og oft er glatt á hjalla eins og vera ber hjá stórri samhentri fjölskyldu sem fagnar góöum gestum. Stjórn Geðhjálpar á heiður skilinn fyrir vel uniiin störf í þágu geðsjúkra og með sjónvarpsþáttum og frétta- þáttum í blöðum er unnið gegn for- dómum. En betur má ef duga skal. „Hér á Grensásdeild er unnið frábært starf af frábæru starfsfólki sem ailt gerir sitt besta til að öðrum liði vel. Það gefur mikið af sjálfu sér við þetta stari og hlýtur líka að launum ævilangt þakklæti frá þeim sem hjálpað er," segir 3665-9904 meðal annars. wasiSí*--"-^ Auglýsing um upptöku á óskoðuðu kjöti og kjötvörum. Að gefnu tilefni er vakin athygli á, að skv. ákvæðum laga nr. 30/1966 og reglugerða nr. 45/1972 og 260/1980, er óheimilt að bjóða til sölu kjöt og kjötvörur í verslunum eða veitinga- húsum, nema að undangenginni heilbrigöisskoðun og stimplun. Þetta á einnig við um kjöt af hreindýrum og hvers konar alifuglum. Verði vart við slíka vöru í Reykjavík og Seltjarnarnesi verða þær fyrirvaralaust gerðar upptækar. HeilbrigðiseftirlitReykjavíkursvæðis. FERMINGAR ¦ wbF KJOLAR St. 32-40. Verð: 1.280,00. Gerð 392, litír bleikt og blágrænt. Gerð 384. Póstsendum -VErírfLsfÍlUL- Laugolaek — Slml 3-07-55 ALLAR HREINGERNINGAR ÞRIFILL SF. Sími 82205

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.