Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 Lögmannsskríf umflugmál í tilefni af undarlegri kjallaragrein Gunnlaugs Þóröarsonar hrl. um ný- lega skipun í stööu flugmálastjóra, og birtist í DV sl. föstudag, get ég sem einn flugráösmanna ekki látiö hjá líöa aö leiðrétta þau reginósann- indi sem þar eru borin á borö fyrir lesendur blaösins og varða meint vinnubrögð flugráðs. Lögmaðurinn heldur því fram að „hver einasti flugráösmaður hafi verið króaður af og allir nema einn varamaður undirritaöur (tillögu um flugmálastjóra) áður en málið kom fyrir á fundi." Einnig varpar hann fram þeirri spurningu „til hvers var annars verið að kalla á alla þessa varamenn?" Ég vona sannarlega að upplýsinga- og gagnasöfnun lög- mannsins í þeim málum sem hann tekur að sér sé vandaöri en hér kem- ur fram því hér er farið með staö- lausa stafi og lögmanninum hefði verið í lófa lagiö að leita eftir réttum upplýsingum frá hlutaðeigandi flug- ráðsmönnum og úr þeim gögnum semmáliðvarða. Samkvæmt starfsreglum flugráðs, sem settar voru af þáverandi sam- gönguráðherra, Halldóri E. Sigurðs- syni, árið 1976, sitja bæði aðal- og^ varamenn fundi flugráðs. Bréf sam- gönguráðuneytisins, dags. 11. feb. sl. ásamt 11 umsóknum um starf flug- málastjóra, barst flugráði póstleiðis miðvikudagsmorguninn 16. febr. og voru öll þau skjöl strax ljósrituö og borin til þeirra 8 aðal- og varamanna í flugráöi sem boðaðir höfðu verið til fundar daginn eftir. Þessi fundartími hafði m.a. verið ákveðinn með hlið- sjón af því aö samgönguráðuneytið Kjallarinn RagnarKarlsson að hugsanlegri tillögu flugráðs og bar þá tillögu undir Skúla sem reynd- ist henni sammála. Þessi tillaga, undirrituö af þeim Albert og Skúla, var lögð fram á flugráðsfundinum, en á þeim fundi óskuðu bæði ég og „aðrir viðstaddir flugráðsmenn að árita hana. Við síðari formlega atkvæöa- greiðslu um tillöguna var hún sam- þykkt samhljóða með fimm atkvæð- um, enda hafa varamenn ekki at- kvæðisrétt á fundi séu hlutaðeigandi aðalmenn viðstaddir. Orökstuddar fullyrðingar um einhver óvenjuleg vinnubrögö flugráðs í þessu máli eru því með öllu út í hött. Mér virðist að til slíks málatilbúnings sé gripið vegna þess aö ekki hafi teklst að grafa upp neinar skynsamlegar „.. .lögmanninum hefði veriö í lófa lagið að leita eftir réttum upplýsingum..." veitti flugráöi aðeins frest til 18. f ebrúar að skila tillögu sinni um nýj- an flugmálastjóra. Alþingismennirnir Albert Guð- mundsson og Skúli Alexandersson, sem báðir sitja í flugráði, skýrðu þingheimi rækilega frá allri meðferð þessa máls þegar það kom til langr- ar umræöu á Alþingi 3. mars sl. Þar kom m.a. fram að síðdegis á mið- vikudag, 16. febr., gerði Albert drög skýringar á ákvörðun samgönguráð- herra í þessu máli. Leif ur langhœf astur Eg get staðfest þaö hér og nú að Leifur Magnússon leitaði ekki sér- staklega eftir stuðningi mínum og ég hygg að aörir flugráösmenn hafi sömu sögu að segja. Hins vegar hafði annar umsækjandi samband við mig út af stöðunni. Til að finna skýringu á FERÐALÖG TIL ÚTLANDA - SUMARLEYFISFERÐIR - M.A. TIL SÓLARLANDA kemur út 16. apríl nk. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa vörur sínar og þjónustu í FERÐABLAÐINU vinsamlega hafi samband við auglýsingadeild | a\ # Síðumúla 33 eða í síma 27022 milli kl. 9 og 17.30 virka daga fyrir 7. apríl nk. -auglýsingadeild. Síðumúla 33 - Rvík. Sími 27022. Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra. — „ Trúlega erþað eins- dæmi þegar gengið er þvert gegn samhlj'óða og eindreginni tillögu slikrarstfórnarþegarumeraðraeða framkvæmdastjórahennar. . ." eindreginni afstöðu flugráðs til skip- unar nýs flugmálastjóra þarf ekki að leita lengra en til umsóknanna sjálfra. Séu þær grannskoöaöar og tillit tekið til menntunar og starfs- reynslu á hinum ýmsu sviðum flug- mála og ekki síst þeim þætti sem snýr aö alþjóðlegri starfsemi, var augljóst að langhæfasti umsækjand- inn var Leifur Magnússon. Það er undarleg röksemdafærsla af hálfu lögmannsins að hann ætti síður að koma til álita eftir 4—5 ára starf hjá flugfélagi, og það til viðbótar 18 ára starfi hjá flugmálastjórn. Samkvæmt lögum um stjórn flug- mála er flugráði m.a. ætlað aö gera tillögu um f lugmálastjóra enda er sá embættismaður framkvæmdastjóri ráðsins líkt og Torstjóri fyrirtækis starfar undir stjórn þess. Ráðinu er ekki ætlað aö flokka umsækjendur í hæfa og óhæfa, raöa þeim í f organgs- röð eða veita umsögn um þá hvern fyrir sig. I hliðstæðum nefndum, stjórnum eða ráðum kemur mjög oft upp ágreiningur um stöðuveitingar og þekkt er að hlutaðeigandi ráð- herrar hafi ekki alltaf farið eftir áliti meirihluta slíkra stjórna. En trúlega er það einsdæmi þegar gengið er þvert gegn samhljóöa og eindreginni tillögu slíkrar stjórnar þegar um er að ræða framkvæmdastjóra hennar, eins og fyrr sagði. I grein sinni minnist lögmaðurinn á brottvikningu Hrafns Jónssonar, þáverandi deildarstjóra flugvalla- deildar flugmálastjórnar, og telur Pétur Einarsson ekki hafa átt þar hlut að máli. Ég vil því eindregið hvetja lögmanninn til að kynna sér ö'U skjöl þess máls, sem nýlega hefur verið dæmt í, enda ekki rými til að rekja það hér. En líklega hittir lög- maöurinn naglann á höfuðið þegar hann telur lögfræðimenntun heppi- legri fyrir starf flugmálastjóra held- ur en verkfræðimenntun ef sú brott- vikning úr starfi er dæmi um þau vinnubrögð sem í vændum eru. Lögmaðurinn lýkur grein sinni með f ööurlegri áminningu til DV fyr- ir þá „tegund blaðamennsku sem ekki sæmir með íslenskri þjóð". Til þeirra, sem slíkar áminningar veita, verður hins vegar einnig að gera þær lágmarkskröfur að þeir leitist við að afla sér réttra og sannra upplýsinga í því máli sem þeir f jalla um. Annað væri varla drengilegt. Með þökk fyrir birtinguna. Ragnar Karlsson, fuUtrúiíflugráöL Friða B/örg og Vigdis Ósk taka sveinspróf i setn ingu iprentiðn eftir ca tvöár. DV-mynd Bj.Bj. Fengu ekkí að fara beint í sveinspróf ið „Við erum mjög ánægðar með þessa lausn á málinu. Við förum í Iönskólann og stundum þar verklegt nám í faginu en fáum kannski einhverja styttingu í hinu bóklega," sögðu þær Fríða Björg Aðalsteinsdóttir og Vigdís Osk Sigur- jónsdóttir, textainnritarar hjá prent- smiðjunni Hilmi, í samtali við DV í gær. Þær stöllur sóttu á dögunum um að fá að taka sveinspróf í setningu í prent- iðn, en þær hafa starfaö sem textainn- ritarar í rúm 11 ár. Iðnfræðsluráð sendi umsókn þeirra til Félags bókagerðar- manna og lagði stjórn þess blessun sína yfir að þær gengju undir verklegt próf í setningu. Mikið f jaðrafok varð meðal nokk- urra félagsmanna i Félagi bóka- gerðarmanna út af þessu og var boðað til sérstaks félagsfundar vegna máls- ins í fyrradag. Fyrir fundinn hafði þó náðst málamiðlun sem allir sættu sig við. Munu stúlkurnar sækja verklegt nám í faginu og taka að því loknu sveinspróf. A fundinum urðu miklar umræður út af þessu máli og öðrum. Var þar m.a. borin fram vantrauststillaga á stjórn FBM en hún var felld með yfir- gnæfandimeirihlutaatkvæða. -klp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.