Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 ' Neytendur Neytendur Af flestum fermingarbörnum eru teknar margar myndir. Myndir ættingj- anna i kirkjunni eru þó ekki látnar duga heldur fara flest barnanna á Ijós- myndastofur lika. Um verð á þjónustu þeirra er deilthér á síðunni. Formaður Ljósmyndaraf élagsins deilir á Verðlagsstof nun: „Ætlar Verðlags- stofnun að ákveða hvaða þjónusta boðiner?" — gagnrýnin fellur um sjálfa sig, segir fulltrúi verðlagsstjóra Þórir H. Óskarsson, formaður Ljós- myndarafélags Islauds, skrifar: Nú hefur enn ein verðkönnunin séð dagsins ljós og eru það ljósmynda- stofurnar, semskulu opineraðar. Þetta erisjálfu sérágættogauglýsingfyrir fagið í heild sinni. Hins vegar kemst ég ekki hjá því fyrir hönd félags mins að gera nokkrar athugasemdir við könn- unþessa. Könnun þessi er framkvæmd nú eftir að Ljósmyndarafélag íslands ákvaö sl. haust að gefa verðið frjálst, m.a. til að binda ekki félagsmenn við fast verð, á sama tíma og utanfélags- menn gátu haft það sem þeim sýndist. Verðlagsstofnun taldi ástæðu til að hafa uppi eftirlit með verðskrá félags- ins en utanfélagsmenn máttu vera i friði. Ut af fyrir sig er ekkert við verð- kannanir að athuga en þær þurfa að vera heiðarlegar og þá sérstaklega hvaö varðar þjónustu fyrir ákveðiö verð. Kannanir þessar hjá Verðlags- stofnun hafa nær undantekningarlaust fengið á sig mótmæli frá viðkomandi félögum eða einstökum aðilum, sem telja sig hafa orðið fyrir rangtúlkun. Það hættulegasta við þessar kannanir er það, að sumir fjölmiðlar slá þessu upp í stóru letri og vekja þá bara athygli á því hvar verðið er hæst og hvar lægst en síöan er sagt dýrasti og ódýrasti. Ég yil eindregið vekja athygli á því, aö ef fólk kynnir sér hvað hver ein- stakur hefur upp á að bjóða kann það að riölast hver er dýrastur eða ódýr- astur. Það fáránlegasta við þessa könnun er hins vegar það, að upp er slegið myndatökum með inniföldum stækk- unum, svo ekki sé talað um postulíns- platta, en slíkt er fyrst og f remst sértil- boö hjá þeim sem á annaö borð vilja bjóöa það og er þá ekki veriö að tala um slíkt sem skilyrði. Það hlýtur að teljast mjög hæpið fyrir Verðlagsstofn- un með sinn fjölda starfsmanna að vinna ekki betur en svona, eða ætlar Verðlagsstofnun sér þá dul að ákveða hvaða þjónustu menn eiga yfirleitt að bjóða og þá jafnvel í formi þvingana? Sumar ljósmyndastofur hafa ekki einu sinni boðið myndatökur með inni- földum stækkunum en Verðlagsstofn- un gefur sér þær forsendur og ákveöur verðið hjá þeim, sem ekki vildu hafa þessa við viðskiptapólitík með því að bæta verði á umræddum stækkunum ofan á venjulegtmyndatökuverð og sér þá hver heilvita maður að slík verð- könnun er bara „húmbúkk". Sú myndataka, sem langalgengust er, er aftur á móti látin liggja milli hluta en það er myndataka með 12 myndum án stækkana. Þá er viðskiptavinurinn sjálfráöur um það eftir á hve margar stækkanir hann kaupir, ef hann þá kaupir nokkr- ar, þvi að fyrst þarf að koma í Ijós hvort myndatakan er þess virði. Ég vil eindregið skora á allan almenning, sem ekki hefur á annað borð bundið traust sitt við einhvern ákveðinn ljós- myndara, að fara og kynna sér þjón- ustuna, annaðhvort með því að heim- sækja ljósmyndarann eða þá aö lita á myndir hans í útstillingu. Fyrir full- oröið fólk t.d., sem gott þætti að færi í myndatöku á 10—20 ára fresti, hlýtur fleira að skipta máli en verðið. Jón Bjarnason hjá Ljósmyndastofn Kópavogs hefur einnig sent biaðinu mótmæli við verðkönnun Verðlags- stofnunar. I þeim segir hann meðal annars að litt sé að marka verökönnun á f ermingarmyndatökum þegar aðeins tveir aöilar af 17 gefi upp verð sem gildi útalian fermingarmyndatímann. Haft var samband við Verðlags- stofnun vegna þessara bréfa. Þar varð Jóhannes Gunnarsson fulltrúi f yrir svörum. Hahn sagði: „Vegna ummæla Þóris H. Oskars- sonar, formanns Ljósmyndarafélags Islands, sem talar fyrir hönd ljós- myndara um verðkönnun á fermingar- myndum, þykir Verðlagsstofnun rétt aö taka fram að ekki er hægt að bera saman verð á ákveðinni þjónustu nema sú þjónusta sé fyrir hendi hjá þeim aðilum sem verð er kannað hjá. I þessari könnun er lagt til grundvallar verð á myndatöku, 12 löppum og 2 stækkunum, einfaldlega vegna þess að nokkrar stofur selja ekki þessa þjón- ustu nema allir þessir liðir, þar með taldar stækkanirnar, séu innifaldir. Reyndar er tekið fram í skýringum með könnuninni að í slíkum tilvikum sé val neytandans óeðlilega mikið skert. Jaf nf ramt skal á það bent að einnig er í könnuninni birt verð hjá öllum ljós- myndurum á myndastærð þeirri sem tekin er með í fermingarmyr.datök- unni. Þannig geta neytendur séð í meg- inatriðum hvaö myndataka og 12 lappar kosta án stækkunar á hverri einstakri stofu, en gera má ráð fyrir að flestir þeir sem kaupa slíka þjónustu geri það einmitt til þess að fá stærri myndir heldur en lapparnir eru. Gagnrýni Þóris f ellur þvi um s jálfa sig. Varðandi ummæli Jóns Bjarnason- ar er rétt að fram komi að verðskrá einstakra ljósmyndastofa gildir tiltek- inn tíma. Þess vegna var ekki hægt að birta könnunina á annan hátt en gert var. Einnig þess vegna var það tekið fram í könnuninni hversu lengi verðið gildir á hverri einstakri stof u. Verðlagsstofnun telur að könnun þessi á verði á ljósmyndastofum gefi rétta mynd af því verði sem gildir á Ijósmyndastofum á höfuðborgarsvæð- inu." DS ^ .^iiioínorðanvöruni. ^ölIiní^KSSSio^arðan. goUobuxur. ulpur- v c0skonar- „.riiruil. I •16 iKiæifi +VEBKSMmJUSALkk SAMBANDSVERKSMBJANNA Á AKUREYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.