Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd 1 olíuiönaöinum hafa menn líkt hinni sögulegu fimm dollara verð- hækkun OPECs sem „skipulegu und- anhaldi" er betur heföi komiö fyrr. Velta menn því nú fyrir sér hvort ekki hafi veriö fullseint í rassinn gripiö og hvort ekki megi hrekja olíu- sölusamtökin á skipulagslausan flótta, sem mundi ekki stöövast fyrr en einhvers staöar viö 20 dollara olíu- tunnuna. Fimm dollararnir svara til 15% lækkunar á OPEC-olíuveröinu frá því 1981. Þessi verölækkun er sögu- leg fyrir þá sök aö þaö er í fyrsta skipti sem veröþróun olíu tekur þessa stefnu síöan veröhækkana- skriöan hófst í byrjun áttunda ára- tugarins. Nú viija olíukaupendur láta kné fylgja kviöi og ieggja fast aö Bretum aö lækka Noröursjávaroiíuna. Ef þeír knýja Breta til þess aö lækka olíuveröiö nógu mikiö gerist annaö af tvennu: OPEC stendur sameinaö um lækkun sínnar olíu um eínn dollar eöa svo, eöa OPEC sundrast í undir- boöum, þar sem hver og eínn hugsar um sinn hag einungis. Burt séö frá verði Norðursjávar- olíunnar leikur nokkur vafi á því hvort hin sundurleitu aöildarríki OPEC-samtakanna (samtök olíuút- flutningsríkja), þrettán talsins, muni viröa samkomulagið sem þau geröu innbyrðis á fundinum í London í byrjun vikunnar. Þar var samiö um framleiðslukvóta hvers eins ríkis, en það er alger forsenda þess að OPEC- veröiö haldist, hvort sem það er ákveöið 29 dollarar tunnan eða lægra. — Ekki örlar á því að eftir- spurnin muni aukast neitt stórkost- lega í bráð. Norðursjávarolían, sem þykir í hærri gæöaflokki, hefur venjulega verið seld á íviö hærra verði en OPEC. Hún er í beinni samkeppní viö gæðaolíuna frá Nígeríu. Nígería, sem er eitt fjölmennasta og um leið snauöasta aöildarríki OPEC, hefur haft órlagaáhrif á olíu- verðið. I f járkröggum sínum skelltu Nígeríumenn skolieyrum við bænum hinna arabísku OPEC-félaga sinna og buðu olíu sína 50 sentum ódýrari en Norðursjávarolían. En ýmsir af kaupanautum Breta hótuðu að kaupa af öðrum, ef Norðursjávarolían yrði ekki seld þeim 75 sentum ódýrari en Nígeríuolían vegna gæðamunar. — Og hingað til hefur breska stjórnin sagt aö stefna bæri að því að selja A fundi oliuráðherra OPECs. Fyrir miðju AhmedZaki Yamani, oliuráðherra Saudi-Arabiu. Fyrsta skref ið niður á við með mr *r mnt oliuverðið hverja einustu tunnu, sem dæit væri sambandi undírstrikast best af þvi þessu sínní, þar sem þeir áttu auð- upp úr Norðursjónum. aö olíuráðherrar OPEC ákváöu að veldara með að ná eyrum Breta' Mikilvægi oiíusölu Breta í þessu halda neyðarfund sinn í London að meðan á viðræðum þeirra innbyrðis stóð og einnig Mexíkana, sem hafa auðvitað sendiráö í London. Það sýnist óhjákvæmilegt aö Bret- ar lækki olíu sína eitthvaö. En hvort þeir fara nógu langt niður fyrir 30,50 dollara, eins og stungið hefur verið upp á, til þess að splundra OPEC er svo annað mál. Viöræðurnar fóru fram í síöustu viku og samkomulag náðist um framleiðslukvóta og verö einstakra OPEC-ríkja um síðustu helgi, en breska stjórnin hef ur geymt sér þar til í dag að ákveöa verðið á Norðursjávarolíunni. Það ráð er runnið undan rifjum Ahmed Zaki Yamaní, hins slægvitra olíuráðherra Saudi-Arabíu, að setja Breta í fararbroddinn fyrir þróun olíuverðsins. Segja má að hann hafi haft öxina reidda yfir bresku stjórn- inni á meöan. Yamani sagöi núna í byrjun vikunnar að hann teldi aö Bretar hefðu svona eins og 50 sent upp á að hiaupa varðandi veröiö á Norðursjávarolíunni. Ef þeir lækk- uöu of mikiö mundi hann hef ja verð- stríð gegn olíu þeirra. Kæmi til þess mundi hann hóa OPEC aftur saman í skyndingu og lækka jafnharðan OPEC-veröíö til jafns víð Breta, síöan skyldu menn sjá til. Norðursjávarolíuframleiöendur ein- angruðust síöan enn frekar þegar Mexíkó, sem einnig stendur utan OPECs, lét sér duga núna í vikunni, aö lækka sína olíu til jafns við OPEC. Eru Mexíkanar skuldum vafnir og í greiösluerfiöleikum og eins og Nígeríumenn mjög háðir því að geta selt sem mest af olíu. Nú í miðri vikunni lagöi breska stjórnin fram í þinginu fjárlaga- frumvarp sitt, áöur en fyrir lá hvert verð hún mundi hafa á olíunni, sem þó er svo drjúgt búsilag í útflutnings- tekjum Bretlands að allar f járhags- áætlanir fram í tímann hljóta mjög aö byggjast þar á. Sem olíuseljanda er Bretlandi litill akkur í veröfalli á olíu, og síðustu verölækkanir settu raunar Thatcher-stjórninni strax skorður i skattalækkunum hennar, sem urðu lægri í fjárlagafrumvarp- inu nýja en hún hef öi helst kosið. Af orðum Thatcher sjálfrar á' þriöjudaginn mátti kannski greina aö breska stjórnin mun sporna gegn miklum verðlækkunum. Hún sagöi að almennt séö mundu verðlækkanir hafa örvandi áhrif á efnahagslíf flestra landa heims, en of stór stökk mundu leiða af sér óvissu, sem aftur mundi valda skaöa. VANDFYSNIR HROSSAÞJÓFAR Mánuði eftir að „Shergar", 310 mílljón króna veöhlaupahesti, var rænt á Irlandi er lögregian enn engu nær um hvaö af hestinum hefur orðíö. Þykir hvarf hans meö dular- fyllstu lögreglumálum sem upp hafa komið á Bretlandseyjum. Grímuklæddir bófar neyddu starfsmenn á Baliymany-hrossabú- inu vestur af Dublin til þess að af- henda þeim Shergar fyrir mánuði og síðan hefur lögreglan yfirheyrt á átt- unda hundrað manns. Þar á meðal um hundrað knapa. Bændur hafa veriö hvattir til þess að leita í hverjum afkima bújarða sinna og landareigna, og jafnvel hafa skyggnir menn veríð kallaðir til hjálpar við að leita hestsins. Það eíns sem ló'greglan hefur eftír að fara eru lýsingar á þrem bófum, sem tóku hestinn með vopnavaldi á hrossabúi Aga Khans. Vegna helstu útlitseinkenna þessara ókunnu þrenningar hafa þeír verið uppnef nd- ir „Nasi", „Knapinn" og „Vórður- inn". Lýsingin fékkst hjá vitnum, sem sáu þá kvóldið fyrir ránið á stjáí nærri hrossabúinu, en viö ránið sjálft voru þeir með grímur, eins og fyrr segir. — Auk þess hefur lögreglan síöan í höndunum lausnargjalds- kröfu upp á £2 milljónir, sem barst, fáum dögum eftir rániö og sem lög- reglan télur vera frá réttum aðilum komna. Þótt ekkert nýtt hafi síðan komiö f ram í málinu lengi er bæði iögreglan og eins kynbótasérfræðingar þeirrar skoðunar aö Shergar sé enn lífs. Vilja þeir ekki taka mark á nafn- iausri símhringingu skömmu eftir ránið, þar sem sagt var aö lóga hefði þurft hestinum vegna meiðsla sem hann hefði hlotiö, þar sem hann braust um við stallinn á felustaðn- um. Um tuttugu aðílar mynduöu meö sér félag og keyptu á sínum tíma þennan afrekshest, sem þriggja vetra gamall vann sex af átta veð- hlaupum er hann var látinn taka þátt í. Sumar þessar kappreiðar voru stærstu veðhlaupaviöburðir á Bret- landseyjum, eins og Derby-hlaupin í Englandi og á Irlandi, sem hesturinn vann bæði árið 1981. Fimm vetra gamall oröinn var hann ekki lengur Iátinn taka þátt i kappreiðum heidur einvörðungu hafður til undaneldís sem stóðhestur. Það dregur þó ekk- ert úr verðmæti hestsins, því aö hann hefur þegar sannað ágæti sitt og er sóst eftir aö leiöa til hans merar. Þaö er að segja af þeim sem efni hafa á slíkum kynbótum, því að folatoilur- inn er hvorki meira né minna en næstum 220 þúsund krónur. Þetta síðasta er forsendan, sem menn byggja bjartsýni sína á að hesturinn sé enn á lífi í höndum ræn- ingjanna. Honum var einmitt rænt þegar fór í hönd sá tími sem leiða skyldi til hans f immtíu og f imm mer- ar til fyljunar. Þaö þykir benda til þess aö þarna hafi verið að verkí menn sem kunnugir eru hrossarækt og kappreiðum og hafa sennilega vit á því hvernig ala eigi graöhest um fengitímann. Þeir vita örugglega hversu verðmætur hann er eigendum sínum á lífi, og hafa naumast valiö sér tíma til hrossaþjófnaðarins af handahófi. Folatollurinn af fimmtíu og fimm merum hef ði fært eigendunum tæpar fjórar milljónir sterlingspunda í tekjur brúttó. Að meöaltali geta menn vonast tíl þess að hafa not af graðhesti í tíu tíl fimmtán ár. Kyn- bættar verðlaunaskepnur á borð við Shergar eru afar viðkvæmar og þurfa bæði sérstakt eldi og alúðaraö- búnað tíl þess að þaö ekki bitni á taugakerfi þeirra og komi fram í skaphöfninni. Ef þeir eiga að nýtast tii fyljunar veröur að sjá til þess að þeir séu vel á sig komnir þegar rétti tíminn gengur í garð. Derby-sigurvegarinn „Shergar" en um taumana heldur einn aðaleig- andinn, Aga Khan. Aðstandendur hestsins hafa því af því miklar áhyggjur hvað það dregst lengi að hafa uppi á honum. Því leng- ur sem hann er í höndum ókunnugra því meiri hætta á því að hann hljóti varanlegt mein af. Hitt ætla menn aö væri búiö aö farga hestinum þá hef öi verið vísaö á hræið af honum. Vaknað hefur samt spurning um að hann kunni að hafa veikst. Sérlega styrktist sá grunur þegar stolið var úr hesthúsum í Donegal lyfjum sem notuð eru við inflúensu í hestum. Donegal er norð- arlega á Irlandi. Lögreglan hef ur boríð víða niður á Irlandi í leit aö hestinum. Getgátur voru uppi um aö hann væri í „bófasveitinni", eins og landsvæöiö norðan landamæranna er stundum kallað. Enskur miðill vísaði á Gal- wayströndina á Vestur-Irlandi og sagðist sjá hestinn þar falinn ein- hvers staöar í klausturrústum. írsku lögreglunni hefur borist hvatning frá bandarískum lögreglu- spæjara, sem hafði uppi á hryssunni „San Freluce", en henni var stolið 1977 og var þá meö fyli undan veð- hlaupahestinum fræga, „Secre- 'tariat". Það tók hann hálft árið að hafa uppi á merinni, þar sem hún var falin á sveitabæ í Kentucky, og hafði hann áður elt ótal gabb-ábendingar út um allar jarðir. Hann ráðleggur starfsbræðrum sínum á Irlandi aö láta ekki hugfallast þótt þeir leysi ekki málið á svipstundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.