Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1983, Page 7
DV. FÖSTUDAGUR18. MARS1983 ' 7 Neytencfur Neytendur Af flestum fermingarbörnum eru teknar margar myndir. Myndir ættíngj- anna i kirkjunni eru þó ekki látnar duga heldur fara flest barnanna á Ijós- myndastofur lika. Um verð á þjónustu þeirra er deilt hér á síðunni. Formaður Ljósmyndarafélagsins deilir á Verðlagsstof nun: „Ætlar Verðlags- stofnun að ákveða hvaða þjónusta boðin er?” — gagnrýnin fellur um sjálfa sig, segir fulltrúi verðlagsstjóra Þórir H. Óskarsson, formaður Ljós- myndarafélags íslands, skrifar: Nú hefur enn ein verðkönnunin séð dagsins ljós og eru það Ijósmynda- stofumar, semskulu opineraðar. Þetta erísjálfu sérágættogauglýsingfyrir fagið í heild sinni. Hins vegar kemst ég ekki hjá því fyrir hönd félags míns að gera nokkrar athugasemdir við könn- unþessa. Könnun þessi er framkvæmd nú eftir að Ljósmyndarafélag íslands ákvaö sl. haust að gefa verðið frjálst, m.a. til að binda ekki félagsmenn við fast verð, á sama tíma og utanfélags- menn gátu haft það sem þeim sýndist. Verðlagsstofnun taldi ástæðu til að hafa uppi eftirlit með verðskrá félags- ins en utanfélagsmenn máttu vera í friði. Ut af fyrir sig er ekkert við verð- kannanir að athuga en þær þurfa aö vera heiðarlegar og þá sérstaklega hvað varðar þjónustu fyrir ákveðið verð. Kannanir þessar hjá Verðlags- stofnun hafa nær undantekningarlaust fengið á sig mótmæli frá viðkomandi félögum eða einstökum aðilum, sem telja sig hafa orðið fyrir rangtúlkun. Það hættulegasta við þessar kannanir er það, að sumir fjölmiðlar slá þessu upp í stóru letri og vekja þá bara athygli á því hvar veröiö er hæst og hvar lægst en síðan er sagt dýrasti og ódýrasti. Ég vil eindregið vekja athygli á því, að ef fólk kynnir sér hvað hver ein- stakur hefur upp á aö bjóða kann það aö riölast hver er dýrastur eða ódýr- astrn-. Það fáránlegasta við þessa könnun er hins vegar þaö, að upp er slegið myndatökum með inniföldum stækk- unum, svo ekki sé talað um postulíns- platta, en slíkt er fyrst og f remst sértil- boð hjá þeim sem á annað borð vilja bjóða það og er þá ekki verið að tala um slíkt sem skilyiði. Það hlýtur að telj ast m jög hæpið fy rir V erölagsstofn- un meö sinn fjölda starfsmanna aö vinna ekki betur en svona, eða ætlar Verðlagsstofnun sér þá dul að ákveöa hvaða þjónustu menn eiga yfirleitt að bjóða og þá jafnvel í formi þvingana? Sumar ljósmyndastofur hafa ekki einu sinni boðið myndatökur með inni- földum stækkunum en Verðlagsstofn- un gefur sér þær forsendur og ákveður veröið hjá þeim, sem ekki vildu hafa þessa við viðskiptapólitík með því að bæta verði á umræddum stækkunum ofan á venjulegt myndatökuverð og sér þá hver heilvita maður að slík verð- könnun er bara „húmbúkk”. Sú myndataka, sem langalgengust er, er aftur á móti látin liggja milli hluta en það er myndataka með 12 myndum án stækkana. Þá er viðskiptavinurinn sjálfráður um það eftir á hve margar stækkanir hann kaupir, ef hann þá kaupir nokkr- ar, því að fyrst þarf að koma í ljós hvort myndatakan er þess virði. Ég vil eindregið skora á allan almenning, sem ekki hefur á annað borð bundiö traust sitt við einhvern ákveðinn ljós- myndara, að fara og kynna sér þjón- ustuna, annaðhvort með því að heim- sækja ljósmyndarann eða þá að lita á myndir hans í útstillingu. Fyrir full- orðið fólk t.d., sem gott þætti að færi í myndatöku á 10—20 ára fresti, hlýtur fleira að skipta máli en verðið. Jón Bjarnason hjá Ljósmyndastofu Kópavogs hefur einnig sent blaðinu mótmæli við verðkönnun Verðlags- stofnunar. I þeim segir hann meðal annars að lítt sé aö marka verðkönnun á fermingarmyndatökum þegar aðeins tveir aðilar af 17 gefi upp verð sem gildi útallan fermingarmyndatímann. Haft var samband við Verðlags- stofnun vegna þessara bréfa. Þar varð Jóhannes Gunnarsson fulltrúi fyrir svörum. Hann sagði: „Vegna ummæla Þóris H. Oskars- sonar, formanns Ljósmyndarafélags Islands, sem talar fyrir hönd ljós- myndara um verðkönnun á fermingar- myndum, þykir Verðlagsstofnun rétt að taka fram að ekki er hægt að bera saman verð á ákveðinni þjónustu nema sú þjónusta sé fyrir hendi hjá þeim aðilum sem verð er kannað hjá. I þessari könnun er lagt til grundvallar verð á myndatöku, 12 löppum og 2 stækkunum, einfaldlega vegna þess að nokkrar stofur selja ekki þessa þjón- ustu nema allir þessir liðir, þar með taldar stækkanimar, séu innifaldir. Reyndar er tekið fram í skýringum með könnuninni að í slíkum tilvikum sé val neytandans óeðlilega mikið skert. Jafnframt skal á þaö bent aðeinnig erí könnuninni birt verð hjá öllum ljós- myndurum á myndastærð þeirri sem tekin er með í fermingarmyr.datök- unni. Þannig geta neytendur séð í meg- inatriðum hvað myndataka og 12 lappar kosta án stækkunar á hverri einstakri stofu, en gera má ráð fyrir að flestir þeir sem kaupa slíka þjónustu geri það einmitt til þess að fá stærri myndir heldur en lapparnir em. Gagnrýni Þóris fellur því um s jálfa sig. Varðandi ummæli Jóns Bjarnason- ar er rétt að fram komi að verðskrá einstakra ljósmyndastofa gildir tiltek- inn tíma. Þess vegna var ekki hægt að birta könnunina á annan hátt en gert var. Einnig þess vegna var það tekið fram í könnuninni hversu lengi verðið gildir á hverri einstakri stofu. Verðlagsstofnun telur að könnun þessi á verði á ljósmyndastofum gefi rétta mynd af því verði sem gildir á ljósmyndastofum á höfuðborgarsvæð- inu.” DS VIÐ TELJUM að notaðir VOLVO bílar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum Volvo 245 GL'82 ekinn 25.000, beinsk., ljósblár. Verð kr. 325.000. Volvo 244 DL '82 ekinn 30.000, beinsk., rauður. Verð kr. 250.000. Volvo 244 DL '82 ekinn 18.000, sjálfsk., rauður. Verð kr. 275.000. Volvo 244 GL '82 ekinn 3.000, sjálfsk., ljósblár. Verð kr. 315.000. Volvo 244 GL'80 ekinn 39.000, sjálfsk., gullsanseraður. Verð kr. 220.000. Volvo 244 DL '78 ekinn 58.000, beinsk., beige. Verð kr. 160.000. Volvo 345 GL '80 ekinn 30.000, beinsk., koparrauður. Verð kr. 160.000. Volvo 343 DL '78 ekinn 50.000, sjálfsk., silfurgrár. Verð kr. 90.000. OPID LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16. V) VELTIR SUÐURLANDSBRAUT 16 m ' JkC,rbUXU' Otiöld buxnaelni, kjólelm og jnd og m fró HlenuntoríJ1- *vmsmjusALA* SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKUREYSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.