Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 5
DV.FÖSTUDAGUR18. MARS1983 Laxveiðar Færeyinga í haf i lagabrot — Færeyingar viija viðræður eftir mótmæli utanríkisráðherra Þingmenn voru sammála um þaö í þinglok aö fela rikisstjórninni að gera ráðstafanir til þess að stöðva laxveiðar Færeyinga í hafinu, í sam- ráði við aðrar þjóðir sem hagsmuna eiga að gæta í því máli. Og ennfrem- ur að ríkisstjórnin vinni að banni gegn öllum laxveiðum í Norður- Atlantshafi. I stuttum umræðum skýrði utan- rikisráðherra frá mótmælum sínuin til færeysku landsstjórnarinnar vegna veiða færeyskra laxabáta skammt utan íslensku landhelginnar austur af landinu undanfarnar vikur. Hann kvað lögmann Færeyinga hafa svaraö og sagt landsstjórnina til- búna til viðræðna ummálið. Laxveiðiályktun Alþingis var upp- hafiega borin fram af Eyjólfi Konráði Jónssyni og Albert Guð- mundssyni, en endanlegan texta 'samdi utanrikismálanefnd Alþingis. I framsögu vegna hafréttartil- lagna vék Eyjólfur Konráð að lax- veiðum Færeyinga. „Þær eru brot á 66. grein hafréttarsáttmálans, en sú grein er fyrir löngu orðin venjuréttur eða lög „de facto"," sagði Eyjólfur. „En samkvæmt tillögu utanríkis- málanefndar látum við ekki staðar numið við það, heldur munum við beita okkur fyrir því að alfriða Atlantshafslaxinn, þannig að engar veiðar verði heimilaðar í hafinu. Þetta er einfalt og sjálfsagt mál og að því er Færeyinga varðar þá er þess að gæta að laxveiðar í hafinu hófu þeir eftir að bann við þeim var orðiö að lögum og enga stoð er unnt að finna í hafréttarsáttmálanum fyr- irþvíatferli." HERB. Kom hvergi nærri póstatkvæðum — segir Sighvatur Björgvinsson „Samkvæmt reglum um prófkjör Alþýðuflokksins er heimilt að greiöa póstatkvæði ef menn ekki komast á kjörstað að þvi tilskildu að það sé kjör- stjórnin á viðkomandi stað sem sjái um allar útsendingar," sagði Sighvat- ur Björgvinsson alþingismaður í fram- haldi af viðtali við Hendrik Tausen í DVígær. „Að minni beiðni voru send, af hálfu kjörstjórnarinnar í Reykjavík, tvisvar sinnum atkvæði út af skrifstofunni. t báðum tilvikum sá Qokksskrifstofan í Reykjavík um allt málið og ég kom hvcrgi nærri þvi né neinn fulltrúi frá mér. Það sem gerðist hins vegar gagnvart Hendrik Tausen var það að hann kom ítrekað á flokksskrifstofuna og fékk sjálfur, sem trúnaðarmaður Karvels Pálmasonar, afhent atkvæði, milli 25 og 30 atkvæði, sem hann sagðist vera að sækja fyrir hina og þessa menn úti í bæ. Kom svo með aftur og skilaði og sagði að þessi og hinn hefði kosið. Hann gekk svo langt á kjördag að hann bað um að fá afhent 24 atkvæði sem hann fór með í Laugardalshöll til þess að láta eitthvert fólk kjósa þar. Hann skilaði inn aftur sex kosnum atkvæða- seðlumenátjánseðlumónotuðum. Þarna sá flokksskrifstofan ekki um það sjálf að koma umræddum atkvæð- um til tiltekinna manna heldur lét f ull- trúa annars frambjóðandans annast alla milligöngu. Eg hef undir höndum lýsingu f lokks- skrifstofunnar á því hvernig þetta gekk fyrir sig og það er sjálfsagt að birta það ef menn efast eitthvað um Háskólakörinn i höfuistöðvum sbram, Félagss toíuun stúdenta við Hrlngbraut i Rcy kja vík. Kórinn verður á þessum staft á suunudaginn Ul að gefa f ólkl kost á aft hey ra hvaft Russum féU svona vel í geft. D V-mynd: GVA Félagsstof nun stúdenta á sunnudag: Aukatónleikar Háskólakórsins Háskólakórinn heldur aukahljóm- leika sunnudaginn 20. mars í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut og hefjast þeir klukkan 17.00. Eins og kunnugt er var Háskólakór- inn nýlega á söngferð í Sovétríkjunum þar sem söng hans var tekið mjög vel. Auk þess að syngja þar á opinberum lónleikum, söng kórinn í útvarp og sjónvarp. Aður en lagt var af stað í þessa söngferð hélt kórinn tvenna hljómleika í Reykjavik fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Vegna fjölda áskor- ana ætlar hann nú að halda aukahljóm- leika og gefa þannig' tónlistarunnend- um á höfuðborgarsvæðinu enn á ný tækif æri til að hlýða á söng kórsins. A efnisskránni er eingöngu islensk tónlist. Auk þjóðlaga í gömlum og nýj- um búningi eru ný tónverk sem vakiö hafa óskipta athygli, til dæmis CANTO eftir kórstjórann, Hjálmar H. Ragnarsson. Auk tónverka eftir Hjálmar verða flutt verk eftir Atla lleimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jónas Tómasson og Karólínu Eiriks- dóttur. Háskólakórinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir. Tónleikarnir nú verða hinir síðustu á starfsvetrinum. Geta má þess að styrktarkort gilda ekki inn á þá. JBH. En ég skal taka það fram að þetta skipti ekki máli í talningunni vegna þess að óll þau atkvæði, sem þannig voru tilkomin, voru dæmd ógild. Þessi afskipti Hendrik Tausen af kosning- unni skiptu þvi ekki máli um úrslitin. Hins vegar er þetta dæmigert um það hvaða vinnubrögðum var beitt," sagði Sighvatur B jörgvinsson. -KMU. ÞORSKVEIÐIBANN UM PASKA Þorskveiðibann um páska hefst klukkan 22 þriðjudaginn 29. mars og stendur til hádegis þriðjudaginn 5. april samkvæmt ákvörðun sjávarút- vegsráðuneytisins. Ölium skipum, öðmm en þeim er undir skrapdagakerfið falla, eru bannaðar þorskveiðar á ofangreindu tímabili. Að þorskveiðar séu bannaöar merkir að hlutfall þorsks i afla einstakra veiðiferða má ekki nema meiru en 15%. Auk þess leggur ráðuneytið sérstaka áherslu á aö á fyrrgreindu tímabili er óheimilt að hafa neti sjó. VIÐ OPNUM í DAG tölvusýninguna: „Tölvur og hugbúnaöur ww Ef þú ert að hugsa um tölvu- væðingu, þá gefst þér ein- stakt tækifæri að skoða og bera saman nær allan þann tölvubúnað sem íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum stendur til boða í dag. í Tónabæ Sýningin verður opin: föstudag laugardag sunnudag 16-22 13-22 13-22 Ef þú vilt fylgjast með þróun tölvumála, þá gefst þér tilvalið tækifæri á að kynna þér þann tölvubúnað sem er til á íslandi í dag. A ? Félag tölvunarfræðinema

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.