Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 22. MARS1983. 17 „Enginn er fullkominn, það vitum viO, en hvaO getur maOur eins og Maradona gert, sem er án efa sniiiingur í sinni íþrótt og þarf aO sparka hann niOur til aO stöðva hann. Við láum honum það ekki þó að hann hafi reiðst, "segja bréfritar- ar meðal annars. Maradona einn af bestu knattspymu- mðnnum heims Arnór Aðalsteinsson og Sigurjón Kolbeins skrifa: Við lásum DV einn daginn, alsak- lausir og ánægöir með lífið. Þá rák- umst við á grein þar sem einhver „góður maður”, greinilega á móti Maradona, var að segja Maradona óíþróttamannslegasta knattspyrnu- mann sem uppi er og sjálfum sér til skammar innan vallar sem utan. Kallar greinarhöfundur það að verða sér til skammar að bjarga tveimur mannslífum utan vallar? Hann ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hann læt- ur þessi orð falla um einn besta knatt- spymumann heims. Ekki var hann út- nefndur sem besti knattspyrnumaður heims, eða arftaki Pele vegna óíþrótta- mennsku. Onei. Hvað kallar bréfritari þá Lárus Guðmundsson og Arnór Guðjohnsen, er reknir hafa veriö út af fyrir ljót og gróf brot.Enginner full- kominn, þaö vitum við, en hvað getur maöur eins og Maradona gert, sem er án efa snillingur í sinni íþrótt og þarf að sparka hann niöur til að stöðva hann. Við láum honum það ekki þó að hann hafi reiðst (Eins og Amór, Láms o. fleiri). Það getur vel verið að frægðin hafi stigiö honum til höfuðs en það breytir því ekki að hann er örugglega einn af bestu knattspyrnumönnum heims. Við erum ekkert á móti Zico eða Rumenigge en er það ekki einmitt Rumenigge sem stjórnar þýska lands- liðinu og Bayem Miinchen á bak við tjöldin með Paul Breitner? Hver er það sem er þá svona óíþróttamannslegur og leikur ekki af drengskap? Okkur er spum. Fann gullúr 7616-6048 hringdi: Ég fann gullúr 7. mars sl. iAusturstræti. Ég biöþann sem týndi þvi, ef hann ies þetta, vinsamlegast að hafa samband við mig i sima 29103. BETRI LBÐIR BJÓÐAST ALÞÝÐUFLOKKURINN VILL GERBEYTTA STEFNU í EFNAHAGSMÁLUM Til er betri leið í efnahagsmálum, en nú er fylgt. Með henni getum við skapað okkur traustari framtíð í stað þeirrar óvissu sem nú ríkir. Til þess þarf samstillta áætlun en ekki bráðabirgðaráð. Verkefnið er að brjótast úr vítahring erlendrar skuldasöfnunar og sívaxandi verðbólgu. Treysta verður atvinnuöryggi og afkomu heimila og atvinnulífs. Þetta má gera með því að leysa úr læðingi þá krafta, sem nú fara í súginn og nýta þau verðmæti, sem nú fara til spillis. Tækifærin blasa við til nýsköpunar í atvinnulífi, ef íslenzkt hugvit og framtak fá að njóta sín. Það sem þarf er: - Afkomuöryggi - Ný atvinnustefna - Uppstokkun í ríkisbúskap - Ábyrg samskipti. Afkomuöryggi Á næstu misserum verður að brjótast úr verðbólgufarinu, draga úr erlendri skuldaaukn- ingu og tryggja atvinnu. 1. í stað hins úrelta vísitölukerfis, komi samningur um launaþróun, lágmarkslaun og lífskjaratryggingu. Vísitölukerfið hefur gengið sér til húðar. Það á að leysa af hólmi með lífskjaratryggingu: - Afkoma heimilanna verði varin með greiðslu sérstakrar fjölskyldutryggingar. - Tekin verði upp afkomutrygging, fyrir þá er við lökust kjör búa og hún greidd launafólki sem ekki nær tilteknum lágmarkslaunum. 2. Atvinnulífið fái eðlileg rekstrarskilyrði svo að vel rekin fyrirtæki þurfi ekki að lifa á bónbjörgum. 3. Erlendar lántökur verði takmarkaðar. 4. Húsnæðislán til kaupa á fyrstu íbúð, verði tvöfölduð og kaup-Ieigufyrirkomulag innleitt. 5. Greiðslubyrði lána ráðist af tekjuþróun, svo að vinnutíminn sem þarf til að standa undir afborgunum fari ekki vaxandi. 6. Almennt sparifé verði verðtryggt, þannig að bankar skili raunvirði til sparifjáreigenda og skuldakóngar hætti að arðræna fólk. ALÞYÐUFLOKKURINN VILL NÝJAR LEIÐIR í EFNAHAGSMÁLUM Ný atvinnustefna Ný störf og atvinnu handa öllum, á að tryggja með því að veita í nýsköpun atvinnulífs, þeim fjármunum, sem eytt er í óarðbærar framkvæmdir, óhagkvæman togarainnflutning lán til hallærisrekstrar og óhóflegar útflutningsbætur. • Smáfyrirtæki fái eðlilegan aðgang að rekstrarfé og allar atvinnugreinar njóti jafnræðis í skattamálum og á lánamarkaði. • Stjórnun fiskveiða verði tekin til endur- skoðunar svo að afrakstur fiskistofna sé tryggður. • Urvinnsluiðnaður í sjávarútvegi og landbúnaði fái að dafna. • Orka landsins verði nýtt til atvinnuupp- byggingar í samræmi við markaðsmöguleika. • Nýtækniiðnaður, fiskirækt og nýjar búgreinar njóti vaxtarskilyrða. •Eftirlit verði tekið upp með óeðlilegri, erlendri samkeppni við íslenzka framleiðslu. • Ríkið og opinberar stofnanir kaupi ávallt íslenzkan iðnvarning, þegar þess er kostur. • Endurmenntun verði efld m.a. til að auka vöruvöndun og framleiðni. Uppstokkun í ríkisbúskap Ríkisfjármál og skattamál verði stokkuð upp og ráðist gegn spillingu. • Framkvæmdastofnun verði lögð niður en byggðaáætlanir gerðar til að treysta byggðina í landinu. • Tekjuskattur ríkisins af almennum launatekjum verði afnuminn í áföngum. Virðisaukaskattur komi í stað söluskatts. Skattadómstóli verði komið á fót og skatteftirlit eflt til að sporna gegn skattsvikum. Taka á upp staðgreiðslu skatta. • Tolla- og aðflutningsgjaldakerfið á að endurskoða og einfalda. • Samræmdu lífeyriskerfi verði komið á fyrir alla landsmenn. • Ráðist verði gegn óráðsíu og sukki í opinberum rekstri og komið á sérstöku eftirlitsráði til að sækja slík mál. Þingmenn sitji ekki í bankaráðum og sjóðsstjómum. Ábyrg samskipti Ábyrgðin verði sett í öndvegi að nýju, þannig að sérhver aðili beri ábyrgð á eigin ákvörðunum, en samtryggingarkerfi ábyrgðarleysisins verði rofið. Atvinnurekstur standi á eigin fótum, án bakábyrgðar ríkisins. Fjárfestingarfé fari í að skapa arðbær störf: • Aðilar, sem ákveða fiskverð, beri ábyrgð á ákvörðunum sínum án ávísunar á ríkið. • Verðlagskerfi landbúnaðarins á að endurskoða, gera vinnslustöðvar viðskiptalega ábyrgar og afnema útflutningsbætur í áföngum. • Verðmyndunarkerfinu í landinu verði breytt, þannig að ábyrgð og ákvörðun fylgist að. Verðlagsfræðsla, neytendavemd og eftirlit með einokun, verði stóraukin. • Fjárfestingarsjóðir verði sameinaðir og þeim settar nýjar starfsreglur. • Dregið verði úr sjálfvirkni ríkisframlaga og ríkisstofnunum fengið efnahagslegt sjálfstæði. • Sveitarfélögin fái aukið sjálfsforræði um leið og þau axla ábyrgð á eigin ákvörðunum. • Abyrgð og umhyggja fyrir frambúðarhag ráði í umgengni okkar við landið og miðin. Alþýðuflokkurinn. Smáauglýsinga og áskriftarsími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.