Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 2
DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 Það er jafnan mikil þátttaka í íþróttamótum fatlaöra hér á landi svo Islendlngar hafa góðan möguleika á ao sigra í norrænu trimmlandskeppninni í maí í annaö skiptið i röð. DVgefur verölaun í trimmlandskeppnina Norræn trimmlandskeppni fatlaðra fer fram hér á landi í maí nk. en í september á hinum Norðurlöndunum. Fyrirkomulag keppninnar í ár verður með líku sniði og fyrir tveim árum en. þá sigruöu Islendingar glæsilega. I keppninni þá tóku þátt 1031 Islend- ingur en íþróttafélag fatlaðra hefur sett markið hátt að þessu sinni. Er stefnt að því að þátttakendur verði ekkifærrien2000. Keppnisgreinar í þessari norrænu trimmlandskeppni eru sex. Eru það sund, kajakróður, hestamennska, ganga, hlaup og hjólastólaakstur. Þátt- tökurétt hafa allir þeir sem af ein- hver jum ástæðum geta ekki tekiö þátt í íþróttakeppni hinna óf ötluöu. DV hefur ákveðið að vinna að fram- gangi þessarar keppni í samráði viö Iþróttaf élag f atlaðra hér á landi. Gef ur blaðiö glæsilegt silfurskreytt horn sem nú verður keppt um. Mun það hérað sem flest stig hlýtur í trimmlands- keppninni,miðað við íbúaf jölda, hljóta hornið til varöveislu í eitt ár. Auk þess mun DV sjá um prentun á þátttöku- kortum, auglýsingaplakötum, viður- kenningaskjölum og ýmsu öðru varð- andi þessa keppni. -klp- NÝR TJALDVAGN - NÝ AÐFERÐ Að reisa þennan nýja tjaldvagn, sem þið sjáið á myndinni, tekur aðeins 3 mínútur. Uppsettur er vagninn 17 ferm og tekur 6 manns isvefnpláss. GÍSLI JÓNSSON & CO. HF. Sundaborg41 — Sími86644. Grafarvogssvæðið: UM900 LÓÐIR AUG- LÝSTAR A NÆSTUNNI — auk lóða íSelási og Seljahverf i „Þær lóöir sem auglýstar verða á þessu ári eru í Seljahverfi, Selási og Grafarvogi. Verið er að vinna að skipulagi fyrir þessi svæði en lóðirn- ar verða ekki auglýstar alveg strax," sagði Hjörleifur Kvaran, skrifstofustjóri borgarverkfræðings, í viðtali við DV í morgun. „Um 30 lóöir verða auglýstar í Seljahverfi og er þegar búið að ganga frá skilmálum og deiliskipu- lagi. Nokkuð margar lóðir verða í Seláshverfi, gengiö hefur verið frá skipulagi þar en skilmálar verða til- búnir í næstu viku. Loks er það Graf- arvogssvæðið. Deiliskipulag fyrsta áfanga þess fer til samþykktar í borgarstjórn á morgun, þó eftir sé að vinna skipulag og skilmála til fulls. Ég vil leyfa mér að ætla að þetta klárist í næsta mánuði. I Graf arvogi verða áiiglýstar 750 einbýlishúsalóðir, 90 raðhúsalóðir og 50 íbúðir í fjölbýlishúsum. Hvað varðar einbýlishúsalóðirnar, þá er hér til úthlutunar verulegur hluti þeirra, en alls verða þær á bilinu 900—950. Aöeins 250 af þeim verða gerðar byggingarhæfar á árinu, eða um þriðjungur. Afgangurinn verður síðan kláraður á næstu tveimur ár- um. Hins vegar verður gengið f rá öll- um raðhúsa- og f jölbýlishúsalóðum í ár. Þeir sem fá úthlutað lóðum sem verða byggingarhæfar á næstu tveimur árum, munu fá lóð á ákveðnu svæði fyrst í stað. Nánari staðsetning innan svæðisins kemur þá siðar," sagðiHjörleifurKvaran. -PÁ Starfslaunum rit- höfunda úthlutað — 293 mánaðarlaunum skipt á millí 93 höfunda Lokið er úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 1983. I lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða íslenskum rithöfundum starfslaun samkvæmt byrjunarlaun- um menntaskólakennara. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Þá er og heimilt að greiöa úr sjóðn- umfyrir þýðingar á íslensku. Fjárveiting til sjóðsins árið 1983 er 3,6 milljónir króna og samsvarar það um 293 mánaöarlaunum. Alls bárust að þessu sinni umsóknir frá 159 höfundum og sóttu þeir um nálega 900mánaðarlaun. Stjórn Launasjóðsins úthlutaði aö þessu sinni starfslaunum til 93 rit- höfunda. 12 fengu laun í sex mánuði, / 59 fengu laun í þrjá mánuði og 22 höfundar fengu starfslaun í tvo mán- uöi. Eftirtaldir hlutu sex mánaða starfslaun: Anton Helgi Jónsson, Birgir Sigurðsson, Einar Kárason, Guðbergur Bergsson, Hannes Pét- ursson, Heiðrekur Guðmundsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Olga Guðrún Árnadóttir, Svava Jakobs- dóttir, Thor Vilhjálmsson, Vésteinn Lúðvíksson og Þorsteinn frá Hamri. -KMU. IMÝ PLATA KOMIIM ÚT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.