Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN 1 SÍÐUMÚLA 12—14 ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1983. Kristín Halldórsdóttír húsmóðir, Seltjarnarnesi. Gunnar, Steingrímurog Svavar—á síðasta snúningi: Ræða skyndisókn gegn verðbóigunni Kvennalistinn á Reykjanesi - Kristín Haildórsdóttir ífyrstasæti Pramboðslisti Kvennalistans í Reykjaneskjördæmi var sam- þykktur á félagsfundi í Víghólaskóla í Képavogi í gærkvöldi. I efsta sæti listans er Kristin Hall- dórsdóttir húsmóöir, Seltjamarnesi, 2. Sigríöur Þorvaldsdóttir leikkona, Mosfellssveit, 3. Sigríður H. Sveins- dóttir fóstra, Kópavogi, 4. Þórunn Friðriksdóttir kennari, Keflavík, 5. Gyða Gunnarsdóttir þjóðfræðingur, Hafnarfirði, 6. Sigrún Jónsdóttir nemi, Kópavogi, 7. Ingibjörg Guð-| mundsdóttir húsmóðir, Hafnarfirði, i 8. Guðrún S. Gísladóttir nemi, Garðabæ, 9. Kristín Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hafnarfirði og 10. Þórunn G. Þórarinsdóttir verka- kona, Keflavík. -OEF. Lögbannshótun Verdlagsstjóra á strætó: ENN ENG- IN BEIÐNI KOMIN Nær þrjár vikur eru nú liðnar síðan Verðlagsstofnun fór fram á lögbann á 25% fargjaldahækkun SVR og hefur beiðni enn ekki borist um aö þaö verði tekið fyrir hjá borgar- fógeta. Gísli Isleifsson, lögfræðingur verðlagsstjóra, kvaðst í gær engu geta svarað nema því að málið væri ekki enn fariö frá Verðlagsráði, en það yrði væntanlega sent þaðan til borgarfógeta á næstu dögum. Fundur er í Verðlagsráði á morgun, að sögn Gisla, og sagði hann að fyrr en að honum loknum væri ekki hægt að segja neittákveðið. -PÁ. LOKI Nú heitir leiftursóknin skyndisókn! Að frumkvæði Gunnars Thorodd- sen forsætisráðherra hafa hann, Steingrímur Hermannsson og Svav- ar Gestsson haldið fundi í gær og í morgun um hugsanlega skyndisókn gegn verðbólgunni. Niðurfærsla verðlags og kaupgjalds og síöar tak- markanir á verðbótum og fiskverðs- hækkunum eru úrræðin, sem taiin eru vænlegust til þess að slá með skjótum hætti á verðbólguna. Samkvæmt heimildum DV hefur forsætisráðherra látið grannskoða undanfarið ásand efnahagsmálanna og færa sér hugmyndir að úrræðum, sem gætu leitt til þess að stöðva mætti verðbólguholskefluna og verð- bólgan lækkaði eitthvað sem skjót- ast. Það er því margt fleira en niður- færslan á dagskrá ráðherranna. Þessi sérstaka skoðun efnahagsmála og úrræða nú mun tengjast vanga- veltum forsætisráðherra um fram- boð, sem hann hefur nú hætt við. I framhaldi af fundi ráðherranna i morgun var búist við aö skýrt yrði frá viðræðum þeirra á ríkisstjómar- fundi, semhófstklukkan 10. Steingrímur Hermannsson sagði í viðtali við Tímann í morgun að „hann hefði lengi talið þessa leið áhugaverða, en þó væri hún vandfar- in.” Þar er hann að segja álit sitt á niðurfærslunni. Hjörleifur Guttorms- son ráðherra sagði í samtali við DV í Slökkviliðið í Reykjavík var i gærkvöldi kvatt til hjálpar að Laugavegi 72, en þar höfðu losnað þakplötur. Tók skamman tima að koma þeim í samt lag aftur og er ekki vitað um frekari skemmdir iborginniaf völdum veðurs. D V-mynd: S morgun að alþýðubandalagsmenn hefðu oft skoðað slíka leið, en hún væri erfið vegna tregðu í verðlags- þættinum og skort hefði vilja til þess að taka upp það stranga eftirlit sem þyrfti. Niðurfærsla hefur ekki verið reynd hér síðan á dögum Emilíu, minni- hlutastjómar Alþýðuflokksins, sem var undanfari Viðreisnar 1960. HERB Bflskýlin í verkamannabiistöðum: íbúðir hafa forgang segir f ramkvæmdast jóri Húsnæðisstofnunar „Það eru tvær ástæöur umfram allt sem liggja að baki þessu fyrir- komulagi,” sagði Sigurður E. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, að- spurður um greiðslufyrirkomulag bílskýlanna, sem DV hefur fjallað um undanfama daga. „I fyrsta lagi hefurHúsnæðismála- stjóm, samkvæmt húsnæðislöggjöf- inni, eingöngu heimild til að veita Ián úr Byggingarsj óði verkamanna til að reisa íbúðir. Bílskýli em ekki partur af íbúðum. I öðru lagi er þess að geta að meðan engan veginn er hægt að koma til móts við þá miklu þörf sem er fyrir f jármagn til að reisa ibúðir í verkamannabústöðum sýnist meira en litið úr vegi að nota fjármagn til aðbyggja bílskýli. Það vantar semsé bæði lagaheim- ild til að lána út á nokkuð annað en hreinar íbúðabyggingar og í öllu falli myndi síðan skorta fjármagn, miöaö við þá óbreyttu stefnu, að byggja fyrst íbúðir yfir mannfólkið,” sagði Siguröur. -PÁ. Mezzoforte: Komin í 17. sæti Vinsældir Mezzoforte í Bretlandi fara enn vaxandi. A iistanum yfir mest seldu plötur þar í landi, sem birtur var í morgun, var litla platan, með lögunum Garden Party og Funk Suite No. 1, komin í 17. sæti og hefur færstuppuml2 sæti frá því í síðustu viku. Stóra platan Surprise Surprise var í morgun komin í 28. sæti á list- anum yfir stórar plötur. Búast má við að báðar plötumar eigi eftir að komast enn hærra á listunum, því söluáhrifa í kjölfar þáttarins Top Of The Pops er ekki fariðaðgætaaðfullu. -SþS t t i t t t t t t i i t t I í I í í t t t t t t t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.