Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ...heimta meiri aukavinnu... 22 starfsmenn Jagúarbílaverk- smiöjunnar fengu tveggja daga frí undir vikulokin síöustu í tilefni af því aö þeir höfðu unnið 630 þúsund sterlingspund í knattspyrnu- getraununum. Eftir að hafa smal- aö saman vinningunum í London komu þeir að máli viö verksmiðju- stjórnina i Coventry og fengu hana til þess að setja færibandið í gang um helgina og unnu kauplaust við að ljúka frágangl 100 nýrra Jagúar-lúxusbíla. Þeir eru sá starfshópurinn sem síðastur fer höndum um bílana, áður en þeir renna fullfrágengnir út úr verk- smiðjunni. Mennirnir vildu fá að ljúka við bíl- ana í frítímanum. Rekaútlenda prestaúrlandi Ástralskur prestur, kaþólskur, hefur verið sakaður um að blanda sér í stjórnmál í Chile og vísað úr landi. Var það þriðji útlendi prest- urinn sem vísað var úr landi í síð- ustu viku:—Allir höfðu þeir starfað meðal fátækra i Santiago í nokkur ár. Falsaðiverk eftirDalí Lögreglan í Barcelona handtók í síðasta mánuði þrjá menn sem sakaðir eru um verslun með fölsuð listaverk. Fann hún 47 falsanir, þar sem líkt var eftir málverkum Picasso, Miro, Goya, Toulouse- Lautrec og Dali. Þetta varð ekki kunnugt fyrr en um helgina, þegar birtist viðtal við spænskan málara sem segist hafa hellt yfir markaðinn f ölsuöum Dalí- málverkum. Hinn 35 ára gamli Manuel Pujol Baladas sagði: „Eft- ir 1975 er meira eftir mig á markaðnum en eftir Dali sjálfan.” Hjartaþeginn Clarkveikur Dr. Barney Clark, fyrsti maður- inn sem smíðað var hjarta i, er nú kominn með sótthita og læknar hans segja að nýrnastarfsemi hans hafi faríð aftur. Fyrsta smíðaða hjartað (úr áli og plastefnum) var sett í Clark fyrir 110 dögum við læknaháskól- ann í Utha. Líðan hans þennan tíma hefur veríð upp og ofan. Seldi lögreglan fíkniefni? Yfirmaður fíkniefnalögreglunn- ar í Montreal hefur veríð ákærður fyrír fikniefnasölu. Maðurinn hefur starfað i lögreglunni í 25 ár. Hann hafði áður starfað við „næturvörsluna”, deild innan lög- reglunnar, sem mikið orð fór af vegna árangurs í viðureign við glæpastarfsemina. Sú deild var leyst upp yfir 5 árum og síðan hefur lögregluforinginn unnið sig áfram í fíkiefnalögreglunni. Flokksbræður Koivisto fóru með sigur úr kosningunum íhaldsflokkurínn tapaði 2 þingsætum þvert ofan í allar kosningaspár um aukið brautargengi Hægrimenn í Finnlandi uröu fyrir miklum vonbrigðum með kosningaúr- slitin eftir að skoöanakannanir höfðu allar spáö þeim nægum sigri til þess að framhjá þeim yrði ekki gengið í næstu stjórnarmyndun. En kommúnistar og miðflokksmenn, sem mestu hafa ráðið um að íhalds- flokkurinn hefur veriö utan ríkisstjóm- ar síðustu 17 árin, töpuöu einnig fylgi og þá einkumkommúnistar. Sigurvegarar kosninganna eru sósíaldemókratar og Landsbyggðar- flokkurinn. Þykja sósíaldemókratar hafa notið góðs af persónufylgi Mauno Koivisto forseta, sem kemur úr þeirra röðum. Landsbyggðarflokkurinn virðist hafa aukið fylgi sitt á kostnað mið- flokksins en ýmsir frammámenn þess síðartalda hafa verið viöriðnir fjár- málahneyksli, sem miklu fjaðrafoki hefur valdiö í Finnlandi í vetur. — Mið- flokkurinn var í forsetatíð Kekkonens áhrifamikiö afl í finnskum stjómmál- um. Þegar lokið var talningu 99% at- kvæða höfðu íhaldsmenn hlotið 22,2% en þaö var ekki nema hálft prósent fylgisaukning frá því í kosningunum 1979 og 4% minna en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. — Sósíaldemó- kratar fengu 26,8% sem var 2,8% fylg- isaukning. Þótt íhaldsmenn tapi 2 þingsætum (af 46) sagði leiötogi þeirra Hkka Suominen i sjónvarpi að flokkur hans mundi sem fyrr gera tilkall til setu i ríkisstjórninni. — Það þykir þó ekki líklegt til þess að ná f ram að ganga. Kalevi Sorsa forsætisráðherra og leiðtogi sósíaldemókrata sagði erfitt fyrir flokk sinn að starfa með íhalds- mönnum enda mundi dræmur árangur Mauno Koivisto Finnlandsforseti. Sig- ur flokksbræðra hans í kosningunum er að miklu leyti þakkaður persónu- fylgi hans og góðu áliti meðal kjós- enda. þeirra í kosningunum flækja máliö. Sósíaldemókratar bættu við sig 6 þing- sætum, en þeir höfðu 52. Viðbúið er að stjórnarmyndunin taki langan tíma og þykir Koivisto forseti eiga fyrir höndum sitt erfiðasta verk- efni síðan hann tók við forsetaembætti í janúarl982. Kommúnistar og sósíalistar í lýðveldisbandalagi alþýðu töpuðu 8 þingsætum (af 35) og fengu aðeins 14% í stað 18% úr kosningunum 1979. Aame Saarinen, leiötogi finnskra kommún- ista, kenndi um klofningi innan flokks síns. Mikla athygli vakti að þingforsetinn og áður forsetaframbjóðandi mið- flokksins, Johannes Virolainen, náði ekkikjöri. Landsbyggðaflokkurinn jók við sig 7 þingsætum og hefur nú 13 með 9,7% at- kvæða á bak við sig en fylgi hans 1979 var5,l%. Kalevi Sorsa, forsætisráðherra og leið- togi sósíaldemókrata, telur erfitt að taka ihaldsmenn inn í ríkisstjórnina eftir dræman árangur í kosningunum. Frost giftist inn íbreska aðalinn Breska sjónvarpsstjarnan David Frost gekk um helgina í það heilaga með lafði Carinu Fitzalan Howard, dóttur hertogans af Norfolk. Þau voru gefin saman af dómara. Frost( 44ára)skildiíjúníísum- ar við fyrri konu sína, Lynn Frederick, ekkju leikarins Peters Sellers. — Lafði Carina er þrítug. Danir lækka vextina Seðlabanki Dana (National Banken) lækkaöi útlánsvexti um 1,5%, eða niður í 8,5% í gær. Búist er við því að bankar og sparisjóðir fylgi fljótt í kjölfarið. Vaxtalækkun var síðast í nóvember úr 11 í 10%. Verðbólgan í Danmörku er nú um 6%, sem leggst ofan á útlánsvextina. Danskt atvinnulíf sparar sér með þess- um vaxtalækkunum um 3 þúsund milljónir islenskra króna á ári. Búist er við því að framkvæmdir muni örv- ast og einkum byggingariðnaðurinn. -I.H. Kaupmannahöfn. Bresk matar gerðarlist að athlægi — segir í skýrslu um veitingahús á ferðamannastöðum í London Matur sá sem feröamönnum er boðið upp á á merkum stöðum í London er þess valdandi að bresk matargerð er orðin aö athlægi um allan heim. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í London í gær. Kaffihúsin í dýragarðinum í London og vaxmyndasafni Madame Tussaud ,,eru hneyksli” og kokk- amir í British Museum „komast upp með morð”, segir í skýrslunni, sem er eftir meistarakokkinn Egon Ronay. I safni sem geymir sögu pyntinga á Bretlandi gegnum aldirnar, „þar voru kjötkökumar mun hryllilegri en nokkuð það sem var til sýnis,” segir enn í skýrslunni. Ronay hefur að þessu sinni gefið álit sitt á 38 helstu feröamannastöð- unum í London. Jafnan er beðið með mikilli eftirvæntingu af hálfu veit- ingamanna eftir árlegu yfirliti Ronays um stöðu breska veitinga- iðnaðarins. „Það er óhæfa að 70 prósent helstu ferðamannastaða í London skuli verða þess valdandi að bresk matar- geröarlist verði að athlægi um allan heim,” skrifar Ronay. „Margar milljónir erlendra ferða- manna munu, eftir að hafa borðaö á kaffiteríum og veitingastööum á þessum stööum, breiða út slæmt álit á matargerð okkar, sem gengur þvert á annars batnandi ástand í landinu.” Aðeins tveir af þessum 38 stöðum sem Ronay sendi sína menn til voru í hæsta gæöaflokki, National Gallery á Trafalgar Square og Tate Gallery við Thames. Tuttugu aðrir voru slæmir. Hin enska hefð, eftirmiðdagste, er á uppleið, sérstaklega innan viðskiptaheimsins, bætir Ronay við. „Það getur vel átt sér stað að viðskiptum sé lokið yfir gúrkusam- loku og tebolla í stað góðrar steikar og rauðvíns.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.