Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 5 Laxveiðar Færeyinga í hafi lagabrot — Færeyingar vilja viðræður eftir mótmæli utanríkisráðherra Þingmenn voru sammála um þaö í þinglok aö fela ríkisstjórninni aö gera ráðstafanir til þess að stööva laxveiðar Færeyinga í hafinu, í sam- ráöi viö aörar þjóðir sem hagsmuna eiga aö gæta í því máli. Og ennfrem- ur aö rikisstjómin vinni aö banni gegn öllum laxveiðum í Noröur- Atlantshafi. I stuttum umræöum skýröi utan- ríkisráðherra frá mótmælum sínum til færeysku landsstjórnarinnar vegna veiða færeyskra laxabáta skammt utan íslensku landhelginnar austur af landinu undanfarnar vikur. Hann kvað lögmann Færeyinga hafa svarað og sagt landsstjómina til- búna til viðræöna um máliö. Laxveiöiályktun Alþingis var upp- haflega borin fram af Eyjólfi Konráði Jónssyni og Albert Guö- mundssyni, en endanlegan texta samdi utanríkismálanefnd Alþingis. I framsögu vegna hafréttartil- lagna vék Eyjólfur Konráö aö lax- veiöum Færeyinga. „Þær em brot á 66. grein hafréttarsáttmálans, en sú grein er fyrir löngu orðin venjuréttur eöa lög „de facto”,” sagöi Eyjólfur. ,,En samkvæmt tillögu utanríkis- málanefndar látum viö ekki staöar numiö viö þaö, heldur munum viö beita okkur fyrir því aö alfriða Atlantshafslaxinn, þannig að engar veiðar verði heimilaöar í hafinu. 1 Þetta er einfalt og sjálfsagt mál og aö því er Færeyinga varöar þá er þess að gæta aö laxveiðar í hafinu hófu þeir eftir aö bann viö þeim var orðið aö lögum og enga stoð er unnt aö finna í hafréttarsáttmálanum fyr- irþvíatferli.” HERB. Kom hvergi nærri póstatkvæðum — segir Sighvatur Björgvinsson HáskAlakirinn í höfuöstöðvum sinum, Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut í Reykjavik. KArinn verður á þessum stað á sunnudaginn til að gefa fólki kost á að heyra hvað Rússum féll svona vel i geð. DV-mynd: GVA Félagsstofnun stúdenta á sunnudag: Aukatónleikar Háskólakórsins ,JSamkvæmt reglum um prófkjör Alþýöuflokksins er heimilt aö greiöa póstatkvæði ef menn ekki komast á kjörstaö aö því tilskildu aö það sé kjör- stjómin á viðkomandi staö sem sjái um allar útsendingéu-,” sagði Sighvat- ur B jörgvinsson alþingismaður í fram- haldi af viötali við Hendrik Tausen í DVígær. „Að minni beiðni voru send, af hálfu kjörstjórnarinnar í Reykjavík, tvisvar sinnum atkvæði út af skrifstofunni. 1 báöum tilvikum sá flokksskrifstofan i Reykjavík um allt málið og ég kom hvergi nærri því né neinn fuiltrúi frá mér. Það sem geröist hins vegar gagnvart Hendrik Tausen var þaö aö hann kom ítrekað á flokksskrifstofuna og fékk sjálfur, sem trúnaðarmaður Karvels Pálmasonar, afhent atkvæði, milli 25 og 30 atkvæði, sem hann sagðist vera að sækja fyrir hina og þessa menn úti í bæ. Kom svo meö aftur og skilaði og sagði aö þessi og hinn hefði kosið. Hann gekk svo langt á kjördag að hann bað um að fá afhent 24 atkvæöi sem hann fór meö í Laugardalshöll til þess aö láta eitthvert fólk kjósa þar. Hann skilaði inn aftur sex kosnum atkvæða- seölum en átján seölum ónotuðum. Þama sá flokksskrifstofan ekki um þaö sjálf að koma umræddum atkvæö- um til tiltekinna manna heldur lét full- trúa annars frambjóðandans annast alla milligöngu. Eg hef undir höndum lýsingu flokks- skrifstofunnar á því hvernig þetta gekk fyrir sig og þaö er sjálfsagt aö birta þaö ef menn efast eitthvaö um þetta. En ég skal taka þaö fram aö þetta skipti ekki máli í talningunni vegna þess að öll þau atkvæði, sem þannig voru tilkomin, voru dæmd ógild. Þessi afskipti Hendrik Tausen af kosning- unni skiptu því ekki máli um úrslitin. Hins vegar er þetta dæmigert um það hvaöa vinnubrögðum var beitt,” sagði Sighvatur B jörgvinsson. -KMU. Háskólakórinn heldur aukahljóm- leika sunnudaginn 20. mars í Félags- stofnun stúdenta viö Hringbraut og hefjast þeirklukkan 17.00. Eins og kunnugt er var Háskólakór- inn nýlega á söngferð í Sovétríkjunum þar sem söng hans var tekið mjög vel. Auk þess aö syngja þar á opinberum tónleikum, söng kórinn í útvarp og sjónvarp. Áöur en lagt var af staö í þessa söngferö hélt kórinn tvenna hljómleika í Reykjavík fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Vegna fjölda áskor- ana ætlar hann nú aö halda aukahljóm- leika og gefa þannig tónlistarunnend- um á höfuðborgarsvæðinu enn á ný tækifæri til aö hlýða á söng kórsins. Á efnisskránni er eingöngu íslensk tónlist. Auk þjóölaga í gömlum og nýj- um búningi eru ný tónverk sem vakið hafa óskipta athygli, til dæmis CANTO eftir kórstjórann, Hjálmar H. Ragnarsson. Auk tónverka eftir Hjálmar verða flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jónas Tómasson og Karólínu Eiríks- dóttur. Háskólakórinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir. Tónleikarnir nú verða hinir síöustu á starfsvetrinum. Geta má þess að styrktarkort gilda ekki inn á þá. JBH. ÞORSKVEIÐIBANN UM PÁSKA Þorskveiöibann um páska hefst öilum skipum, öörum en þeim er afla einstakra veiðiferöa má ekki klukkan 22 þriðjudaginn 29. mars og undir skrapdagakerfið falla, eru nema meiru en 15%. Auk þess leggur stendur til hádegis þriðjudaginn 5. bannaðar þorskveiöar á ofangreindu ráðuneytið sérstaka áherslu á aö á apríl samkvæmt ákvörðun sjávarút- tímabili. Aö þorskveiðar séu fyrrgreindu tímabili er óheimilt aö vegsráðuneytisins. bannaöar merkir aö hlutfall þorsks í hafa net í sjó. VIÐ OPIMUM I DAG tölvusýninguna: „Tölvur og hugbúnaður" í Tónabæ Ef þú ert að hugsa um tölvu- væðingu, þá gefst þér ein- Ef þú vilt fylgjast með þróun stakt tækifæri að skoða og Sýningin verður opin: tölvumála, þá gefst þér tilvalið bera saman nær allan þann tækifæri á að kynna þér þann tölvubúnað sem íslenskum föstudag 16—22 tölvubúnað sem er til á íslandi fyrirtækjum og einstaklingum stendur til boða í dag. laugardag 13—22 sunnudag 13—22 í dag. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.